Morgunblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977
Ekki hægt að treysta
á frekari hækkanir
á helztu
útflutningsafurðum
sagði Gunnar Guðjónsson í rœðu á aðalfundi SH
HÉR fer á eftir í heild
ræða Gunnars Guðjóns-
sonar, stjórnarformanns
Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, á aðalfundi SH í
fyrradag:
Ágætir frystihúsamenn.
Aó venju mun ég segja nokkur
orö í upphafi aðalfundar um
helstu atriöin í starfsemi S.H. á
liðnu starfsári og ræða stöðu
hraöfrystiiönaðarins.
Minning —
Einar Sigurðsson:
Ég vil í upphafi þessa fundar
rifja upp orð se'm ég mælti á
fundí framkv. ráðs i mars sfðastl.
til að minnást félaga okkar Einars
Sigurðssonar útgerðarmanns frá
Vestmannaeyjum, sem horfið hef-
ur af sjónarsviðinu siðan við kom-
um saman til aðalfundar S.H. fyr-
ir ári síðan, en hann var eins og
öllum mun kunnugt einn af aðal-
hvatamönnum að stofnun samtak-
anna á árinu 1942 og meðal stofn-
félaga.
Frá upphafi til dauðadags
gegndi hann forustustörfum hjá
S.H. Var hann formaður stjórnar
um tíma, og lengi varaformaður,
sem hann var er andlát hans bar
að höndum eftir stutta legu þ. 22.
mars siðastliðinn.
Einar kom víða við sögu i sam-
tökum og fyrirts^kjum útvegs- og
frystihúsamanna og lét hvarvetna
mikið að sér kveða sem alþjóð er
kunnugt. Voru honum falin mörg
og fjölþætt störf í þágu þeirra. Er
Einar féll frá, var hann auk vara-
formensku i stjórn S.H. stjórnar-
formaður Coldwater Seafood
Corp., sem og formaður stjórnar
h.f. Jökla og Tryggingamið-
stöðvarinnar h.f.
í eigin atvinnurekstri var Einar
Sigurðsson án efa einn mesti at-
hafnamaður síns tima á íslandi og
persónuleiki hans mun ávallt
gera hann minnisstæðan öllum
þeim sem honum kynntust. Ég vil
biðja fundarmenn að votta minn-
ingu hans virðingu sina með því
að rísa úr sætum.
Skýrslu stjórnar S.H. og reikn-
ingum hefur þegar verið dreift á
meðal ykkar. Framkvæmda-
stjórar S.H. og fyrirtækja i eign
þess munu í skýrslum sínum hér á
eftir gefa glöggt yfirlit yfir
starfsemina á s.l. ári og skýra
hvað framundan kann að vera í
helstu málum, er varða framtíð og
heill hraðfrystiiðnaðarins. Ég
mun því aðeins stikla á hinu
stærsta í heildarmyndinni.
Framleiðslan 1976:
Árið 1976 var heildarfram-
leiðsla hraðfrystihúsa innan S.H.
og S.Í.S. 91.136 smálestir, en sem
kunnugt er fer svo til öll frysting
sjávarafurða í landinu fram inn-
an vébanda þeirra. Var það 5.553
smálestum eða 6.5% meira en ár-
ið áður. Framleiðsa þorskafurða
jókst um 1.800 smálestir og loðnu-
frysting um 3.293 smálestir.
Hlutdeild S.H. í heildarfram-
leiðslunni 1976 var 77,4% en
hafði verið 75.4% árið áður.
Útflutningur 1976:
Heildar fob-verðmæti útfluttra
sjávarafurða árið 1976 var 53.4
milljarðar kr. Þar af var út-
flutningsverðmæti hraðfrystra
sjávarafurða 25.9 milljarðar og
hafði aukist um 7.897 millj. kr.
eða 43.9%. Hlutdeild þeirra i
heildarvöruútflutningnum var
35.2%, en hafði verið 37.9% árið
áður. Að magni til var út-
flutningur frystra sjávarafurða
árið 1976 94.321 smálest og hafði
aukist um 0.5% fra árinu á und-
an.
Markaðir:
Helstu markaðslönd voru sem
fyrr Bandarikin og Sovétríkin, en
auk þess átti sér stað nokkur út-
flutningur til annarra landa, þ.á
m. til Bretlands, V-Þýzkalands og
Tékkóslóvakíu.
Bandaríkin:
Árið 1976 var útflutningur ís-
lendinga á frystum sjávarafurð-
um til Bandaríkjanna 64.529 smá-
lestir að verðmæti 20.4 milljarðar
kr. Var það 68.4% af heildarút-
flutningsmagni þessara afurða og
78.9% miðað við verðmæti. Árið
áður hafði hlutdeild Bandaríkj-
anna miðað við magn verið 62.9%
en 74.1 % miðað við verðmæti.
Sovétríkin:
Hins vegar dróst útflutningur-
inn til Sovétríkjanna verulega
saman. Heildarútflutningur
frysts fisks til þeirra árið 1976 var
13,877 smálestir að verðmæti
2.011 millj. kr. Var um að ræða
samdrátt um 9.457 smálestir eða
40,5% og 848 millj. kr. eða 29,7%.
Hlutdeild Sovétríkjanna í útflutt-
um frystum sjávarafurðum árið
1976 var 9,8% miðað við verð-
mæti, en hafði verið 15,9% árið
áður:
Þáttur SH og Coldwater:
Án þess að fara mikið nánar út i
markaðsmálin kemst ég ekki hjá
því að undirstrika hinn mikla og
stöðugt vaxandi útflutning til
Bandarikjanna. Hin mikla aukn-
ing á m.a. rætur sínar að rekja til
þeirrar staðreyndar, að Banda-
ríkjamenn eru orðnir svo til al-
gjörlega háðir innflutningi þorsk-
fiskafurða, vegna hinnar miklu
hnignunar eigin sjávarútvegs
á síðustu árum. Islend-
ingar, og þá alveg sérstaklega
S.H. undir ötulli forustu hæfra
starfsmanna vestan hafs og aust-
an, hagnýttu sér vel þá mögu-
leika, sem sköpuðust á þessum
besta fiskmarkaði heims. Fyrir-
tæki S.H., Coldwater Seafood
Corp., seldi á síðasta ári fyrir $145
milljónir eða 27.6 milljarða kr. I
dollurum var veltuaukningin $45
milljónir eða 44.6%. Coldwater er
nú orðíð eitt af stærstu fyrir-
tækjum sinnar tegundar og um-
svif þess mikil. Innan *íðar mun
það taka í starfrækslu aðra fisk-
iðnaðarverksmiðju, sem staðsett
er í Eversett, Boston, i tengslum
við hina nýbyggðu frystigeymslu
þar. Styrkir þetta enn betur stöðu
íslenzks hraðfrystiiðnaðar i sölu-
málum í Randaríkjunum, og þá
auðvitað sérstaklega stöðu hrað-
frystihúsanna innan S.H. Kunna
frystihúsamenn öllum er staðið
hafa að þessari miklu og merki-
legu uppbyggingu hinar bestu
þakkir.
Iceland Products Ltd:
Til fróðleiks vil ég geta þess, að
fyrirtæki SÍS í Bandaríkjunum,
Iceland Products Ltd., mun hafa
velt um $48 millj. á siðast liðnu
ári þannig að heildarvelta þessara
tveggja fyrirtækja íslendinga
þarna var því um $193 millj. eða
36.6 milljarðar kr. (kaupgengi
$189,50 um síðustu áramót). Ef
haft er i huga að heildarútflutn-
ingur allra sjávarafurða frá ís-
landi árið 1976 var 53.4 milljarðar
kr. sést hvílík feiknarstarfsemi er
þarna á ferðinni á íslenskan
mælikvarða.
Gunnar Guðjónsson.
Staða hraðfrystihúsanna:
i heild á litið verður að teljast að
vel hafi verið haldið á markaðs-
og sölumálum á s.l. ári. En þrátt
fyrir stöðugt hækkandi söluverð á
flestum tegundum frystra
sjávarafurða og góðan árangur á
sölusviðinu, þróuðust innlendar
aðstæður í þá átt að hraðfrysti-
húsaiðnaðurinn getur ekki tek-
ið á sig kostnaðarhækkanir, án
þess að staða þeirra sé í stórri
hættu. Þar við bætist að staða
deildar fyrir frystar fiskafurðir í
Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins
var mjög veik í árslok 1976. Inn-
eign var þá aðeins 340 millj. kr.
Megin ástæða þess, að staða
hraðfrystiiðnaðarins er svo veik,
sem raun ber vitni er sú að fisk-
verðs- og kaupgjaldshækkanir
voru mjög miklar, auk þess sem
aðrir kostnaðarliðir hækkuðu
verulega.
Hækkanir fiskverðs 1976
Miðað við meðalverðbreytingar
hækkaði almennt fiskverð árið
1976 um samtals 63.5%. í þessari
hækkun er sú fiskverðshækkun,
sem varð við breytingu sjóðakerf-
isins í febrúar 1976, en hún var
áætluð um 24%. Um einstakar
fiskverðshækkanir og breytingar
-visast til þess kafla I árs-
skýrslunni, sem fjallar sérstak-
lega um þetta efni og tilkynning-
ar Verðlagsráðs um fiskverð:
Frá aðalfundi SH.
Hækkanir kaupgjalds:
Samkvæmt opinberum skýrsl-
um er áætlað að kauptaxtar allra
launþega hafi á árinu 1976 hækk-
að að meðaltali um 26%, sem var
heldur minna en árið 1975. Kaup-
taxtar verkafólks í frystiiðn-
aðinum mun hafa hækkað nokkuð
meira. Launaskrið og aukin yfir-
vinna olli því, að almennar tekjur
jukust meira en kauptaxtar. Er
talið að atvinnutekjur flestra
starfsstétta hafi aukist nokkuð
jafnt eða um 32—33% á mann.
Tekjur sjómanna munu líklegast
hafa aukist yfir 45% að meðaltali
miðað við árið 1975.
Afkoma hraðfrystiiðnaðar-
ins haustiö 1976
Síðast liðið haust var staða
hraðfrystihúsanna mjög alvarleg.
Eftir fiskverðshækkunina 1.
október (9.9%) og umsamdar al-
mennar kauphækkanir vantaði
samtals 3.200 milljónir kr. upp á
starfsgrundvöll hraðfrystihús-
anna miðað við heilt ár. Frysti-
deild Verðjöfnunarsjóðs var þá
tóm. Við þessar aðstæður sam-
þykkti ríkisstjórnin því að veita
rikisábyrgð á útgreiðslu sjóðsins
til áramóta. Gerði það kleift að
ákveða fyrrgreinda fiskverðs-
hækkun i byrjun október.
Eigi kom þó til þess, að ríkis-
stjórnin þyrfti að gera sérstakar
ráðstafanir vegna ríkis-
ábyrgðarinnar vegna þess að veru-
legar verðhækkanir áttu sér stað
á næstu mánuðum í Bandaríkjun-
um. Átti Coldwater þar frum-
kvæði að.
En þrátt fyrir framangreindar
staðreyndir var árið 1976 með
betri árum í sögu hraðfrystihús-
anna reksturslega séð. En þá ber
að hafa ríkt í huga, að hinum góða
rekstursárangri var skipt hratt
upp og gekk að verulegu leyti út í
hækkað fiskverð og launahækk-
anir, sem fyrr er vikið að.
Svigrúm hraðfrysti-
húsanna í dag:
Þetta gerir það að verkum, að
svigrúm hraðfrystiiðnaðarins til
að taka á sig frekari kostnaðar-
hækkanir er litið og raunverulega
ekkert, ef á heildina er litið, hins
vegar er þvi ekki að neita að
afkoma einstakra hraðfrystihúsa
hefur verið mjög misjöfn.
Fiskistofnar,
nýting:
Á siðasta aðalfundi í byrjun
júní var samþykkt ítarlegt álit um
stjórnun fiskveiða. í þvi var m.a.
lögð áhersla á verndun fiski-
stofna og bent á hugsanlegar leið-
ir til takmörkunar veiða þeirra
fiskstofna, sem virðast ofveiddir.
Þá lýsti fundurinn þvi yfir, að
hann liti á samdráttaraðgerðir í
fiskveiðum, sem hreina neyðar-
ráðstöfun og að það bæri að leggja
höfuðáherslu á að fiskimiðin inn-
an 200 mílna fiskveiðilögsögu ts-
lands væru til afnota fyrir íslend-
inga eina.
200 mílna fiskveiði-
lögsaga:
Síðan þetta var samþykkt hefur
sú ánægjulega þróun orðið á
grundvelli Oslóarsamningsins
svonefnda, sem undirritaður var
1. júní 1976, að hinn 1. desember
s. á hurfu breskir togarar algjör-
lega úr islenskri fiskveiðilögsögu.
Lauk þar meö tæplega 560 ára svo
til óhindruðum fiskveiðum Eng-
lendinga við íslandsstrendur. Var
það vissulega merkisatburður,
sem vert er að minnast og þá ekki
sist fyrir það, að við brottför
Breta var yfirráðaréttur Islend-
inga yfir fiskimiðunum innan
200 milnanna viðurkenndur. Er
það nú á valdi íslendinga sjálfra,
hvernig fiskistofnar við landið
verða nýttir i framtíðinni. Er
þjóðinni mikill vandi á höndum í
þeim efnum, þvi ef sá ótti er á
rökum reistur að stofnarnir séu
ofveiddir, verður vissulega að
gera ráðstafanir þeim til verndar.
Hagvöxtur og fisk-
veiðar:
Minnkandi sókn og samdráttur
I afla, hlýtur að draga úr hagvexti
og aukningu þjóðartekna. Við
slíkar aðstæður verður þjóðin að
sníða sér stakk eftir vexti og slaka
á kröfugerðinni, ef ekki á illa að
fara. Er sérstaklega mikilvægt að
dregið sé úr umsvifum hins opin-
bera og framkvæmdum þess stillt
i hóf.
Verðbólgan:
Þótt nokkuð hafi áunnist í bar-
áttunni við verðbólguna og hún
lækkuð úr 53% árið 1974 í 32%
árið 1976 miðað við hækkun fram-
færsluvisitölu, eru íslendingar
enn langt frá þvi marki að koma
verðbólgunni niður á svipað stig
og er í helstu viðskiptalöndum. Á
meðan það tekst ekki munu
helstu atvinnuvegir landsmanna
eiga við stöðuga erfiðleika að
striða og má ekkert út af bregða,
svo ekki fari illa. Fyrir allt launa-
fólk ekki siður en atvinnuvegina,
hlýtur það að vera mikið kapps-
mál að verðbólgunni verði haldið
I skefjum og að I yfirstandandi
samningaviðræðum verði ekki
gerðir verðbólgusamningar sem
myndu stórskaða stöðu út-
flutningsatvinnuveganna og þjóð-
arbúsins í heild.
Verölag — horfur:
Eins og málum er nú háttað I
helstu viðskiptalöndum tslands,
er ekki unnt að treysta á frekari
eða umtalsverðar hækkanir á
helstu útflutningsafurðum. Verð-
lag þeirra er nú í hámarki og
búast má við harðnandi sam-
keppni vegna aukins framboðs og
lægra verðlags á vörum, sem
keppa við fiskinn um hylli neyt-
enda.
Mikilvægi ótruflaðs
reksturs:
Ég hefi verið nokkuð langorður
i inngangsræðu minni á þessum
aðalfundi S.H. Full ástæða væri
til þess að ræðá enn frekar um
ástand og horfur i atvinnu- og
efnahagsmálum í ljósi þeirra
samningaviðræðna, sem nú eiga
sér stað milli aðila vinnumarkaðs-
ins. Ber þar að itreka að okkar
fyrsta skylda er að halda fram-
leiðslunni gangandi, tryggja af-
komu fyrirtækjanna og sjá til þess
að þjóðin fái sem mestar gjald-
eyristekjur út úr starfseminni.
Hraðfrystiiðnaðurinn, ásamt sjáv-
arútvegi er mikilvægasta atvinnu-
grein landsmanna á því sviði. Góð
afkoma hans og ótruflaður rekst-
ur ræður því úrslitum um tekju-
og afkomustig þjóðarinnar.
Við treystum þvi, að ríkisvald
og allur almenningur átti sig á
takmörkun þess, hversu mikils er
unnt að krefjast af útflutningsat-
vinnuvegunum með sanngirni.
Sé farið út fyrir eðlileg tak-
mörk i þeim efnum, blasir ekkert
annað við en gengislækkun til að
forða rekstrarstöðvun og atvinnu-
leysi. Vonandi kemur þó ekki til
þess að gripa þurfi til þeirra ráó-
stafana í kjölfar niðurstaðna yfir-
standandi kjaradeilu. En þá verða
samningarnir að vera innan þess
ramma, sem greiðsluþol út-
flutningsatvinnuveganna leyfir.
Að endingu þakka ég frysti-
húsamönnum og stjórn fyrir gott
samstarf á liðnu starfsári og fram-
kvæmdastjórum og starfsmönn-
um fyrir velunnin störf.