Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 1977 31 "-'í ' Þeir eiga góða möguleika. Mynd þessi er úr ieik Vais og ÍA á Akranesi á sunnudaginn og sýnir þá Guðmund Þorbjörnsson og Guðjón Þórðarson I baráttu um knöttinn. Bæði Akurnesingar og Valsmenn eiga góða möguleika á að komast áfram í Evrópubikarkeppninni að þessu sinni, svo og Framarar. fill íslenzku liðin eiga möguleika á að komast áfram í Evrópubikarnum t FYRSTA sinn síðan fslenzk lið hófu þátttöku f Evrópubikarkeppn- inni má telja að góðir möguleikar séu á þvf að þeim takist að komast áfram f aðra umferð. Þegar dregið var um hvaða lið eiga að leika saman í fyrstu umferð keppninnar f höfuðstöðvum UEFA f Zurich f Sviss f gær, voru öll fslenzku liðin þrjú sem taka þátt f Evrópubikar- keppninni heppin að því leyti að að þau drógust á móti liðum sem þau ættu að eiga f fullu tré við. Islandsmeistarar Vals eiga að leika við norður-frska liðið Glentoran frá Belfast f meistaraliðakeppninni, Akurnesingar sem leika f bikarhafakeppninni drógust á móti Brann frá Bergen f Noregi og Framarar sem taka þátt f UEFA—bikarkeppn- inni drógust á móti Start frá Kristiansand f Noregi. Glasgow Rangers og Yong Boy frá Sviss. Má ætla að Glasgow Rang- ers hafi betur í þeim leik og ætti því að geta orðið harður slagur í annarri umferð milli grannlið- anna. Bikarhafarnir í ár, Ham- burger SV, ættu hins vegar tæp- ast að vera í erfiðleikum með mót- herja sina i fyrstu umferð sem verða finnska liðið Lahden Reipas. — Við ættum að eiga góða möguleika á því að komast áfram að þessu sinni, sagði Ingi Björn Albertsson, fyrirliði Valsliðsins, i viðtali við Morgunblaðið í gær, — ef að likum lætur þá er þetta norður-írska lið svipað að styrk- leika og Portadown-liðið var þegar Valsmenn mættu því i Evrópubikarkeppninni um árið. Hljóðið var einnig gott í Fröm- urum og Akurnesingum, og for- ráðamenn beggja þeirra liða töldu góða möguleika á þvi að komast áfram. Brann-liðið sem varð norskur bikarmeistari i fyrra mun nú vera mjög neðarlega í norsku 1. deildar keppninni, og hefur ekki eins góðu liði á að skipa og það hafði í fyrra, en Start-liðið hefur hins vegar staðið sig betur i sumar og mun vera um miðja deild í Noregi. Ætla má að knattspyrna sú sem norsku liðin leika sé ekki óáþekk knattspyrnu islenzku félagsliðanna, þannig að möguleikar ættu vissulega að vera fyrir hendi. Væri það sannarlega saga til næsta bæjar ef þremur islenzkum liðum heppnaðist að komast áfram í Evrópubikarkeppninni, en hing- að til hefur vegur þeirra ekki verið mjög mikill í þessum mót- um. Valur á heimaleik sinn á undan, og mun hann væntanlega fara fram 14. september. Fram og IA eiga hins vegar að leika fyrst i Noregi — þennan sama dag. Seinni umferðin á svo að fara fram 28. september. En það verða fleiri Islendingar í eldlinu Evrópubikarkeppninnar að þessu sinni en leikmenn Vals, ÍA og Fram. Bæði Celtic, sem Jóhannes Eðvaldsson leikur með, og Standard Liege, sem Asgeir Sigurvinsson leikur með, eru með i keppninni. Celtic mætir i fyrstu umferð Luxemburgarliðinu Jeunesse, en það lið var eitt sinn mótherji Vals i Evrópubikar- keppninni, og komst þá Valur i aðra umferð. Ætti það að verða næsta auðvelt fyrir Búbba og Co. að komast áfram i aðra umferð. Standard Liege fær hins vegar erfiðan mótherja þar sem er tékk- neska liðið Slaiva Prag i UEFA- bikarkeppninni. En óneitanlega verður þó lið Ásgeirs að teljast sigurstranglegra i þeirri viður- eign. fAir stórleikir Fyrsta umferð Evrópubikar- keppninnar í knattspyrnu mun tæpast bjóða upp á marga stór- leiki, þar sem þeir „stóru“ dróg- ust yfirleitt gegn veikum liðum. I meistarakeppninni verður þó vafalaust harður slagur milli vest- ur-þýzka liðsins Borussia Mönchengladbachs sem komst í úrslit keppninnar í ár og ung- verska liðsins Vasas frá Búda- pest, sem er mjög gott lið. Ensku meistararnir, Liverpool, höfðu hins vegar heppnina með sér. Þegar dráttur hófst i ZUrich í gær var fyrst dregið út nafn þess liðs sem situr hjá í fyrstu umferð og kom þá upp hlutur Liverpool. Manchester United mun einnig sitja hjá í fyrstu umferð bikar- hafakeppninnar en á siðan að keppa við sigurvegarann í leik BIKARLEIKIRNIR EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA: Omonia Nicosia (Kýpur) — FC Juventus (ttalfu) Kupion Palloseura (Finnlandi) — FC Briigge (Belglu) FCCeltic (Skotlandi) —Jeunesse (Luxemburg) Red Star (Júgóslavfu) — Sligo Rovers (trlandi) FC Diii. o Bucharest (Rúmenfu) — Atietico Madrid (Spáni) Lilleström (Noregi) — Ajax Amsterdam (Hollandi) Vasas Budapest (Ungverjalandi) — Borussia Mönchengladbach (Þýskalandi) FC Basel (Sviss) — Insbruck (Austurrfki) Trabzonspor (Tyrklandi) — BK 1903 (Danmörku) DuklaPrag (Tékkóslóvakfu) — FC Nantes (Frakklandi) Levski Spartak (Búlgarfu) — Slask Wroclaw (Póilandi) Floriana FC— Panathianikos (Grikklandi) Benfica (Portúgal) —Torpedo (Sovétrfkjunum) DinamoDresden (A-Þýskalandi) — Halmstadt (Svfþjóð) Valur (tslandi) —Glentoran, Belfast (N-lrlandi) Liverpool, Englandi, situr hjá f 1. umferð. EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA: FC Porto (Portúgal) — FC Köln (V-Þýzkalandi) Lokomotive (Búlgarfu) —Anderlecht (Belgfu) HamburgerSV (V-Þýzkalandi) — Lahden Reipas (Fínnlandi) Hajduk Split (Júgóslavfu) — Dundalk (N-trlandi) Real Betis (Spáni) — AC Milan (Italfu) Coleraine (trlandi) — Lokomotive Leipzig (A-Þýzkalandi) Vorwaerts Niederkorn —Velje (Danmörku) Olympiakos Nicosia (Kýpur) — rúmensku bikarmeistararnir Brann (Noregi) — Akranes (tslandi) Besiktas (Tyrklandi) — Diogy Oeri Valetta (Möltu) — sovézku bíkarmeistararnir Cardiff (Wales) —Memphis Vfn (Austurrfki) UEFA KEPPNIN FC Barcelona (Spáni) — Steua Bukarest Ferencvaros — Marke Stanke Dimitrov Fiorentina — Schalke 04 Rapid Vfn — Inter Bratislava Servette — Athletico Bilbao Bastia — Sporting Lissabon Bohemias Dublin — Newcastle United Red Boys Diffedange — AZ 67 Alkmaar Eintracht Frarikfurt — Sliema Wanderes Boavista — Lazio Union Las Palmas — Sloboda Tuzia Fenerbahce — Aston Villa Dynamo Kive — Eintracht Braunschweig Dudee Unlted — KB Kaupmannahöfn Haka Valkeakoski — Gornik Lens — Malmö FF Bayern Miinchen — Mjöndalen Molenbeek — Aberdeen Manchester City — Widzew Lodz Frem Kaupmannahöfn — Grasshoppers PSV Eindhoven — Glenavon Odra Opole — Fc Magedburg Landskrona — Ipswich Town Start Kristiansand — Fram Ziirich — CSCA Septemberfahne Tirgu Mures — AEK Nikosia Standard Liege — Slava Prag Linzer ASK — Ujpesti Dozsa Cari Zeiss Jena — Altay Izmir Dynamo Tbilissi — AC Milan Olympiakos Pireaeus — Dinamo Zagreb Enn safnar ÍBK í sarpinn KEFLVlKINGAR bættu tveimur stigum f sarpinn f 1. deildar keppni tslandsmótsins I knatt- spyrnu f gærkvöldi er þeir sigr- uðu Akureyrarliðið Þór fyrir norðan með tveimur mörkum gegn einu. Halda Keflvfkingar sig þvf enn f námunda við toppinn í 1. deildinni, en staða Þórsliðsins verður hins vegar æ alvarlegri, en liðið hefur aðeins hlotið 6 stig í 12 leikjum sfnum. Má það nú fara að taka sig verulega á, ef fallið á ekki að verða hlutskipti þess. Leikurinn á Akureyri í gær- kýöldi bar nokkur merki þess að völlurinn var blautur og þungur og rigning var meðan á leiknum stóð. Var leikurinn oft nokkuð þófkenndur, sérstaklega þegar nálgaðist mörkin, en úti á vellin- um léku liðin stundum allvel sam- an og reyndu að byggja upp. Keflvikingar urðu fyrri til að skora. A 7. minútu áttu Þórsarar misheppnaða sendingu á eigin vallarhelmingi. Ölafur Júlíusson náði knettinum og lék með hann upp að endamörkum, þar sem hann gaf fallega fyrir. Ómar Ingvarsson kom þar aðvifandi á fullri ferð og tókst að renna knettinum i netið. Þór jafnaði siðan á 19. minútu. Arni Gunnarsson átti þá fyrirgjöf frá vinstri og var mikill darraðar- dans inni i markteig Keflvíkinga. Lauk þófinu þannig að Aðal- steinn Sigurgeirsson náði knettin- ÞOR-IBK 1:2 Texti: Sigurbjörn Gunnarsson um og tókst að senda hann í mark Keflvíkinga. Við jafnteflið sat fram i seinni hálfleik, en þá tókst Keflvíking- um að skora öðru sinni. Voru Þórsarar þá að gaufast með knött- inn við vitateigslínu en misstu af honum til Ölafs Júlíussonar sem skyndilega var í góðu færi og skoraði með skoti i stöngina og inn. Fá verulega opin færi voru í leiknum. Helzt var það er Sigþór Ómarsson komst inn í sendingu til markvarðar Keflvikinga skömmu áður en Keflvíkingar skoruðu sitt annað mark, en Þorsteinn varði skot hans meistaralega. Það sem háir Þórsliðinu greini- lega um þessar mundir er hversu litla áherzlu liðið virðist leggja á sóknarleikinn, og hve einhæfur hann er. Allt gengur upp miðj- Framhald á bls. 18 LIO ÞÓRS: Ragnar Þorvaldsson 2, Oddur Óskarsson 2. ASalsteinn Sigurgeirsson 2. Pétur Sigurðsson 2, Gunnar AustljörS 2. Sævar Jónatansson 1, Sigurður Lárusson 3, Sigþór Ómarsson 2, Helgi Örlygsson 1. Nói Björnsson 1, Ámi Gunnarsson 2, Guðmundur Skarphéðinsson (varam) 1. LIÐ ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 3, Einar Ólafsson 1. Óskar Færseth 4, GIsli Grétarson 2, Gfsli Torfason 3, SigurBur Björgvinsson 2, Hilmar Hjálmarson 1, Ólafur Júllusson 1, ÞórBur Karlsson 1, Ómar Ingvars- son 2, GuSjón Þórhallsson 1, Marinó Einarsson (vm) 1, Kári Gunn- laugsson (vm) 1. DÓMARI: Magnús V. Pétursson 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.