Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULl 1977 25 fclk í fréttum + Á myndinni til hægri eru tveir amerfskir lögreglumenn að reyna að finna skýringu á furðulegu ráni sem framið var í kirkjugarði í Illinois. Grafarræningjar hafa opnað gröf hins heimsfræga kvikmynda- leikara og milljónamærings Michael Todd og haft á burt með sér kerið með ösku hins látna leikara. Michael Todd fórst f flugslysi árið 1958. Hann var kvæntur leikkonunni Elisabeth Taylor og var þriðji eiginmaður hennar. Þau eignuðust eina dóttur, Lisu. Michael Todd var sérstaklega frægur fyrir leik sinn I myndinni „Umhverfis jörðina á 80 dögum“ en fyrir hana fékk hann Oscars-verðlaunin. A myndinni til vinstri sjást þau hjónin með Lisu dóttur sína nýfædda. Há- karla- veiðar + Óvenju mikið er um hákarla um þessar mund- ir undan ströndum Texas í Mexíkóflóa, og synda þeir þúsundum saman meðfram ströndinni ná- lægt landi. Nýlega veiddu menn átta há- karla við olíuborunarpall — nálægt Padre — eyju úti fyrir strönd Mexíkó. Hákarlarnir reyndust vera frá 7 til 15 feta lang- Ólafur Eyjólfur Guð- mundsson—Minning F. 27.janúar 1884 D. 27.júnf 1977 Sá sæmdarmðaur, sem í dag er kvaddur i síðasta sinn, var með elztu mönnum, því að hann var orðinn 93ja ára. Hann fæddist 27. janúar 1884 i Flatey á Breiðafirði. Foreldrar hans hétu Guðmundur Guðmundsson og Sigriður Bjarna- dóttir. Þegar hann var fjögurra ára fluttist fjölskyldan að Rifi á Snæfellsnesi og síðan brátt til Ólafsvíkur. Hann átti þrjár systur og einn hálfbróður. Faðir hans var sjómaður, einnig vefari góður — og smávegis búskap höfðu þau lika eins og titt var í sjávarþorp- um. Það var þvi margt að starfa á æskuheimili Ólafs og hefur hann því frá upphafi notið einnar sinn- ar beztu dyggðar, en það var iðju- semin. Við sáum þann mann aldrei iðjulausan ,þótt hann yrði svona gamall og væri lengi sjón- dapur og alveg blindúr siðustu árin. Þegar hann var 19 ára, árið 1903, dó mamma hans. Hleypti hann þá heimdraganum og gerð- ist sveitamaður, för i vinnu- mennsku út á Skógarströnd, fyrst i 8 ár að Litla-Langadal, svo 5 ár að Keisbakka, og síðan eftir eitt ár að Ytra-Leiti fór hann að Skóg- arnesi 1918. Rétt um eða eftir 1920 kom hann hingað suður til Reykjavik- ur og bjó hér í rúmlega hálfa öld. Á þeim langa tima hér í höfuð- staðnum, vann hann aðallega tveimur húsbændum sem nú eru báðir látnir, en það voru þeir Garðar Gíslason og Egill Vilhjálmsson. Þetta sýnir glögg- lega hversu góður starfsmaður og traustur hann var, en hjá báðum gegndi hann trúnaðarstörfum. Garðar flutti út mikið af ull og gærum. Kom þessi varningur á bílum víðs vegar að úr sveitunum. Komu bilarnir á hvaða tíma sólar- hrings sem var. Þurfti þá að taka á móti gærunum og vigta þær inn strax. Þetta annaðist Ölafur í mörg ár. Áður var hann vörubíl- stjóri hjá Garðari. Hann var þvi i hópi þeirra ökumanna hérlendis sem skiptu um farartæki frá hest- vögnum í bifreiðir. Þegar hann tók að reskjast fór hann til Egils Vilhjálmssonar og vann ýmis störf við fyrirtæki hans, en þó aðallega húsvarðar- starfið, sem hann gegndi eins lengi og sjónin leyfði. Allan þenn- an tima bjó hann myndarlega þótt hann kvæntist ekki. Hafði hann stundum bæði stofu og svefnher- bergi og alltaf eldhús þótt einbúi væri. Löngum átti hann sér sum- arhús og hafði þar garða sem hann ræktaði i matjurtir. Var það hans annað lif á sumrin að dunda við smíðar og bogra i görðum sin- um. Þótt hann væri fæddur og upp aiinn við sjávarsíðuna, virtist sveitamaðurinn vera sterkari i honum, þvi að ekki veit ég til að hann fengi sér bát. En fólksbif- reið eignaðist hann á árunum i kring um 1930. Sýnir það vel ráð- deildarsemi hans, en hann var reglumaður mikill og fésýslumað- ur góður. Hins vegar sankaði hann ekki að sér fé. Til þess var hann allt of mannlegur í sér. Hann lét aðra njóta með sér ávaxta ráðdeildarsemi sinnar og búhygginda. Einkum fengum við mörg af nánustu skyldmennum hans að njóta góðmennsku hans á ýmsa lund. Móðir mín var sú eina af systkinum hans sem búsett var hér i Reykjavík. Var mjög kært með þeim systkinum og var hann i rauninni eins og einn af heimil- isfólkinu, en eins og áður sagði, var þó alitaf sjálfstæður og vildi hafa sitt hjá sér. Hann missti sjónina þannig, að hún fjaraði smám saman út, og fengu endur- teknir uppskurðir ekki við ráðið. Hann kunni vel að meta þá góðu aðstöðu og aðhlynningu sem hann naut á Elliheimilinu Grund, sem gerði honum kleyft að vera á þann hátt sjálfstæður, að hann gat lengst af verið á ferli, farið út undir bert loft á hverjum degi og verið hjá frændfólkinu á tyllidög- um eins og í gamla daga. Hann var mjög ern, hélt andlegri heilsu sinni til hinztu stundar, og lik- amsþreki furðu lengi. Eitt af því sem mér fannst best I fari Ólafs frænda mins var hvað hann hafði eðlilega og jákvæða afstöðu til lífsins. Þetta gerði það að verkum að það var alltaf gott að hitta hann, hann hafði jákvæð og hressandi áhrif á mann. Þetta kom skýrt fram með aldrinum þegar hann var orðinn blindur og stundum lasinn og mikið einn. Hann var samt jafnan æðrulaus og hress í bragði þegar maður kom til hans, þunglyndur var hann aldrei. Þarna hefur mikið haft að segja athafnasemi hans, og eins það, að hann hafði jafnan ánægju af góðu skrifuðu orði, og góðri tónlist. Ég veit að ég mæli fyrir munn alls frændfólks hans og margra annarra, þegar ég segi að það sé dýrmæt náðargjöf, að manni hlotnast slikur samferðamaður og náinn vinur á lifsleiðinni, eins og Óli frændi var. Blessuð sé minn- ing hans. Ingi B. Gröndal. — Minning Jón Framhald af bls. 22 um sina gömlu samspilara, ekki síður úr öðrum félögum, og talaði oft um þá, sem sköruðu framúr á vellinum og honum þótti hafa ver- ið góðir leikmenn. Margoft gaf hann ungum holl ráð, enda gat hann gert það, þvi við sem mun- um Jón i leik á vellinum erum sammála um, að þar hafi verið einn af okkar l>eztu knattspyrnu- mönnum — og ekki aðeins á þeim tíma. Við starfsmenn íþróttavallanna, sem kveðjum vin okkar i dag, höfum fyrir margt að þakka eftir öll þessi ár, sem við höfum verið saman. Það þakklæti er ekki sett á blað — það gerum við í hug okkar. Guðrúnu konu hans, sem staðið hefur með honum í svo mörg ár í bliðu og stríðu, sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur og þökkum henni vináttu liðinna ára. Börnum þeirra, tengdabörnum, svo og öðrum skyldmennum sendum við samúð- arkveðjur. Baldur Jónsson. Birting afmælis- og minning- argreina ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.