Morgunblaðið - 03.06.1977, Page 3

Morgunblaðið - 03.06.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JUNI 1977 3 U mh verismála- kynning Vardar og skoðunar- ferð um borgina SÍÐASTA borgarmálakynning Landsmálafélagsins Varðar á þessu ári verður á laugardag og fjallar um umhverfismál. En að undanfornu hefur sérstök áherzla verið lögð á þennan málaflokk I borginni með sérstakri áætlun um umhverfi og útivist og einnig með uppbyggingu nýs umhverfis- málaráðs. Hefst kynningin, sem öllum borgarbúum er boðin þátt- taka I, kl. 2 e.h. I húsi sjálfstæðis- manna Valhöll I Bolholti 7. Þar flytja stuttar inngangsræður Birgir Isl. Gunnarsson, borgar- stjöri og Elín Pálmadóttir, borgarfulltrúi, formaður um- hverfismálaráðs og svara fyrir- spurnum fundarmanna. Þá verður farin skoðunar- og kynnisferð um borgarlandið, og verður garðyrkjustjóri borgar- innar, Hafliði Jónsson, með í för. Verður fyrst ekið suður i Öskju- hlið, þar sem unnið hefur verið að ræktun síðan 1953 og framan af plantað 2000—18.000 plöntum árlega á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. 1972 var samþykkt skipulag af Öskjuhliinni og lýkur skv. því í sumar að mestu plöntun. En áherzla verður nú lögð á að göngustígagerð, hreins- un og lagfæringu, m.a. verður lengdur göngustígur að kirkju- garðinum. í hlíðinni er gamall landamerkjasteinn Seltjarnar- ness og Reykjavíkur, sem merktur hefur verið. Þá verður komið að Siglinga- klúbbi Æskulýðsráðs í Nauthóls- vík, sem einmitt er að hefja sumarstarfið á laugardag. En þar eru að jafnaði um 400 unglingar við holla útivist og siglingar að sumrinu. Þeir eru þar frá kl. 5—10 fjóradaga vikurnnar og á sérstökum námskeiðum í júní og júli. Á vetrum eru klúbbfélagar svo við smiðar og lagfæringar á bátum sinum. Frá Öskjuhlíðinni verður ekið inn í Fossvog, þar sem í skipulagi hverfisins er gert ráð fyrir þremur grænum útivistar- svæðum, sem ganga þvert í gegn- um Fossvogshverfið. Verður komið í miðsvæðið sem er lengst komið. Var byrjað á því 1975 óg unnið áfram 1976, en í sumar verður framkvæmdum lokið með útplöntun. í fyrra var byrjað á vestursvæðinu og verður haldið áfram í sumar og einnig verður unnið á austursvæðinu. Leiktæki eiga svo að verða á svæðunum. Þetta eru dæmi um græn svæði inni i íbúðarhverfum. Annað slikt svæði, sem ekki margir vita um, er Grundargerðis- garðurinn, sem einnig verður farið í. Þetta er nýr skrúögarður i ibúðarhverfi, gerður 1973—1974 og hefur þótt takast mjög vel. Þá verður ekið upp i Elliðaár- dalinn, það stóra útivistarsvæði, sem liggur orðið í næsta nágrenni við ný hverfi i Breiðholti, Árbæ, Langholti og Fossvogi, en þangað er sótt úr öllum borgarhverfum. Þar hefur Rafmagnsveitan staðið að plöntun með aðstoð Skóg- ræktarinnar siðan laust eftir 1950 og eru þar í hólmunum komnir fallegir, hlýjir bollar, sem ekki allir vita af. Verður m.a. farið yfir i hólmann og ekið með Elliðaán- um. En skipulag hefur verið sam- þykkt af öllu svæðinu, sem á að tengjast Rauðhólafólkvangi og Heiðmörk síðar. Ef tími vinnst til verður komið við í klakhúsinu við árnar, þar sem laxaseiði eru alin upp. Loks verður ekið i Laugar- dalinn, það skemmtilega úti- vistarsvæði Reykvikinga og komið i ræktunarstöð borgarinn- ar, þar sem er uppeldisstöð fyrir öll sumarblóm og trjáplöntur sem notað er i borarlandinu, svo og kálplöntur fyrir skólagarðana. Og þar er einnig grasgarðurinn með öllum sinum tegundum af algengum og fágætum plöntum, sem þar hefur verið safnað. Á grasgarðinum er mikill áhugi út um allan heim og oft fengnar þaðan plöntur og margir blóma- unnendur í Reykjavik koma þar á hverju sumri til að skoða jurtirn- ar. Hafsteinn Austmann sýnir á Loftinu í dag, laugardag klukkan 4 opnar Hafsteinn Austmann sýningu á Loftinu, Skólavörðu- stíg 4. Myndirnar á sýningunni eru flestar unnar á siðasta sumri og hausti í Danmörku, örfáar eru eldri og sú elzta frá árinu 1962. Eru flestar mynd- irnar unnar í acryl, oliu eða með blandaðri tækni. Þetta er önnur sýning Haf- steins á Loftinu, en hann sýndi þar áður, haustið 1975, vatns- lita- og ,,quaschmyndir“. Fyrsta sýning Hafsteins var árið 1956 i gamla listamannaskálanum við Austurvöll. Sýning Hafsteins Austmann verður opin á venjulegum verzlunartíma, kl. 9—18 og á laugardögum kl. 14—18 og stendur hún til 18. júni. Sýningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Jón Baldvin Hannibalsson: Utanflokkaframboð pólitísk markleysa Samstarfshugmyndir félaga I Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og Alþýðuflokksmanna á Vestfjörðum virðast hafa siglt í strand um sinn a.m.k., eins og komið hefur fram I Morgun- blaðinu. í tilefni af þessari þróun mála sneri Morgunblaðið sér til Jóns Baldvins Ilannibalssonar, skólameistara á ísafirði, sem var I forustuliði Samtakanna vestra, en gekk nýlega yfir f Alþýðu- flokkinn, og spurði hann hvort afstaða hans til sameiningarmála hefði nokkuð breytzt I Ijósi þessara nýju viðhorfa. Jón kvað svo ekki vera. Það sem hann hefði frétt af siðasta fundi Rfkissalur Votta Jehóva að Sogavegi f Reykjavfk. Svæðismót Votta Jehóva í Reykjavík um helgina DAGANA 4. og 5. júní halda Vott- ar Jehóva svæðismót í Ríkissal sinum að Sogavegi 71 í Reykjavik. Slík mót eru haldin tvisvar á ári þar sem söfnuðirnir þrír hér á landi koma saman ásamt fólki vfða að af landinu. Að sögn Berg- þórs N. Bergþórssonar fulltrúa safnaðarins i Reykjavík verða flutt yfir 20 mismunandi erindi mörg með sýnikennslu, og há- mark mótsins er fyrirlestur Frið- riks Gislasonar kl. 16 á sunnudag er nefnist „Haldið áfram að leita Guðsríkis". Samtakamanna og Alþýðuflokks- manna hefði verið að aðilar hefðu þar skýrt sitt mál og fulltrúar Alþýðuflokksins gert grein fyrir þeim reglum sem gilda um fram- boðsmál flokksins, en leiddar hafa verið i lög flokksins reglur um prófkjör, sem eru bindandi, og sagði Jón að i lok april hefði verið géngið frá reglugerð um framkvæmd þessa pröfkjörs. Hefðu fulltrúar Alþýðuflokksins i þessum viðræðum, gert greint fyrir að þeir gætu ekki vikið frá því sem flokkurinn hefði þannig leitt í lög og reglur. „Þetta tel ég ekki tiðindi út af fyrir sig,“ sagði Jón, „því að þetta vissu menn fyrir. Ég lít þvi svo á að það sé næst Samtakamanna að taka formlega afstöðu til þess arna og álít málið ekki útkljáð." Morgunblaðið spurði þá Jón hvort niðurstaða framangreindra viðræðna væru honum þau von- brigði að það hvarflaði að honum að ganga aftur yfir í raðir Sam- takanna. Jón kvað svo ekki vera nema síður væri — hann væri enn þeirrar sömu skoðunar að fleiri Samtakamenn ættu að taka þessa ákvörðun. Jón var þá spurður að þvi hvort hann teldi raunhæft fyrir t.d. Karlvel Pálmason að bjóða sig fram utan flokka á Vestfjörðum. Jón svaraði þvi til að hann vildi sem minnst um það segja og reyndar gæti enginn sagt neitt um slíkt fyrir fram. Hins vegar kvaðst Jón hafa lýst því yfir í hópi Samtakamanna strax á sl. hausti að hann teldi utanflokkaframboð pólitíska markleysu, og væri hann þeirrar skoðunar enn. Jón sagði ennfremur i svari við spurningu Morgunblaðsins að hann teldi nú eðlilegast fyrir félaga i Samtökunum á Vestfjörð- um að ganga hreinlega í Alþýðu- flokkinn og taka þar þátt i próf- kjörinu. Jón sagði, að ef um samninga hefði orðið að ræða hefði mátt gera því skóna, að það næðist samkomulag um það að þessar prófkjörsreglur Alþýðu- flokksins næðu til beggja aðila, þ.e. til flokksbundinna Alþýðu- flokksmanna og Samtakamanna — á Vestfjörðum að minnsta kosti. Hins vegar væri það sjónarmið Alþýðuflokksmanna að þeir hafi mótað þá reglu á flokks- þingi með lögum sínum og reglum svo að ekki sé kostur á að leysa slík mál á grundvelli hvers ein- staks kjördæmis. Þess vegna sagði Jón að Samtakamenn yrðu hreinlega að gera það upp við sig hvort þeir vilja una því að leysa málið einfaldlega með þeim hætti er hann sjálfur hefði gert, þ.e. að ganga sem einstaklingur yfir í Alþýðuflokkinn vegna þess að upphaf þessa alls hefði verið yfir- lýsing Samtakanna um að þeim hefði aldrei verið ætlað að vera til frambúðar fimmti sjtórnmála- flokkurinn og þannig lýst því yfir sem stefnu sinni að Samtökin yrðu lögð niður hvort sem væri. Jón sagði, að ef Samtakamenn færu eftir þessu og það i tæka tið, þá hefðu þeir samkvæmt reglum Alþýðuflokksins nákvæmlega jafn mikil áhrif og hver annar á mótun framboðslista og reyndar væru reglurnar þannig að menn þyrftu ekki að vera flokksbundn- ir til að geta tekið þátt í prófkjör- inu heldur þyrftu þeir þá til- tekinn fjölda meðmælenda úr röðum Alþýðuflokksmanna. Þennan vanda gætu Samtaka- menn þannig leyst sjálfir og kvaðst Jón þannig álíta að hér væri einungis um að ræða forms- atriði sem auðveldlega mætti yfir- stiga. Aðalfundur Blaðamanna- félagsins AÐALFUNDUR Blaðamanna- félags íslands verður haldínn að Hótel Esju laugardaginn 11. júni nk. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf og umræður um breytingar á lögum og siðareglum félagsins. Þá verður greint frá stöðunni i kjaramálum blaða- manna, og alþjóða samstarfi á vegum félagsins. Sumarstarf í Árbæjar- safni hafið ÁRBÆJARSAFN verður opnað 1. júni og verður opið kl. 1—6 síð- degis alla daga nema mánudaga til ágústloka. Reist hefur verið skemma yfir eimreiðina „Pionér" sem gert hefur verið við og nú er til sýnis. 1 skemmu verður enn- fremur sýning á Reykjavíkur- myndum Jóns Helgasonar bisk- ups. Um helgar verður tóvinna kynnt i einu húsanna og þar situr kona við rokk. Unnið er að frá- gangi Líknarhússins sem áður stöð við Kirkjustræti. A safnsvæð- inu hefur Þjóðminjasafnið látið reisa annað verslunar- og pakk- húsanna frá Vopnafirði sem tekin voru niður fyrir tveim árum og flutt suður. (Fréttatilkynning) Ilalldór Kristinsson. Halldór Krist- insson skipaður bæjarfógeti á Bolungarvik l’ORSETI Islands hefur að tillögu dómsmálaráðherra skipað Hall- dór Kristinsson, fulltrúa við sýslumannsembættið í Árnes- sýslu, bæjarfógeta í Bolungarvík frá 15. júni n.k. að telja. Aðrir umsækjendur um embættið voru: Jón P. Emils hæstaréttarlög- maður, Reykjavík, og Jón Ólafur Þórðarson, fulltrúi við ba'jar- fógetaembættið á ísafirði. Siglingaklúbburinn byrjar í Nauthólsvík STARFSEMI Siglingaklúbbs Æskulýðsráðs i Nauthólsvik hefst á laugardag kl. 2. Þá vcrða settir á flot bátar, sem bæst hafa i flotann i vetur, smiðaðir i skipasmíðastöö klúbbsins i Nauthólsvík. Sumrinu verður skipt i 2 starfstimabil, frá 6. júni til 15. júli og 18. júli til 31. ágúst. Venjulegur starfstími klúbbsins er kl. 17—22 e.h. fjóra daga vikunnar og starfsemin er fyrir þá sem fæddir eru 1964 og fyrr. Jafnframt hefst byrjenda- námskeið i siglingum mánudag- inn 6. júní. Þau verða daglega frá kl. 13—16 og eru fyrir þá sem fæddir eru árin 1965—1968.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.