Morgunblaðið - 08.06.1977, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNl 1977.
Niðursetningu á
túrbínum í Sigöldu-
virkjun seinkað
STJÓRN Landsvirkjunar ákvað
fyrir stuttu ad fresta niðursetn-
ingu á túrbínu nr. 2 og 3 í Sig-
ölduvirkjun, þannig að túrbína
nr. 2. verður nú ekki tilbúin til
gangsetningar fyrr en í desember
n.k. en upphaflega átti niðursetn-
ingu þessarar túrbínu að vera lok-
ið snemma á þessu ári.
Halldór Jónatansson, fram-
kvæmdastjóri hjá Landsvirkjun,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að áætlun um niðursetningu
túrbínanna hefði verið endur-
skoðuð með tilliti til seinkunar á
byggingu járnblendiverksmiðj-
Mosaikmynd
stolið
UM miðjan maímánuð upp-
götvaðist stuldur á mosaikmynd
eftir Valtý Pétursson listmálara
af heimili hans við Marargötu.
Myndin er 61x33 sentimetrar að
stærð, og fylgir hér með ljósmynd
af henni. Það eru tilmæli rann-
sóknarlögreglunnar, að þeir, sem
telja sig vita um hvar myndin er
nú niðurkomin, hafi strax sam-
band við rannsóknarlögregluna í
Reykjavík.
unnar i Hvalfirði. Því yrði túr-
bína nr. 2 ekki tilbúin fyrr en í
desember n.k. og túrbina nr. 3
ekki fyrr en í desember 1978,
þannig að hún komi að fullu
gagni veturinn 1979. Væri talið að
ekki þyrfti á orku þessarar túr-
bínu að haldafyrr.
Halldór sagði, að ákvörðunin
um að seinka niðursetningu túr-
bínanna þýddi um leið frestun á
útgjöldum fyrir Landsvirkjun, og
talið væri, að við þessa umræddu
seinkun færðust 100 milljónir kr.
yfir á næsta ár.
Framhald á bls. 18
Mokafli við Eyjar,
en bátaflotinn bundinn
Yfirvinnubannið stöðvar sjósókn að mestu
„ÞAÐ IIEFUR verið ágætisafli
'hjá Eyjabátum að undanförnu
bæði f troll og á humri, en vand-
inn er sá að bátarnir geta lftið
sem ekkert róið vegna yfirvinnu-
bannsins og það má þvf segja að
nær allur bátaflotinn sé bundinn
á sama tfma og góður afli fæst
eftir fádæma lélega vertíð," sagði
Eyjólfur Martinsson hjá Isfélagi
J-flokkur
Seðlabankans:
25-30 millj.
kr. bréf óseld
SÖLU er nú að ljúka á J-flokki
happadrættisskuldabréfa Seðia-
bankans, alls 250 millj. kr., en
25—30 millj. kr. bréf eru óseld.
Dregið verður 15. júní n.k. í happ-
drættinu, en alls er dregið tiu
sinnum árlega. Vinningar hverju
sinni eru samtals 860 að fjárhæð
25 millj. kr. og þar af eru 5 vinn-
ingar á 1 millj. kr. og 5 á 500 þús.
kr.
Vestmannaeyja í samtali við
Morgunblaðið f gær.
„Það hefur borizt mikill afli
hingað að undanförnu,“ sagði Ey-
jólfur, “og hann liggur undir
skemmdum., Þess vegna varð að
hefta róðra bátanna. Þá hefur
talsvert verið hringt í okkur að
norðan og frá öðrum landshlutum
og okkur boðinn afli af togurum
frá þeim stöðum, en að sjálfsögðu
höfum við ekki getað tekið á móti
afla frá þeim á meðan okkar bátar
verða að vera bundnir. Sumir
heimabátanna hafa orðið að liggja
bundnir í landi í allt að vikutíma
áður en þeir gátu farið út í tvo
daga. Þetta er hörmungarástand
og kemur mjög illa við alla hér
eftir hina lélegu vertíð. Þannig er
þetta einnig víðast í verstöðvum
landsins þar sem fólk byggir sitt á
fiskvinnslu. Þetta kemur mun
minna niður á fólki annars staðar.
Það er algengt að bátar sem hafa
getað róið hafi komið með 25—30
tonn að landi f túr og allt upp í
57'A tonn eins og Danski Pétur
kom með einn daginn, mest mjög
væna og góða ýsu.“
LAN0SHAj?PDRÆTTI SJALFSTÆÐISFLOKKSINS
VIMNINGAR:
fjrrtfí K>. IM.MS,-
1, TH Ui»*snt«*9 ftfO rtuiiMtíum
fyrtrS » 174.12B,-
«. TOPnríWfiiirfFhgbMöw
l»rtr í it
t. rt( KH>Þtnar,r>*hutnm
K». H1J»,-
8 Tf* Lomton nugtethim
Tfttti Kt. Ul.Hm,-
1. íUim
tfrtit Kf. 1*OOOð,-
* UfVfrt*
ttrit 9 Kt. fSO fJOB.-
» «*fb>t%»t*<«tt
fftitl Kr mMHtc
10 MMMttMir Ufv«f*
fyrtrí fU 1*0060,-
♦1 Orv*f*
fyrtrj *t léo.ooo,-
»i. fO-«íf»*r Ont«»
* tyrtrí
Y«. fb>r«$*ró)r Uoafs
tpitJ « >. fse oco^
14.
fyrtr t K, »80.000,-
H*fW«fv>*t6»>»»i vfnmno* K* I Mf .IM,. j
[ýera'kr. 300 i Dregið 11. júní 1977 [W~W~W1
.. ilmhiiuiM 1 ki < < vwian * ‘
f *fm» Kf*00 W6mtt m btjMna hi 11. Jöni 1870
Landshappdrætti Sjálístæðisflokksins:
Dregið á laugardag
LANDSHAPPDRÆTTI Sjálfstæðisflokksins er nú í fullum gangi,
enda verður dregið n.k. laugardag. 11. júní. Þeir, sem enn eiga
ógerð skil á heimsendum miðum, eru hvattir til að gera það hið
fyrsta.
Meðal vinninga eru ferðir til New York, London og Parísar,
Stokkhólms og Kaupmannahafnar, auk sólarlandaferða svo sem til
Mallorka og Ibiza.
Afgreiðsla happdrættisins er I Sjálfstæðishúsinu á horni Háaleit-
isbrautar og Bolholts og er hún opin allan daginn. Skrifstofan sér
um að senda miða og sækja greiðslu, ef fólk óskar, en sfmanúmerið
er 82900.
Stjórn Pólýfónkórsins ásamt stjórnanda: Frá vinstri: Hákon Sigurgrfmsson, Sigrfður Öskarsdóttir,
Ingólfur Guðbrandsson, Friðrik Eirfksson, Guðrún Guðjónsdóttir og Guðmundur Guðbrandsson.
Styrktarhljómleikar Pólý-
fónkórsins 17. og 22. júní
r
Vantar nokkuð á að endar nái saman vegna Italíufarar
PÓLÝFÓNKÓRINN mun dag-
ana 17. og 22. júní n.k. efna til
sérstakra styrktarhljómleika f
Háskólabfói og á fundi með
fréttamönnum í gær kynntu
forráðamenn kórsins þessa tón-
leika og greindu frá hinni
fyrirhuguðu ttalfuför um
mánaðamótin júní — júlf. Guð-
mundur Guðbrandsson, gjald-
keri kórsins, sagði að leitað
hefði verið eftir fjárstyrk til
nokkurra fyrirtækja svo og til
ríkis og hefði fengizt loforð
fyrir einni milljón króna, eins
og þegar er kunnugt um og að
Reykjavíkurborg hefði ekki
gefið neikvætt svar. Þá sagði
Guðmundur að happdrætti
væri f gangi til styrktar kórn-
um, en vantaði enn nokkuð
mikið á til áð endar næðu sam-
an þar sem kostnaður við för-
ina er um 20 milljónir.
Ingólfur Guðbrandsson, stjórn-
andi Pólýfónkórsins, sagði að
von væri á fyrirgreiðslu á ítalíu
í formi auglýsingaprentunar og
annars sem óhjákvæmilega
fylgdi slíku hljómleikahaldi og
í sumum tilvikum væri einnig
greitt fyrir flutning efnisskrár
kórsins. Sagði Ingólfur að hér
væri m.a. um að ræða opinbera
fyrirgreiðslu, frá borgaryfir-
völdum, svo og ferðamálayfir-
völdum og listráðum.
Aðspurður um hvað kórinn
tæki sér fyrir hendur að lokinni
þessari för svöruðu stjórnar-
meðlimir hans að allt væri óráð-
ið og þau hugsuðu ekki lengur
en til 4. júlí er síðustu tónleik-
unum á ítalíu verður lokið, en
Ingólfur Guðbrandsson stað-
festi að hann léti af stjórn kórs-
ins eftir þessa söngför. Hér fer
á eftir frétt frá Pólýfónkórnum
um þessa styrktarhljómleika:
„Pólýfónkórinn berst enn í
bökkum með ítaliuför sína
vegna fjárskorts. Mörgum fjár-
sterkum stofnunum og fyrir-
tækjum var serit bréf í vetur
með beiðni um fjárhagsaðstoð.
Nokkrir hafa brugðizt vel við
og lagt fram allt að kr. 100
þúsund hver, en flestir látið
beiðninni ósvarað enn. Þá barst
kórnum einnar milljón króna
styrkur úr ríkissjóði, sem er vel
metin viðurkenning á starfi
kórsiris og nægir fyrir ferða-
kostnaði 7—8 manns i ítaliuför-
inni. En þátttakendur í söngför-
inni eru 180 talsins að meðtöld-
um hljóðfæraleikurum og ein-
söngvurum og kostnaður alls
um 20 milljónir. Ferðasjóður-
inn er því enn léttur og horfur
á, að kórfélagar verði að greiða
Framhald á bls. 18
Erfiðiega gengur að útvega
skólastúlkum sumarvinnu
NOKKUÐ verr hefur reynzt nú að
útvega vinnu fyrir skólafólk yfir
sumarið en um sama leyti í fyrra
samkvæmt þeim upplýsingum
sem Morgunblaðið fékk i gær hjá
Ráðingarskrifstofu Reykjavfkur-
borgar, Atvinnumiðlun stúdenta
og Atvinnumiðlun menntaskóla-
nema. Einkum á þetta þó við um
stúlkur og eru þess dæmi að
helmingi fleiri stúlkur séu á bið-
lista eftir vinnu en piltar.
Að sögn forsvarsmanna
Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur
hefur gengið þokkalega það sem
af er að útvega því skólafólki
vinnu í sumar, sem þangað hefur
leitar, en þó virðast vinnuveit-
endur á hinum almenna vinnu-
markaði tregari til að ráða skóla-
fólk nú en t.d. í fyrra og er
ótryggu ástandi á vinnumarkaði
kennt um. Hins vegar hefur
Reykjavikurborg sjálf tekið við
verulegum hluta þess skólafólks
sem fengið hefur vinnu hingað
til.
Á biðlista hjá Ráðningaskrif-
stofunni í fyrradag voru 73 skóla-
piltar eldri en 16 ára á biðlista hjá
skrifstofunni og 115 skólastúlkur
eri samsvarandi tölur á sama tíma
í fyrra voru 64 piltar og 105 stúlk-
ur. Hinn 1. júní sl. höfðu alls 168
stúlkur og 298 piltar leitað til
ráðingarskrifstofunnar eftir
sumarvinnu.
Hjá atvinnumiðlun stúdenta
fékk Morgunblaðið þær upplýs-
ingar að sæmilega hefðf gengið til
þessa að verða piltum úti um
sumarvinnu en hins vegar ýæri
það mun erfiðara hvað stúlkurnar
áhrærði. Þegar óskað væri eftur
stúlkum til starfa væri óskin jafn-
vel skilyrði i þá veru, að hún yrði
að líta sæmilega út eða að
stúlkurnar þyrftu að kunna eitt-
hvað fyrir sér í vélritun og þar
fram eftir götunum. Yfirleitt
væru engir slíkir fyrirvarar eða
skilyrði um ráðningu piltanna, og
yfirleitt væri vinna sem
stúlkurnar fengju verr launuð. Þá
kom fram að þess væru nokkur
merki að vinnuveitendur biðu
átekta vegna ótta við víðtækari
verkföll en nú eru, og eins, að
minna væri um ráðningar í bygg-
ingariðnað en oftast áður, svo að
þar virtist vera um einhvern sam-
drátt að ræða. Atvinnumiðlun
Kópavogur:
Á SUNNUDAGSKVÖLI) var
tveimur 14 og 15 ára gömlum
piltum úr Kópavogi bjargað af
kili skútu sinnar, sem hvolfdi
skammt undan Kársnesi, en þá
voru piltarnir að koma út Naut-
hólsvfk. Þegar þeim var bjarg-
að voru þeir orðnir kaldir en
leið að öðru leyti vel, og báðir
voru f björgunarvestum.
Feður beggja piltanna, sem
eiga heima við Sunnubraut,
stúdenta hefur hingað til útvegað
nálægt 70 manns sumarvinnu en
alls hafa 120—30 stúdentar leitað
til miðlunarinnar.
Svipað var uppi á teningnum
hjá Atvinnumiðlun menntaskóla-
nema. Þar eru nú um helmingi
fieiri stúlkur en piltar á biðlista
eftir sumarvinnu. Tekizt hefur
hingað tii að útvega um 70 manns
sumarvinnu en til miðlunarinnar
hafa leitað eitthvað á annað
hundrað menntaskólanemendur.
Aðallega eru það ýmis smá fyrir-
tæki, sem skyndilega vantar
starfskraft, sem leitatil miðlunar-
innar og einnig hefur byggingar-
iðnaðurinn tekið við drjúgum
hluta piltanna.
fylgdust með ferð þeirra frá
Nauthólsvík yfir f Kópavog um
kl. 20 á sunnudagskvöld en þá
var orðið kalt með norðan átt.
Rétt utan við Kársnesið hvolfdi
skútunni en piltarnir komust
strax á kjöl. Feður þeirra höfðu
samband við lögregluna, sem
hefur aðgang að gúmmíbáti
Hjálparsveitar skáta í Kópa-
vogi, en báturinn er geymdur
Framhald á bls. 18
Tveimur piltum
bjargað af kili skútu