Morgunblaðið - 21.08.1977, Page 16

Morgunblaðið - 21.08.1977, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 EFTIR handtöku Baader- Meinhofs-hópsins virðast hryðjuverk og morð þeim samfara ekki hafa sungið sitt síðasta vers og nýjasta dæmi þess er morðið á bankastjóra næst stærsta banka í Vestur-Þýzkalandi, Dresdner- bankans, og sérlegs ráðgjafa Helmuths Schmidt kanslara. Júrgen Ponto, 53 ára gamall, var drepinn af guðdóttur sinni, Susanne, 26 ára gamalli. ninn myrii, jurgen Ponto. Fyrsti meólimur þýzka fjár- málaheimsins, sem deyr fyrir hendi hryðjuverkamanna. Þýzkir hryðjuverkamenn auka umsvif sín — Ponto 19. fórnarlambið Guðdóttir og morðingi Ponto, Susanne Albrecht, 26 ára göm- ul. Dag einn i byrjun þessa mánaðar var Jiirgen Ponto ásamt konu sinni að undirbúa sig fyrir ferð i sumarfrí til Rio De Janeiro í villu þeirra hjóna i auðkýfingahverfi í Frankfurt. Þau voru því ekkert sérlega áfjáð i að fá gesti i heimsókn, en þegar Susanne hringdi á bjöllunni með vönd af rauðum rósum buðu þau henni að sjálf- sögðu inn. I för með Susanne var önnur ung kona og ungur maður í gráum jakkafötum. Ponto tók á móti gestunum í anddyri húss- ins eftir að Susanne hafði til- kynnt komu sína í dyrasíma og spurt eftir „Herr Ponto“. Um leið og inn fyrir þröskuldinn var komið gerðu þremenningarnir tilraun til að ræna Ponto. Þá strax heyrði Ines, eiginkona Pontos, og bíl- stjóri þeirra, sem inni í húsinu voru, hræðileg læti, eins og slagur ætti sér stað og sfðan að skotum var hleypt af. Þegar hún kom hlaupandi á vettvang voru þremenningarnir á bak og burt en á gólfinu lá eiginmaður hennar helsærður eftir fimm byssukúlur I höfuðið og bakið. Susanne og fylgdarfólk hennar var á flótta frá húsinu. Lögregl- an sagði að þau hefðu eflaust haft í hyggju að ræna Ponto en þegar hann hefði veitt mót- spyrnu, hefðu þau tekið það ráð að kála honum. Og þar með var Ponto banka- stjóri orðinn nítjánda fórnar- lamb Vestur-þýzkra hryðju- verkamanna sfðan 1971, en jafnframt er hann fyrsti með- limur þýzka fjármálaheimsins, sem deyr fyrir hendi þeirra. Öll fyrri fórnarlömbin hafa verið opinberir embættismenn eða stjórnmálamenn. Vestur-þýzku hryðjuverka- mennirnír eru þvf augljóslega að auka umsvif sín og leita fórnarlambanná í fleiri stétt- um. Rauðar rósir frá Roter Morgen Morðinginn Susanne Albrecht, 26 ára gömul, er ein Við útför Jiirgens Ponto. Ekkja hans, Ines, er f miðið og kanslari Vestur-Þýzkalands, Helmut Schmidt, til vinstri. af fjölmörgum þýzkum mið- stéttarkonum, sem gengið hafa í lið með hryðjuverkamönnum, var náin vinkona Corinnu Ponto, dóttur hins myrta. Sjálf var hún dóttir velstæðs lög- fræðings í Hamborg og þótti mjög venjuleg stúlka. Faðir Susanne og Jiirgen Ponto voru gamlir og góðir vinir. Susanne gekk í lið með róttækum stúdentum fyrir nokkrum árum og hefur um skeið fylkt sér undir merki borgarskæruliða. Hún hefur þó ekki lent í skær- um við lögregluna fyrr en hún var handtekin eftir morðió á Ponto. Tveimur dögum eftir morðið var hringt fReuter- fréttastofuna í Frankfurt og ókunn rödd sagði, að Ponto hefði verið myrtur af róttækri kliku, sem kallaði sig Rauður morgun eða Roter Morgen og fleiri morð myndu fylgja í kjöl- far þessa ef „vissir" pólitískir fangar yrðu ekki látnir lausir. Það þurfti vfst ekkert dular- fullt símtal til að lögreglan fengi vitneskju um hverjir stóðu að baki verknaði þessum. Baader-Meinhof hreyfingin eins sér hefur komið sautján [Morðinginn kom með rauðar rósir __hún kvaðsl ætl Frankfurt. 2. Reutcr. V-ÞVZKA lögreglan leltar nú ákaft að Susanne nokkurri Al- brecht I sambandi við morðið á Ponto bankastjðra Frankfurt á laugardaginn var. Susanne Albrecht hafði verið heimagangur hjá bankastjðran- um frá blautu barnsbeini og kom þangað með fangið fullt af rauð- Iresdener Bank hefur heit> * 10% þess f jár sem fyndist segir blaðafulltrúi bankans AÐ ER rétt, að við hétum á innan bankans þessa dagana “ um tíma að greiða þeim, sagði Zimmerman. „þar sem leiddi yfirvöld á spor allt er f sorg vegna morðsins á aræningjans, 10% af þvf bankast. 'ranum okkar, Jiirgen ■m kæmi f leitirnar," sagði Ponto." . onto var mviTi afulltrúi Dresdener Bank f heimili sfnu íaugardaginn 30. rikfurt, Zimmerman að júlí, eins og Mbl. skýrði frá f il, er Mbl. ra ddi við hann f fr^tt á þrÍðiutTag. ' " þ" *em /annsóknar- Sagði Zimmerman. að á föstu- ir ekkí hán ^ hy Í*VIÍ da«-•» e f dag, yrði útför Pontos r U fSamband v,ð Kerð írí Píbkirkju f Frankfurt ir ennþá. hefur endanleg að viðstöddum forseta V- 'kkTverHl^Z «**'**<'*• W*«*r SehMl. kkiiverið lekin. Helmut Schmidt, kanslara. ráð- Annars hefur handtaka herrum og fleiri framámönn- ueiers Iftið verið rædd h'- um rðsum, sem hún kváðst ætla að færa honum. Með henni var karlmaður og kona, sem enn er ekki vitað hver eru. Ponto tók á móti gestunum f- stofu sinni, en heimsókninni lauk með þyf að hann var skotinn f bakið fimm sinnum og beið þegar bana af. Gestirnir voru á bak og burt þeg- ar að var komið og hafa ekki sézt síðan. Lögreglan hefur birt nöfn þriggja annarra kvenna. sern kvaddar eru til yfirheyrslu vegna málsins. en sú fimmta, sem talin er viðriðin málið, er þegar i vörzlu yfirvalda. Hún var hand- tekin vegna aðildar að öfgahópi fyrir þremur árum. Stjdrnmálamenn, bæði úr röð- um stjúrnarsinna og — andstæð- insa. bafa fordæmt morðtð a Ponto. os krafizt þess að lögregl- an fái liðsauka til að bcrjast gegn pólitiskum hryðjuverkamönnum, og formaður dómsmálanefndar þingsins i Bonn hefur harmað seinagang 1 skipulagningu leitar- innar að morðingjunum. Ponto er þriðji þekkti borgar- inn. sem myrtur er I Vestur- Þvrkalandi á skömmum tima^ pyrr á árinu var Siegfried Buback rikissaksóknari skotinn þar sem hann var á leið til vtnnu og dómari f Vestur-Berlin var skotinn á heimili sinu i augsyn konu sinnar fyrir skömmu þegar hópur ungs fðlks kom þangað með hlðm í tilefnt afmælis hans. manns fyrir kattarnef síðustu átta ár, og nöfn hryðjuverkja- mannanna eru m.a.s. komin í tölvustýrða spjaldskrá. Sú hin sama spjaldskrá gat frætt lög- regluna uir. að Susanne Albrecht hefur verið flækt i aðgerðir öfgasinna siðan 1973. Rauðu rósirnar sem hún færði Ponto eru einnig tákn- rænar fyrir starfsemina. Fyrir þremur árum bankaði ung stúlka á dyr hjá dómara f Berltn og færði honum rósa- vönd. Nokkrum mínútum síðar var sá hinn sami liðið lik eftir byssukúlu. Vestur-þýzka lögreglan leitar nú fleiri kvenna, sem flæktar eru i hryðjuverkastarfsemina, þar af fjórar, sem taldar eru viðriðnar Pontomorðið. Elenore Pönsgen, 23 ára gömul var handtekin, en vitni kváðu hana hafa verið fjarverandi þegar Ponto var myrtur. Kven- fólk hefur tekið virkan þátt í þýzkri hryðjuverkastarfsemi allt frá því Baader-Meinhof hreyfingin var stofnuð fyrir sjö árum af Andreas Baader, sem dæmdur var í lífstiðarfangelsi í april s.l. vegna morða, og vin- konu hans, Ulriku Meinhof, sem framdi sjálfsmorð í fanga- kelfa sfnum fyrir ári eins og menn rekur minni til. Sérfræð- ingar innan þýzku lögreglunn- ar hafa skiptar skoðanir um hvers vegna slíkur fjöldi stúlkna á þátt i þessari hryðju- verkastarfsemi. Glæpasérfræð- ingurinn Armand Mergen skil- greinir þátttöku þeirra undir tilfinningaákafa kvenna almennt. Aðrir kenna jafn- réttisbaráttu kvenna um. „Þessar konur neita kven- ímyndinni algerlega," sagði þýzk stjórnmálakona. Kommúnista- söngvar. . . Nú er vitað að Susanne Al- brecht, guðdóttir Pontos, gerð- ist þátttakandi í undirheima- starfsemi róttæklinga sem tán- ingur. Þá bjó hún lengi vel ásamt hópi kvenna i kommúnu í einum skuggalegasta hluta Hamborgar, St. Pauli, og einn nágranni hennar minnist henn- ar: Hún gaulaði kommúnistíska baráttusöngva allar nætur og gerði aldrei hreint í kringum sig.“ Susanne og þrír aðrir, grun- aðir um morðið á Ponto — Speitel, Maier-Witt og Stern- beck, unnu um tfma fyrir þýzk- an öfgasinnaðan lögfræðing, Klaus Croissant, sem nýlega flúði Vestur-Þýzkaland til að forðast réttarhöld vegna aðstoð- ar við sakborninga sina, sem sátu í fangelsi. Hann ‘t.d. var einn verjanda Andreas Baaders og gerði ítrekaðar tilraunir til að koma honum aftur f sam- band við undirheima hryðju- verkamannanna. Skjöl sem fundust í skrifstofu lögfræð- ingsirfs benda til þess að hann sé m.a. viðriðinn morðið á Buback og lögreglan álítur að hann sé einn andlegra leiðtoga Vestur-þýzkra hryðjuverka- kvenna. Almenn hræðsla við hryðju- verk hefur gripið um sig í Vest- ur-Þýzkalandi og margir krefj- ast þess að refsingar fyrir hryðjuverk verði þyngdar til muna, s-,o og aukin afskipti lög- reglunnar — sem sagt að Þýzkaland verði á nýjan leik eitt mesta lögregluríki Evrópu — það sem hryðjuverkamenn- irnir segjast berjast gegn. Eins og blaðið Frankfurter Rund- schau segir: „Allir vita að Bonn er ekki Weimar. En stundum finnst manni að önnur tilraun til að byggja upp menningar- legt riki úr þýzkum jarðvegi sé dæmd til að mistakast." — HÞ tók saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.