Morgunblaðið - 21.08.1977, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.08.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 hjá hinu fræga tízkuhúsi Louis Féraud í París síðastliðin fimm ár. 19 Og oft er það nú þannig að mínar hugmyndir og það sem ég sjálf hrífst af er ekki eftir þeirra höfði. En Féraud er samt mjög veikurfyrir ýmsum teikningum, þótt honum finn- ist hugmyndin alls ekki fram- kvœmanleg. “ Og hver er þá formúlan eða stíllin, sem rœður ríkjum hjá Féraud? „Óneitanlega hefur hver frömuður sinn vissa stíl. Ég hugsa að Féraud þyki list- rœnn og litagleðin rœður ríkj- um. Alla vega mjög ungur, þ.e. ekki Féraud heldur stíll- inn “ segir Helga og hlær. „Fyrst þegar ég byrjaði tók ég eftir þessum sérstaka stíl, sem fólk talar um en ekki lengur, þegar ég sjálf er orðin þátt- takandi i sköpuninni. En við erum þrjú, sem vinnum við tízkuteikningar þarna núna. Einn norskur tízkuteiknari, sem vann fyrir Féraud ifimm- tán ár, Perspook að nafni, hætti um siðustu áramót og setti upp sitt eigið tizkuhús. Fyrsta sýning hans hlaut frá- bæra dóma, en þegar hann hætti var mikil spenna út af komandi sýningu og hvernig hún myndi genga þegar hans nyti ekki lengur við. En það gekk allt mjög vel. “ „Nei þetta starf er ekki vel borgað “ svarar Helga spurn- ingunni um kaup. „Ég er alveg utan við alh sem heitir fjármál og pæli yfirleitt litið i peningum. Finnst það alveg hundleiðinlegt, hversu nauð- synlegir sem þeir annars eru. Ef ég bið ekki um kauphœkk- un fæ ég hana ekki. En ég er að gera hluti, sem ég hef gam- an af og það munar öllu. Annars er ég búin að fá svolitla leið á að vinna þarna og langar að starfa sjálfstœtt. En þá koma peningarnir aftur inn i spilið. Það er ekki hægt að setja upp eigin verzlun i Paris án þess að hafa mjög fjársterkan aðila á bak við sig. Einhvern sem hefur trú á þvi að Björnsson sé eða verði nafn. Nei, ég get ekki hugsað mér að vinna eða teikna fyrir fjöldaframleiðslu. Haute Couture skalþað vera. Ann- ars er ekkert gaman að þvi. Þá hafa lika margir skipt um stað og hafið störf hjá öðru tizkuhúsi, þegar þeir hafa fengið leið á einu. Jú, ég gæti vel hugsað mér að vinna fyrir Yves St. Laurent. En þó hef-ég heyrt að þeir tizku- teiknarar, sem starfa fyrir hann,fái litið að njóta sin, þvi hann er jú konungur tizkunn- ar og einráður i sinu fyrirtæki. Þar að auki held ég að hann ráði eingöngu stráka i vinnu til sin. Hann er nú einu sinni þannig. Það sama gildir um marga þeirra, til dæmis Card- in, þótt hann hafi lengi verið erviss Frá Louis Féraud eftir Helgu Björnsson, kvöldkjóll og dragt með þvisniði, sem verður alls ráðandi ncesta vetur. Allar teikningar eftir Helgu Björnsson. orðaður við leikkonuna Je- anne Moreau —hefur hann með aldrinum algerlega snúið sér að karlkyninu. Nei, ekki Féraud. Þegar talað er um Féraud ifrönskum blöðum er alltaf sagt: „Féraud qui aime les femmes“ eða Féraud, sem elskar konurnar. Þeim finnst sem sé ástæða til uö taka það fram “og Helga brosir. Égfékk nú að finna fyrir þviþegar ég hóf störf hjá honum. Þá voru þar nokkrir eldri og reyndari teiknarar, kvenkyns. Sjúklega afbrýðis- samar og leiðinlegar. Létu það strax i Ijós að Féraud hefði ráðið mig útlitsins vegna. Ástæðan fyrir þviað ég fékk vinnuna var að ég held, að það vantaði teiknara ein- mitt áþeim tima. Það er ekk- ert svo erfitt að komast að. Það er erfiðara að fá að halda áfram. Ég hef ekki tölu á þeim, sem hafa byrjað á eftir mér og verið látnir fara aftur. Fyrsta árið hjá Féraud var frekar erfitt. Þegar égfékk ,vvo tækifæri til að sýna nokkrar af minum eigin hug- myndum strax á fyrstu sýn- ingunni urðu fyrrnefndar starfssystur minar enn öfund- sjúkari; gagnrýnin iminn garð og hatrið œtlaði alveg að kæfa þær“og Helga hlær. „Þess vegna hef ég strengt þess heit að vera eins hjálpleg og samvinnuþýð við þá, sem eru nýrri i starfi, og ég get, þannig að þeir eða þœr þurfi ekki að ganga i gegnum sömu pinuna. En byrjun min hjá Féraudgerði þó eitt að verk- um. Ég varð harðákveðin iað sýna þeim aó ég skyldi. .. og að ég gæti. Ég hef lœrt að það er vonlaust að lifa lifinu i öfund. Það er kannski ekkert skemmtileg staðreynd að horf- ast iaugu við, að einhver sé betri ogfærari en maður sjálf- ur. En það er engu að siður staðreynd og svo lengi sem maður gerir sitt bezta. . . “ Munurinn á klæðaburði Is- lendinga og Frakka? „1 Paris skiptir það ofsa- legu máli hvernig maður er klœddur og Frakkar snobba bæði fyrir peningum, útliti. og. klæðnaði. Það gengur út i öfgar hjá þeim. Islendingar eru alger andstœða þeirra og hugsa ekki nærri nógu mikið um útlil sitt. Hér er engin hátizka og ekki heldur grund- völlur fyrir hana sem stendur. Hér er ekki til neinn muhur á þvi að vera klœddur eins og táningur eða klœddur eins og kall. Islenzkir karlmenn eru hlægilega illa tilfara. Jú,fólk fylgist kannski með tizkunni, en athugar ekki þær sveiflur, sem henni eru fylgjandi og hugsar litið út iþað hvort fatnaðurinn sé vandaður eða efnin góð. Hér hugsar fólk um bilana sina, málverkin sin, húsin sin og pólitik. En gleymir sjálfu sér. I Frakk- landi eru föt og tizka hluti af siðmenningunni. — Klœðnaðúr er viss kúltúr. . . “ __ Hþ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.