Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.08.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. AGUST 1977 33 m Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 CALIFORNIA ART GALLERIES vél. Þegar til kom voru vaðstigvél- in alltof lítil á Sigurð, svo að hann varð að ríða yfir Skeiðará án stíg- véla. Þetta kom þó ekki að sök, því Sigurður var volki vanur, ung- ur og hraustur. Eftir þetta gekk ferðin allvel austur. Hann hélt allviða hvatningar- og fræðslu- fundi. I þeirri för komst hann lengst austur til Seyðisfjarðar. Þar rölti hann um Ölduna og gekk niður i tangann, sem snýr að Búðareyrarvegi. Þar rakst hann á ungan mann, sem hann tók tali. Þetta reyndist vera Ingi T. Lárus- son tónskáld. Ingi hefur vafalaust boðið honum inn til móðursystur sinnar, Kristínar Wium, sem þar átti þá heima. Að minnsta kosti man Sigurður ennþá nafnið Kristín Wium. I næsta húsi bjó einnig bróðir Inga, Gisli, sem kvæntur var dóttur Bjarna Þor- steinssonar tónskálds á Siglufirði. Faðir Inga, Lárus Tómasson, var af skagfirzkum ættum. Hann átti heima innst á Búðareyrarvegin- um skáhallt á móti tanganum. Þar átti Ingi tónskáld heima. Hann bauð Sigurði að koma heim með sér og sagðist skyldi spila fyrir hann nokkur af fegurstu tónverk- um sínum. Sigurði segist svo frá, að dvölin á heimili Inga tónskálds hafi verið ein af ánægjulegustu stundum sínum á Austurlandi og sé sér alveg ógleymanleg. í hreppsnefnd var Sigurður um skeið. — Arið 1959 var hann sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar. Ennfremur var hann gerð- ur heiðursfélagi Iþróttasambands tslands og Glímusambands Is- lands. Sigurði kynntist ég ekki fyrr en á þriðja tug þessarar aldar, er við nokkrir prentarar starfræktum prentsmiðjuna Acta. Sigurður var þá orðinn formaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins. Hann flutti alla prentun fyrir félagið til okkar og hélt þeim viðskiptum áfram unz prentsmiðjan var seld. Síðan hefur vinskapur okkar Sig- urðar haldizt óslitinn og heldur aukizt eftir því sem árin' hafa liðið, enda hefi ég sjaldan fyrir- hitt ánægjulegri samtiðarmann. Alla sina ævi hefur Sigurður stundað íþróttir af alhug og þá ekki sizt islenzka glímu. Nú mun hann hafa lagt glímuna á hilluna, þó að því undanskildu, að nú glímir hann við Elli kerlingu, sem alla hefur hingað til lagt að velli. Þó vona ég að enn líði nokkur timi unz henni tekst að koma hon- um á kné. Af tilefni þessa merka afmælis Sigurðar óskum við hjónin hon- um, konu hans og ættingjum heilla og velfarnaðar á ókomnum árum. Að lokum þakka ég Sigurði og konu hans góð kynni og ánægju- leg á liðnum áratugum. Jón Þórðarson Sérstakur afsláttur fyrir félaga í: Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Landssambandi íslenskra samvinnumanna Sambandi íslenzkra r Attræður á morgun: Kona Sigurðar er frú Sigrún Bjarnadóttir, bónda á Bóli í Biskupstungum, Guðmundssonar. Hún hefur verið honum stoð og stytta um áratugaskeið. Á þessu ári eru 50 ár liðin siðan Sigurður stofnaði íþróttaskóla sinn, sem hann rak óslitið þar til fyrir sjö árum. Þar eð þetta var heimavist- arskóli var þar vitanlega oft þröng á þingi. Það reyndi því ekki siður á hugkvæmni og ráðsnilld konu hans að sjá öllu farsællega borgið, en forsjá húsbóndans. Sigurður kennir sig ávallt við Haukadal, enda er hann fæddur þar 22. ágúst 1897. Sigurður hugði snemma á fræðslu i íþróttum og íþrótta- kennslu. Til að byrja með hóf hann nám í Flensborgarskólanum 1916 og ári síðar stundaði hann nám við búfræðiskólann á Hólum í Hjaltadal. Þetta dugði þó engan veginn hinu unga og áhugasama íþróttamannsefni, þvi nú var það ungmennafélagshreyfingin og íþróttastarfsemin innan þeirra fé- lagasamtaka, sem tóku huga hans fanginn. — Til að vera betur bú- inn undir starfsemi i þeim félags- skap, brá hann sér til Noregs og stundaði nám við lýðháskólann i Voss árið 1920 og nokkru síðar fór hann til Danmerkur, nánar tiltek- ið 1926—27, og stundaði þá nám við íþróttaskóia Niels Bukhs í Ollerup. Að því námi loknu stofn- aði hann íþróttaskóla sinn i Haukadal 1927, svo sem fyrr er sagt frá. Jafnframt var hann bóndi og gestgjafi við Geysi. Samhliða þessu var Sigurður formaður Héraðssambandsins Skarphéðins 1922—1966 og var gerður að heiðursformanni þess félags árið 1966. Jafnframt var hann i stjórn UMFI 1927—30. Glimukonungur Islands var hann árin 1922—1927, eða samtals um fimm ára skeið. Þá má og geta þess, að hann tók þált i glimuför til Noregs 1925 og til Danmerkur ári siðar. Um skeið ferðaðist hann viða Sigurður Greips- son skólastjóri Árin líða, ævin þverr, en minn- ingar liðinna ára eru geymdar i tölvu heilabúsins, að vísu misjafn- lega skýrar. En ef hrist er upp i hólfum minninganna koma þó viðburðir liðinna ára æ betur i ljós. Það er líkast því að maður horfi á kvikmynd, frá æsku til elliára, sem líður misjafnlega skýrt og hratt fyrir augum áhorf- enda eða áheyren<Ja. Fátt gleym- ist af þvi sem mikilvægast er. Hitt er móðu hulið, er ekki skiptir máli. En hvað Sigúrð snertir má segja að hver viðburðurinn hjá honum taki við af öðrum. Allt hans líf hefur verið hlaðið störf- um og athöfnum. Raunar er svo enn, þótt minna kveði að því nú en áður fyrr, sem eðlilegt er. Foreldrar Sigurðar voru heið- urshjónin Greipur Sigurðsson, bóndi í Haukadal, og Katrín Guð- mundsdóttir frá Stóra-Fljóti í Biskupstungum. um Austurland á vegum Ung- mennafélags Islands og Iþrötta- sambands Islands. I þeim ferðum lagði hann aðallega stund á fræðslu um iþróttir og bindindis- mál. Hann fór landleiðina austur. Þá voru öll vötn óbrúuð og því mjög svallsamt að ferðast á þeim tima. Honum er það mjög minnis- stætt, er hann fékk fylgd Hannes- ar á Núpsstað austur á Skeiðarár- sand. Ferðin þangað austur gekk, að heita mátti, mjög greiðlega. Þar átti að koma á móti honum maður frá Skaftafelli og hafa með sér hest handa Sigurði og vaðstíg- OLÍUMÁLVERK GODDI SF.t Fellsmúla 24 í MORGUNSÁRIÐ Höfum fengið'nýja sendingu. Ungir viðurkenndir erlendir listamenn. Sama ótrúlega verðið fyrir „orginal" mjög falleg oliumálverk. Lítið inn meðan úrval er nóg og gerið góð kaup. Opið í dag — sunnudag kl. 1 3.00 til 1 8.00 bankamanna og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Nú hefur Óli í Ríó sent frá sér sína fyrstu sólóplötu. Á þessari plötu flytur Öli einungis frumsamda tón- list ásamt nokkrum þekktum tónlistarmönnum. Þessa plötu ættu allir að hlusta á því að hún er einhver sú athyglisverðasta sem heyrst hefur lengi. FALKIN N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.