Morgunblaðið - 27.05.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 27.05.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 15 Teng Hua Teng skrifar Hua Hong Kong, 26. mai. AP. FYRRVERANDI aðstoðarforsætis- ráðherra Kina, Teng Hsiao-Ping, sem um hrið var talinn liklegur arftaki Maos hefur skrifað tvö bréf til Hua Kuo Feng nuverandi flokksformanns, þar sem hann fer fögrum orðum um leiðtogann nýja og kveðst fús að snúa aftur til starfa og taka við hverri þeirri stöðu sem flokkurinn þyrfti á að halda. að þvi er blað i Hong Kong sagði i dag. í blaðinu segir að Teng fari ákaf- lega lofsamlegum orðum um Hua, segi hann gáfaðan afburðamann til orðs og æðis. Tekið var fram að Teng hefði í bréfinu lýst samstöðu með þær aðgerðir sem gerðar hafa verið gegn „bófunum fjórum". Blaðið segir að fyrra bréfið hafi verið skrifað 10. október eða örfáum dögum eftir að bófarnir fjórir voru handteknir og hið seinna var skrifað 10. april. En den Uyl varað við þvl að við- ræður um myndun nýrrar stjórnar mundu reynast vandasamar, sagði að erfiðir timar væru í vændum og benti á að Verkamannaflokkurinn skorti 23 þingsæti til að hafa hreinan þingmeiri- hluta. Þó er búizt við að Verkamanna- flokkurinn myndi stjórn með Kristi- legum demókrötum, sem fengu 49 þingsæti og bættu við sig tveimur, og smáflokknum „D 66". eina smáflokkn- um sem jók fylgi sitt og hlaut átta þingsæti i stað fimm áður. Það getur valdið vandkvæðum að Verkamannaflokkurinn styður breyt- ingar á lögum um fóstureyðingar, en kristilegir demókratar undir forystu Andreas van Agt dómsmálaráðherra eru þeim andvlgir. Þriðji stærsti flokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, sem er hægrisinnaður, vann einnig á I kosningunum og fékk Danskt aukaþing Kaupmannahöfn, 26. mai. Reuter. ANKER Jörgensen hefur kallað danska þingið saman til sérstaks aukafundar i ágúst til aS fjalla um tillögur stjómarinnar um baráttu gegn atvinnuleysi og áframhaldandi samvinnu stjórnarinnar og stjórnar- andstöSuflokka I efnahagsmálum. Ákvörðun fylgir í kjölfar skýrslu danska efnahagsráðsins sem segir að horfur i dönskum efnahagsmálum hafi aldrei verið verri frá striðslokum og að atvinnuleysi munu aukast úr 1 30 000 I fyrra I 166.000 1979 Brezhnev styrkir stöðu sína: Nýr maður settur yfir áróðursdeild flokksins Moskva 26 mai. Reuter. SKÝRT var frá þvf I Moskvu l dag, aS Yevgeny Tyazhelnikov. fjörutiu og niu ára gömlum forystumanni Æsku- lýSssamtaka Sovétrfkjanna og sér- stökum skjólstæSingi Leonid Brez- hnevs, hefSi veriS fengin í hendur mikilvæg staSa i Kreml, staSa yfir- manns áróSursdeildar flokksins. Er litiS á þetta sem einn liS I þeirri viSleitni Brezhnevs aS styrkja stöSu sína. Tyazhelnikov hefur veriS for- ystumaSur ÆskulýSssamtakanna Komsomol f nfu ár og var þaS Brezhnev sem fékk honum þaS starf i hendur. Fréttin um þessa nýju trúnaðarstöðu var birt í skýrslu og hefur verið staðfest af opinberri hálfu. Sögusagnir af þess- um toga hafa gengið um Moskvu um nokkra hrlð Enn er óljóst hvað hefur nákvæm- lega vakið fyrir Brezhnev með því að ákveða heldur skyndilega að þvi er virðist að láta Podgorny segja af sér störfum !• framkvæmdanefndinni. Er talið vist að hann segi siðan mjög bráðlega af sér forsetaembættinu. Pravda, málgagn kommúnistaflokks- ins, sagði 1 dag frá athöfn sem fram fór I gær og hefði Podgorny átt að vera þar I forsæti ef allt hefði verið með felldu með forsetaembætti hans En einn af fimmtán varaforsetum hans stjórnaði athöfninni Þær vangaveltur stjórnmálafréttarit- ara um að Brezhnev vilji hafa sama háttinn á og er i flestum kommúnista- rikjum, að sami maður gegni bæði embætti flokksleiðtoga og forseta landsins, virðast réttar Mun þetta þó ef til vill verða með nokkru öðru sniði i Sovétrikjunum. en þar er ný stjórnar- skrá I undirþúningi, svo sem frá hefur verið sagt Framkvæmdanefnd flokks- ins afgreiddi stjórnarskrárdrögin á sama fundi og greidd voru atkvæði með þvi a láta Podgorny víkja úr nefndinni Laing snýr sér að Norðmönnum London, 26. maí. AP TAKMARKA verður frekar veiði norskra togara í brezkri fiskveiðilögsögu vegna kvóta sem Norðmenn hafa ákveðið einhliða og mynda þar með jafnvægi að því er Austen Laing, leiðtogi samtaka brezkra sjávarútvegsins, sagði í dag. Hann sagði, að erfiðleikar brezka sjávarútvegsins mundu aukast og afkoma Ibúa Hull versna ef Efnahags- bandalaginu tækist ekki að komast að samkomulagi við Norðmenn. Hann sagði að svo gæti farið að leggja yrði fleiri skipum og að atvinnu- leysi mundi aukast meðal sjómanna og starfsfólks i landi vegna norsku kvótanna, sem fælu t sér verulega aflaskerðingu. og ennfremur vegna þess að EBE hefði ekki tekizt að ná samkomulagi innbyrðis um kvótaskipt- ingu. Laing kallaði þetta óþolandi ástand Hann kvaðst vel skilja að Norðmenn væru orðnir uppgefnir á EBE, en kvað það mikla ósanngirni að takmarka veiðar Breta, sem hefðu orðið að hörfa frá fjarlægum miðum og hefðu sýnt mikla stillingu í þroskveiðum á Norð- austur-Atlantshafi Norðmenn hafa einhliða ákveðið 54.000 lesta þroskkvóta 1977. Atlantshafsfiskveiðinefndin úthlutaði Bretum I fyrra 98 000 tonna þorsk- kvóta og megnið af aflanum var veitt við Noreg Þar sem EBE hefur enn ekki ákveðið kvótaskiptingu aðildarlanda bandalags- ins óttast Bretar stóraukna sókn fiski- manna annarra EBE-landa. Nýjar kröfur tefja Berling Laing Frá Lars Olsen í Kaupmannahöfn NÝJAR kröfur prentiðnaðarmanna vaida því að dráttur verður á þvf að samkomulagið i deilunni i útgáfu- fyrirtækinu Berlingske Hus komist til framkvæmda. „Mjög alvarlegt ástand er komið upp," segir K.B. Nielsen. fram- kvæmdastjóri Berlingske Tidende. Hann vildi þó ekki segja að viðræður um einstök atriði samkomulagsins hefðu farið út um þúfur. Prentiðnaðarmenn krefjast þess að Joop den Uyl vann persónulegan sigur Haag. 26. maí Reuter. GERT er ráð fyrir því að Joop den Uyl forsætisráðherra myndi nýja miðvinstri stjórn í Hollandi eftir þingkosningarnar sem voru mikill persónulegur sigur fyrir hann. Flokkur den Uyls, Verkamanna- flokkurinn, bætti við sig 10 þing- sætum og það er mesta fylgis- aukning sem stjórnmálaflokkur hef- ur fengið I kosningum I Hollandi I hálfa öld. 28 þingsæti í stað 22 áður, en margir smáflokkar lengst til hægri og vinstri nánast þurrkuðust út. Einna næstur var ósigur kommúnista, sem misstu fylgi til Verkamannaflokksins, líklega vegna þess að þeir hafa orðið háðari Rússum. Þeir hafa nú tvö þingsæti en höfðu sjö áður. Róttæki flokkurinn, samstarfsflokkur den Uyl, beið einnig afhroð og hlaut þrjú þingsæti í stað sjö áður. Þar með verður ekki eins fast lagt að næstu stjórn að hætta smíði kjarnorkuvera 1 1 flokkar verða á næsta þingi en smáflokkar hafa aðeins 20 sæti í stað 38 áður Kjörsókn var 87.5% þrátt fyrir aðgerðir Mólukkanna. tá greidda orlofspeninga og þar með verður nauðsynlegt að ráða aftur til starfa nokkra þeirra 2 50 manna, sem samið var um að sagt yrði upp Talsmaður prentiðnaðarmanna seg- ir, að þeir vilji fá viðbótargrein í samn- inginn er tryggi að þeir 665 prentiðn- aðarmenn sem verða endurráðnir fái greitt það orlof sem þeir áttu inni þegar útgáfan hætti 30 janúar. Blaðamenn telja að Berlingske Tid- ende gæti í fyrsta lagi komið út aftur 7. til 8 júní ef aftur rofar til í viðræðun- um. Per Lindegaard ríkissaksóknari átti í dag að taka afstöðu til þess hvort ákæra skuli þá aðila sem sendu hótun- arsímskeyti til aðstandenda þeirra starfsmanna Berlingske Tidende sem stóðu að útgáfu neyðarblaðsins sem blaðið gaf út B T. klúbburinn, starfsmannafélag prentiðnaðarmanna. neitar því að hafa staðið að hótunum en Jyllands-Posten segir að þeir sem hafi sent skeytin hafi verið formaður og varaformaður klúbbsins, Poul Erik Hansen og Louis Schandrup. o‘g Dan Lundrup. ritari í landssambandi prentara Þetta hefur ekki fengizt staðfest hjá Hans Kloch lögreglufulltrúa sem stjórnar rannsókninni og Lindegaard rfkissaksóknara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.