Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐJÐ, MIÐVIKUDAGUR 6, JULI 1977
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
I. vélstjóri
óskast strax á 260 lesta skuttogara. Upp-
lýsingar í símum 99-3700 og 99-3601.
Meitillinn h. f.,
Þorlákshöfn.
Húsgagnamiðir —
innréttingasmiðir
Óskum eftir 6 til 8 smiðum á verkstæði
og í uppsetningar. Mikil vinna framund-
an. Gott kaup fyrir góða menn.
Uppl. gefur Guðjón Pálsson í síma
83755, heimasími 74658.
Trésmiðja Austurbæjar.
Karlmaður
Maður óskast til afgreiðslu og útkeyrslu-
starfa. Tala ber við Daníel Hjartarson.
Heildverslun Eiríks Ketilssonar.
Vatnsstíg 3
Rafvirki
Óskum eftir að ráða rafvirkja til viðgerða á
heimilistækjum. Uppl. á skrifstofunni í
dag og á morgun milli kl. 2 og 5.
Vörumarkaðurinnhf.
ARMULA 1A
Kennarahjón
Kennara vantar að Laugagerðisskóla,
Snæfellsnesi. Góð íbúð. Barnagæsla.
Umsóknarfrestur til 10. júlí. Nánari uppl.
gefa skólastjóri eða skólanefndarformað-
ur, sími um símstöðina Rauðkollsstöðum.
Ritari
Stórt innflutningsfyrirtæki í miðborginni
óskar eftir starfskrafti til rítarastarfa. Góð
vélritunarkunnátta og gott vald á íslensku
og ensku.
Hér er um framtíðarstarf að ræða. Góð
laun fyrir hæfan starfskraft. Umsóknir er
geymi uppl. um aldur, menntun og fyrri
störf sendist augl.deild Mbl. merkt: Fram-
tíðarstarf — 61 00 fyrir 1 2. júlí n.k.
Skrifstofustarf
Opinber stofnun óskar að ráða nú þegar,
skrifstofumann til almennra skrifstofu-
starfa. Nokkur kunnátta í ensku og einu
norðurlandamáli nauðsynleg. Umsóknir
um starfið sendist afgreiðslu Morgun-
blaðsins fyrir n.k. fimmtudagskvöld 7 júlí
1977, merkt: „Framtíð — 6096."
Starf í Sandbúðum.
Orkustofnun óskar að ráða 2 einstaklinga,
hjón eða einhleypinga, til veður og ísinga-
athuganna í Sandbúðum á Sprengisandi.
Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar
sem hefst 1. ágúst 1977.
Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraust-
ir og æskilegt er að minnsta kosti annar
þeirra kunni nokkur skil á meðferð diesel
véla. Tekið skal fram að starfið krefst
góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og sam-
viskusemi.
Skriflegar eiginhandarumsóknir ásamt
upplýsingum um aldur heilsufar menntun
fyrri störf og meðmælum ef fyrir hendi
eru, svo og heimilisfang og símannúmer
skulu hafa borist Orkustofnun fyrir 12.
júlí n.k. Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Orkustofnun
Laugavegi 116.
Handsetjarar —
vélsetjarar
Viljum ráða handsetjara og vélsetjara
strax.
Einnig mann, sem vanur er pappírsum-
broti. Upplýsingar hjá verkstjóra.
Prentsmiðjan Oddi h.f.,
Bræðraborgarstíg 7—9, Reykjavík.
Skrifstofustarf
Óskum eftir að ráða starfskraft á skrif-
stofu. Um er að ræða heils dags starf,
góð vélritunarkunnátta og enskukunnátta
nauðsynleg.
Upplýsingar á skrifstofunni í dag
kl. 2 — 5.
Vörumarkaðurinn hi.
Jl Ármúla 1A.
Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg
óskar eftir starfskrafti í þrjú eftirtalin störf:
1. Handsetningu.
Sveinspróf í setningu skilyrði.
2. Pappírsskurð.
Sveinspróf í prentun eða bókbandi
æskilegt, en ekki skilyrði.
3. Aðstoð í vélasal.
Sveinspróf í prentun eða bókbandi
æskilegt, en ekki skilyrði.
Allar nánari upplýsingar gefur Sverrir
Sveinsson framleiðslustjóri.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg
Síðumúla 16—18
sími 84522
Haraldur Jóns-
son-Minningarorð
Fæddur 19. maf 1893.
Dáinn26. júnf 1977.
Haraldur Jónsson hefur lokið
sinni jarðvist eftir langa og dygga
þjónustu við lífið, þjóð sína og
fósturjörð.
Frá blautu barnsbeini til hárrar
elli vann hann hörðum höndum
við að draga björg í bú, bæði á
landi og sjó. Hann var alla tíð í
hópi þeirra sem með réttu geta
kallast máttafstoðir þjóðfélagsins
með þvi að vinna erfiðustu verkin
og oftast fyrir lítil laun. Við störf
að undirstöðuatvinnuvegunum
verða menn eins og Haraldur
Jónsson máttarstoðir sem raftarn-
ir hvila á.
Haraldur varð öllum hugþekk-
ur, sem honum kynntust, sakir
Ijúfmennsku sinnar og dreng-
lyndis. Hann mátti i engu vamm
sitt vita og var því jafn traustur
sem húsbóndi og hjú. Heimili
sinu var hann skjól og skjöldur og
fyllti það yl hljóðlátrar gleði. Þeir
voru ekki stærri gluggarnir á
heimili Haralds, né vissu betur
við sól en á öðrum heimilum.
Flestum mun þó hata þótt þar
bjartara og sól skína þar skærar
en víða annars staðar vegna þess
viðmóts sem gestkomandi mætti
hjá heimilisfólkinu.
Haraldur Jónsson fæddist í
Austurholti við Framnesveg í
Reykjavík 19. maí 1893. Foreldrar
hans voru hjónin Guðlaug Hall-
dórsdóttir og Jón Benediktsson. í
frumbernsku Haralds var at-
hafnalíf lítið og fábreytt í Reykja-
vík. Margir mestu athafnamenn
landsins voru í öðrum landshlut-
um fremur en í Reykjavík. Einn
þessara manna var Pétur Thor-
steinson á Bfldudal. Þangað vest-
ur fluttu nú foreldrar Haralds
heimili sitt þegar hann var á
fjórða ári. Þar gerði faðir hans út
bát og var sjálfur bátsformaður-
inn. Haraldur hóf mjög ungur
róðra með föður sfnum og tók við
formennsku á bátnum 16 ára gam-
ail. Þeim starfa hélt hann þar til
1923 að hann flutti aftur með
foreldrum sínum til Reykjavíkur.
Hann hafði þó ekki lokið erindum
sínum fyrir vestan. Nokkrar ver-
tfðir var hann formaður á báti hjá
Böðvari Pálssyni útgerðarmanni
á Bíldudal og reyndist þar sem
annars staðar hinn traustasti
maður.
Tómstundir sinar á Bfldudal
notaði Haraldur meðal annars til
útreiða. I einni slíkri ferð sumar-
ið 1929 kom hann að Otradal. Þar
var þá ung kaupakona, — kaupa-
kona eins og þær gerðust bestar,
ung og efnileg af góðum ættum.
Hvað ferðirnar urðu margar í
Otradal er ekki vitað en kaupa-
konuna fékk Haraldur að lífsföru-
nauti. Herbjörg Andrésdóttir frá
Þórisstöðum í Gufudalssveit og
Haraldur Jónsson voru gefin sam-
an i hjónaband 22. febrúar 1930.
Þau stofnuðu heimili í Reykjavík
og bjuggu lengst í Aðalstræti 16.
Herbjörg og Haraldur eignuðust
tólf börn. Tvo mannvænlega syni
misstu þau, Jón Sigurð og Andrés
Eyberg. Þeir voru á uppvaxtar-
skeiði. Þessa heims eru af börn-
um þeirra Ágúst, Guðrún, Guð-
laug, Elsa, Þóra, Sigurbjörn, Sig-
urður, Ása Ásthildur, Lára og Sig-
urdís. öll eru þau systkin mikið
mannkosta fólk, svo sem voru for-
eldrar þeirra.
Fyrsta áratuginn eftir að Har-
aldur stofnaði heimili i Reykjavfk
vann hann hjá ýmsum aðilum en
frá 1941 var hann starfsmaður
Eimskipafélags Islands. Vann
hann þar ýmis hafnarstörf, eftir
því hvar þurfti á góðum manni að
halda.
Haraldur Jónsson var sjálf-
menntaður maður eins og tftt var
um jafnaldra hans úr alþýðustétt.
Menntun hans var traust og sönn
þvi hann lifði svo að öllum þótti
gott með honum að vera og verk
hans þóttu betri en annarra. Hóp-
urinn er stór sem nú kveður góð-
an vin og trúan mann þvf Harald-
ur var drengur góður. Friður sé
með honum og Ifkn þeim sem
eftir lifa.
Þorsteinn Eirfksson
Hafið þér séð
hina nýju verzlun
okkar í Austurveri?
• Þar fæst allt
til Ijósmyndunar og
gjafavörur í úrvali.
I
I# Tökum á móti
litfilmum til vinnslu.
I
# Það kostar ekkert
að líta inn —
HANS
PETERSEN HF