Morgunblaðið - 27.05.1977, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.05.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 17 Kleppsspítalinn í dag. lahús. rekin sérstök verksmiðja, Bergiðjan, þar sem 8— 1 0 starfsmenn geta unnið í einu. Framleiðir verksmiðjan bygg- ingareiningar, sem umsjónarmaður spítalans, Baldur Skarphéðinsson, hef- ur fundið upp og veitt Klepps- spítalnum einkaleyfi á. Jóhannes Sig- urðsson veitir verksmiðjunni forstöðu, en það voru Kiwanismenn sem lögðu til fjármagn til tækjakaupa svo að verk- smiðjan gæti tekið til starfa. Jóhannes Sigurðsson sagði að verkhæfni starfs- manna væri metin og þeim greitt kaup fyrir samkvæmt því, en fundir eru reglulega einu sinni í viku til að fjalla um málefni þeirra sem í verksmiðjunni starfa. ans. Tómas Helgason, Jóhannes Berg- i, stendur hér vi8 sýnishorn af fram- Þriðjungur áætlaðra sjúkra leitar til geðlæknis ÞARF AÐ BREYTA FORMIÞJONUSTUNNAR? Lárus Helgason læknir hefur varið við Háskóla tslands doktorsritgerð sína um geð- læknisþjónustu á íslandi og þá sem hennar leita. Titillinn læt- ur ekki mikið yfir sér, en þetta er þó verkefni, sem hvergi hef- ur annars staðar verið unnið. I engu öðru landi hefur slik könnun náð til heillar þjóðar. Að því leyti hefur þetta verk- efni sérstöðu. En hvaða hagnýtu gagni þjónar slikt verk? Það veitir m.a. traustan grundvöll fyrir raunhæfar fyrirbyggjandi að- gerðir i geðlækningum, auk þess sem það er mikilvægt til að meta þá þjónustu sem fyrir hendi er, kosti hennar og vönt- un, með tilliti til þess að bæta úr, eins og fram kemur i eftir- farandi viðtali, sem fréttamað- ur Mbl. átti við Lárus um doktorsverkefnið. Þar slóLárus m.a. fram þeirri hugmynd, að í rauninni ætti að setja á stofn sérstakt yfirlæknisembætti, til að vinna á kerfisbundinn hátt að fyrirbyggjandi aðgerðum á þessu sviði og gegn öðrum sjúk- dómum, er byggi á þekkingu og rannsóknum, á sama hátt og hér var á sínum tíma skipaður berklayfirlæknir til að ráðast gegn berklaveikinni, þegar mikið lá við. Þetta undirstöðuverk, sem Lárus Helgason hefur hér unn- ið, tók i rauninni allan hans tíma og hugsun i fjögur ár. Og þegar gengið er á hann með nærgöngular spurningar um til- efni þess, kemur i ljós að kveikjan að því varð eiginlega til á gamlárskvöld 1972. Þá voru liðin niu ár frá þvi að hann kom heim og tók til starfa hér á geðsjúkrahúsi og síðan á eigin læknastofu í Domus Medica. En þetta gamlárskvöld fór hann með fjölskyldu sinni að áramótabrennunni á Klambratúni. Gamlárskvöld er stemmningskvöld, þegar menn líta gjarnan í kringum sig og meta sinn hag. Um leið leiddi hann hugann að starfinu, sem hann hafði unnið sleitulaust, oft myrkranna á milli. Hann var búinn að veita 4000 sjúkl- ingum meðferð. Og þetta kvöld tók að leita á hann sú spurning, hvort hann hefði i rauninni unnið fyrir þessum lifsins gæð- um. Og í framhaldi af þvi hvað hefði orðið um allt þetta fólk, sem til hans hafði leitað. Hann vildi vita hvert hann hefði náð með allri þessari vinnu og þeim aðferðum, sem hann hafði beitt. Þegar Lárus sat svo skömmu siðar með starfsbræðrum sín- um og þetta bar á góma, þá buðu þeir honum aðstoð sína. Próf. Tómas Helgason sýndi verkefninu sérstakan áhuga frá byrjun og aðstoð hans taldi Lár- us ómetanlega, því eins og hann sagði, er próf. Tómas með fremstu mönnum á þessu sviði. Hann hafði m.a. lokið við merk- ar tíðnirannsóknir árið 1964. Eftir þessa uppörvun hófst Lár- us handa á árinu 1973, í fyrstu með starfinu á stofunni, sem stöðugt vék meira fyrir þessu viðfangsefni. Á árinu 1974 hóf hann svo störf á Kleppsspítala. — Þar er unnið að margþætt- um vísindastörfum og allar að- stæður eins góðar og hægt er að fá hérlendis. Og það var mikil hjálp að koma úr einangrun- inni inn í slíkan hóp, segir hann. Menn ræða saman, bera saman bækur sínar og hlifa hver öðrum, þegar á liggur vegna verkefnanna. Þá fóru málin að skýrast. Og i árslok 1975 var verkið búið að fá á sig mynd. 2388 nýir sjúklingar á 2 árum En hvernig var þá staðið að verkinu? — Rannsókn á starfi geðlækna er hægt að gera á tvennan hátt, útskýrir Lárus. Kanna fjölda þeirra sjúklinga sem koma nýir til læknis eða fjölda þeirra sjúklinga, sem hafa verið undir læknishendi ákveðið timabil. Siðan er hægt að reikna út liklegan fjölda þeirra, sem þurfa að leita geð- læknis. 1 framhaldi af þvi vakna spurningar um það hve margir komi til læknis, hverjir það séu, hve lengi þeir hafi dregið að leita læknis, og hve langan tíma meðferðin hefur tekið, svo og árangur. — Ég valdi tvö ár, 1966 og 1967, sem ég ætlaði að taka fyrir, því næstu fjögur ár á undan höfðu verið nægilega aðrar aðstæður. Kvartanir þeirra beinast því til annarra aðila, sem þeir telja að geti frekar orðið að liði í erfiðleik- 3—4 ár þar til leitað er til læknis Það kemur fram í ritgerð Lár- usar, að stærsti hópurinn, sem leitar til læknis í erfiðleikum sínum, er fólk með framhalds- menntun. Það virðist frekar færa sér i nyt það form með- ferðar, sem flestir geðlæknar vinna með, en þar á ég við samtalsaðferðina, segir Lárus. Margs konar form aðstoðar er að fá, svo sem hjá félagsmála- stofnun og liknarstofnunum, svo nokkuð sé nefnt. Ef til vill má segja að allir aðilar vinni að sama marki með ólikum aðferð- um. Það er mikilvægast að vel- Viðtal við Lárus Helgason, yfirlœkni, sem varði doktorsritgerð við Háskóla íslands um geðlœknisþjónustu á Islandi og þá, sem hennar leita margir geðlæknar hér til þess að fólk komst að hjá þeim, hélt Lárus áfram útskýringum sín- um. — Með samvinnu við alla geðlækna, hvort sem þeir störf- uðu á sjúkrahúsum eða einka- stofum, aflaði ég upplýsinga um sjúklinga, sem á þessum árum leituðu til þeirra i fyrsta sinni og gekk úr skugga um að þeir hefðu ekki áður leitað læknis. Þetta reyndust 2388 sjúklingar alls. Ég hafði sjálfur haft 1100 þeirra i meðferð, en upplýsingar um hina fékk ég hjá læknum, sem stunduðu þá. Þessir sjúklingar voru rannsak- aðir á venjubundinn hátt, flokkaðir eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðfélagsstöðu, hjú- skaparstöðu og sjúkdómsgrein- ingu. Til þess að fá fram hversu veikir einstaklingarnir i þess- um hópi voru, þegar þeir komu til læknis, athugaði ég ýmsa þætti í ferli þeirra næstu 10 árin á undan og einnig næstu 7 ár á eftir, eða fram til ársloka 1973. Talið barst að þeim þáttum, sem leitað var eftir við þessa könnun svo sem að áhrifum fjarlægðar frá geðlækni. Lárus sagði, að á móti hverjum einum utan af landi, hefðu komið 3—4 af Reykjavikursvæðinu. — Sú spurning vaknaði hvort fólkið á þéttbýlissvæðinu hefði þá væg- ari einkenni, þegar það kæmi í fyrsta skipti til læknis, og að fólkið utan af landi væri þá veikara, þegar það léti verða af þvi að koma, útskýrði Lárus. Við þvi mátti búast. En fyrir utan alkóhólistana, þá virtist dreifingin nokkuð jöfn. Hlut- fallið milli mildari og erfiðari sjúkdómstilfella var svipuð meðal sjúklinga úr dreifbýli og þéttbýli. En af hverju leitar fólk utan af landi þá minna eða síður til geðlækna, ef það er ekki af því að það er minna veikt? Vafa- laust á kostnaðurinn við það sinn þátt í þvi og einnig við- horfin, svaraði Lárus. Þjónust- an er ef til vill ekki nýtt vegna þess að þetta fólk á ekki von á að hún komi að gagni i þessum tilvikum. Bændur beina t.d. gjarnan kvörtunum sinum að búskaparbaslinu, þó þeir séu kannski almennt haldnir leiða, sem mundi lýsa sér í öðru við ferð einstaklinganna sé sem bezt borgið. Önnur spurning, sem athug- un var beint að, var hversu lengi fólkið dró að leita læknis. — Sá tími reyndist óhugnan- lega langur, sagði Lárus. Bæði tíminn frá því að fyrst varð vart einkenna og einnig frá því að það fór að hafa samfelld ein- kenni, sem ekki létu sig. Að meðaltali eru það 3—4 ár. — Þrjú eða fjögur ár er skelfilega langur tími, hélt Lár- us áfram. Þvi ljóst er að þetta fólk er hrjáð. Það líður mikið, ekki aðeins heilsufarslega, heldur líka félagslega. Vinnu- getan skerðist og um leið fé- lagsgetan. Fleiri þættir koma þarna inn í, svo sem tíðari hjú- skaparrof. Þar er þó erfitt að meta hvað er afleiðing og hvað orsök. Einnig eru flutningar milli staða mun algengari með- al þessara einstaklinga en al- mennt gerist, allt að 15% tíðari. Einnig eykst dvöl á almennum sjúkrahúsum verulega. Bætt líðan hjá 70% á fimm árum í rannsókn Lárusar Helga- sonar vekur það athygli, að fólk Hinn nýbakaði doktor, Lárus Ilelgason, yfirlæknir, í skrif- stofu sinni í Kleppsspitalanum. Ljósm. Kristinn. i hjónabandi leitar meira til geðlæknis hér á landi en ein- hleypir andstætt því sem er al- mennt erlendis, þar sem ein- hleypir leita meira til geðlækn- is. Oft er talið að þeir, sem búa i hjúskap, hafi þar traustari bak- hjarl og stuðning. En hér virð- ist hjónaband ekki verja fólk í jafn ríkum mæli fyrir andleg- um veikindum. En Lárus bend- ir jafnframt á það, að hjúskap- urinn gegni ef til vill ekki sama verndandi hlutverkinu og áður og kynni það að hafa áhrif á þennan samanburð. Þá víkjum við talinu að árangrinum, sem orðið hefur hjá þvi fólki, er könnunin bein- ist að. — Árangurinn má meta á ýmsan hátt, segir Lárus. — En ef miðað er við starfsgetu, meðferð og almenna líðan, þá kemur i ljós, að á árinu 1962 voru 82% við góða heilsu, en 1967 aðeins 15%. 1970 voru þeir komnir upp í 52% og 1973 upp i 70%, en þá lauk rann- sókninni. Eftir að þeir fyrstu komu til læknis, fór líðan þeirra semsagt batnandi. Og reikna má með að ástandið hefði enn batnað, hefði verið fylgzt með. þessu fólki áfram eftir 1973. ’ — Þetta er semsagt niður- staðan, áréttaði Lárus. Af þeini 1200 nýjum sjúklingum, sem leitað höfðu læknis á þessum tilteknu árum, eru 300 óbættir i lok rannsóknarinnar og með laka heilsu. Þetta safnast svo upp, þegar nýir bætast við. A hinn bóginn hefur engin sann- anleg aukning orðið á nýjum sjúklingum síðan dr. Helgi Tómasson gerði könnun á tölu- legum fjölda geðsjúklinga á aldrinum 15—70 ára á árunum 1928 til 1936. Ef borið er saman hve margir leituðu þá til geð- læknis og nú, þá virðist tiltölu- lega lítil breyting hafa orðið þar á. — Af því má draga þá álykt- un, að ef form meðferðarinnar helzt stöðugt, þá er hægt að metta eftirspurnina, hélt Lárus áfram. En ef fleiri eiga að njóta þjónustunnar, þarf að breyta skipulaginu. Við getum t.d. hugsað okkur, að ef farið yrði út á land, þá mundi aðsókn aukast þar o.s.frv. Kannski ger- um við ekki nóg til að koma til móts við stóra hópa og ættum að gera það á annan hátt. Lárus segir að erlendir starfs- bræður hafi furðað sig á þvi að 80% af þessum sjúklingum, sem hann kannaði, höfðu aldrei lagzt inn i sjúkrahús. Venju- lega leggst um helmingur eða meir i sjúkrahús. Þetta byggist á því, segir hann, að stöðugur skortur hefur verið á rúmum fyrir geðsjúka hér. Batinn er aftur á móti svipaður hér og annars staðar. En Lárus bendir á, að það segi ekkert um þján- ingar sjúklinganna og þeirra aðstandenda. Og einnig að allur samanburður við erlenda sjúkl- inga sé erfiður, þvi engin þjóð hafi ennþá treyst sér til að gera slika könnun sem nái til allra. Hvaó veróur um % sjúkra? Af samanburði við rannsókn próf. Tómasar má telja að þriðj- ungur af áætluðum veikum á íslandi leita til geðlæknis. En hvað verður þá um % þeirra sem veikir eru? spurjum við. Lárus segir að það sé ekki ljóst. Ætla megi að i þeim hópi séu verulega veikir einstaklingar. Liklegt sé að þessum hópi sé þjónað af heimilislæknum. Og það bendi til þess að sumir hóp- ar séu þvi mótfallnir að leita Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.