Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULÍ 1977 23 Hin nýja björgunarstöð á Höfn á Hornafirði. Aðalfundur Slysavarnarfélags íslands: Björgunarsveitum fé- lagsins fjölgaði um 9 á sl. ári — eru nú 88 Aðalfundur Slysavarnafélags tslands var haldinn í Nesjaskóla i Hornafirði, dagana 25. og 26. júní s.l. Fyrir fundarsetningu var hlýtt á guðþjónustu f Bjarnarnes- krikju, þar sem sr. Fjalar Sigur- jónsson á Kálfafellsstað predik- aði. Forseti félagsins, Gunnar Friðriksson, flutti skýrslu stjórn- ar um starf liðins starfsárs. Þar kom frani að björgunarsveitum félagsins hefur á s.l. ári fjölgað um 9 og eru nú orðnar 88. Jafn- framt hefur tækjabúnaður björg- unarsveita félagsins mjög verið aukinn og bættur. Þá hefur verið unnið að skiptingu landsins í björgunarumdæmi, en það mál hefur verið alllengi í undirbún- ingi hjá félaginu. Hafa þegar ver- ið stofnuð nokkur umdæmissam- tök björgunarsveita og umdæmis- stjórar í þeim kjörnir. Þá kom einnig fram í skýrslu forseta félagsins að tryggingar björgunarsveitarmanna félagsins hafa verið endurskoðaðar og eru nú tryggðir allir þeir, sem skráðir eru meðlimir björgunarsveita SVFl, og aðrir, sem skráðir eru og taka þátt i björgunarstörfum og æfingum á vegum þess. Nær tryggingin til slysa, sem hinir tryggðu kunna að verða fyrir við æfingar- og björgunarstörf i þágu björgunarsveita sinna og SVFl. Þá var sérstaklega gerð grein fyrir starfi Tilkynningarskyldu íslenzkra skipa, sem SVFÍ hefur annast frá því í maí 1968. Nú hafa þau tímamót orðið að lög hafa verið sett af Alþingi um þetta starf og hefur Slysavarnarfélag- inu verið falin framkvæmd þess. Var þessum áfanga fagnað á fund- inum. A fundinum fluttu og skýrslur um störf sín á liðnu ári Hannes Þ. Hafstein, framkvæmdarstjóri fél- agsins og Óskar Þór Karlsson, er- indreki þess. Þá voru flutt fram- söguerindi um ýmis slysavarna- og björgunarmál, m.a. um um- ferðarslysavarnir og sjóslysavarn- ir. Fjölmargar ályktanir voru gerðar um slysavarna- og björgun- armál. A fundinum var lýst kjöri tveggja heiðursfélaga SVFI, þeirra Þórðar Jónssonar, hrepp- stjóra frá Látrum, og Bergs Arín- björnssonar, fyrrv. bifreiðaeftir- litsmanns á Akranesi. Þórður sat i 22 ár í aðalstjórn SVFI auk þess, sem hann hefur lengi verið for- maður slysav. deildarinnar Bræðrabandsins í Rauðasands- hreppi og undir hans forystu bjargaði sveitin áhöfn togarans Dhloon undir Látrabjargi, i des- ember 1947, svo sem frægt varð. Bergur Arnbjörnsson var i aðal- stjórn SVFI á annan áratug og var auk þess formaður og drif- fjöður í starfi slysavarnadeildar karla á Akranesi um langa hríð. I lok aðalfundarins fór fram afhending á nýrri björgunarstöð, sem slysavarnadeildirnar í Höfn á Hornafirði hafa reist i samein- ingu, til að hýsa útbúnað björgun- arsveitarinnar þar og jafnframt til að vera félagsheimili deild- anna. Ætlunin er að stækka björgunarstöðina enn, til að unnt verði að koma þar fyrir öllum tækjum björgunarsveitarinnar. Fyrir hönd deildanna afhenti Ingibjörg Guðmundsdóttir, for- maður slysavarnadeildarinnar á Höfn, húsið, en Gunnar Friðriks- son veitti þvi viðtöku fyrir hönd félagsins. Fulltrúar og gestir á fundinum voru um 80 talsins. — Málefni vangefinna Framhald af bls. 19 nú orðið i leiguíbúðum, her- bergjum á eigin vegum og i litlum hópum í sambýli. Hvað starfsmöguleika snertir, hefur einkum tvennt orðið fötluðum til framdráttar, góðir möguleik- ar á vinnumarkaðinum á 7. ára- tugnum, þar sem fötluðu fólki gafst kostur á að sýna vinnu- getu sína, — en sem þvi miður hafa minnkað — og verndaðir vinnustaðir, sem komið hcfur verið á fót á undanförnum á.'- um. Þannig geta vangefnir moð stuðningi og örorkubótum, eins og aðrir líkamlega veikir, séð um sig með leiðbeiningum og stuðningi. — Afleiðingar þessara nýju viðhorfa hafa orðið afdrifarík- ar fyrir stóru stofnanirnar, sem tíðkast hafa í yflrgnæfandi meiri hluta i flesti.m iöndum, sagði Bank-Mikke sen undir lokin. Eiginlegar stofnanir verða væntanlega ekki nema fyrir fatlaða, sem þarfnast slíkrar sérmeðferðar að einung- is sé hægt að veita hana á slík- um stöðum. Við vitum að til eru fatlaðir, sem verða að búa á stofnunum, en við vitum ekki enn hve margir þeir eru eða réttara sagt — hversu fáir! Er Bank-Mikkelsen var að þvf spurður hve langt þessar hug- myndir um að fella vangefna inn i þjóðfélagið áþennan hátt, sem hér er lýst, væru komnar í Danmörku, sagði hann að nú væru þessar hugmyndir orðnar viðteknar þar og hefði orðið ör þróun i þá átt á undanförnum 15 árum. Mest hefði verið að gert á félagslega sviðinu. — En okkur skortir enn ýmislegt til að ná þessu marki, bætti hann við. Ennþá eru til gamlar stórar stofnanir reknar eftir fyrri húgmyndum. Danmörk er eng- in útópía hvað þetta snertir. Loks má geta þess hér, að norrænu samtökin um málefni andlega þroskaheftra standa fjórða hvert ár fyrir stórum ráðstefnum um þessi mál og er ákveðið að sú næsta verði á íslandi i ágústmánuði 1979. — E.Pá. Iðnkynning á Selfossi - Iðnkynning á Selfossi Þetta hús er I eigu Guðmundar Sigurðssonar, og sagði hann aðauk marga iita I fúavarnarefnum vœri hægt að mála húsin og taldi hann þessi timburhús ekki þurfa meira viðhald en steinhús. JkI Framleiða 4U einingahús á ári TRÉSMIÐJA Sigurðar Guðmundssonar er ein af mörgum trésmiðjum á Selfossi og hófst rekstur hennar 1959. Sigurður Guðmunds- son er eigandi hennar ásamt Guðmundi syni hans og sjá þeir um rekstur hennar. Þeir feðgar urðu fyrir svör- um er blm. leiðaði upp- lýsinga um helztu verkefni trésmiðjunn- ar: — Það er nokkuð misjafnt. segja þeir feðgar, eftir þvi hversu stór þau eru og hvað við gerum mikið Segja má að það taki um það bil viku að framleiða einingarnar, og síðan tek- ur álika langan tima að setja þær uppá byggingarstað Framleiddar eru einkum þrjár gerðir húsa og sagði Guðmundurað þau kostuðu tilbúin með gleri. úti- hurðum og fullfrágengnu þaki upp- sett á Selfossi, sem hér segir 104 fm hús 2.1 m kr , 1 25 fm 2,5 m kr.. og 136 fm hús rúmar 2,7 m kr. og er þá ekki reiknað með vinnu við sökkul og grunn, en húsin eru fest á steyptan sökkul. Við þennan kostnað bætist raf- lögn, hitalögn. hreinlætistæki, inn- réttingar og innihurðir Með því er kostnaður áætlaður þannig 104 fm — 5.1 m kr., 125 fm — 6.1 Við höfum verið með fram- leiðslu einingahúsa nú í nokkur ár og hófst hún árið 1968 Á þessum árum höfum við smíðað 1 30 hús og eru þau víða um land, allt frá Lóma- gnúpi og vestur á Barðaströnd Nú er unnt að framleiða um 40 hús á ári, en það sem helzt háir því að auka þessa framleiðslu okkar er að geta ekki framleitt á lager Því veldur bæði rúmleysi og hitt, að fjármagn er tæpast fyrir hendi hjá okkur til að framleiða mikið af svo dýrum stykkj- um að við getum dregið það að selja þau — Hinn langi vetur setur einnig strik í reikninginn, við verðum að draga mjög úr framleiðslunni að vetrarlagi, því þá er tæpast unnt að setja þau upp. en við tökum að okkur að sjá alveg um það líka Annars hefur verið mjög gott tíðar- far í vetur, svo það hefur ekki haml- að starfseminni að ráði Hvað eru þessi hús lengi í smíð- um? Starfsmenn Trésmiðju Sigurðar Guðmundssonar að undirbúa sýnishorn af einingahúshluta, sem var sýndurá iðnsýningunni á Selfossi. Ljósm. Kristinn Guðmundur Sigurðsson, t v., og Sigurður Guðmundsson. og 136 fm rúmar 6.5 m kr og er ekki heldur tekinn með hér kostnað ur við grunninn og eins og fyrr segir er miðað við uppsetningu á Selfossi. en þeir sögðu að kostnaður við mannhald bættist við ef þeir sæju um uppsetningu annars staðar á landinu, auk flutningskostnaðar Þessar tölur eru frá áætlun í april — maí sl Um viðhald og endingu timbur- húsanna sögðu þeir Guðmundur og Sigurður, að hún væri svipuð og með steinhús, fúavarnarefni væru orðin það góð að timburhúsin þyrftu maumast meira viðhald en steinhús- Tvö atriði töldu þeir að væru til óhagræðis varðandi sölu á þannig einingahúsum, en þau eru lána- og söluskattsmál: — Lánamálunum er þannig hátt að. t d húsnæðismálastjórnarlán- um. að þeim er úthlutað á löngum tíma, mun lengri tíma en tekur að reisa þessi einingahús hjá okkur. þannig að fólk getur oft ekki nýtt sér þennan byggingarhraða. sem einingahúsin bjóða upp á Fólk verð ur að byrja á grunninum og steypa plötu og síðan verða sér úti um fjármagn fyrir húshlutunum sjálfum þvi við getun ekki lánað svo mikií og þá eru allar innréttingar og lagnii eftir Svo erum við einnig óánæg með að þurfa að greiða söluskatt a þeirri vinnu. se við innum af hend við húsin hér á verkstæðinu. þv söluskattur er ekki greiddur af vinm sem fer fram á byggingarstað Er það er verið að kanna þessi mál. vi< höfum með okkur félag, Félac einingahúsaframleiðenda, og þess mál eru i athugun hjá okkur Að lokum skal það upplýst að hjj Trésmiðju Sigurðar Guðmundsson ar starfa um 20 manns og einingahúsaframleiðslunnar fer fran alenn trésmíði og verktakavinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.