Morgunblaðið - 27.05.1977, Page 30

Morgunblaðið - 27.05.1977, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 ÓVÆNTUSTU úrslit ís- iandsmótsins fram til þessa er vafalaust öruggur sigur nýliöa Þórs yfir Ak- urnesingum, sem allt frá byrjun hafa leitt mótið með fullu húsi stiga og höfðu þegar að þessum leik kom ekki fengið á sig mark. Fögnuðurinn var að vonum mikill á Þórsvellin- um á Akureyri f fyrra- kvöld jafnt meðal liðs- manna Þórs og áhangenda þeirra, sem fjölmennt höfðu á völlinn f góða veðr- inu. Þessi öruggi sigur Þórs 3:1 á kannski eftir að verða liðinu dýr- mætari en aðrir sigrar. Hann hef- ur fært leikmönnum Þórs heim sanninn um að þeir geta sigrað jafnvel beztu liðin [ deildinni. Og Baráttuviljinn færði Akurnesingum verður ieikurinn væntanlega nægilegt umhugsun- arefni. Sigrarnir koma ekki fyrir- hafnarlaust og allra síst ef menn telja sig búna að sigra fyrirfram. Af malarvelli að vera er Þórs- völlurinn ágætur en það hefur sýnt sig enn einu sinni í þessu íslandsnióti, að góð knattspyrna verður trauðla leikin á möl. Það er svo erfitt að hemja boltann niður við jörð að þetta verða bara langspyrnur og hlaup. Undirritað- ur átti þess kost tveimur dögum áður að sjá knattspyrnu leikna á grasi í Vestmannaeyjum, þar sem Þór áttust við ÍBV og Valur og að bera þann leik saman við leikinn á Akureyri er eins og svart og hvltt. Það verður að flokkast undir skemmdarstarfsemi að láta mikil- væga leiki íslandsmóts fara fram á malarvelli. Frá mörkunum og aðdraganda þeirra var skýrt í blaðinu I gær og verður ekki fjölyrt um þau hér vegna þrengsla. Um leikinn er það að segja, að hann var jafn i fyrri hálfleik. Meiri barátta var I Þórsurum en Skagamenn voru leiknari og þeir sköpuðu sér hættulegri tækifæri. Pétur Pét- sigur ursson komst tvívegis I dauðafæri I f.h. en skaut I bæði skiptin yfir. í seinni hálfleik drógu Þórsarar sig aftur þrátt fyrir að þeir hefðu vindinn I bakið og treystu á skyndisóknir, sem vissulega báru árangur. En fyrst og fremst var það ódrepandi baráttuvilji, sem færði þeim sigur. Akurnesingar voru óánægðir með dómarann, Eystein Guð- mundsson, vildu fá tvær víta- spyrnur og mótmæltu vltaspyrn- unni, sem Þór fékk. Þetta var mjög erfiður leikur að dæma, boltinn á fullri ferð um völlinn og Þótt ótrúlegt kunni að virðast þá fór knötturinn framhjá öllum skaranum F markteig FH og F netiS aS baki þeim. ÞaS var GFsli Torfason, lengst til hægri, sem skoraSi þetta mikilvæga mark fyrir KeflvFkingana. Baráttuglaðir Keflvíkingar sigruðu2—1 íKaplakrika MEÐ 2—1 sigri sínum yfir FH á Kaplakrikavellinum í Hafnar- firði í fyrrakvöld eru Keflvíkingar nú komnir I forystu í 1. deildar keppninni í knattspyrnu, og virðast óneitanlega til alls Ifklegir. Verður ekki annað sagt en að lið þeirra hafi komið geysilega á óvart, það sem af er þessu keppnistímabili, þar sem búast hefði mátt við þvf að þær miklu mannabreytingar sem orðið hafa hjá liðinu á skömmum tfma, myndu setja sinn svip á það f sumar. En ungu mennirnir hafa rækilega sannað nú þegar að þeir voru menn til að halda merkinu á loft, og vfst er að taka má aftur allar spár um fall Keflvíkinga niður f 2. deild að þessu sinni. Ekki verður þó annað sagt en Kefl- víkingar hafi verið heppnir að fara með bæði stigin af Kaplakrikavellinum í fyrrakvöld Tækifæri FH-inga voru bæði fleiri og betri í þessum leik, og var stundum næsta furðulegt hvernig þeim tókst að klúðra þeim. Virtist stundum meiri vandi fyrir FH-inga að skora ekki en skora, eins og t.d þegar Janus Guðlaugsson skaut himinhátt yfir úr færi innan markteigs í fyrri hálfleik og Jóhann Ríkharðsson skaut yfir úr álíka færi í byrjun seinni hálf- leiks Jafnvel óskabyrjun nægði FH ekki f leiknum, en hana fengu þeir er Janus Guðlaugsson skoraði úr vfta- spyrnu þegar á 6 mínútu, eftir að Óskar Færseth hafði handfjatlað knött- inn inni f vftateig sfnum. Magnús V. Pétursson, ágætur dómari þessa leiks, virtist ekki sjá brot þetta, en Hannes Þ Sigurðsson, sem var línuvörður lét það ekki fram hjá sér fara og veifaði á það Keflvíkingar jöfnuðu svo 1:1, nokkr- um mfnútum síðar, en þá var dæmd hornspyrna á FH. Tók Ólafur Júlíusson spyrnuna og sendi beint á kollinn á Karli Hermannssyni, sem skilaði knett- inum vel frá sér f mark Hafnfirðing- anna. Má að nokkru bóka mark þetta á varnarmistök hjá FH, þar sem Karl var algjörlega óvaldaður, en hann stóð vel að sínu — kunni sitt fag Á 32. mínútu skoraði svo Gfsli Torfason annað mark Keflvíkinga, — sigurmark leiksins. Áður var búið að ganga á ýmsu, Viðar Halldórsson átti t.d. skot í þverslá eftirað hafa einleikið Texti. Steinar J. Lúðvíksson Mynd: Kristinn Ólafsson. upp allan völlinn og Janus skaut yfir eftir að vera kominn inn í markteig Keflvfkinga, sem fyrr segir. Mark Keflvíkinga verður að skrifast að verulegu leyti á markvörð FH-inga, Hörð Sigmarsson. Bar það að þannig, að einn félaga hans sendi knöttinn til hans, en Hörður missti af knettinum og varð að hindra Þórð Karlsson til þess að hann næði ekki knettinum Hárrétt- ur dómur Magnúsar V Péturssonar var að dæma óbeina aukaspyrnu, rétt fyrir framan mark FH-inga, sem sfðan röð- uðu sér inn í markið Ólafur Júlfusson velti síðan knettinum til Gísla Torfason- ar, sem sendi hann rakleiðis gegnum varnarmannaþvögu FH í markið Um leikinn sem heild er það helzt að segja að hann var hinn fjörugasti. einkum þó fyrri hálfleikurinn, en þá buðu bæði liðin, og þá sér^taklega FH, upp á skemmtilega og vel útfærða knattspyrnu Hafði FH lengst af góð tök á leiknum, en ótaldar sóknarað- gerðir þeirra strönduðu á Gísla Tofa- syni, langbezta manni vallarins f þess- um leik. Hann var bókstaflega allsstað- ar, þar sem þörf var á í vörn Keflvfk- inga, og lét engan framhjá sér fara Og það sem meira var — Gísli reyndi jafnan að byggja upp með spyrnum sínum fram völlinn Það var hugsun á bak við flest sem hann gerði j seinni hálfleik var leikurinn þóf- kenndari. Þá skiptu FH-ingar Ólafi Danivalssyni inná, en hann lék ekki fyrri hálfleikinn og þótti mörgum það undarleg ráðstöfun. Að þessu sinni ætlaði Ólafur sér oftast um of og ekki kom jafnmikið úr leik hans og oft áður Áberandi var einnig að flestir félagar hans féllu í sömu gryfjuna Ákafinn að jafna metin varð of mikill og þar með fór yfirvegunin af leik FH-inga sem svo auðveldaði Keflvíkingum vörnina Bezta tækifæri hálfleiksins var er Ólaf- ur Júlíusson skaut af löngu færi á FH-markið um miðjan hálfleikinn, og Framhald á bls. 21 EinkunnaolBBn LIÐ FRAM: Árni Stefénsson 2, Traustí Haraldsson 2. Rafn Rafnsson 3, Gunnar GuSmundsson 2, Kristinn Atlason 1. Sigurbergur Sigsteinsson 2. Ágúst Guðmundsson 2, Kristinn Jörundsson 1. SumarliSi GuSbjartsson 1, Ásgeir EIFasson 2. Eggert SteingrFmsson 2, Pétur Ormslev (VM) 3, GuSmund- ur Baldursson (VM) 2. LIÐ VÍKINGS: DiSrik Ólafsson 3. Ragnar GFslason 1, Magnús Þorvaldsson 2. EirFkur Þorvaldsson 2, Kéri Kaaber 2. Helgi Helgason 3. Theodór Magnússon 2, Gunnar Örn Kristjánsson 2, ViSar EIFasson 3. Jóhannes Bárðarson 2, Óskar Tómasson 3. DÓMARI: Guðmundur Haraldsson 4. LIO FH: HörSur Sigmarsson 1, ViSar Halldórsson 2, Pálmi Jónsson 2. Gunnar Bjarnason 2, Jón V. Hinriksson 3. Ámi Geirsson 2, Þórir Jónsson 3, Helgi Ragnarsson 1, Janus GuSlaugsson 3, Magnús Teitsson 2, Jóhann RFkharSs son 2, Ólafur Danivalsson (varam.) t, András Kristjánsson (varam.) 1. LIÐ ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 3, GuSjón Þórhallsson 2. Óskar Færseth 2. GFsli Grétarsson 2, GFsli Torfason 4, Sigurður Björgvinsson 3, Einar A. Ólafsson 2, Ómar Ingvarsson 2. Karl Hermannsson 2, Ólafur JúlFusson 2, Þórður Karlsson 1, Hilmar Hjálmarsson (varam) 1, Kári Gunnlaugsson (varam.) 1. DÓMARI: Magnús V. Pétursson 4. ÞÓR: Rágnar Þorvaldsson 3, Oddur Óskarsson 2, SigurSur Lárusson 2, Sævar Jónatansson 2, Gunnar AustfjörS 3, Pétur SigurSsson 3. Einar Sveinbjörnsson 1, Helgi Örlygsson 1, Sigþór Ómarsson 3. Jón Lárusson 2, Árni Gunnarsson 2. ÍA: Jón Þorbjörnsson 2. Bjöm Lárusson 1. GuSjón ÞórSarson 2. Jóhannes GuSjónsson 2. Jón Gunnlaugsson 2, SigurSur Halldórsson 3. Karl ÞórSarson 2. Jón Alf reSsson 2. Pétur Pétursson 3. Kristinn Björnsson 1, Árni Sveinsson 1. HörSur Jóhannesson (varam.) 2. DÓMARI: Eysteinn GuSmundsson 3. sum brotanna þannig að erfitt var fyrir dómarann að ákveða á sekúndubroti hvað dæma skyldi. Það var því ekkert skrltið að dóm- ar hans væru umdeildir en I heildina kom Eysteinn vel frá leiknum. í STUTTU MÁLI: Þórsvöllurinn á Akureyri, 25. mal. íslandsmótið 1. deild, Þór — Akranes3:l (1:1). MÖRK ÞÓRS: Sigþór Ómarsson á 10. og 82. mínútu (víti) og Sigurð- ur Lárusson á 65. mínútu. MARK ÍA: Pétur Pétursson á 44. mlnútu. ÁMINNINGAR: Björn Lárusson, Jóhannes Guðjónsson og Sigurður Halldórsson Akranesi og Sigurð- ur Lárusson Þór fengu allir að sjá gula spjaldið hjá dómaranum. ÁHORFENDUR: 831. Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Fyrsta þrenna íslands- mótsins Völsungur-KA 1:3 KA SIGRAÐI Völsung 3:1 í skemmti- legum leik á Húsavík í fyrrakvöld. Völsungar byrjuðu leikinn af ákafa og strax á fyrstu mínútu leiksins komst Hermann Jónasson innfyrir vörn KA-manna og lék á markmann- inn, en þá var honum brugðið illilega án þess að nokkuð væri dæmt. Eftir þetta jafnaðist leikurinn og á 15. mínútu fengu KA-menn innkast upp við endamörk. Boltanum var kastað langt inn í vítateiginn, barst þar á milli manna, uns Óskar Ingimundar- son náði að skalla boltann f netið. Strax minútu síðar skall hurð nærri hælum við mark Völsunga er Gunnar Blöndal komst i mjög gott færi, en skaut í þverslá Það sem eftir var hálfleiksins fengu bæði lið góð mark- tækifæri, en tókst ekki að nýta þau í síðari hálfleiknum hélst leikprinn nokkurn veginn i jafnvægi, en KA menn voru þó ívið meira með knöttinn og náðu á tíðum mjög góðu samspili Á 12. mínútu sendi Gunnar Blöndal boltann fyrir markið þar sem Óskar var í svipaðri aðstöðu og í fyrra skiptið og skoraði annað mark sitt og KA í leikn- um. Tfu minútum síðar var Óskar enn á ferð og gerði sitt þriðja mark í leiknum eftir sendingu utan af velli frá Sigbirni Gunnarssyni. Völsungar áttu síðan siðasta orðið í leiknum skömmu síðar er Sigurður Gunnarsson skoraði laglegt mark með skoti frá horni vítateigsins Segja má að þetta hafi verið leikur hinna misnotuðu tækifæra Hann var oft á tíðum mjög vel leikinn og skemmtilegur á að horfa Beztu menn KA voru Gunnar Blöndal og Sigbjörn Gunnarsson, en Gísli Haraldsson var einna beztur Völsunga. Hinn kunni dómari Rafn Hjaltalin dæmdi þennan leik og stóð sig frekar illa Hann stöðv aði oft leikinn út af smávægilegum brotum, en sleppti frekar að dæma á þau sem stærri voru T.d sleppti hann tveimur augljósum vítaspyrnum, sinni á hvort liðið Húsvíkingar eru orðnir leiðir á þvi að þeir dómarar, sem dæma leiki á Húsavfk, skuli vera frá Akureyri og ekki sizt þegar leikið er gegn liði frá Akureyri _BA Meistaramót í kraftlyftingum MEISTARAMOT Islands F kraftlyft ingum verður haldið I anddyri Laugardalshallarinnar á morgun og hefst klukkan 14. Meðal keppenda má nefna Óskar Sigurpálsson, sem nú keppir fyrir ÍBV. Setti Óskar nýlega góð íslandsmet i kraftlyft- ingum og má reikna með enn betri árangri á meistaramótinu. Alls eru 11 lyftingamenn skráðir til keppn- innar. __ _____________ ÁRMANN AÐALFUNDUR Körfuknattleiksdeildar Ármanns verður haldinn föstudaginn 3 júní nk og hefst klukkan 20 í félagsheimilinu. Venjuleg aðalfundar- störf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.