Morgunblaðið - 27.05.1977, Side 14

Morgunblaðið - 27.05.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 Aðalfundnr Eimskipa- f élags Islands h.f. í gær: SEXTUGASTI OG annar aðalfundur Eimskipafélags íslands h.f. var haldinn f gær. Á fundinum kom fram, að hagnaður af rekstri félagsins á síðastliðnu starfsári varð rúmlega 63 milljónir króna, en árið áður hafði orðið tap á rekstrinum, sem nam 17 milljónum króna. Afskriftiraf eignum félagsins námu nú 704 milljónum króna, en voru árið 1 975 600 milljónir. Heildartekjur Eimskipafélagsins urðu á árinu 1976 samtals um 6,8 milljarðar króna, en höfðu verið árið áður 5,3 milljarðar. Heildargjöld án fyrninga voru 6,1 milljarður, en árið áður námu þau 4,8 milljörðum. Hvern dag ársins hafa því rekstrargjöid félagsins numið 16,77 milljónum króna. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða 10% arð. Halldór H. Jónsson, formaður stjórnar Eimskipafélagsins, setti fundinn í gær og skipaði Lárus Jóhannesson, fyrrum hæstaréttar- dómara, fundarstjóra. en því em- bætti hefur hann gegnt um margra ára skeið. Síðan bauð Halldór hlut- hafa velkomna og sérstaklega Matt- hías Á Mathiesen fjármálaráðherra. Fundarritari var skipaður Barði Frið- riksson hæstaréttarlögmaður og framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands Stjórnarformaður minntist látinna stjórnarmanna og starfsmanna, Birgis Kjarans hagfræðings, Jóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra, Ágústs Jónssonar, fyrrverandi yfir- vélstjóra, Eymunds Magnússonar, fyrrverandi skipstjóra, Gríms Guð- mundssonar, fyrrverandi verkstjóra, Hafliða Hafliðasonar, fyrrverandi yfirvélstjóra. og Óskars A Gísla- sonar skipamiðlara Fundarmenn risu úr sætum til þess að votta hinum látnu virðingu og þakklæti Góð afkoma, en nægir þó ekki til endurnýjun- ar. Um niðurstöðutölur rekstursreikn- ings Eimskipafélagsins, sem hér eru gerðar að umræðuefni í upphafi þessarar frásagnar, sagði Halldór H Jónsson. stjórnarformaður „Þó að segja megi að þessi afkoma sé góð, miðað við íslenzkar aðstæður, er þó augljóst, að hún þyrfti að vera miklu betri til að mæta eðlilegri endur- nýjun skipaflotans og til þess að geta komið við fyllstu hagræðingu. Það er ekki aðeins verðbólgan hér- lendis heldur og erlendis, sem hækkar verð skipa, tækja og bygg- inga það ört, að afskriftir mæta ekki kostnaði við endurnýjuo og þarf því stöðugt nýjar lántökur, ef þær þá fást." Þá tók Halldór H Jónsson dæmi um kostnaðarverð tveggja skipa Eimskips, Goðafoss og Detti- foss, sem kostuðu árið 1970 200 milljónir króna Nú er verð slíkra skipa áætlað 1.600 milljónir króna. „Af þessu má sjá Ijóslega," sagði stjórnarformaðurinn, „nauðsyn þess að réttmætt tillit sé tekið til fjár- magnskostnaðar, þegar þjónustu- gjöld eru ákveðin, en þau eru háð verðlagseftirliti." Þá kom það fram að miðað við dollara, hefur velta félagsins rúmlega sexfaldast á síð- astliðnum 15 árum Meira virði er þó að halda arðsemi félagsins í svipuðu hlutfalli, sem hefir tekizt — sagði Halldór. Efnahagur Eimskipa félagsins. í árslok námu eignir íélagsins 5.8 milljörðum króna, en skuldir að Hluthafar á aðalfundi Eimskipafélags Islands h.f. F gœr -Ljósm.: ÓL. K.M. Hagnaður félagsins nam rúmlega 63 milljónum kr. Félagið greiðir hluthöfum 10% arð Halldór H Jónsson stjórnarformaður flytur skýrslu sína til hluthafa Eimskipa- félagsins. Honum á hægri hönd situr Óttarr Möller forstjóri félagsins. meðtöldu hlutafé námu 5,3 milljörð- um. Bókfærðar eignir umfram skuld- ir námu því í árslok 529 milljónum króna. en 229 milljónum í árslok 1975. Skip félagsins voru í árslok 21 að tölu, bókfærð á 1.296 millj- ónir króna, en voru í árslok 1975, 20 að tölu, bókfærð á 1.225 millj- ónir króna. „Ég vil vekja athygli á því, góðir fundarmenn," sagði Hall- dór,„að fyrir 16 árum síðan átti Eimskipafélagið 10 skip, 44 000 rúmmetrar, en nú 21 skip, 76.000 rúmmetrar að stærð " Fasteignir félagsins eru bókfærðar á 1.046 milljónir króna, en voru 1975 bókfærðar á 680 milljónir króna. Rúmmál vörugeymslna er nú 210.000 rúmmetrar, þar af 76% í nýjum vönduðum steinsteyptum húsum. Hlutafé félagsins var í árslok 430 milljónir króna, þar af á felagið sjálft 36,8 milljónir króna. Halldór kvað æskilegt talið að auka jafnvægi að félagið ætti sjálft 10% hlutafjár. Fasteignir, sem bókfærðar eru á 718 milljónir króna eru á bruna- bótamati virtar á 2.450 milljónir króna Fasteignir eru að mestu ýmist í endurbyggingu eða nýbyggðar. Bifreiðar, vélvagnar og öll önnur tæki og áhöld Eimskipafélagsins eru bókfærð á 208 milljónir króna, Olía og matvæli á 171 milljón. Hlutafé Eimskips í öðrum félögum er bók- fært á 298 milljónir króna Ný skip. Halldór H. Jónsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélags íslands h f , kvað félagið hafa verið mjög heppið í skipakaupum undanfarið og sagð- ist hann í þeim efnum vildu færa forstjóra og skipaverkfræðingi félagsins sérstakar þakkir fyrir ár- verkni þeirra og dugnað. Hann kvað niðurstöðu nákvæmra athugana og samanburðar hafa orðið að félagið hefði keypt og kaupi enn 2 til 4 ára gömul skip, sem eru að byggingu og kaupverði, og í rekstri hagkvæm. Félagið hefur nú fest kaup á tveimur vöruflutningaskipum frá danska skipafélaginu Mercandia, en áður hefur félagið keypt af því félagi fimm vöruflutningaskip. Þessi tvö nýju skip eru systurskip, smíðuð 1974 og 1975, hvort að stærð 3050 DW og er lestarrými 120 þúsund teningsfet. Ganghraði er 1 3 Framhaid ábls. 31 Nýir finnskir kjólar. Stæröir36—46 Verðlistinn, Laugalæk, sími 33755. Bóndakona sýnir myndir í Félagsheim- ili Ölfusinga SÝNING á listmunum og málverkum verður opnuð I Félagsheimili Ölfus- inga f Hveragerði föstudaginn 28. maí og þar sýnir Þóra Sigurjóns- dóttir, húsfreyja á Lækjarbakka, sem er nýbýli frá Eystri LoftsstöSum f Gaulverjabæjarhreppi. Þóra er frá Fossi i Grimsnesi. en húri og maður hennar, Gfsli Jónsson á Lækjarbakka. eiga 6 börn og Þóra kveðst ekki hafa tlma til að vinna að listinni nema á kvöldin og nóttínni Hún gerir sér mat úr rekavið og öðru, sem rekur á fjörur austan við Stokks- eyri og málar auk þess bæði á gler og grjót Sýning Þóru verður opin daglega frá kl 14 — 22 fram til 31. mai. Oilf Elfna viS nokkrar mynda sinna. Elína sýn- ir í Eden DAGANA 27. maf til 5. júnf heldur finnska listakonan Oilf Elfna Sand- ström málverkasýningu f Eden f Hveragerði. Er þetta þriðja sumarið f röð sem Elfna sýnir f Eden og hafa myndir hennar selzt mjög vel. Að þessu sinni sýnir listakonan um 70 olfumálverk og myndefnið sótt f fslenskt og finnskt landslag og einn- ig eru blómamyndir. Elína Sandström var búsett hér á^ landi um 9 ára skeið en er nú búsett í Finnlandi. Hefur hún stundað listmál- un í yfir 27 ár og var við nám í listaháskólanum f Helsinki. Málverkasýningin í Eden hefst kl. 20 á föstudag og stendur til 5. júní Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.