Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6, JULI 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Skólauppsögn Tón- listarskóla Akureyrar „I öllum löndum hins „mennt- aða“ heims munu vera svokallaðir „náttúrulæknar". (Getur ekki einhver orðhagur maður fundið betra nafn?) I Danmörku eru til dæmis 500 slíkir starfandi opin- berlega, en til þeirra leitar fólk yfirleitt ekki fyrr en eftir að það hefur verið hjá hinum „mennt- uðu“ læknum án þess að fá bót meina sinna. Og þeir, sem þekktu Erling grasalækni vita að svo var einnig um hann. Við hann var oft tengd síðasta vonin". Að lokum lætur M. Skaftfells f ljós vonir um nánara samstarf grasalækna og annarra lækna, um Ieið og hann skorar á fleiri að greina frá reynslu sinni i sambandi við hin- ar svonefndu „náttúrulækningar 0 Sjónvarpsefni Élla Kristfn f Kópavogi skrifar og spyr, hvers vegna sjón- varpið sé farið að sýna svo leiðin- legar kvikmyndir og myndir með Þessir hringdu . . . • Köttur á braut — fuglar f laut Kona í Vesturbænum hringdi og sagði: „I nokkur ár hef ég verið ná- granni kattargreys, sem mér hef- ur ekki verið sérstaklega í nöp við. Þetta var allra mesta mein- leysislæða, að þvf er virtist, en nú hefur annað komið á daginn. Sú bröndótta hefur safnazt til feðra sinna og hefur nágrennið tekið algjörum stakkaskiptum eftir það. Ferlegir fresskettir, sem hér voru daglegir gestir, hafa ekki sézt sfðan, og þeirra sakna ég ekki. En góðir gestir eru komnir í staðinn. Yndislegir litlir fuglar flögra hér um í hópum, tistandi og syngjandi. Máríátla, sem ég hef ekki séð bregða fyrir árum SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A skákþingi Mexikó í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Sisniega, sem hafði hvitt og átti leik, og Acevedo. ~w M lÉ’ ■i *« AW i. A A i Sil ::aS s s* á m&B && a b c d e < 9 h 25. Bxg7! — Hxg7 (Eða 25. ... Dxg7 26. Dh4) 26. Dxe6+ — Kh8 27. Dxd7!! og svartur gafst upp, því hvitur hefur léttunnið enda- tafl eftir bæði 27. ... Bxd7 28. Hxf8+ — Hg8 29. Hfxg8+ — Dxg8 30. Hxg8+ og 27. ... Hxf3 28. Dd8+ — Dg8 29. Dxg8+. Skák- meistari Mexíkó varð hinn 19 ára gamli Sisniega. Hann er nú at- vinnumaður í skák og hefur stað- ið sig ágætlega það sem af er. T.d. varð hann fjórði á heimsmeistara- móti unglinga um áramótin og sigraði i meistaraflokki á minningarmóti Capablanca á dögunum. bftlatónlist upp á síðkastið. Hún spyr ennfremur hvort ekki sé hægt að fá skemmtiþætti f staðinn fyrir slfkt efni. % Hávaðamengum á sólskinsdegi „Sóldýrkandi“ skrifar: „Velvakandi. Fyrir nokkrum dögum brá svo við hér í Reykjavik, að sólin gægðist dagpart fram úr skýjun- um. Svo vel vildi til að ég átti einmitt frf þennan dag og lagðist að sjálfsögðu í sóibað. Ekki hafði ég lengi legið þar innan um fugla- sönginn þegar drunur miklar kváðu við. Þar var að sjálfsögðu á ferðinni flugvél, og ekki aldeilis sú sfðasta þann daginn. 1 flestum tilvikum var um að ræða vélar, sem mér er óhætt að fullyrða að hafi ekki verið í áætlunarflugi eða nauðsynlegum erindum, held- ur hefur flugmönnunum eflaust þótt skemmtilegt að fljúga yfir borgina og virða hana fyrir sér í góða veðrinu. Öþörf umferð flugvéla og hring- sól yfir þéttbýlum svæðum er af mörgum ástæðum mjög óæskilegt fyrirbæri. I mínum huga hlýtur þetta að flokkast undir hávaða- mengun, sem enginn mælir bót, og svo er þetta heldur ekki hættu- laust. Það getur vel verið að þeir, sem þarna eru á ferð, hafi ekki samúð með þeim, sem vilja fá frið til að liggja f sólbaði, en þeir ættu að hugleiða hvað þeir valda mörg- um ónæði með þessu. Að sfðustu langar mig til að fróðir menn skýri frá því, hvaða reglur gildi um flugumferð yfir þéttbýlissvæðum. I þessu landi, þar sem allt athæfi er háð reglum og lögum um hin ólfklegustu smá- atriði, hlýtur einhverntíma að hafa verið saminn bálkur um óþarfa ráp flugvéla yfir slík svæði. Með þökk fyrir birtingu. „Sóldýrkandi". saman, nema uppi í sveit, hefur setzt að einhvers staðar í nágrenn- inu, og þrestirnir eru sífellt á stjái. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þvf hvers konar skaðræðis- gripur þessi sakleysislega læða var í raun og veru, en mig langar til að koma þessu á framfæri vegna þeirra, sem halda ketti. Þessar skepnur geta verið til ánægju og gagns sums staðar, en um leið eru þær fuglafælur hinar mestu. Og sé um að velja kött með tilheyrandi breimi og rápi um nætur, og hins vegar smáfugl- anna, þá er ég að minnsta kosti ekki í vafa um hvað ég kýs held- ur. Ég segi þetta ekki af andúð f garð katta, sem mér er yfirleitt heldur hlýtt til, heldur til að vekja fólk til umhugsunar um blessaða fuglana. Það fer um mig hrollur þegar ég hugsa um öll fuglalffin, sem sú bröndótta hlýt- ur að hafa tortímt, á undanförn- um árum. Fari hún í friði." % Góðar mjólkur- afurðir Maður hringdi og lýsti ánægju sinni með nýjar mjólkur- vörur, sem komið hafa í búðir nýverið: „Ég keypti mér rjómaís, sem mikið hefur verið auglýstur að undanförnu. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum — þetta var í einu orði sagt gómsætur ís. Framleið- andanum hefur bara láðst að prenta á umbúðirnar hversu margar hitaeiningar séu í til- teknu magni, en vitneskja um þetta atriði er mikiivæg fyrir þá sem eru að reyna að forðast of- fitu. Svo er það smurosturinn í öskjunum. Framleiðandinn ætti að auka afköstin því að þessi englafæða selst upp jafnóðum. I búðinni, þar sem ég verzla að jafnaði, fæst osturinn stöku sinn- um, og kaupmaðurinn segir mér, að erfitt sé að ná í hann. Væri þá ekki ráð að framleiða meira?" HÖGNI HREKKVÍSI Tóllistarskólanum á Akureyri var sagt upp í 32. sinn 25. maí sl. Nemendur skólans voru um 390 á vetrinum, en einnig stunduðu 25 nemendur nám við útibú skólans á Grenivfk, og álfka margir við Hrafnagilsskóla. Aðsókn að tónlistarnámi jókst um 20% á þessu ári. Kennarar skólans eru 17. A vetrinum voru haldnir 11 tónleikar þar sem 140 nemendur komu fram. Húsnæði skólans er of lítið en á áætlun er viðbygging við skólann. Kristinn Örn Kristinsson lauk einleikaraprófi á framhaldsstigi á píanó, en hann er fyrsti nemand- inn sem lýkur sliku prófi. Skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri er Jón Hlöðver Áskels- son. Við skólaslitin fór fram fyrsta styrkveiting úr Minningarsjóði Þorgerðar Eiríksdóttur. Sjóður- inn var stofnaður 1972, og er markmið hans að styrkja efnilega nemendur til framhaldsnáms i tónlist. Sjóðnum bárust að þessu sinni 6 umsóknir, og var úthlutað 2 styrkjum til Helgu G. Hilmars- dóttur og Harðar Áskelssonar, en þau stunda bæði nám í orgelleik í Þýzkalandi. Upphæð hvors styrks er nú kr. 100.000. Kaupmenn • Kaupf élög EIGUM Á LAGER ÝMSAR GERÐIR AF STÍGVÉLUM Century Thiqht Argyll Knee Hunter Argyll IHHMWÁ . , UNIR0YAL cMmerióKci" Tunguhálsi 11. Árbn. R.vik. Simi 82700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.