Morgunblaðið - 08.06.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1977.
19
— Ræða sjávar-
úvegsráðherra
Framhald af bls. 17
hainarkskvótta á árinu 1976, á sama tíma
og breskir togarar fóru ránshendi um
smáfiskamiðin, og að stöðva islenska
flotann til þess eins að auðvelda útlend-
ingum veiðarnar fannst mér ekki koma
til mála. Nú er það hinsvegar ljóst, að
þrátt fyrir það að breskir togarar eru
ekki lengur á Islandsmiðum og þrátt
fyrir hinar margvislegu aðgerðir til að
draga úr þorskveiðinni, þá verður ekki
hjá því komist að setja innan skamms
enn frekari takmarkanir á þorskveiðum.
Nýting fleiri fisktegunda
Það er ljóst, þrátt fyrir að veiðar út-
lendinga í þorskinn eru stöðvaðar að
mestu, að aukin sókn okkar samfara
uppbyggingu og endurnýjun fiskiskipa-
flotans hefur ekki leitt til aukins afla-
magns og afli á sóknareiningu hefur
minnkað ár frá ári í sumum landshlut-
um. Þessari þróun verður að snúa við og
að því stefnum við. Við verðum að auka
veiðar á fisktegundum sém ekki hafa
— Það er verið. . .
Framhald af bls. 13
hann frá Hornafirði, þannig að ekki
eykst heildarsóknin út á þessi kaup. En
ég hef líka verið að lesa um kaup á
skipum erlendis frá.
Þetta sýnir að hvað sem þeirri
staðreynd líður, að allir segi sóknina of
stífa, þá vilja menn enn bæta við og
leyfist það fyrir ráðamönnum. Þeir
virðast ekki nafa áhyggjur af sóknar-
þunganum. Svo hver er að tala um
glæpamenn á sjónum?"
— En myndi það þá duga eitt sér að
stöðva aukningu fiskiskipaflotans?
„Alls ekki. En hún væri skynsamlegt
merki þess, að raunhæf stjórnun yrði
tekin upp,“ segir Sigurður. „Og með
stækkum möskva og skyndilokunum
hefur mikið verið unnið. Þær myndu
auðvitað halda áfram.“
verið fullnýttar og hefja af krafti veiðar,
vinnslu og markaðsöflun fyrir aðrar
fisktegundir, sem lítt hafa verið veiddar
af islenskum skipum til þessa.
A s.l. ári og á þessu ári verja stjórn-
völd 400 milljónum króna í þessu skyni,
og hefur sú viðleitni þegar borið
árangur, en þá hefi ég í huga loðnuveið-
arnar s.l. haust, stór aukinn áhuga á
kolmunnaveiðum og vinnslu og veiðum á
úthafsrækju. Ef við leggjumst öll á eitt i
þessum efnum, gæti svo farið að fiski-
skipastóllinn yrði ekki talinn of stór
innan fárra ára.
Islenskur sjávarútvegur á við ýmis
vandamál að striða og þannig mun það
sjálfsagt ætið verða, en eitt er það mál,
sem veldur mér vaxandi áhyggjum og
við getum lítil áhrif haft á, en það er
vaxandi styrkjastefna nágrannaþjóða
okkar til fiskveiða og fiskiðnaðar. Sú
stefna veldur miklu um það að fiski-
menn annarra þjóða fá oft hærra verð
fyrir aflann en hér er hægt að greiða, en
þessar styrkveitingar eru margvísiegar,
niðurgreiðslur á veiðarfæri, styrkveit-
ingar til skipabygginga, til greiðslu á
geymslukostnaði fiskafurða, flutnings-
styrkir og beinar uppbætur á fiskverð.
— Hvað með kvótaskiptingu?
„Ætli hún verði bara ekki að koma,“
segir Sigurður.
— Gætuð þið sætt ykkur við að það fá
á ykkur kvóta?
„Ég held, að kvótaskipting yrði raun-
veruleg fiskvernd," segir Áki og Halldór
tekur eindregið undir það. „En ég held
að hún verði ekki framkvæmd með því
að setja í upphafi hámark, eins og til
dæmis 240 þúsund tonn og stöðva þá
allan flotann. . .“
„Þá yrðu Suðurnesjaprinsarnir búnir
að fá sfna vertíð svo þannig fyrirkomu-
lag myndi aðeins bitna á togurunum,“
segir Halldór.
„Það yrði að fara þannig í það, að
hverri útgerð yrði úthlutað kvóta sem
hún gæti svo miðlað milli sinna báta,“
segir Áki.
„Já, það yrði tóm vitleysa að fara að
Aðrar atvinnugreinar geta engu miðlað
islenskum sjávarútvegi, þvi hann er
hornsteinn efnahagslegs sjálfstæðis okk-
ar og þess vegna er eina úrræði okkar,
aukinn afli á sóknareiningu.
Spor í rétta átt
Á s.l. ári urðu miklar umræður um
kjaramál sjómanna vegna breytinga á
sjóðakerfinu svonefnda, en þær breyt-
ingar voru allar gerðar að beiðni sam-
taka sjómanna og útvegsmanna. Vegna
þessara umræðna þykir mér viðeigandi
að vitna í eftirfarandi úr skýrslu Þjóð-
hagsstofnunarinnar: „Eftir hækkun
skiptaverðmætis um nálægt 68% og
lækkun skiptaprósentu um 14.4%
hækka aflahlutir til sjpmanna milli ár-
anna 1975—1976 um 2.9 milljarða eða
46%. Ekki liggur ljóst fyrir, hver breyt-
ing hefur orðið á fjölda sjómanna og þar
með tekjum á hvern sjómann. Hins veg-
ar má geta þess til samanburðar, að
kauptaxtar verkafólks og iðnaðarmanna
hafa hækkað um 26—27% og meðal at-
vinnutekjur þeirra um 30% milli áranna
1975—1976. Ljóst virðist því, að tekjur
sjómanna hafa hækkað um 12—13% um-
fram tekjur verkafólks og iðnaðar-
manna“.
binda kvótana við einstök skip,“ segir
Sigurður. „Svo misjafnt er fiskiri
manna, að slíkt gæti aldrei blessazt."
— En hvað tæki þá við hjá ykkur,
þegar þorskkvótinn væri fylltur?
„Það mætti þá líta á karfa, ufsa og
grálúðuna til dæmis," segir Sigurður.
—En hvað með svæðaskiptingu?
„Meðan við heitum allir íslendingar
þá held ég að það komi ekki til greina að
binda fiskimið við ákveðna lands-
fjórðunga,“ segir Halldór. „Það yrði
stórt skref aftur á bak ef farið yrði að
skipta sjómönnum í Eyfirðinga og annað
fólk.“
— En að banna flotvörpuna?
„Nei. Það kemur ekki til mála," segja
þeir allir einum rómi.
„Það yrði mikið spor aftur á bak,“
segir Áki.
„Flotvarpan er nú það eina, sem komið
Þessi þróun í kjaramálum sjómanna er
ánægjuleg. Það er eðlileg og heilbrigð
stefna að þeir sem vinna langan vinnu-
dag fjarri heimilum sinum eigi að fá
betri kjör en aðrir. Þessi þróun á s.l. ári
er þvi verulegt spor í rétta átt.
Nú standa yfir samningar um kaup og
kjör flest allra starfsgreina i þjóðfélag-
inu. Ég vil í tilefni af þvi bera fram þá
ósk, að þar náist samkomulag um kaup
og kjör innan þeirra marka að ekki komi
til nýrrar verðbólguskriðu, þvi hún verð-
ur ekki launþegum eða atvinnurekstri
til heilla. Þær batahorfur sem nú eru í
okkar þjóðfélagi eigum við að stuðla að
verði framhald á fyrir þjóðarheildina og
fyrst og fremst fyrir þá, sem lægst laun-
in hafa og siðast en ekki sist fyrir þá sem
engin laun hafa önnur en bætur al-
mannatrygginga.
Ég lýk þessum orðum með þvi að óska
sjómönnum öllum velfarnaðar í störfum
um leið og ég þakka fyrir hönd stjórn-
valda framlag þeirra til þjóðfélagsins og
þá ekki siður til þeirra sjómanna sem
lokið hafa ævistarfi sinu og óska að þeir
megi njóta fagurs ævikvelds að liðnum
löngum og heilladrjúgum starfsdegi.
hefur í framfaraátt hjá okkur togara-
mönnunum," segir Halldór. „Við Is-
lendingar fundum þetta veiðarfæri upp,
týndum því i hendurnar á öðrum, en
erum nú aftur komnir upp á lagið.“
„Það er oft mikill fiskur sem fæst í
flotvörpuna," segir Sigurður. „Og það er
ekkert í henni, sem hindrar smáfiskinn í
að fara út aftur.
Hún er gott veiðarfæri og reglulega
fiskverndandi. Það er því tóm vitleysa að
vera að hjala um bann á henni.“
„Stríðið er orðið hart um hvern þorsk-
inn,“ segir Áki. „Við teljum að i fisk-
veiðum eigi allir að sitja við sama borð,
hvort sem þeir stunda togveiðar, neta-
veiðar eða aðrar veiðar.
Það er algjörlega rangt að ganga svona
rösklega fram í því að útiloka okkur en
hleypa netum inn á flest svæðin. Þetta
er óréttlæti og það erum við togara-
sjómenn, sem erum beittir óréttinum.1'
Sumarbúðir í
Skálholti í júlí
Í SUMAR er ráSgert að taka á móti
einum dvalarflokki í sumarbúðum
Þjóðkirkjunnar í Skálholti, en vegna
endurnýjunar á húsnæði sumarbúð-
anna verður ekki um fleiri dvalar-
flokka að ræða. Sumarbúðirnar, sem
eru I umsjá Æskulýðsstarfs þjóðkirkj-
unnar, verða teknar til gagngerðar
lagfæringar T þessum mánuði og að
þeim loknum, frá 1.—12. júll verður
þar einn dvalarflokkur. Er hann fyrir
börn á aldrinum 7—9 ára og
10—12 ára og verður dagskrá
— Prédijíun
dr. Sigurbjörns
Einarssonar
Framhald af bls. 17
Lærisveinarnir i bátnum
forðum vöktu Drottin. Hvers
þörfnumst vér nú? Vér þurfum
að biðja eins og þeir, hrópa eins
og þeir: Vakna þú, Drottinn.
Því það er þetta, sem brestur —
að hann vaki i oss. Vér höfum
Drottin innanborðs en látum
hann sofa, dúðum hann í glys-
voðum og híalíni og skóbótum
utan af eigin líkþornum, látum
hann sofa í samvizku og hjarta.
Vakna þú, Drottinn, bjarga þú.
Biðjum svo fyrir kirkjunni á
tslandi.
Hans sterka sigurorð stendur
í gildi. Það berst til þín i dag, á
sjómannadegi, hvort sem um
þig leikur gnýr hinna miklu
veðra, hégómans háreysti eða
þögn hins þunga harms. Sjó-
mannadagur, sem nú hefur ver-
ið haldinn i 40 ár, er þakkarhá-
tíð landsmanna. Vér þökkum
Guði fyrst. Á liðnum almennum
bænadegi höfum vér þakkað
lyktirnar í landhelgismálinu.
Jafnan megum vér muna og
þakka Drottins hlífð og varð-
veizlu. Ég minni á það, sem
skráð er eftir aldraðri sjó-
mannskonu i blaði í dag. Hún
segir, að það þurfi ekki að lýsa
þvi, hvernig sjómannskonu líð-
ur í ofviðrum og hún nefnir, að
dagarnir hafi verið langir,
þegar maður hennar var að
hagað þannig aS henni verður skipt
nokkuS milli aldurshópanna og er
t.d. gert ráð fyrir aS fariS verði með
þau eldri I útilegu út fyrir sjálft
svæði sumarbúðanna.
Æskulýðsstarf þ|óðkirkjunnar hefur
skipað sérstakan starfshóp til að annast
undirbúning og rekstur sumarbúðanna
i sumar og eru i honum m.a prestar á
Suðurlandi Siðar á sumrinu eru ráð-
gerð námskeið á vegum Æskulýðs-
starfsins. t d fermingarnámskeið, en
þau hafa verið haldin vor og haust um
nokkurra ára skeið
Innritun í ofangreindan dvalarflokk i
sumarbúðunum i Skálholti er nú hafin
og fer hún fram á skrifstofu Æslulýðs-
starfs þjóðkirkjunnar
sigla á striðsárunum. En „ég
fann styrk í Guði minum al-
máttugum", segir hún. „Við
alla erfiðleika byggði ég traust
mitt á þeim mikla styrk, sem ég
fann hjá honum". Þetta segir
hún. Blessuð sé hennar trú.
Megi hún styrkja hetjur hafs og
lands. Vér þökkum einnig þeim
á sjómannadegi, færum þeim
þakkir, sem berjast þar á sam-
eiginlegum vígstöðvum þjóðar-
innar, sem hættan hefur löng-
um verið stærst, mannraunir
mestar og dýrustu fórnirnar
færðar. Og þá gleymum vér
ekki sjómannakonunum og öðr-
um ástvinum í landi.
Það er sérstakt þakkarefni i
dag, að á liðnu ári hefur mann-
tjón verið minna á hafinu en
oftast áður, mun minna en um
margra ára bil. Veður hafa ver-
ið hagstæð og gifta fylgt skip-
unum og áhöfnum þeirra.
En skuggalaust var liðið ár
ekki. Sjö sjómenn höfum vér
misst i sjóinn. Vér blessum
minningu þeirra og biðjum Guð
að helga söknuð ástvinanna og
græða harmasárin.
Sveigur verður lagður að
varða óþekkta sjómannsins í
dag eins og endranær á sjó-
mannadegi, auðmjúkt þakkar-
og samúðarmerki. Og nú helg-
um vér horfnum bræðrum og
ástvinum þeirra hljóða bæna-
stund fyrir augliti Drottins...
Veit þeim, Drottinn, þina eilífu
hvild, lát þitt eilífa ljós lýsa
þeim.
Þeir hvili í þinum friði. . .
rafslöðvar
■■ « f 9
UTGERÐARMENN OG
VÉLSTJÓRAR VITA AF
REYNSLUNNI AÐ
CATERPILLAR
BREGST EKKI ÞEGAR
Á REYNIR
HEKLA HF.
Laugavegi 170-172, — Sími 21240
Caterpillor, Cat, og CB eru skrésett vörumerki
Sölu-, vidgerda- og
varahlutaþjónusta í sérflokki