Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULÍ 1977 5 „World open,, í skák: Jón varð í 19.— 30.sæti JON L. Árnason hafnaði I 19.—30. sæti af 365 keppendum á World Open skákmótinu f Philadelphia í Bandarfkjunum, en mótinu lauk f fyrrinótt. Jón laut 6'A vinning af 9 mögulegum, íbúasamtök Vesturbæjar ÍBUASAMTÖK Vesturbæjar gangast fyrir almennum félags- fundi að Hallveigarstöðum f kvöld kl. 9. Á dagskrá verða meðal ann- ars skipulagsmál í Hafnarstræti, græna byltingin í Grjótaþorpi og stofnun vinnuhópa. Ibúasamtök Vesturbæjar, segir i fréttatilkynningu frá þeim, eru opin öllum sem stuðla vilja að stefnumiðum þeirra. Þjófur úrskurð- aður í 60 daga gæzluvarðhald LIÐLEGA tvítugur piltur var úr- skurðaður í allt að 60 daga gæzlu- varðhald fyrir helgi, grunaður um fjölmörg innbrot i mannlausar ibúðir og fleiri þjófnaði. Mál hans er til rannsóknar hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins og er málið á frumstigi. en sigurvegararnir, Henley og Sedorovich, báðir Iftt þekktir skákmenn, hlutu 8 vinninga hvor. í tveimur siðustu umferðum fékk Jón l'A vinning. Hann sigr- aði Bandarikjamann að nafni Begley og gerði jafntefli við einn efnilegasta skákmann Bandarikj- anna, Regan að nafni. Jón sagði i samtali við Mbl. i gær, að þetta hefði verið mjög erfitt mót, tvær skákir á dag og engin hvíld. Einn- ig hefðu þátttakendur verið alltof margir og hefðu þvi sumir siglt i gegnum mótið án þess nokkurn tíma að lenda gegn sterkum and- stæðingi. Aðeins þrir stórmeist- arar tóku þátt I mótinu, Laine, Bandarikjunum, Shamkovic, Israel, og Bisguier, Bandarikj- unum. Helgi Ölafsson keppti á þessu sama móti i fyrra og hreppti þá lika 6'A vinning. Bifreið stolið BIFREIÐINNI R-42170 var stolið aðfararnótt 1. júlí s.l. þar sem hún stóð við Skúlagötu. Bifreiðin er af Ford Cortinagerð, árgerð 1970 gulbrún með svörtum vinil-toppi. Þeir, sem geta veitt upplýsingar um það hvar bifreiðin er nú nið- urkomin, eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna i Reykjavík. Elliðaárnar: 10% veiddra laxa 2ja ára fiskur úr Kollafirði MJÖG athyglisverðar heimtur hafa í sumar orðið á laxaseiðum úr Kollafjarðarstöðinni, sem sleppt var úr sleppitjörn við Ell- iðaárnar vorið 1975. Af 140 löx- um, sem veiðzt höfðu i ánum 3. júli s.l., voru 15 laxar merktir örmerkjum úr Kollafjarðarstöð- inni, sem þannig höfðu verið 2. ár í sjó og voru að meðaltali 1 l'A pund að þyngd. Hins vegar virö- ast örfá Elliðaárseiða dveljast 2 ár í sjó, en um 25% merktra niður- gönguseiða úr ánum 1975 skiluðu sér sem smálax á s.l. sumri. Eini Elliðaárlaxinn, sem hefur skilað sér i ár frá merkingu 1975, var 5 punda lax 61 cm á lengd, en hann hafði hrygnt í ánum i fyrra, greinilega sem örlítill fiskur, og var nú að koma i annað sinn. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Árna Isakssyni, fiskifræðingi hjá Veiðimálastofnun. Rannsóknarlögregl- unni skipt RANNSÖKNARLÖGREGLU ríkisins hefur nú verið skipt i deildir og mun hver þeirra sjá um tiltekna málaflokka. Þannig mun t.d. ákveðin deild sjá um allar rannsóknir alvarlegustu mála svo sem morð- og manndrápsmála. Yfirstjórn deildanna hafa lög- lærðir fulltrúar við Rannsóknar- lögregluna. Að sögn Hallvarðs í deildir Einvarðssonar rannsóknarlög- reglustjóra er verið að fikra sig áfram með hentugasta skipulag og sagði hann að einhverjar breytingar kynnu að verða gerðar á fyrirkomulaginu ef reynslan leiddi í ljós einhverja vankanta. Ennfremur yrðu starfsmenn fluttir milli deilda ef þurfa þætti. Flugleiðir með vikulegt flug til Gautaborgar FLUGLEIÐIR hafa 'akveðið að hefja vikulegt flug til Gautaborg- ar með tilkomu vetraráætlunar, að því er segir í Flugfréttum, starfsmannablaði Flugleiða. Flog- ið verður til Gautaborgar um Kaupmannahöfn með brottför frá Keflavík kl. 08.30 að morgni laugardags og flugi heim beint sama dag. Ákveðið er :ð nota Boeing 727 til þessara ferða. Þess má geta að Loftleiðir flugu til Gautaborgar um tíma, en þær ferðir lögðust niður fyrir nokkrum árum. Edda að lesta ( Reykjavfk I gær, en Mávurinn er alveg eins. Ljósmynd Mb.. Kristinn. Tvö ný skipafélög: Kæliskipin Mávurinn og Edda FLUTNINGASKIPIÐ Edda er nú að lesta saltfisk I Rcykjavfk, sem Edda er f eigu nýs skipafélags, Skipafélagsins Isafoldar h.f. f Reykjavfk, en það er f eigu 6 manna. Edda er 12 ára gamalt skip, 1700 tonna kæliskip, keypt frá Spáni. Systurskip Eddu, Mávur- inn, er einnig í eigu nýs íslenzks skipafélags, Pólarskips h.f. á Hvammstanga, en það er i eigu 11 manna frá Hvammstanga, Akur- eyri, Siglufirði og Reykjavík. Skipamiðlun Gunnars Guðjóns- sonar sér um rekstur skipanna. Hvort skip kostaði 180 millj. kr. Mávurinn er um þessar mundir að losa saltfisk fyrir Norðmenn i Angola, en er síðan væntanlegur til íslands í fyrsta sinn um n.k. mánaðarmót. Bæði skipin hafa fram til þessa verið i ávaxtaflutn- ingum erlendis siðan islenzkir að- ilar keyptu þau. Sáttafimdir YFIRMENN og undirmenn á fiskskipaflotanum sátu í gær á sáttafundi með útgerðarmönnum, en þeir vinna saman að samning- um nú. Hins vegar eru yfirmenn og undirmenn ekki sameiginlega í viðræðum við fulltrúa farskip- anna og eru yfirmenn boðaðir á fnnH hiá sáttasemjara f dag klukkan 10 og undirmenn klukk- an 14. Blaðamenn áttu fund með blaðaútgefendum i gærmorgun, en þetta var fyrsti fundur deilu- aðila eftir 10 vikna hlé á sarfin- ingaviðræðum. Fundurinn stóð i tvær klukkustundir og hefur nýr fundur verið boðaður á morgun, fimmtudag, klukkan 10 árdegis. Samninganefnd þeirra 13 verkalýðsfélaga, sem semur fyrir starfsfólk ríkisverksmiðjanna og Kisiliðjunnar við Mývath, hefur ekki verið boðuð á fund með við- semjendum sinum frá þvi 29. júní. Hefur enn ekki verið ákveð- ið hvenær deiluaðilar híttist. Hið sama er að segja um múrara, pipulagningamenn og veggfóðr- ara. Siðasti samningafundur með þeim var haldinn 27. júni. Austurstræti 10 simi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.