Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULl 1977 13 Umfangsmikil starfsemi Rvík- urdeildar RKÍ A AÐALFUNDI Reykjavíkur- deildar Rauða kross tslands, sem haldinn var 8. júní s.l. að Hótel Sögu, voru kosin í stjórn Ragn- heióur Guðmundsdóttir læknir, formaður, Arinbjörn Kolbeinsson læknir, Jóna Hansen kennari og Svanbjörn Frfmannsson fyrrv. hankastjóri. Fyrir I aðalstjórn voru sr. Jón Auðuns, Jónas B. Jónsson fræðslustjóri og Páll S. Pálsson hrl. I varastjórn voru kosin Katrín Ölafsdóttir Hjaltested, sr. Þórir Stephensen dómkirkjuprestur og Páll Gislason læknir. Starfsemi Reykjavíkurdeildar Rauða krossins er með nokkuð líku sniði frá ári til árs og eru þessir þættir helztir: Sjúkraflutn- ingar, starfræksla sumardvalar- heimila fyrir Reykjavikurbörn, fræðslustarfsemi, útlán hjúkrun- argagna, heimsending máltíða til aldraðra og öryrkja, rekstur smá- miðahappdrættis i fjáröflunar- skyni og starfsemi kvennadeildar Reykjavikurdeildar. Reykjavíkurdeild R.K.I. á sjúkrabilana í Reykjavík og rekur þá i samvinnu við borgaryfirvöid. Eru það fjórir bilar að viðbættum einum nýjum bíl, sem enn er ekki lokið við innréttingu á. Einn sjúkrabílanna er torfærubíll, sem ætlaður er til sjúkraflutninga við erfiðar aðstæður utan borgar og innan. Tryggingastofnun ríkisins veitti deildinni tveggja millj. kr. lán til kaupa á torfærubílnum. deildarinnar í samráði við kvennadeildina að afhenda Hjálp- artækjabankanum að gjöf öll rúm og dýnur í eigu deildarinnar, 80 að tölu, og hafa þau verið afhent jafnóðum og þau koma úr útláni. Heimsending máltíða til aldr- aðra og öryrkja hófst á öskudag- inn 1975. I upphafi voru máltið- irnar sendar til aðila búsettfa að Norðurbrún 1, Austurbrún 6 og Hátúni 10 a, en siðar bættust við íbúar að Hátúni 10 b. Máltiðirnar eru sendar út þrisvar i viku. Rekstur smámiðahappdrættis- ins hefur reynst deildinni mikil fjárhagsleg lyftistöng í starfi, þar sem tekjur deildarinnar eru af skornum skammti, og fjármunir af ágóða söfnunarkassanna mikl- um mun minni en vænst var i upphafi. Félagsgjöld og merkjasala gefa deildinni nokkrar tekjur. Seint á s.l. ári fór stjórn R.K.I. þess á leit við stjórn Reykjavíkur- deildarinnar, svo og stjórnir deilda í nágrannabyggðum Reykjavíkur, að þær gerðu viðeig- andi ráðstafanir til viðbúnaðar ef náttúruhamfarir, slys eða annan voða bæri að höndum og væru tilbúnar að rækja þau skyldustörf eða sinna þeim verkefnum, sem Rauða krossinum er ætlað að rækja samkvæmt samkomulagi við Almannavarnir rikisins. Haf- izt hefur verið handa um að koma á samvinnu við fræðsluyfirvöld borgarinnar og dómpr.f., þar sem Hjálpartækjabanki Rauða kross tslands. fltl; JVl ,■ * t; Eins og fyrr hefur stjórn Reykjavikurdeildar R.K.l. starf- rækt sumardvalarheimili fyrir Reykjavíkurbörn, mánuðina júni, júlí og ágúst. Sumarið 1975 voru sumardval- arheimilin tvö, bæði i næsta ná- grenni Reykjavíkur, þ.e. að Jaðri og Silungapolli. Nú er það von stjórnarinnar að Laugarásheimil- ið verði endurbyggt og hefur ver- ið skipuð sérstök nefnd til að leggja á ráðin um endurreisn Laugarásheimilisins. Undanfarið hefur kennsla í skyndihjálp og einstökum þáttum hennar verið aðallega fyrir hópa fólks, sem leitað hafa til deildar- innar, og beðið um slíka kennslu. I því sambandi má nefna skyndi- hjálparnámskeið fyrir starfsfólk Sláturfélags Suðurlands, nám- skeið fyrir nemendur Mennta- skólans við Tjörnina, en þar er skyndihjálp orðin valgrein. Fyrri hluta þessa árs hafa verið haldin 3—4 námskeið i blásturs- aðferðinni við lifgun úr dauðadái í húsakynnum deildarinnar að Öldugötu 4. Mörg undanfarin ár hefur deildin lánað út sjúkrarúm, og dýnur og borð til rúmliggjandi sjúklinga i heimahúsum og var deildin brautryðjandi á þessu sviði. Þegar hjálpartækjabank- inn, sem R.K.I. er aðili að, tók til starfa á s.l. hausti ákvað stjórn hverfaskipting borgarinnar, m.a. i neyðarvarnarstarfi, er byggð á skiptingu hennar i sóknir. Nú hafa verið valdir sex skólar, þar sem sjálfboðaliðar kvennadeildar- innar verða að störfum. Sendiherra myrtur í Brasilíu Brasilfu, 4. júlf. AP. Reuter. SENDIHERRA Haiti í Brasilíu var skotinn i bakið, þar sem hann var að koma út af bar i borginni Salvador i gær, og beið hann þegar bana. Tveir menn voru handteknir á staðnum og segja þeir að fyrsti sendiráðsritari i sendiráði Haiti hafi ráðið þá til verksins. Sendiráðsritarinn neit- ar þessu algerlega og segist ekki einu sinni þekkja mennina tvo. Lögreglan i Brasilíu hefur sett vörð um sendjráðsritarann, en hann nýtur diplómatiskra rétt- inda og væri ekki hægt að svipta hann þeim og sækja til saka nema með samþykki stjórnar Haiti. Rannsókn á þessu máli fer nú fram í Brasilíu. |>olid cí éliúkgi Veðrunarþol er einn veigamesti eiginleiki, sem ber að athuga þegar málað er við íslenzkar aðstæður. Þol — þakmálnlngin frá Málningu h.f. hefur ótvírætt sannað gæði sín, ef dæma má reynslu undanfarinna ára. Stöðugt eftirlit rannsóknastofu okkar með framleiðslu og góð ending auk meðmæla málarameistara hafa stuðlað að vinsældum ÞOLS. ÞOL er alkýðmálning. Einn lítri fer á um það bil 10 fermetra. ÞOL er framleitt í 10 staðallitum, sem gefa fjölmarga möguleika í blöndun. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málning'f ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl’ AUGLYSIR L'M ALLT LAND ÞEGAR ÞU AUGLYSIR I MORGUNBLAÐINU VARAH LUTIR f jeppana eru nú sífellt að berast Eigum einnig blæjur á jeppa. Laugavegl 118 - Símí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.