Morgunblaðið - 27.05.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.05.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf utltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstræti 6, sfmi 10100. Aðalstræti 6. sfmi 22480 Seinagangur í samningum Það viSfangsefni, sem án efa er efst I huga almenn- ings þessa dagana, er kjaramálaþófið á LoftleiSahótelinu. Kjaramálin eru svo samsiungin margþættu og flóknu efna- hagslífi þjóðarinnar, og samtfmans, að ekki er óeðlilegt að umfjöllun þeirra taki nokkurn tfma. Sætta þarf andstæð sjónarmið viðsemjenda innan takmarkaðs svigrúms aukinna þjóðartekna; þjóðartekna, sem skerðast af erlendri skulda- byrði, skattheimtu rfkis og sveitarfélaga — og óvenjuháum tilkostnaði við tilurð þeirra, miðað við nágrannalönd, áður en þær deilast f ráðstöfunartekjur heimila og einstaklinga. Og það þarf ekki einvörðungu að sætta andstæð sjónarmið viðsemjenda innan ramma þess mögulega, heldur jafnframt, og ekki sfður, ólfkar sérkröfur einstakra starfsstétta innan Alþýðusambands Islands, sem sumar hverjar ganga þvert á viðurkennda launajöfnunarstefnu. Engu að sfður er þjóðin orðin óþolinmóð með seinaganginn á Loftleiðahótelinu, enda geta mál þróast í óefni hvað úr hverju. 17. maí sl. lagði sáttanefnd rfkisins fram umræðugrundvöll til lausnar vinnudeilunni, sem gekk talsvert lengra en tilboð vinnuveitenda frá 5. sama mánaðar. Bæði vinnuveitendur og verkalýðsfélög féllust á hugmyndir sáttanefnda sem umræðu- grundvöll en höfnuðu þeim sem sáttagrundvelli. Vinnuveit- endur hafa hinsvegar játast undir tillögu sáttanefndar um sameiginlega afgreiðslu sérkrafna einstakra aðildarfélaga ASÍ innan ramma 2Vi% kauptaxtahækkunar, sem eitt út af fyrir sig mun þýða um 3000 milljóna króna útgjöld. Þetta tilboð vinnuveitenda er vissulega spor að sáttamarki, þar eð lausn sérkröfuvandamálsins virðist forsenda þess að deilan leysist að öðru leyti. Flest félög láglaunafólks hafa ýmist samþykkt eða gefið ádrátt um sameiginlega afgreiðslu sérkrafna, en Alþýðusam- band íslands hefur enn ekki formlega fallizt á slfka lausn — og munu þvf valda sérsjónarmið betur settra aðildarfélaga þess. Það er því Ijóst, að nú stendur á verkalýðshreyfingunni og getur hún ekki lengur slegið því á frest að taka afstöðu til tilrauna einstakra aðildarfélaga ASÍ til þess að brjótast út úr ramma þeirrar kröfugerðar sem samþykkt var á ASÍ þingi. Hér skal enginn dómur lagður á samningsstöðuna f dag að öðru leyti. Á það skal hins vegar lögð áherzla, að allt kapp verði lagt á það að ná sem fyrst hyggilegum samningum, sem leiði til viðráðanlegrar kaupmáttaraukningar, án verðbólgu- auka, sem eti strax upp kaupbótina. Komi til stöðvunar verðmætasköpunar f þjóðfélaginu rýrna þær þjóðartekjur, sem til skiptanna verða, og vinnustöðvanir koma ætfð harðast niður á þeim, er sfzt skyldi. Slfkt sjálfskaparvfti verður að forðast f lengstu lög. Krónuhækkun og kaupmáttaraukning Vinnuveitendasamband íslands hefur látið vinna spár um þróun kjaramála samkvæmt tillögun sáttanefndar, miðað við tvenns konar laun: 100 þúsund krónur annars vegar og 70 þúsund krónur hins vegar hinn 1. maf sl. Niðurstöður þessara útreikninga sýna, að á tfmabilinu 1. janúar 1977 til 1. nóvember 1978 hækka 100 þúsund króna mánaðarlaunin um 69%, þar af vegna vísitöluhækkunar um 50%, en kaupmáttur þeirra hins vegar aðeins um 14%. Sé miðað við 70 þúsund króna mánaðarlaunin hækka þau á sama tfma um 86%, þaraf um 50% vegna vfsitölu, en kaupmáttur þeirra aðeins um 17%. Þessar tölur sýna það, sem raunar er margreynt f fyrri samningum, að ekki fer saman krónuhækkun og kaupmáttar- aukning launa, nema að takmörkuðu leyti, ef kjarasamningar byggjast ekki á efnahagslegum staðreyndum þjóðarbúsins. Þar af leiðir að margt getur komið launafólki að meira gagni en krónutöluhækkun kaups, ekki sfzt ef slfk hækkun á ekki rætur f rauntekjum þjóðarheildarinnar. Spurning er, hvort ekki þarf að hægja um sinn á eyðsluhraða samneyzlunnar, rfkis og sveitarfélaga, bæði rekstrareyðslu og stofnkostnaðar- eyðslu, þann veg að stærri hluti þjóðartekna verði eftir til frjálsrar ráðstöfunar heimila og einstaklinga f landinu. Heildarfjárfesting okkar er og hlutfallslega hærri en annarra, betur settra þjóða, sem lífskjör okkar eru gjarnan borin saman við.Og samansöfnuð erlend skuldasúpa fyrri eyðsluára tekur til sfn f dag um 20% af útflutningstekjum þjóðarinnar, sem að sjálfsögðu geta ekki skilað sér jafnframt f ráðstöfunartekjum þjóðfélagsþegnanna. Þannig er að fleiru að hyggja en almennt er gert, ef menn vilja móta raunhæfa stefnu til að styrkja Iffskjararétt einstakl- ingsins f þjóðfélaginu gagnvart vaxandi rfkisumsvifum. í DAG eru liðin 70 ár frá því að Kleppsspítalinn tók til starfa. Hinn 27. maí 1907 var fyrsti sjuklingurinn lagður n, en sjúkrahússbyggingin, sem fyrst var reist, rum- aði alls 50 sjúkiinga. Fljótlega fylltist spítal- inn og kom það í Ijós að hann var þegar of lítill þannig að 1919 var haf- izt handa um að reisa nýja spítalabyggingu. Sú bygging rúmaði 80 sjúklinga og var hún tekin í notkun árið 1929. Þórður Sveinsson var fyrsti yfir- læknir spítalans og starfaði hann allt til ársins 1 940. Helgi Tómasson var ráð- inn til að gegna störfum yfirlæknis er nýi spítalinn var tekinn í notkun árið 1929 og gegndi Helgi störfum yfir- læknis lengst af til ársins 1958, en segja má að spítalarnir hafi í raun verið tveir eftir að sá nýi tók til starfa. Þórður Möller var yfirlæknir árið 1958—1975 og síðan 1962 hefur Tómas Helgason, prófessor, verið yfir- læknir ásamt Jóhannesi Bergsveins- syni og Lárusi Helgasyni, sem f gær varði doktorsritgerð sína. Yfirhjúkrunarkona á gamla spítalanum var Jórunn Bjarnadóttir, en á nýja spítalanum gegndi Guðríður Jónsdóttir starfi forstöðukonu og núverandi forstöðukona spítalans er Þórunn Pálsdóttir Á þessum langa ferli hefur starfsemi spftalans tekið miklum breytingum og nú eru rekin sjö „útibú” eða sjö deildir í Reykjavík og nágrenni, sem allar eru fyrir langdvalarsjúklinga, nema deildin á Vffilsstöðum, sem er fyrir drykkju- sjúklinga. í dag eru 126 sjúklingar á Kleppsspftalanum og er starfsfólk sam- tals um 320 þar af eru læknar um 20. Á seinni árum hafa auk lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða komið sálfræðingar og félagsráðgjafar til starfa við spítalann. Af þessum 126 sjúkrarúmum Kleppsspítalans eru milli 40 og 50 ætluð langdvalarsjúklingum, 18 ætluð fyrir drykkjusjúklinga og afgangurinn, um 60 rúm, fyrir aðra geðsjúklinga. Langflestir þeirra hafa mjög stutta dvöl á spítalanum og fara sumir í framhalds- meðferð á göngudeildum spítalans og enn aðrir eru aðeins þar til meðferðar. Fjöldi þeirra sjúklinga, sem hafa lagzt inn á spítalann frá upphafi, er samtals 5.600 og hafa þeir komið í samtals 15 þúsund skipti. Sfðast liðið ár voru um það bil 1100—1200 innlagnir á spítalann. Nýlega var rekstur endurhæfingar- starfsemi aukinn verulega og eru nú OOOW Kleppsspftalinn eins og hann var fyrir 70 árum, t.v. spítalinn og t.h. starfsmanr Gamli spftalinn hefur verið endurnýjaður mikið og til þess notað efnið, sem framleitt er f verksmiðju spítalans, Bergiðjunni. Þrír fyrrverandi yfirlæknar: Þórður Sveinsson, Helgi Tómasson og Þórður Möller. Setustofa í Víðihlfö, þarna geta vistmenn setið og horft á sjónvarp á kvöldin og þarna eru haldnir fundir vistmanna og starfsfólks. Þrír núverandi yfirlæknar Kleppsspítal sveinsson og Lárus Helgason Frá Bergiðjunni, Jóhannes Sigurðssoi leiðslunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.