Morgunblaðið - 08.06.1977, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNl 1977.
Warren gagnrýndi
samsærisskoðanir
EARL Warren, fyrrver-
andi forseti Hæstaréttar
Bandaríkjanna, ítrekaði í
endurminningum, sem
hann lauk skömmu fyrir
dauða sinn 1974 og eru
nýkomnar út, að hann teldi
að morð John F. Kennedys
forseta hefði ekki verið
samsæri.
Hann segir að margir
trúi á samsæriskenning-
una þar sem þeir trúi því
Earl Warren
200 fórust í
Bangladesh
Darca, 7. júní — Reuter.
Óttazt er, að um 200
manns hafi drukknaó er
ferju hvolfdi á Jamuna-
fljóti í námunda við Dacca í
dag. Yfir 300 farþegar voru
um borð í ferjunni.
Skömmu eftir slysið tókst
að bjarga um 100 manns,
en þegar síðast fréttist
höfðu aðeins 5 lík fundizt.
Bankarán
í Líbanon
Beirút, 7. júnf. Reuter.
FJÖGUR bankarán hafa
verið framin í Beirút á 10
dögum og fátt sýnir betur
það öryggisleysi sem ríkir
í Líbanon þótt borgara-
stríðinu sé lokið að sögn
bankamanna f dag.
Síðasta ránið var framið í
Banque Audi í Jounieh fyr-
ir norðan Líbanon og verð-
mæti þýfisins nam 30.000
pund sterlingspundum.
Alvarlegasta ránið var
framið í franskan banka í
Austur-Beirút. Verðmæti
þýfisins nam 80.000
sterlingspundum.
ekki, að aðeins einn
ruglaður maður hafi getað
drýgt morðið. Hann segir
að þetta fólk leiti í hverj-
um glæp að reyfara í anda
Alfred Hitchcocks eða
Perry Masons, en hugi ekki
að sögu forsetamorða í
Bandaríkjunum. Hann
telur að eina forsetamorðið
sem gæti hafa verið sam-
særi hafi verið morðið á
Abraham Lincoln, annars
hafi aðeins einn maður allt-
af verið að verki.
Warren segir líka frá
því, að Dwight D. Eisen-
hower forseti hafi eitt sinn
kvartað yfir linku sem
hann taldi að kommúnist--
um væri sýnd í Banda-
ríkjunum og neitaði að fall-
ast á þá hugmynd að dæma
ætti þá eftir sömu reglum
og aðra. „Hvað gerðir þú
við kommúnista í
Ameríku," spurði Warren
forsetann. ,,Ég dræpi svín-
in (sobs),“ sagði Ike. En
Warren sagði að
Eisenhower hefði verið í
vondu skapi og hann teldi
ekki að hann hefði lýst af-
dráttarlausri skoðun sinni.
Wareen segir ennfremur
að úrskurðir Hæstaréttar
um óréttmæti kynþátta-
aðskilnaðar um og eftir
1960 hafi verið erfiður
vegna þess að Hæstiréttur
hafi lítinn stuðning fengið
frá Hvíta húsinu.
Verja Krist
með vopnum
Christchurch, 7. júní. Reuter.
NÝ-SJÁLENZKA lög-
reglan hefur lagt hald á
150 vopn í eigu dularfulls
sértrúarflokks sem ætlaði
að nota þau til að verja
Krist gegn „villutrúar-
mönnum“.
Lögreglan segir að sér-
trúarflokkurinn haldi að
Kristur komi aftur til jarð-
ar á suðureyju Nýja-
Sjálands.
Vopnin fundust á býli
sértrúarflokksins skammt
frá smábænum Waipara,
60 km frá Christchurch.
Vopnasafnið hafði að
geyma skambyssur, riffla
og skotfæri.
ERLENT
Ecevit á kosningafundi i Izmir.
Ecevit: skáld og
ræðuskörungur
BtÍLENT ECEVIT, væntanleg-
ur forsætisráðherra Tyrklands,
er allt í senn stjórnmálamaður,
ræðuskörungur, skáld og heim-
spekingur.
Á kosningaferðalagi hans
flykktist fólk til hans til að
hlýða á leiftrandi ræður eða til
þess að grýta hann og jafnvel
til þess að ráða hann af dögum
vegna vinstrisinnaðra skoðana.
En alla ævi hefur Ecevit
skeytt engu um hótanir og leit-
að fróunar í skáldskap og heim-
speki. Ilann er einkasonur og
faðir hans var prófessor f
læknisfræði og móðir hans mál-
aði og kenndi listfræði. Hann
stundaði nám við Robert —
skólann í Istanbul og seinna við
háskólann í London og Harvard
— háskóla en hefur ekki há-
skólagráðu.
Ecevit hóf feril sinn sem
blaðamaður og hafði engan
áhuga á stjórnmálum fyrr en
hann var fenginn til að bjóða
sig fram fyrir Lýðveldisflokk-
inn 1957 þar sem hann var tal-
inn þægur og kurteis. En sjö
árum siðar var stefnu flokksins
breytt undir forystu hans þann-
ig að flokkurinn færðist til
vinstri við miðju. Og fimmtán
árum síðar, 1972 bauð hann sig
fram gegn Ismet InönU, stofn-
anda tyrkneska lýðveldisins
ásamt Kemal Atatiirk, í kosn-
ingu um formannsstöðuna í
flokknum — og sigraði.
Flokkur Ecevits vann
flestum á óvart meirihluta á
þingi í kosningum 1973 og hann
myndaði stjórn með svokölluð-
um Hjálpræðisflokki sem
stendur vörð um kenningar Is-
lams. Bylting gegn Makariosi
Kýpurforseta varð til þess að
Ecevit fyrirskipaði innrás
40.000 hermanna í Kýpur og
þeir lögðu 40 af hundraði eyj-
unnar undir sig.
Ecevit varð þjóðhetja á svip-
stundu. En nokkrum mánuðum
síðar sagði hann af sér stöðu
forsætisráðherra vegna ágrein-
ings við samstarfsflokkinn í
stjórninni. Hann ætlaði að efna
til nýrra kosninga, en svo fór að
Stileyman Demirel, leiðtogi
Réttlætisflokksins, myndaði
f jögurra flokka stjórn.
í kosningabaráttunni nú
reyndi Demirel að endurvekja
gamlar ásakanir um að Ecevit
væri kommúnisti. Ecevit svar-
aði með ásökunum um að við
völd væri „stjórn þjófa og stiga-
manna“.
Ecevit telur efnahagskerfið
„of veikburða og of fullt af mót-
setningum“. Hann vill skipu-
lagsbreytingar og fækka mönn-
um í óarðbærum greinum.
Hann vill aukin ríkisafskipti og
atvinnulýðræði, en vill að
einkaaðilar og kaupfélög starfi
hlið við hlið.
Jafnframt vill Ecevit banda-
lag verkamanna og bænda,
skrifstofumanna og eigenda
smáfyrirtækja gegn einokun og
stórfyrirtækjum. Hann vill eng-
ar stórbreytingar í utanríkis-
málum. Hann er hlynntur aðild-
inni að nato, en vill meira sjálf-
stæði í utanríkis- og varnarmál-
K j ar n orkuspr eng j a
sem hlííir byggingum
Washington, 7. júní. Reuter. AP.
Sérfræðingar Carters forseta I
kjarnorkumálum hafa beðið þing-
ið um leyfi til að framleiða
kjarnaodd sem getur tortfmt fólki
án þess að eyða byggingum.
Ef forsetinn leyfir smíðina
kynni vopninu að verða beitt i
Evrópu, því að herforingjar gætu
eytt óvinaherliði með þvf án þess
að eyða skriðdrekum, án þess að
skilja borgir eftir f rústum og án
þess að raska umhverfinu.
Eyðingarmáttur nýja vopnsins
er fólginn í kjarnorkugeislun.
Sprengingu og hita er haldið í
lágmarki þannig að vopnið valdi
ekki gereyðingu. Sprengjan send-
ir frá sér banvæna nevtrónu-
strauma sem valda tafarlausri
lömun og dauða fólks á stóru
svæði á nokkrum dögum.
Kjarnorkurannsóknastofnunin
Erda hefur beðið þingið um 5.7
milljón dollara fjárveitingu til
smíði sprengjunnar á fjárhagsári
spred - bara spred latiantisi
Sigtún 3 - sími 86255
og
á múi
því sem hefst i október. Erda hef-
ur staðið fyrir framleiðslu á
kjarnaoddum í eldflaugar af gerð-
unum Minuteman og Poseidon.
Starfsmenn Erda segja, að nev-
trónusprengjunni yrði komið fyr-
ir í Lance — eldflaugum, sem
herlið NATO í Evrópu hefur ný-
lega fengið og eru nú búnir venju-
legum sprengjum.
Landherinn hefur fengið eld-
flaugar af þessari gerð til umráða
og vill að þær verði búnar hinum
nýja kjarnaoddi. En Harold
Brown landvarnaráðherra hefur
sagt þingnefnd, að hann telji ekki
gagnlegt að Lance — eldflaugar
verði búnar kjarnaoddum.
Hermálanefnd fuhtrúadeildar-
innar hefur hins vegar gert ráð
fyrir fjárvéitingu til þess að búa
Lance — eldflaugar kjarnaoddum
á frumvarpi um framlög til land-
varna sem er til meðferðar. Cart-
er forseti hefur ekki rætt málið
opinberlega.