Morgunblaðið - 03.06.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.06.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JUNÍ 1977 15 RÆÐA, sem Carter Bandarfkjaforseti flutti fyrir skömmu við Notre-Dame-háskðla um utanríkisstefnu stjórnar sinnar, hefur vakið nokkra athygli og m.a. valdið nokkrum umræð- um hér á landi. Af þvf tilefni sér Morgunblaðið ástæðu til að birta ræðu þessa f heild og fér hún hér á eftir . I síðustu viku ræddi ég I Kali- forníu um helztu verkefni, sem blasa við þjóð vorri í innanlands- málum. Á næstu árum munum við kosta kapps um, að þörfum þjóðarinnar verði sinnt í rikari mæli. Að sýna fram á — þrátt fyrir vantrú vorra tima — að stjórn okkar geti bæði verið styrk og mannúðleg. 1 dag ætla ég að ræða um þá þræði, sem tengja aðgerðir okkar erlendis við megineinkenni okkar sem þjóðar. Ég tel, að við getum haft utan- rikisstefnu, sem sé lýðræðisleg, sem sé byggð á grundvallar verð- mætum og sem beiti afli og áhrif- um í mannúðlegum tilgangi. Við getum einnig haft utanríkis- stefnu, sem bandariska þjóðin bæði styður — og Skilur. Ég hef rótgróið traust á okkar eigin stjörnarfari. Þar sem við vitum, að lýðræði er starfhæft, getum við vísað á bug röksemdum þeirra stjórnenda, sem neita þjóð- um sínum um mannréttindi. Það er sannfæring okkar, að fordæmi lýðræðisins muni rikja, og þvi munum við leitast við að færa þetta fordæmi nær þeim, sem við höfum orðið aðskila við og sem ekki eru enn sannfærðir. Það er sannfæring okkar, að lýðræðislegir starfshættir séu árangursríkastir, og þvi munum við ekki freistast til að beita ósæmilegum aðferðum heima — eða erlendis. Við erum öruggir um styrk okk- ar, svo að við getum leitað eftir því, að á báða bóga verði dregið verulega úr kjarnorkuvopna kapphlaupinu. Við berum fullt traust til góðrar dómgreindar okkar eigin þjóðar, og því látum við hana vera með i ráðum við mótun utanríkisstefnu. Þannig getum við taiað máli 215 milljóna, en ekki aðeins örfárra. Ilinir miklu nýju sigrar lýðræð- isins í Indlandi, Portúgal, Grikk- landi og á Spáni sýna, að traust okkar er ekki að óverðskulduðu. Eldur verður betur slökktur með vatni Þar eð við treystum á okkar eigin framtíð, erum við nú lausir við hinn taumlausa ótta við kommúnisma, sem áður fyrr kom okkur til að faðma að okkur hvern þann einræðisherra, sem bar sama ugg og við. t of mörg ár höfum við verið reiðubúnir að aðhyllast óvönduð sjónarmið og meðul andstæðinga okkar og þá stundum fórnað okk- ar verðmætum fyrir þeirra. Við börðumst gegn eldi með eldi án þess að hugsa út í það, að eldur verður betur slökktur með vatni. Þessi aðferð brást. — — Og Vietnam varð gleggsta dæmið um andlega og siðferðilega fátækt. En gegnum mistök höfum við ratað aftur til okkar grundvallar sjónarmiða og verðmæta, og við höfum öðlazt traust að nýju. Á mælikvarða sögunnar eru hin tvö hundruð ór þjóðar vorrar skammur tími. Og enn skemmra er síðana við skipuðum öndvegi í heiminum. Það er síðan 1945, þegar Evrópa og hin gamla, alþjóðlega skipan voru 1 rústum. Fram að þeim tíma höfðu Banda- ríkin að mestu verið utangarðs i heimsmálunum. En slðan þá höf- um við óhjákvæmilega verið i miðdeplinum. Við unnum að þvi með öðrum að gera trausta sáttmála um trú okkar og áform — Sameinuðu þjóðirnar, Norður-Atlantshafs bandalagið, Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðrar stofnanir. Þetta alþjóðlega kerfi hefur staðizt og starfað vel i aldarfjórðung. Stefna okkar á þessu tímabili mótaðist af tveimur grundvallar- atriðum. Utþenslu Sovétríkjanna yrði að halda i skefjum, og brýn nauðsyn væri á nánu bandalagi meðal andkommúnistaríkja beggja vegna Atlanzhafsins. Þetta kerfi gat ekki varað enda- laust óbreytt. Söguleg þröun hef- ur veikt grundvöll þess. Sú hætta á árekstum við Sovétrikin, sem sameinaði aðilana, er ekki éins mikil og áður — enda þótt sam- keppnin hafi orðið víðtækari. Striðið i Vietnam olli djúpstæð- um, siðferðilegum glundroða, sem gróf undan trausti umheimsins á utanríkisstefnu okkar. Efnahags- örðugleikar áttunda áratugsins hafa veikt traust almennings á getu hinna lýðræðislega iðnrikja til að tryggja borgurum sínum áframhaldansi hagsæld. Brostin tiltrú jók enn á alvöru hinnar leyndu svartsýni meðal sumra forustumanna Nýr heimur Það er alkunn staðreynd, að heimurinn er nú mitt í róttæk- ustu og hröðustu ummyndun, sem gerzt hcfur i allri sögu hans. A minna en mannsaldri hefur dag- legt líf flestra manna og það, sem þeir sækjast eftir, tekið stakka- skiptum. Nýlendustefna hefur nær horfið. Ný þjóðerniskennd hefur vaknað í nær hundrað nújum ríkjum. Þekking hefur orðið almennari. Kröfurnar eru meiri. Eftir því sem fleiri þjóðir hafa Iosnað undan hefðbundinni áþján, hafa fleiri einsett sér að öðlast þjóðfélagslegt réttlæti Heimurinn er enn sundraður vegna hugmyndafra>ðilegra deilna, þar sem héraðsrígur ra>ð- ur mestu, og honum ógnar sú hætta, að við munum ekki jafna deilur um kynþætti og auð nema með ofbeldi eða án þess að draga helztu herveldin inn í átökin. Við getum ekki framar greint hin hefðbundnu vandamál um stríð og frið frá hinum nýju, sem varða heim allan, um réttlæti, sanngirni og mannréttindi. Þetta er nýr heimur, en Banda- rikin skyldu ekki óttast hann. Þetta er nýr heimur — og við skulum stuðla að því að móta hann. Þetta er nýr heimur, sem krefst nýrrar utanrikisstefnu Bandaríkjanna, stefnu, sem byggð er á óhagganlegum heiðar- léika og bjartsýni á sögulegt hiut- verk hennar. Við getum ekki framar fylgt stefnu, sem eingöngu er miðuð við iönrikin sem undirstöðu jafn- vægis i heiminum, heldur vcrðum við að taka við af nýjum sannind- um um heim, sem er að vakna til stjórnmálalegrar vitundar. Við getum ekki lengur ætlazt til, að hinar 150 þjóðirnar fylgi fyrirmælum hinna voldugu, held- ur verðum við dyggilega að halda áfram'viðleitni okkar til að vekja áhuga, sannfæra og leiðbeina. Stefna okkar verður að bera þeirri trú okkar vitni, að heimur- inn geti vænzt meira en aðeins þess að halda lífi — og þeirri sannfæringu okkar, að viröing og frelsi séu manninum andleg lifs- skilyrði. Stcfna okkar verður að móta alþjóðlegt kerfi, sem mun endast lengur en leynilegir samningar Fimm forsendur alþjóðlegrar viðreisnar Slíkri stefnu verður ekki fylgt með brögðum. Stefna okkar ve'rð- ur að vera einlæg og hreinskilin. Hún verður að fela i sér alþjóð- lega viðreisn og byggjast á þess- um fimm meginforsendum. I fyrsta lagi verður stefna okk- ar að mótast af þvi megin ætlunarverki þjóðar vorrar að vinna i þágu mannréttinda. Annað. Stefna okkar á að vera byggð á náinni samvinnu milli hinna lýðræðislegu iðnrikja heimsins — þvi að við eigum hlut- deild í sömu verðmætum, og þar sem við-getum i sameiningu veitt öllum aukin skilyrði til að lifa sómasamlegra lífi. Á grundvelli sterkra varna munum við einnig stefna að því að bæta samskiptin við Sovétríkin og Kina bæði á breiðari grund- velli og þannig, að þau verði meira gagnkvæm. Þótt við gerum ekki jafnað hugmyndafræðilegan ágreining, verðum við að ná sam- komulagi, sem dregur úr styrjaldarhættu. Einnig verður stefna okkar að ná til þróunarlandanna til að lina þjáningar og minnka bilið milli hinna riku og snauðu í heiminum. Loks verðum við að hvetja allar þjóðir að leysa jafn skelfileg al- heimsvandamál og hættuna á kjarnorkustríði, kynþáttahatur, vígbúnaðarkapphlaup, um- hverfismengun, hungur og sjúk- dóma. Síðan i janúar höfum við tekið að skilgreina og hrinda í framkvæmd utanrikisstefnu, sem væri byggð á þessum forsendum — og ég hef reynt að skýra þessar forsendur fyrir bandarísku þjóð- inni. Leyfið mér að endurskoða það, sem við höfum verið að gera, og ræða um það, sem við hyggj- umst fyrir. Mannréttindi hornsteinn utanrfkisstefnu í fyrsta lagi höfum við lagt áherzlu á það að nýju, að mann- réttindi verði hornsteinn utan- ríkisstefnu okkar. Að ætterni, trú, litarháttum, uppruna og menningararfi erum við Banda- ríkjamenn fjölskrúðugasta þjóð, sem heimurinn hefur þekkt. Engin dularfull skyldleika- eða ættjarðarbönd binda okkur sam- an. Það, sem tengir okkur saman, ef til vill meira en nokkuð annað, er trúin á manniegt frelsi. Við viljum, að heimurinn viti, að þjóð okkar táknar meira en fjárhags- lega velmegun. Þetta merkir ekki, að við getum fylgt utanríkisstefnu okkar með háleitum, siðferðilegum lífsregl- um. Við lifum í heimi, sem er ófullkominn, og mun ávallt verða ófullkominn — heimi, sem er margbrotinn, og mun ávallt verða margbrotinn. Ég skil til fullnustu takmarkan- ir siðferðipredikana. Ég ímynda mér ekki, að breytingar muni gerast auðveldlega eða fljótt. En ég held, að það sé líka rangt að vanmeta mátt orða og þeirra hugmynda, sém orðin fela I sér. t sögu okkar hefur þessi máttur sýnt áhrifavald sitt frá „Heilbrigðri skynsemi“ Tómasar Paines til orða Martins Luthers Kings, „Ég á mér draum“. í lifi mannlegs anda eru orð athafnir — að miklu meira leyti en margir okkar gera sér Ijóst, sem búa f löndum, þar sem litið er á tjáningarfrelsi sem sjálfsagðan hlut. Forustumenn einræðisrikja skilja þetta mætavel. Það sannar, að orð eru einmitt þær athafnir, sem andófsmenn i þeim lðndum eru saksóttir fyrir. Engu að siður höfum við þegar orðið vitni að áhrifamiklum fram- förum víða um heim, hvað varðar vernd einstaklingsins gegn geð- þóttavaldi rikisins. Það væri sama og að glata áhrifum og siðferði- legu valdi i heiminum að hafa að engu þessa þróun. Að leiða hana va>ri að endurheitnta þá siðferði- legu reisn, sem við eitt sinn höfð- um. Allar þjóðir munu njöta góðs af þessum framförum. Af frjálsri og opinberri samképpriT spretta frjó- ar breytingar — i stjórnmálum, verzlun, visindum og listum. Eft- irlit veldur einhæfni og örvænt- ingu. Hin stóru lýðræðisriki eru ekki frjáls, af þvi að þau er sterk og efnahagslega vel stæð. Ég held, að þau séu sterk og efnahagslega vel stæð, af þvi að þau eru frjáls. Efling og endurnýjun varnarkerfis I öðru lagi, við höfum hafið markvissar aðferðir til að styrkja böndin milli lýðræðisrikja okkar. Á fundi okkar fyrir skömmu i London ákváðum við að efla efna- hagslegt samstarf okkar, styrkja frjálsa verzlun, treysta gjaldeyris- kerfi heimsins, leita ráða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarn- orkuvopna, við undirbjuggum raunhæfar tillögur fyrir næstu fundi um vandamál vegna fátækt- ar í norðri og suðri, um þróunar- löndin og alþjóðleg velferðarmál og við samþykktum að gera sameiginlegt átak til að efla og endurnýja varnarkerfi okkar. Og það sem jafnvel er enn mikilvægara. Við lýstum allir yfir bjargfastri trú okkar á framtíð lýðræðisins, sem gæti stuðlað að mótun víðtækara alþjóða- samstarfs — og fundurinn í London var heillavænlegt skref i áttina að þvi marki. í þriðja lagi höfum við snúið okkur til Sovétrikjanna til að fá þau til að taka þátt í sameigin- legri viðleitni til að stöðva vig- búnaðarkapphlaupið. Það kapp- hlaup er ekki aðeins hættulegt. Það er siðferðilega hörmulegt. Við verðum að binda enda á það. Ég geri mér ljóst, að það verður ekki auðvelt að ná samkomulagi. Vandamálin eru óendanlega flók- in, og bandariskir og sovézkir hagsmunir, sjónarmið beggja aðila og kappsmál eru mismun- andi. Við þurfum bæði að sýna þolinmæði og varfærni. Takmark okkar er sanngirni á báða bóga, að koma á gagnkvæmu jafnvægi, jafngildi og öryggi. Við viljum hægja á frekari endurnýj- unum og draga stöðugt og stórlega úr vopnabúnaði. Við vilj- um víðtækt bann við kjarnorkutil- raunum, forboð við efnafræðileg- um hernaði, enga árásarmögu- leika gegn gervihnöttum og tak- markanir á herflota á Indlands- hafi. Ég vona, að við getum ásamt öllum þjóðum stigið skref i áttina til þess að útrýma algjörlega kjarnorkuvopnum úr vopnabúri dauðans. Við munum standa fast á þvi. Vfðtæk og gagnkvæm slökun og spennu Ég hef trú á slökun spennu, hvað Sovétríkuunum við kemur. Fyrir mér táknar hún þróun í átt til friðar. En sú þróun verður bæði að vera víðtæk og gagn- kvæm. Við getum ekki haft frið- sæld i einum hluta heims, en vax- andi átök i öðrum. Ahrif slökunarinnar ættu held- ur ekki að vera bundin við þessi tvö riki aðeins. Við vonum, að hinir sovézku leiðtogar muni sam- einast okkur i viðleitninni til að stöðva útbreiðslu kjarnorkuvopna og til að draga úr sölu venjulegra vopna. Við vonumst til að geta sannfært Sovétrikin um, að eitt land geti ekki þröngvað sinu þjóð- félagskerfi upp á annað, hvorki með beinni hernaðarihlutun né með þvi að beita herliði skjólstæð- ings — eins og gerðist með ihlut- un Kúbumanna i Angóla. Samvinna felur einnig í sér skuldbindingar. Við vonum. að Sovétríkin muni taka aukinn þátt i aðstoð við þróunarlöndin ásamt okkur, þvi að sameiginlegar hjálparaðgerðir munu stuðla að þvi að skapa gagnkvæmt traust. Deilur Araba og ísraels I fjórða lagi erum við að stiga markviss skref til að auka likur- nar á varanlegum friði ið Mið- austurlöndum. Með ítarlegum viðræðum við Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.