Morgunblaðið - 27.05.1977, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977
kafr/NO
/ ^ c
Ég ætlaði að kaupa eldhússlopp
handa konunni minni, — þetta
er stærðin sem hún notar.
Meira um ríkisútvarpið
og róttæklingagöngur
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Það fer hrollur um suma þegar
minnst er á kastþröng eða þvfum-
líka hluti, sem álitnir eru flóknir
og illskiljanlegir. Rétt er það, að
kastþröngin getur verið flókið
fyrirbrigði en er ótrúlega algeng
og stundum mjög einföld.
Spilið í dag er frá nýloknu
íslandsmóti og segja má, að það sé
eins og kennslubókardæmi um
sjálfvirka kastþröng.
Gjafari suður, norður og suður
á hættu. .
Norður
S. ÁDGIO
H. K10753
T. 62 L. K8 Austur Vestur
S. 75 S. 9863
H. G4 II. 962
T. K1097 T. G95
L. D9752. L. 1043
Suður S. K42 H. ÁD8 T. ÁD43 L. ÁG7
Þú sérð það sjálfur þetta hlýtur að enda með skelfingu. —
Hann gæti vaknað!
Hér fer á eftir bréf frá útvarps-
hlustanda, sem vill heyra
skoðanir fólks á því hvort það
haldi að útvarpið sé misnotað á
einhvern hátt:
Kæri Velvakdandi.
Ég þakka þér (allir þúast víst
nú til dags) fyrir birtingu
orðsendingar minnar fimmtudag-
inn 19. mai s.l. með yfirskriftinni
rlkisútvarpið — róttæklinga-
göngur.
Örstutt upprafjun efnis þessar-
ar orðsendingar yrði eitthvað á
þessa leið: Enn efna minnihluta-
hópar úr sálufélagsskap rót-
tæklinga og hernámsandstæðinga
til stórgöngu. Umstang i út-
breiðsluáróðri er yfirgengilegt.
Sfðan er vitnað i fyrri reynslu
varðandi áróðursvæðingu rikisút-
varpsins af hendi róttæklinga-
samtakanna á göngudögum, til
fulltingis minnihlutatrúboðsstarf-
semi sinnar.
Var að þvi látið liggja að nú um
árabil hefðu rauðliðar hreiðrað
það vel um sig í þessari stofnun
allra landsmanna, sem er ríkisút-
varpið, að hæg hafi verið heima-
tökin fyrir róttæklinga að leggja
undir sig útvarpið fyrir göngu-
dagaáróður sinn. Var hlustendum
ráðlagt að leggja nú vel við eyrun,
þegar upp rynni sá mikli dagur
21. maí, Straumsvikurgöngu-
dagurinn, — og missa nú ekki af
skemmtuninni.
Mér þótti mjög vænt um það
Velvakandi góður, að þú komst á
framfæri við lok orðsendingar
minnar, að sjálfsagt væru nú ekki
allir sammála ummælum mínum,
og þú værir fús til að ljá rúm til
svara ef óskað væri. Þetta var
eins og mælt frá mínum eigin
huga, og nú spyr ég þig: Hafa
engin svör borist?
Áður en ég orðlengi þetta að
sinni þætti mér einnig vænt um
ef þú vildir góðfúslega koma
þessari spurningu á framfæri við
lesendur blaðsans almennt: Hvað
álíta þeir, sem hlustuðu á útvarp-
ið 21. maí, um fullyrðingar minar,
sem að framan eru tiundaðar. —
Það virðist nefnilega staðreynd,
að ef menn almennt eru spurðir
þeirrar spurningar, hvort þeir
álíti að róttæklingar misnoti rfkis-
útvarpið til framdráttar hugsjón-
um sfnum, þá er svarið oft ját-
andi. Þetta kemur meðal annars
oft fram í spurningum frétta-
manna í fjölmiðlum til vegfar-
enda og annarra. En svo fylgir
önnur spurning oft á eftir:
Geturðu nefnt mér dæmi? Og
verður þá oftast fátt um svör. —
Skýring þessa kann að vera sú, að
langt sé liðið frá síðasta rót-
tæklingaáróðri, sem viðkomandi
kann að hafa heyrt. Þvi er nú
spurt, þegar Straumsvikurganga
er tiltölulega nýafstaðin: Hvað
finnst mönnum um útvarpsdag-
skrána þennan dag, með sérstöku
tilliti til róttæklingaáróðurs.
Þegar Iitið er á allar hendurnar
er auðséð, að þrettán slagir eru
auðfengnir enda fengust þeir á
báðum borðum. 1 öðru tilfellinu
þurfti aðeins að fá tólf en i hinu
var alslemman sögð þannig:
Suður 4 hjörtu Norður 4 grönd
2 grönd 5 spaðar 3t(glar 5 grönd
3 hjörtu 7 hjörtu 3 spaðar 7 grönd
pass
Þvír tiglar norðurs voru yfir-
færslusögn, þ.e. sýndu hjartalit
en fjögur grönd var bara gamal-
dags ásaspurning. Þegar norður
spurði um kónga með fimm
gröndum, og lýsti þar með yfir að
allir ásar væru fyrir hendi, ákvað
suður að hjartadrottningin væri
lykilspil og skellti sér á alslemm-
una.
Vestur spilaði út hjarta. Suður
tók með drottningu og síðan
hjartaásinn og þá voru tólf slagir
orðnir öruggir. Svíningarnar í
tígli og laufi gátu báðar gefið
þann þrettánda og laufdrottning-
in gat komið önnur. En þegar hún
kom ekki í laufás og kóng tók og
suður eftir að suður hafði tekið
hjartaslagina, varð austur að gef-
ast upp þegar síðasta spaðanum
var spilað. Hann var þá með þrjú
spil á hendi, drottninguna og
tígulkónginn og tíuna. En suður
átti laufgosa og tígulás — drottn-
ingu. í reynd lét austur drottning-
una og suður þurfti ekki að svína
til að vinna spilið.
ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER
24
maður og spurði eftir Frede.
Hann fullyrti að hann hefði
heyrt að hann byggi hér, sagði
Ellen.
— Hver var það?
— Ég veit það ekki. Hann
var ósköp einkennilegur I fasi.
Og svo bað hann um að fá lán-
aðan sfma. Eg held hann hafi
bara gert það til að geta lítast
um f íbúðinni, þvf að forvitnin
lýsti af honum langar leiðir. Eg
sagði að Frede hefði varla
nokkurn tfma stigið fæti sfnum
f þessa fbúð.
— Nei, þú sást nú fyrir þvf.
— Æ, byrjaðu nú ekki á
þessu aftur. Ég var ekki hrifin
af Frede, en ég hef aldrei
neitað þér um að taka vini þfna
með þér hingað. Ekki Frede
heldur. Þessi maður sem kom
hingað spurði Ifka eftir þér.
— Eftirmér?
— Já, ég sagði þú byggir
ekki hér iengur.
— Ég efast ekki um þú hafir
sagt það. Hvað vildi hann?
— Ég veit það ekki. Mér
fannst hann hafa mestan áhuga
á Frede.
— Það var ekki Frede sem
við vorum að tala um, greip
hann fram f fyrir henni. — Ég
spurði hvar Katja væri í dag.
Ellen svaraði ekki.
— Hún var hér á hverju
kvuldí sfðustu vikurnar sem ég
bjó heima. Geturðu verið án
hennarnú?
— Ég vil ekki að við ræðum
um Kötju. Ég vil ekki rökræða
hvorki eitt né neítt. Þú ferð
bara að a>pa og láta öllum illum
látum og allt verður svo leiðin-
legt. Við skulum reyna að
komast hjá þvf. Revnum að
halda okkur við kaldar stað-
reyndir.
— Við vorum nú lengst af á
þvf plani, sagði hann haturs-
fullur.
— Að minnsta kosti þú.
Þegar ég hugsa um þig finnst
mér kuldinn nísta mig. Það er
stórkostlegt að ég skuli ein-
hvern tfma hafa fengið að nálg-
ast þig.
II ún þagði.
— Allt f lagi, sagði hann. —
Ég skal fara. Finndu þessar
myndir og láttu mig fá ávísun-
ina. Mig vantar Ifka meira af
fötum. Ég býst við þau séu enn
inni f svefnherbergisskápnum.
— Geturðu ekki beðið með
að taka þau?
— Nei.
— Þá skal ég ná f þau.
Hún var sýnilega óstyrk
núna.
— Hvers vegna? spurði hann
og reyndi að gera sér upp kæru-
leysi.
— Vegna þess þú hefur
ekkert að gera inn í mitt svefn-
herbergi nú.
— Er hundrað f hættunni
þótt ég fari þangað og nái f
nokkrar flíkur?
— Ég skal ná f þau fyrir þig.
— Hvað hefurðu falið þarna
inni, fyrst þú vilt ekki, að ég fái
að sjá. Elskhuga?
— Geturðu ekki beðið með að
f.á fötin?
Framhaldssaga eftir Bernt
Vestre.
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi.
— Nei.
Peter gekk að svefn-
herbergisdyrunum og tók f
handfangið. Dyrnar voru
læstar. Hann sqeri sér að Ellen.
— Oj, bara, sagði hann draf-
andi. — Þú átt sem sagt elsk-
huga og nú er hann auðvitað að
fela sig í klæðaskápnum.
— Katja er þarna inni, hún
er búin að hátta. Við vorum
báðar svo þreyttar. Og þú ferð
ekki þarna inn og raskar ró
hennar.
— Ég hef enn hvorki skrifað
undir eitt né neitt né heldur
tekið við ávfsuninni. Nú skaltu
vera góð. Ef þú opnar ekki
dyrnar, skrifa ég ekki undir og
ég mun gera ráðstafanir til að
ná af þér íbúðinni.
— Dyrnar verða ekki
opnaðar.
— Það er auðvelt fyrir mig að
brjóta þær upp. Ég geng
nokkur skref aftur á bak og
stekk á þær. Þú veizt hvað ný-
móðins dyr eru óvandaðar.
Viltu opna.
— Er svona mikilva*gt fyrir