Morgunblaðið - 08.06.1977, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.06.1977, Qupperneq 32
aik;lVsin(;asiminn er: 22480 |lít>röimbTnííií> aucílVsinkíasíminn er: 22480 JHorgiuiliTíiöiÍ! Fundur ASI og ríkisstjórnar: Jákvæðar undirtekt- ir við ýmis atriði MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977 Kjaravióræóurnar: Viðræður hafnar á grund- velli sáttanefndarinnar NEFND frá aðalsamninga- nefnd Alþýðusambands ís- lands gekk í gær klukkan 15 á fund ríkisstjórnar- innar f stjórnarráðshúsinu og átti með henni um kiukkustundarfund. Til- efni fundarins var að for- Mayday, Mayday! f’JÓRIR bátar — einn úti af Sandgerði, annar við Garð- skaga, þriðji við Akranes og hinn fjórði f Reykjavíkurhöfn — heyrðu í gær kallað „May- day, Mayday" — hið alþjóð- lega neyðarkall á hinni al- mennu viðskiptastöð skipa og báta í gær. Kallið heyrðist á hinn bóginn ekki á neyðarrás- inni. Landhelgisgæzluvélin var á þessu svæði þegar kallið barst og leitaði hún á Faxa- flóasvæðinu í hálfan annan tíma en án árangurs. Er talið nokkuð Ijóst að hér hafi verið um gabb að ræða, því að hvorki Landhelgisgæzlan né Slysavarnafélagið höfðu nein- ar upplýsingar um flugvéla- eða skipaferðir sem rekja mætti til neyðarkall af þessu tagi. Fríhöfnin í Keflavík: MORGUNBLAÐIÐ hefur fregn- að, að á næstunni muni viðskipta- ráðuneytið heimila íslenzkum ferðamönnum að nota allt að 7000 kr. til kaupa á vörum í fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli við brottför og eins við komu, eða samtals 14.000 krónur. Fram til þessa hefur hver einstakur ferða- maður aðeins mátt verzla fyrir 1500 islenzkar krónur við brottför og komu, eða samtals 3000 kr. Það, sem hefur verið fram yfir NOKKUR uggur er nú í aðilum sem vinna að móttöku erlendra ferðamanna hér á iandi með framvindu þeirra mála í sumar ef sama óvissuástand mun ríkja lengi enn í verkfallsmálum. Hef- ur þess þegar orðið vart að er- lendir ferðamenn hafi hætt við ferðir hingað til lands af þessum sökum. Að því er Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, tjáði Mbl. er þar farin að ríkja nokkur örvænting um útkomu sumarsins í móttöku erlendra ferðamanna, og getur illa farið ef samningar takast ekki fljótlega. „Verkföll koma misjafnlega niður í hinum ýmsu greinum, en mann- fólkið er þó sérstaklega viðkvæm vara í þessum efnum,“ sagði Kjartan. „Það er ekki gott að vera kominn af stað með ferðamanna- hóp eða einstaklinga, og þá stöðv- ast ferðin allt í einu þar sem bílstjórinn er kominn í verkfall ystumenn Alþýðusam- bandsins vildu fá skýrari svör við ýmsum spurning- um í skattamálum og hús- næðismálum, er sérstak- lega snerta samningagerð- ina á Loftleiðahótelinu. Samkvæmt upplýsingum Björns Jónssonar voru málin rædd á fundinum og lögðu al- þýðusambandsmenn fram spurn- ingar um skýrari svör við einstök- um atriðum, sem til umræðu hafa verið við samningaviðræðurnar. „Málin skýrðust ekki mikið og ekki fengust klár svör við öllu,“ sagði Björn Jónsson, forseti ASÍ, en hann kvað hafa verið tekið jákvætt undir ýmis atriði mál- anna og vilyrði kvað hann hafa fengizt fyrir minni atriðum. Björn Jónsson kvaðst ekki hafa fengið svör við því hvað ríkis- stjórnin hygðist fyrir í skattamál- um og hvernig hún ætlaði að verja því fé, sem vilyrði hafa fengizt fyrir í þeim málum. Þar er um að ræða fjárhæð, sem auka á kaupmátt launa um 2 til 3%, sem láta mun nærri að sé um 3 millj- arðar króna. Björn kvað ríkis- stjórnina hafa borið því við að ekki væri tímabært að gefa svör við spurningum um skattamál á meðan árangur væri ekki farinn að sjást í hinum ýmsu atriðum, t.d. vísitölumálinu. það, hefur þurft að greiða í er- lendri mynt. Viðskiptaráðuneytió mun á næstu dögum gefa út nýja reglu- gerð um notkun íslenzkra pen- inga í fríhöfninni í Keflavík. Mörg ár eru síðan fyrri reglugerð var sett, og þá var gengi ísl. krón- unnar allt annað en það er nú, auk þess að hækkanir hafa orðið á öllum hlutum, og hefur lítið verið farið eftir gildandi reglugerð í seinni tíð. eða fólk fær enga þjónustu á hóteli þar sem hótelfólkið hefur Iagt niður vinnu.“ Kjartan sagði þó, að það sem væri mesta hættan vegna þessa ótrygga ástands væri að stórar ferðaskrifstofur erlendis hættu við ferðir hingað til lands í sumar af þessum ástæðum. Helztu við- skiptaaðilar Ferðaskrifstofu ríkis- ins væru stórar ferðaskrifstofur í Þýzkalandi og Frakklandi, en í báðum þessum löndum væri starf- andi sérstakur ferðamannadóm- stóll, sem almennur ferðamaður gæti leitað til með umkvartanir sínar ef hann teldi ekki hafa verið staðið við gerða samninga. í Þýzkalandi væri t.d. genginn dómur í ótölulegum fjölda mála af þessu tagi og hefðu þau öll verið ferðamönnunum í vil. Þess vegna væru ferðaskrifstofur á þessum slóðum sérstaklega á varðbergi fyrir hvers konar óróa í viðskiptalöndunum, sem gætu FORYSTUMENN aðila vinnu- markaðarins áttu f gær fund með sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsyni, þeir Björn Jónsson og Jón II. Bergs, og að því er Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambandsins, tjáði Morgunblað- inu, náðist á þessum fundi sam- komulag miili aðila um að þeir færu að ræða málin á umræðu- grundvelli sáttanefndar með fyr- irvörum af beggja hálfu. „Ég tel, að með þessu hafi atvinnurekend- ur fallið frá sfðasta tilboði sínu, en það á eftir að koma í ljós í reynd síðar í kvöld,“ sagði Björn Jónsson. Þegar Björn sagði þetta, hafði fundi aðila verið frestað til klukk- an 21 í gærkveldi. Morgunblaðið bar þetta atriði og þennan skiln- ing Björns undir forustumenn VSÍ, en þeir vildu ekkert segja. Hins vegar sögðu tveir fulltrúar í samninganefnd Vinnuveitenda- sambandsins, að það hefði þegar í upphafi, er umræðugrundvöllur sáttanefndar kom fram, samþykkt hann sem umræðugrundvöll, þótt það hafi hafnað honum sem sátta- gefið ferðamönnunum ástæðu til umkvartana, og hættu þær nú um- svifalaust við ferðir ef einhverjar blikur þættu á lofti varðandi það. Kjartan taldi fullvíst, að af hálfu þessara ferðaskrifstofa væri fylgzt náið með framvind- ! unni í kjaramálum og ef málin væru ekki tekin að skýrast upp úr miðjum þessum mánuði væri orð- j in veruleg hætta á að þessar ferðaskrifstofur tækju að aflýsa ferðum til íslands, og væri þá að ' mestu útséð með ferðamanna- strauminn hingað til lands i sum- ar. Kvað Kjartan þetta mundu hafa hinar alvarlegustu afleiðing- ar fyrir þá aðila sem önnuðust móttöku erlendra ferðamanna hér, m.a. fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins sem ræki í sumar 11 hótel úti á landi og byggðist að veru- legu leyti á þjónustu við erlenda ferðamenn. Erling Aspelund, hótelstjóri á Framhald á bls. 18 grundvelli. Því vildu þeir halda því fram, að frá upphafi hafi það legið fyrir, að Vinnuveitendasam- bandið hefði verið boðið og búið til viðræðna um umræðugrund- völl sáttanefndar með skilyrðum, m.a. að búvöruliðurinn færi út úr vísitölunni. Þeir vildi ekki líta svo á, að VSÍ hefði fallið frá síðara tilboði sínu, aðeins hinu fyrra. Þegar Björn Jónsson var spurður að því, hvort hann væri bjart- sýnni eftir þennan fund með for- manni VSÍ og sáttasemjara, sagð- ist hann hvorki þora að vera DÓMUR var í gær kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn banda- ríska sjóliðanum Christopher Barbar Smith, öðru nafni „Korkurinn“, sem gerzt hafði sekur um stórfelldan innflutning á fíkniefnum til landsins á tíma- bilinu maf—nóvember 1975. Hlaut Smith fjögurra ára fangelsi og auk þess var honum gert að greiða 900 þúsund króna sekt. Þá skal söluhagnaður, rúmlega 2,3 milljónir króna gerður upptækur. Dóminn kvað upp Ásgeir Frið- jónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnum, og var Christopher Barbar Smith birtur dómurinn síðdegis í gær i fangelsi á Kefla- víkurflugvelli, þar sem hann er nú geymdur. Þetta er langþyngsti fíkniefnadómur, sem kveðinn hefur verið upp hérlendis. Sem fyrr segir var Smith nú dæmdur fyrir innflutning á fikni- Sjónvarpsmynd um Snorra Sturluson Húsavík — 7. júní. HÉR ER að hefjast fundur sjónvarpsstjóra norrænu sjón- varpsstöðvanna, og þeirra nán- ustu samstarfsmanna. Voru þeir að koma hingað í kvöld en fundur þeirra stendur fram til föstudags nk. Að sögn Péturs Guðfinnssonar, framkvæmda- Framhald á bls. 18 bjartsýnn né svartsýnn, reynslan yrði að skera úr um það, hvernig málin þróuðust. „Ef málin eru þó að komast á það stig, að ræðzt verður við með eðlilegum hætti, þá er það alltaf byrjunin,“ sagði Björn Jónsson. Samningafundur hófst í gær klukkan 16. Aður höfðu forystu- menn Alþýðusambandsins átt fund með ríkisstjórninni. Sátta- fundurinn stóð til klukkan um 18, er honum var frestað og ákveðið, að aðilar hittust að nýju i gær- kveldi klukkan 21. efnum á árinu 1975, samtals á um 20 kg af hassi auk annarra fikni- efna. Siðar hélt hann áfram smygli á fíkniefnum og fengu bandarísk heryfirvöld lögsögu í því máli. Dæmdi herréttur í mál- inu fyrir nokkrum vikum og hlaut Smith þar 4 ára betrunarhúsvist og var auk þess rekinn úr hernum | með skömm. Samtals hlýtur hann því 8 ára fangelsisdóm fyrir inn- , flutning fíkniefna til Islands. Dómsorðið hljóðar á þessa leið: „Ákærður Christopher Barbar 1 Smith sæti fangelsi í 4 ár. Til Framhald á bls. 18 Vélhjóla- piltur slas- ast mikið ALVARLEGT umferðarslys varð laust fyrir kl. 6 I gær á mótum Reykjavíkurvegar og Norður- brautar í Hafnarfirði. Þar rákust saman lítil fólksbifreið og piltur á vélhjóli með þeim afleiðingum að pilturinn kastaðist af hjólinu, út fyrir veginn og lenti þar ofan I gjótu og hjólið með honum. Pilturinn mun hafa verið hjálm- laus og hlaut hann alvarlega höf- uðáverka. Læknar voru enn að gera að meiðslum hans, þegar Mbl. hafði síðast fréttir. Ferðamenn fá að verzla fyrir 14 þús. ísl. krónur Öttast áhrif óvissunnar á komu erlendra ferðamanna „Korkurinn” dæmd- ur í 4 ára fangelsi — og 900 þúsund króna sekt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.