Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLl 1977 90 ára í dag: Eiríkur Ormsson rafvirk j ameistari Mér er sönn ánægja að senda frænda mínum kveðjur með Morgunblaðinu þennan dag á jafnmerkum afmælisdegi og þess- um. Sannleikurinn er sá, að ég hef á stundum minnzt ýmissa garnalla samferðamanna minna, er þeir hafa lokið hérvist sinni. Hítt er mér vissulega miklu ljúf- ara að senda þeim kveðjur hérna megin, enda er allt óvissara um sambandið siðar. Ég hef hins veg- ar til þessa hlíft vinum mínum við afmæliskveðjum í blöðum, enda margir, sem helzt vilja sleppa við slíkt. Þannig veit ég líka, að frænda mínum er i raun innan- brjósts. Að þessu sinni ætla ég samt að brjóta regluna, því að hvort tveggja er, að aldurinn er orðinn svo hár, að mér ætti að leyfast að gera öðrum vinum hans viðvart, og svo er hitt, að ég sjálf- ur hef afmælisbarninu fjölmargt að þakka fyrir órofa vináttu i meira en hálfa öld. Eirikur Ormsson er fæddur 6. júli 1887 í Efri-Ey í Meðallandi, og voru foreldrar hans Guðrún Ólafsdóttir frá Eystri-Lyngum og Ormur Sverrisson frá Grimsstöð- um, þá búendur þar. Að Eiríki standa hinar merkustu skaft- fellsku ættir. Er ein ættarfylgja hans mikill hagleikur, sem hann hefur notið góðs af alla tíð. Þá er og önnur ættarfylgja mikið lang- lífi og þrautseigja, og þarf ekki frekari vitnanna við, að afmælis- barnið hefur einníg hreppt hvort tveggja. Systkini Eiríks voru átta, sem upp komust, og hafa nær öll náð háum aldri sem foreldrar þeirra. Er Eiríkur annað í röð- inni, sem nær níræðisaldri, en með honum lifa systirin Svein- björg, nær 88 ára, og svo yngsti bróðirinn, Ólafur, tæplega 84 ára. Eru þau bæði búsett í Keflavík. Vorið 1897 var Eiríkur lánaður sem snúningur að Botnum í Með- allandi, og þar varð dvölin nær óslitin í níu ár, enda hefur hann æ síðan litið á Botnaheimilið sem sitt annað bernskuheimili og haldíð mikilli tryggð við þau systk- in þaðan. Eyjólf, fyrrum hrepp- stjóra á Hnausum, og Guðrúnu, fyrrum húsfreyju í Botnum. Vorið 1906 fór Eiríkur alfarinn frá Botnum og hóf trésmiðanám hjá þeim annálaða völundi og möðurbróður sinum, Sveini Ólafs- syní í Suður-Hvammi í Mýrdal, föður þeirra Gústafs heitins Ad- olfs hæstaréttarlögmanns og Ein- ars Ólafs, fyrrum prófessors. Vann Eiríkur um tveggja ára skeið hjá frænda sínum við húsa- smíðar o.fl. viða í Vestur- Skaftafellssýslu. Síðan fór hann til Eiríks trésmiðs Jónssonar, er þá var í húsmennsku á Strönd í Meðallandi með Sveinbjörgu, systur hans. Var Eiríkur Jónsson lærður trésmiður úr Reykjavík og hafði leyfi til að útskrifa sveina í iðninni. Lauk Eiríkur námi hjá nafna sínum og fékk sveinsbréf árið 1912. Þessi ár átti Eiríkur lögheimili hjá foreldrum sínum, sem flutzt höfðu að Kaldrananesi i Mýrdal vorið 1905, enda þótt hann dveldist lítt hjá þeim. Arið 1910 kvæntist Eiríkur Rannveigu, dóttur Sigurveigar Sigurðardóttur og Jóns Brynjólfs- sonar á Þykkvabæjarklaustri í Alftaveri, stórglæsilegri stúlku. Hélt hún alla tið glæsileik sínum og reisn þau tæp 63 ár, er þau lifðu saman, en hún lézt síðsum- ars 1973. Attu þau fjögur mann- vænleg börn, er öll lifa með mörg- um afkomendum og hafa gert föð- ur sinum efri árin friðsæl og nota- leg. Þegar Eiríkur hafði lokið sveinsprófi í trésmíðaiðn, vann hann að smíðum víða í átthögum sínum, en átti búsetu hjá tengda- foreldrum sinum í Alftaveri. Árið 1912 fluttust þau Rannveig og Ei- ríkur til Víkur og settust þar að. Um það leyti var bróðir Eiriks, Jón, starfandi þar sem skósmiður og hafði sveinsbréf upp á það. Ári síðar hóf Mýrdælingurinn, Hall- dór Guðmundsson rafmagnsfræð- ingur og brautryðjandi í raf- magnsmálum Islendinga i upp- hafi þessarar aldar, virkjunar- framkvæmdir við Víkurá. Þá réðst það svo, að þeir bræður, Eiríkur og Jón, lögðu frá sér hefil og skónál og gerðust samverka- menn Halldórs. Var þá framtíð þeirra bræðra ráðin, og hófst nú ferill þeirra í rafmagnsmálum þjóðarinnar. Lifir Eiríkur einn þeirra Skaftfellinganna, sem þarna hófu starf saman, og er því einn til frásagnar um þá tilhlökk- un, sem þeir báru i brjósti, þegar fyrstu rafmagnsljósin yrðu tendr- uð í Vík. Hefur hann sagt mér, að það hafi verið svipuð tilhlökkun fyrir sér og þegar hanft sem barn hlakkaði til jólaljósanna. Þeir bræður urðu svo nánir samstarfsmenn Halldórs Guð- mundssonar næsta áratug og fóru með honum til Vestmannaeyja og Vestfjarða á næstu árum til raf- lýsinga. Lögheimili átti Eirikur samt í Vík og gætti rafstöðvarinn- ar þar, en í fjarveru hans kom það að miklu leyti i hlut Rannveigar. Árið 1918 fluttust þau hjón til Reykjavíkur, þar sem þau áttu heima upp frá því. Eiríkur fór tíl Danmerkur síðla árs 1921 á vegum fyrirtækisins Halldór Guðmundsson & Co til að læra vélavindingar. Vann hann þar í landi fram á sumar 1922 og þá einnig við mælaviðgerðir og stillingar. Haustið 1922 stofnuðu þeir bræður svo fyrirtækið Bræðurnir Ormsson, sem um langt árabil var einna stærsti verktaki í rafmagns- iðnaði hér á landi. Tveimur árum áður höfðu þeir í sameiningu reist sér íbúðarhús á Baldursgötu 13, og þar var rekstur þeirra einn- ig. Og það er einmitt á þessum árum, sem ég man Eirík fyrst og fjölskyldu hans. Ég man m.a., þegar hann var að koma frá út- löndum og færði litla frænda sín- um margs konar gjafir ekki síður en börnum sínum. Slíku gleyma börn aldrei né hlýju viðmóti, og þessa hef ég ætíð síðan notið og svo löngu síðar min börn. Má því ekki minna vera en Eiríki séu færðar þakkir fyrir allt' þetta á merkum timamótum. Ekki störfuðu þeir bræður sam- an nema í tæpan áratug, og frá ársbyrjun 1932 og siðan hefur Eirikur rekið fyrirtækið einn með fjölskyldu sinni. Er Karl, sonur hans, nú framkvæmdarstjóri þess. Aftur á móti fylgist frændi minn enn með allri starfsemi, því að hann hefur allt til þessa komið þangað fyrstur hvern morgun og farið þaðan síðastur að kveldi og gætt þess, að dyr væru læstar og Ijós slökkt. Árið 1936 festi Eirikur kaup á húseigninni Vesturgötu 3, og þar var fyrirtækið til húsa til ársins 1966 og mörg síðustu ár við mikil þrengsli. Varð það til þess, að stórhýsið að Lágmúla 9 var feist, þar sem fyrirtækið starfar enn. Að vísu hefur rekstur þess dregizt saman, enda mörg önnur risin upp og samkeppni þvi hörð. Um langt árabil hafa Bræðurnir Ormsson verið umboðsmenn fyrir þýzku stórfyrirtækin A.E.G. og Bosch, og hefur starfsemi fyrir- tækisins í vaxandi mæli beinzt að sölu hinna heimsþekktu raf- magnstækja þeirra og annarri þjónustu í þvi sambandi. Er mér kunnugt um, að þessi þýzku fyrir- tæki meta mikils umboðsstörf Ei- riks Ormssonar og fyrirtækis hans hér á landi. Má m.a. marka það af því, að sérstakur fulltrúi A.E.G. kemur hingað til að heiðra afmælisbarnið níræða, enda mun Eiríkur langelztur umboðsmaður þeirra. Margt má vissulega segja fleira um Eirík frænda minn og störf hans á langri ævi og farsælli, en ég er ekki viss um, að hann kunni mér nokkrar þakkir fyrir og telji raunar, að hér sé komið meira en nóg. Eln eins og ég sagði í upphafi, þykir mér betra að geta mælt við vini mína og velgerðarmenn, með- an þeir eru i kallfæri, en siðar. Þess vegna vonast ég til, að frændi minn fyrirgefi mér þessa afmæliskveðju. Heilsufar Eiriks hefur verið einstaklega gott alla ævi, enda hefur hann verið hófsmaður á all- an hátt og gætt þess að fitna ekki um of. Raunar tapaði hann heyrn verulega fyrir um aldarfjórðungi og notar því heyrnartæki. Engu að síður nýtur hann flestra sam- tala og einnig þess að aka bíl sínum hefðbundna leið frá heim- ili sínu á Laufásvegi 34 og inn í Lágmúla. Þá má sjá hann kvikan á fæti hvern dag sækja póst í hólf fyrirtækisins i aðalpósthúsinu. Minni Eiríks er svo trútt, að hann segir frá atburðum úr Með- allandi, sem gerðust fyrir alda- mót, eins og þeir hefðu átt sér stað í gær. Hitt þykir mér samt enn furðulegra, að hann fylgist með atburðum liðandi stunda jafnvel betur en margir þeir, sem eru miklu yngri, og hann hefur mikinn áhuga á störfum og námi æskumanna. Er vissulega gaman að eldast á þennan hátt og vera þvi í raun siungur. Von mín er sú, að Eiríkur frændi minn megi enn njóta margra ára með fjölskyldu sinni og öðrum vinum, en þó á þann hátt, að hann verði að hitta við skrifborð sitt í Lágmúla 9. Annað væri honum lítt að skapi. Að lokum sendi ég honum og fjölskyldu hans allri beztu árnað- aróskir minar og fjölskyldu minn- ar og þakka órofa vináttu liðinna ára. Þá vil ég hér allra síðast geta þess, að hann verður í dag stadd- ur með fjölskyldu sinni i félágs- heimili Fóstbræðra á Langholts- vegi 109 milli kl. 17—19. Er ég viss um, að þeir eru margir, sem þangað vilja koma til að þrýsta hönd þessa heiðursmanns. Jón Aðalsteinn Jónsson. Öðlingurinn, glæsi- og snyrti- mennið Eiríkur Ormsson raf- virkjameistari er níræður í dag. Fæddur er hann að Efri-Ey í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu hinn 6. júlí 1887, og standa að honum traustar skaftfellskar ættir. Eiríkur kvongaðist einni glæsilegustu heimasætu austur þar, Rannveigu Jónsdóttur frá Þykkvabæjar- klaustri í Alftaveri. Börn þeirra eru: Sigrún, Sigurveig, Eyrún og Karl, en auk þess fósturdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir. Kona Eiríks lézt fyrir 4 árum, eftir nær 63 ára farsæla sambúð. Eiríkur lauk námi i trésmíði árið 1912, en 1913 réðst hann til þess mæta manns, Halldórs Guð- mundssonar rafmagnsfræðings og starfaði með honum um árabil að rafiðn. Árið 1922 stofnaði Eiríkur fyrirtækið Bræðurnir Ormsson ásamt Jóni, bróður sínum, og ráku þeir það saman um skeið. Sívinnandi hefur Eiríkur verið alla sína löngu og viðburðaríku ævi. Hann var vart kominn af barnsaldri, þegar hann fór að heiman til að vinna fyrir sér, og eru enn sagnir meðai manna um dugnað hans og hversu frár hann var á fæti. Margar vetrarvertíðir fór hann að austan til róðra suður með sjó, eins og það var kallað. Lengstum var þá farið fótgang- andi austan úr Skaftafellssýslu og hin straumhörðu vatnsföll vaðin eða farin á ís. Þessar ferðir tóku um vikutima, og má nærri geta, hve erfiðar þær hafa verið um hávetur, þegar menn báru auk þess þungar byrðar á baki. Ófáar eru þær vatnsaflsstöðvar við sveitabæi, sem Eiríkur hefir hannað og byggt, auk vindraf- stöðva, sem hann smíðaði og setti upp. Þessar stöðvar skiptu tugum, ef ekki hundruðum. Eirík má einnig telja einna fyrstan sér- fræðing hérlendis í röntgentækj- um, uppsetningu og viðhaldi þeirra. Með Halldóri Guðmundssyni vann Eiríkur að mörgum stórum og smáum vatnsaflsvirkjunum ásamt Jóni, bróður sínum. Má þar til nefna virkjanir í Vík í Mýrdal, á Bíldudal og Patreksfirði, í Fjarðarhorni í Hrútafirði, Þykkvabæ í Landbroti, og svo við mótorrafstöð í Vestmannaeyjum. Ekki hafa hér veríð taldar allar þær stórframkvæmdir á sviði raf- orkumála, sem fyrirtæki Eiríks hefir haft með höndum hin siðari ár. Eirík má telja meðal brautryðj- enda I sinni grein, enda hlaut hann staðgóða menntun hjá Hall- dóri Guðmundssyni, en auk þess var hann við framhaldsnám, fyrst i Danmörku og siðar í Þýzkalandi. Og varla líður sá dagur, að Eirík- ur fylgist ekki með nýjungum, sem eiga sér stað í rafmagnsiðn- inni, enda talinn í hópi fremstu manna að þekkingu í sinni grein. Árið 1940 festi Eirikur kaup á jörðinni Skeggjastöðum i Mos- fellssveit og byggði þar stórhýsi fyrir fjölskyldu sína. Börn og barnabörn Eiriks undu þar vel hag sínum á sumrin um margra ára skeið. Oftsinnis voru yfir 20 manns I heimili. Það sem Eiríki gekk fyrst og fremst til, var, að fjölskyldan hefði sameiginlegan og góðan samastað. Eirikur er i þess orðs fyllstu merkingu fjöl- skyldufaðir, enda dáður og virtur af ungum sem öldnum í fjölskyld- unni. Þegar Eirikur keypti Skeggja- staði, var það að sjálfsögðu ein af fyrstu framkvæmdum hans að virkja Leirvogsá og byggja raf- stöð, sem nægði býlinu. Þá mældi hann fyrir nýjum vegi frá mótum Seljabrekku og norður að Skeggjastöðum og lét leggja þann veg. Vegarstæðið var vel valið, enda vegurinn nú kominn í þjóð- vegatölu. Verkhyggni Eiríks er frábær, ekki einungis í rafmagns- faginu, heldur einnig við húsa- byggingar, og nýtur hann þar starfa sinna á yngri árum við tré- smíðar. I dag fagna börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn hinum virta, ljúfa og ljóðelska höfðingja ættarinnar, Eiríki Ormssyni. Ylur og birta hafa fylgt lífsferli hans. K.G. Arið 1967 skrifar Eiríkur Orms- son í gestabók Búrfellsvirkjunar að hann hafi beðið eftir því í fimmtíu ár að sjá hana fram- kvæmda. Því man ég þessi orð og kærkomna heimsókn á virkjunar- stað vel að hér var á ferðinni maður sem fylgst hafði með virkjunarmálum okkar frá upp- hafi og var þeim kunnugur framar öðrum. Eirikur er senni- lega eini núlifandi Islendingur- inn sem á árdegi raforkunnar gerði sér ljóst að í fallvötnum okkar býr orka, sem ekki eyðist þó af sé tekið. Því gat hann aldrei fallist á það sjónarmið, sem enn stingur upp kollinum, að fresta beri vatnsvirkjunum vegna komandi kynslóða. Þvert á moti hefur honum ávallt verið ljóst að virkjanirnar geta starfað áratug- um saman eftir að lán hafa verið greidd. Þegar svo er komið má með sanni tala um fjársjóð í hendur afkomendanna. Á árunum 1915—17 vann G. Sætersmoen að áætlunum um virkjanir i Þjórsá. Var virkjun við Búrfell þeirra lang stærst og áætlaðist geta skilað 330 þús. hestöflum í fimm mánuði ársins, en 550 þús. hestöflum i hina sjö. Niðurstöðurnar voru dregnar saman í riti Sætersmoen, „Vand- kraften í Thjorsá elv, Island“, sem út var gefið í Kristiania árið 1918. Þegar hér var komið sögu gerði Eirikur sér vonir um að nú yrði senn hafist handa, minnugur þeirra frétta sem borist höfðu frá frændum okkar í Noregi, en af þessu gat ekki orðið fyrir margra hluta sakir. Varð að biða þess að þjóðinni yxi fiskur um hrygg og að landsmenn lærðu að notfæra sér raforkuna og skilja þá mögu- leika sem í henni felast. A þvi sviði hefur Eirikur Ormsson unnið mikið starf þjóðinni til gagns og blessunar allt frá árinu 1913 þegar hann vann við raf- lýsingu Víkurkauptúns. Gildir þetta jafnt um öflun raforku og dreifingu, sem raflagnir og raf- magnstæki hverskonar. Eirikur hefur ávallt verið reiðubúinn að hjálpa og leiðbeina mönnum með sinni alkunnu rósemd og stillingu, en ekki er mér grun- laust um að hér áður fyrr hafi honum stundum þótt rafvæðingin ganga hægar en skyldi og tæki- færi glatast. Það má þó vera mínum elskulega vini huggun þegar hann lítur yfir farinn veg að tsland er nú i tölu þeirra landa, sern mesta raforku nota á hvern ibúa og hygg ég að það þyki honum besta gjöfin á níræðisaf- mælinu. ____ _ Eirikur Bricm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.