Morgunblaðið - 03.06.1977, Síða 2

Morgunblaðið - 03.06.1977, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JUNt 1977 Kolmunnaveiðum við Færeyjar hætt: Afli íslenzku skip- anna 5300 lestir Brendan 200 sjó- mílur SV tSLENZKU kolmunnaskipin þrjú sem hafa verið á veiðum vi Fær- evjar eru nú hætt veiðum og kom- in til íslands, en alls fengu þau um 5300 lestir. Vfkingur AK fékk um 2000 lestir, Börkur 1700 lestir og Sigurður 1600 lestir 1 gær var verið að landa 600 lestum úr Víkingi á Akranesi, 100 léstum úr Berki í Neskaupstað og 200 lestum úr Sigurði i Vest- mannaeyjum. íslendingar höfðu leyfi til að veiða 25.000 lestir af kolmunna við Færeyjar á þessu vori, en nú er séð að svo verður ekki. Líklegt er að kolmunnaskipin þrjú fari næst til loðnuveiða er þær verða heimilaðar um miðjan júní, en þó getur verið að Víking- ur fari einn túr austur fyrir land til að athuga um kolmunna þar síðar í þessum mánuði, að því er Morgunblaðið fregnaði í gær. Börkur og Siguróur fara hins veg- ar i slipp núna. af Hvarfi SKINNBÁTURINN Brendan var i gærmorgun staddur rúmlega 200 sjómílur vestur af suðvestri frá Hvarfi á Grænlandi og hafði þá þokast u.þ.b. 25 mílur suður á bóginn frá deginum áður. Um 485 millj. í mal- bikun nýrra gatna N'ÝJAR götur 1 Reykjavfk verða 1 sumar malbikaðar fyrir sem svar- ar liðlega 485 millj. króna, og unnið verður við lagningu gang- stétta og gangstlga fyrir röskar 55 milljónir króna. Af einstökum Ibúðar- og iðn- aðargötum sem malbikaðar verða, má nefna Héðinsgötu, sem liggur hjá Olfuverzlun tslands neðan við tollvörugeymsluna á Laugarnesi, götu við Suðurlandsbraut milli Vegmúla og Grensásvegar, Bflds- höfða milli Breiðhöfða og Höfða- bakka, sfðan Breiðhöfða frá Bfldshöfða og Höfðabakka frá Vesturlandsvegi að Bfldshöfða og loks tengingu fyrir strætisvagn- ana frá Arnarbakka að Höfða- bakka. Af malbikun umferðargatna má nefna að Sætúnið frá Skúlagötu að Kringlumýrarbraut verður malbikað og er það ein mesta framkvæmdin á þessu sumri, þar sem unnið verður fyrir 37,5 millj. króna. Einnig verður malbikaður suttur kafli í Sætúni við Laugar- nesveg og einnig verður endan- lega gengið frá götunni úr Stekkjarhverfi að Höfðabakka, en þar verða lagðar hitaleiðslur og sfðan yfirlag. Um framkvæmdir í nýjum hverfum má nefna malbikun Flyðrugranda, svo og í fyrsta hluta Mjóddarinnar i neðra Breið- holti, við nýtt blokkarhverfi í Hól- Framhald á bls. 20. Spítalarnir: Ljósm. Mbl. ÓLK.M 1,5 til 2,7 starfsmenn annast hvern s júkling STARFSLIÐI á bæði Borgar- spftalanum og Landspftalanum hefur fjölgað nokkuð á sfðustu árum miðað við fjölda sjúkra- rúma á þessum stofnunum sam- kvæmt þeim upplýsingum er Mbl. hefur aflað sér. Á Borgarspftalan- um er nú t.d. sem næst 1,57 starfs- menn um hvert sjúkrarúm og Hagvöxtur án vistkreppu — Alþjoðk-g umhverfismálaráðstefna í Reylqavík DAGANA 6,—11. júnf verður haldin í Reykjavík alþjóðleg um- hverfismálaráðstefna, sem fjallar mun um efnið: Vöxtur án vist- kreppu. Margir vfðkunnir vísindamenn munu sækja ráðstefnuna erlendis frá. Forseti hennar er prófessor Linus Pauling, er hiotið hefur Nóbelsverðlaun , f efnafræði og einnig fnðarverðiaun Nóbels. Meðal fyrirlesara er m.a. Nóbels- verðlaunahafi í hagfræði, Hol- lendingurinn Jan Tinbergen, Maurice Strong, fyrsti fram- kvæmdastjori Umhverfismála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna og dr. Martin Iloldgate um- hverfismálastjóri Bretlands. Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra mun setja ráðstefnuna á mánudagsmorgunn, en hún fer fram á Hótel Loftleiðum. Að ráð- stefnunni stendur umhverfis- málastofnun, sem starfar í Genf, Foundation for Environmental Conservation. Forstjóri hennar er Framhald á bls. 20. samsvarandi hlutfall á Land- spftalanum sjálfum er 2,7 starfs- menn á hvert rúm. Á sl. ári störfuðu sem næst 630 starfsmenn á Borgarspftalanum f heild og deildust þeir á alls 400 sjúkrarúm, þannig að hlutfallið er um 1,57 starfsmenn á hvert rúm, eins og fyrr segir. Árið 1972 var tala starfsmanna hins vegar um 500 á sama fjölda rúma, þann- ig að hlutfallið þá var um 1,25 starfsmenn á hvert rúm. Á Landspítalanum sjálfum voru á sl. ári 948 starfsmenn en fjöldi rúma var 353, þannig að þar er hlutfallið 2,7 starfsmenn á hvert sjúkrarúm. Árið 1973 var starfsmannafjöldinn hins vegar 703 en fjöldi sjúklinga 291 og hlutfallið því 2,4 starfsmenn á hvern sjúkling og árið 1970 voru starfsmenn 523,6 og fjöldi sjúkl- inga 268 og hlutfallið því 2 starfs- menn á sjúkling. 1955 var starfs- liðið 153,5 á móti 127,5 sjúkling- um og hlutfallið þá var 1,2 starfs- menn á hvern sjúkling. Af öðrum stofnunum Ríkis- spftaianna má nefna að á fæðinga- deildinni er hlutfallið 1,6 starfs- menn á sjúkling á sl. ári, á Vífils- stöðum er hlutfallið 1,8 starfs- menn á sjúkling, á Kleppsspítala á 1,3 starfsmenn og á Kópavogs- hælinu er sem næst 1 starfsmaður á sjúkling. 1 öllum þessum stofn- unum hefur orðið nokkur aukn- ing starfsliðs á síðustu árum. í viðtali Mbl. við forráóamenn Borgarspítala og Ríkisspítalanna, þá Hauk Benediktsson og Davíð Gunnarsson, tóku þeir fram að taka yrði þessum hlutfallstölum með nokkrum fyrirvara. Bent var á að starfslið slysadeildar Borgarspítalans sinnti t.d. fyrst og fremst utanaðkomandi sjúkl- Framhald á bls. 20. Norrænt mót branarvarða í Reykjavík SEXTÍU brunaverðir frá Norður- löndunum auk íslenzkra bruna- varða munu sitja mót norrænna brunavarða, sem verður haldið f Reykjavík dagana 7.—10. júnf n.k. Einnig verða tveir bruna- verðir frá Bretlandi og Færeyjum gestir mótsins, en það er í umsjá Brunavarðafélags Reykjavfkur. Mótin hafa verið haldin á Norður- löndunum í 40 ár en það var árið 1971 að Brunavarðafélag Reykja- vfkur gerðist fullgildur aðili að þessum samtökum og f þeim eru félög brunavarða f Kaupmanna- höfn, Ósló, Stokkhólmi, Gauta- borg og Helsingfors. Brunaverðir ræða á mótum þessum hagsmunamál sín m.a. samanburð á launakjörum og að- búnaði, svo og um tækjakost og fatnað. Á mótinu í Reykjavík ræða brunaverðir um þátttöku slökkviliða í aðgerðum vegna náttúruhamfara og stærri slysa og í almannavörnum og mun Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri flytja erindi um þau mál. Þá verður sýnd kvikmynd um gosið í Vest- mannaeynum og farið verður í heimsókn til Eyja. í frétt frá Brunavarðafélagi Reykjavíkur segir að kjaramálin séu mikilvægur þáttur í þessum mótum og að brunaverðir á Norðurlöndum séu betur launaðir en starfsbræður þeirra hérlendis, enda hafi oft verið litið öðrum augum á störf þeirra en störf íslenzkra brunavarða og telja íslenzkir brunaverðir að helzt gleymist mikilvægi starfsins þegar rætt er um launakjörin. Fjöltefli Islands- meistarans JÓN L. Árnason Islandsmeistari f skák mun f sumar efna til fjöl- tefla á Stór-Reykjavfkursvæðinu milli þess sem hann sækir erlend mót. Hér er um að ræða hverfa- fjöltefli, að því er segir f fréttatil- kynningu Skáksambands islands, og fer skiptingin í hverfi eftir póstnúmerum. Fjölteflin st'anda öllum opin, en þátttökugjald er 500 kr. Þátttöku skal skrá í síma 18027 næstu þrjá morgna fyrir fjölteflin frá kl. 9.00 til 12.30 eða á mótsstað milli kl. 13 og 14 fjölteflisdagana. Fyrsta fjöltefli Jóns verður á Seltjarnarnesi, á morgun laugar- dag 4. júní kl. 14 í Valhúsaskóla. Á sunnudaginn 5. júní teflir Jón L. i Mela- og Hagahverfi, hefst það einnig kl. 14 og verður i Haga- skóla. Andvígur nafnbreytingu segir menntamálaráðherra varð- andi Menntaskólann í Reykjavík SVO SEM komið hefur fram i fréttum lýsti Guðni Guðmunds- son, rektor Menntaskólans í Reykjavfk, f skólaslitaræðu á dögunum yfir áhyggjum sfnutn yfir að með nýju frumvarpi um framhaldsskólamenntunina væri tegundarheitið „mennta- skóli“ úr sögunni og þar með væri hið gamla og gróna heiti skólans — Menntaskólinn í Reykjavfk, úr söganni. Af þessu tilefni leitaði Morgun- blaðið til Vilhjálms Hjálmars- sonar menntamálaráðterra og spurðist fyrir um álit hans á þessu atriði. Svar ráðherrans fer hér á eftir. í þingræðum og blaðaskrif- um hef ég lýst þeirri skoðun minni að einstakir skólar skuli halda sérkennum sinum í sem flestum greinum, þótt sam- ræmd séu og skipulögð náms- svið og námsbrautir. Framhaldsskólafrumvarpið fjallar um heildarskipan fram- haldsskólastigsins. í því er ekki fjallað um verkefni einstakra skóla. í athugasemdum segir á einum stað: „Hið sameiginlega tegundarheiti (þ.e. framhaldsskóli) þarf þó ekki að vera því til fyrirstöðu að einstakar skólastofnanir beri sérstakt nafn, t.d. tengt þeim stað sem þær starfa á“. Menntaskólinn í Reykjavík hefir oftar en einu sinni skipt um nafn á 130 ára starfsferli. Nám verður að laga eftir breyttum kröfum. En ekkert hefir komið fram, sem bendir til að nafnbreyting sé á næstu grösum. Ég er fyrir mína parta andvigur nafnbreytingu. Karlakórinn Geysir á Akureyri. Karlakórinn Geysir í söngför á Suðurlandi KARLAKÓRINN Geysir á Akur- eyri fer í söngför lil Vestmanna- eyja og Reykjavíkur um næstu helgi og verður sungið í félags- heimilinu við Heiðarveg f Vest- mannaeyjum á föstudagskvöld 3. júnf kl. 20:00 og f Austurbæjar- bíói í Reykjavík á laugardag kl. 15:00. Kórinn er skipaður 40 söng- mönnum, en auk þess syngur kvennakór með í þremur lögum og sex einsöngvarar koma fram með kórnum, þau Gunnfríður Hreiðarsdóttir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Helga Alfreðsdóttir, Aðal- steinn Jónsson, Freyr Ófeigsson og Óli Ólafsson. Á söngskrá eru m.a. kaflar úr La Traviata, Kátu konunum frá Windsor og Cavelleria Rusticana. Af inn- Iendum lögum eru m.a. lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Jón Leifs. Söngstjóri er Sigurður Demetz Fransson og undirleik annast irskur pJanóleikari Thomas Jack- man.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.