Morgunblaðið - 27.05.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAl 1977
31
Víkingar rufu
jafnteflismúrinn
VÍKINGAR rufu jafnteflismúr undanfarinna leikja sinna með
verðskulduðum sigri yfir slöku liði Fram I leik liðanna í 1.
deild á Melavellinum á miðvikudagskvöldið. Eru Víkingar nú
eina liðið I 1. deild, sem ekki hefur tapað leik.
Það var vindsperringur og kuldalegt
á Melavelli, er leikurinn fór fram og því
vart hægt að búast við því, að leik-
menn sýndu neina snilldartakta Vík-
ingar voru betri aðilinn í leiknum og
hafa þeir sennilega ekki leikið betur
það sem af er þessu vori. Baráttugleði
var ríkjandi hjá öllum leikmönnum og
sóknarleikurinn var mun fjölbreyttari.
Framarar, sem margir hafa spáð vel-
gengni í sumar, voru óvenju daufir í
þessum leik og áttu aldrei minnstu
möguleika á sigri.
Lítið um marktækifæri
Það gerðist fátt markvert til að byrja
með í leiknum, þar sem sóknarleikur-
inn fjaraði út við vítateigana. Þess í
stað sýndu leikmenn löng og mikil
spörk, sem ekki sköpuðu neina hættu.
Eftir um 20. mín. leik fóru Víkingar
að ná betri tökum á leiknum, enda
voru þeir mun fljótari á knöttinn Þeir
áttu ágæt tækifæri á 26. og 29. mín. í
fyrra skiptið var það Viðar Elíasson,
sem ekki hitti markið í góðu færi, en
Óskar Tómasson í það síðara. Framarar
áttu ágætt tækifæri á 25 mín. eftir
langt innkast Rafns R:fnssonar, en
Víkingar björguðu naumlega í horn.
Valurog KR
mætastá gras-
inu íLaugardal
FYRSTI knattspyrnuleikurinn á
grasi í Reykjavfk f ár verður á
Laugardalsvellinum í kvöld. Mæt-
ast þá Reykjavfkurliðin Valur og
KR og hefst leikur þeirra klukk-
an 20. Valsmenn eru óneitanlega
sigurstranglegri f þessum leik, en
þeir hafa unnið tvo sfðustu leiki
sína eftir tvo tapleiki f upphafi
mótsins. KR-ingar hafa hins veg-
ar ekki enn fundið sig f leikjum
mótsins, en náðu þó jafntefli
gegn Vfkingi f síðasta leik.
Fimleikanámskeið
NÁMSKEIÐ fyrir unglinga á aldrinum
8—14 ára I fimleikastiganum verður
haldið á Laugarvatni dagana 1.,— 8.
júll nk Verður kennslan miðuð við
1.— 3. þrep Kennarar verða þau.Mar-
grét Jónsdóttir og Þórir Kjartansson.
Umsóknir um námskeiðið þurfa að
berast sem allra fyrst til skrifstofu FSÍ
íþróttamiðstöðinni Laugardal
Fram —
Víkingur0:1
Texti Helgi Dantelsson
Mynd: Kristinn Ólafsson.
Á 39 min skoraði Viðar Elisson
fyrir Viking og var vel að þvi marki
unnið Óskar Tómasson lék upp hægri
kantinn og gaf vel fyrir markið til
Theodórs Magnússonar, sem lét knött-
inn renna til Viðars, sem var í góðu
færi, enda skoraði hann af öryggi án
þess að Arni Stefánsson ætti nokkra
mög uleika á að verja
Siðari hálfleikur
Víkingar náðu fljótt undirtökunum i
síðari hálfleik, enda léku þeir þá undan
þægilegum vindi. Guðmundur
Baldursson varamarkvörður Fram kom
inná hálfleik fyrir Árna Stefánsson átti I
nokkrum erfiðleikum I byrjun leiksins.
er hann missti knöttinn frá sér, en allt
bjargaðist á síðustu stundu.
Theodór Magnússon var nærri að
auka forskot Vikings á 64. mín, en
hann hitti ekki markið i góðu færi Þá
átti Viðar ágætt tækifæri og Gunnar
Örn átti hörkuskot ámarkið beint úr
aukaspyrnu af 40 m færi, en Guð-
mundur Baldursson varði Þá var Eirík-
ur i góðu færi á 79 min , en hann hitti
ekki markið. Á 80 mín. komst Ágúst
einn innfyrir vörn Vikings, en hann
missti knöttinn of langt frá sér, þannig
að Diðrik náði að góma knöttinn
LiSin
Erfitt er að gera uppá milli leik-
manna Víkings að þessu sinni, þvi
flestir áttu þeir ágætan leik. Sem heild
unnu þeir vel Þó voru þeir Óskar
Tómasson, Viðar Eliasson, Helgi
Helgason og Diðrik Ólafsson bestir
Hjá Fram voru það cngu mennirnir
Rafn Rafnsson og Pétur Ormslev, sem
kom inná í sfðari hálfleik, sem voru
bestir. Ásgeir Eliasson lék nú aftur með
og sýndi hann oft ágæt tilþrif
Leikinn dæmdi Guðmundur Haralds-
son og gerði það vel
Í STUTTU MÁLI:
íslandsmót t deild. 25 maí — Mela-
völlur.
FRAM — VÍKINGUR 0—1 (0—1)
Markið: Viðar Eliasson Vikingi á 39
min
Gul spjöld:
Sigurbergur Sigsteinsson. Fram
Helgi Helgason. Vikingi
Aðalfundur Eimskipafélags íslands
Framhald af bls. 14
sjómilur Skipin verða afhent félag-
inu um miðjan júní. Þá eru samn-
ingar um kaup á tveimur skipum til
viðbótar frá sama skipafélagi komnir
á lokastig. Eru það systurskip hinna
tveggja og eru þau bæði smiðuð á
árinu 1974 Þá hefur félagið fest
kaup á m.s. Hofsjökli, sem félagið
hefur haft á leigu frá 1969 og
verður það afhent félaginu i júnilok
Gömul skip seld.
Tvö elztu skip Eimskipafélagsins
m.s Lagarfoss, sem smiðaður var
árið 1949, og m s Fjallfoss. sem
smíðaður var árið 1954 hafa nú
verið sett á sölulista og verða seld,
fáist viðunandi tilboð í skipin.
Bílainnflutningur.
Þá ræddi formaður Eimskipa-
félagsstjórnarinnar um bílainnflutn-
ing og það að sumir bílainnflytj-
endur teldu sér hag i því að kaupa
skip, sem ætlað er sérstaklega til
bilaflutninga og isfiskflutninga.
Hann kvað viðræður hafa farið fram
milli þessara aðila og Eimskipa-
félagsins, vegna hugsanlegrar þátt-
töku Eimskips f kaupum og hefðu
þær orðið neikvæðar Halldór sagði
að viðtækar ráðstafanir hefðu verið
gerðar af hálfu félagsins til þess að
bæta meðferð á bilum i flutningum
og hefði meðferð bilanna batnað
verulega. Þá minntist hann á ryð-
varnarstöð félagsins. sem rkveðið
hefði verið að reisa i september
1975. Hann kvað hana mjög full-
komna og hafa tekið til starfa á lóð
félagsins við Sigtún.
Orlofsaðstaða fyrir
starfsfólk.
Á árinu 1 973 festi félagið kaup á
Reynivöllum II í Suðursveit með
hliðsjón af því að þörf væri fyrir
starfsfólk félagsins á aðstöðu til
orlofsdvalar Með tilliti til mikillar
vegalengdar I suðursveit báru sam-
tök starfsmannanna fram ósk við
félagsstjórnina og forstjóra að fest
yrði kaup á landi skemmra frá
Reykjavík Til þess að mæta þessum
óskum starfsfólksins hefur félagið
nú fest kaup á Lundarhólma í
Borgarfirði.
Þá kom fram i ræðu formanns. að
bygging Oddeyrarskála yrði lókið I
lok þessa árs, en við það skapast
möguleikar til þess að hægræða enn
vöruflutningum til landsins og þjón-
usta við Akureyringa á að batna svo
og við Norðlendinga yfirleitt.
Útiit og horfur.
Þá sagoi stjórnarformaður Eim-
skipafélagsins, Hálldór H. Jónsson:
„í dag eru ýmsar blikur á lofti og
erfitt að spá um afkomu þessa árs.
Samningar milli vinnuveitenda og
launþega eru lausir, yfirvinnubann
hefur verið allan þennan mánuð og
enn er óljóst. hvenær samningum
lýkur. Óljóst er hvort verkföll skella á
og hve lengi þau kunna að standa
En eitt er alveg öruggt, og það er
að þeir samningar, sem gerðir
kunna að verða, hafa mjög verð-
bólguhvetjandi áhrif. Laun munu
hækka verulega og ef ekki fæst
jafnframt leyfð eðlileg hækkun farm-
gjalda, hlýtur rekstur Eimskipa-
félagsins aðstefna í taprekstur.
Það er ekki nóg að hafa mikil
umsvif, ef reksturinn ber sig ekki
Við skulum þó vona. að stjórnvöld
heimili að farmgjöld megi haldast i
hendur við eðlilegan tilkostnað Þó
að ýmsar blikur séu á lofti. þá hefur
það skeð fyrr. Áfram verður þvi
stefnt að endurnýjun skipastóls
félagsins og áfram verður haldið
uppbyggingu á vöruskemmum og
annarri aðstöðu. sem félaginu er
nauðsynlegt til að komið sé við
ýtrustu hagræðingu og til að tryggja
sem bezt rekstur félagsins Það er
enginn uppgjafartónn i forráða-
mönnpm félagsins. þó að þoka sé
framundan."
Stjórnarkjör.
Fram að aðalfundi áttu sæti i
stjórn Eimskipafélags íslands h.f.,
þeir: Halldór H. Jónsson. formaður.
Ingvar Vilhjálmsson, varaformaður,
Thor R Thors, ritari og Axel Einars-
son gjaldkeri, Aðrir i stjórninni voru
þeir Birgir Kjaran, Pétur Sigurðsson
Hallgrimur Sigurðsson var skipaður
í stjórnina af rikisstjórninni. Stjórnin
kaus Indriða Pálsson forstjóra til
þess að taka við af Birgi Kjaran, er
hann lézt hinn 12. ágúst siðastlið-
inn. A fundinum i gær átti að kjósa
3 menn í stjórnina til næstu tveggja
ára — í stað Halldórs H. Jónssonar,
Ingvars Vilhjálmssonar og Péturs
Sigurðssonar og einn mann til eins
árs í stað Indriða Pálssonar Þeir
voru allir endurkjörnir
sumarvorum