Morgunblaðið - 31.08.1977, Síða 31

Morgunblaðið - 31.08.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. AGÚST 1977 TEUUR OG MATTHÍAS BÁÐIR TIL1. DEILDAR LIÐA? Teitur Þórðarson TEITUR Þórðarson hef- ur sannarlega verið hval- reki fyrir lið Jönköping í sumar. Hann er lang- markhæsti leikmaður liðsins, hefur skorað 11 mörk, og aðeins einn leikmaður hefur skorað fieiri mörk í 2. deildinni í Svíþjóð. í Smaalands Folkeblad segir í fyrir- sögn á forsíðu íþrótta- blaðs þess s.l. mánudag: „Teitur veikur — samt sem áður Jönköpings gulldrengur.“ Er þar fjallað um innbyrðis- leik félaga íslenzku landsliðs- mannanna, liðs Teits og Matt- híasar * Hallgrímssonar s.l. sunnudag, en þeim leik lauk með jafntefli 1:1. Skoraði Teit- ur eina markið í fyrri hálfleikn- um og átti skínandi góðan leik fram að hléi, en þá var honum skipt útaf samkvæmt eigin ósk, en Teitur var rúmliggjandi i síðustu viku og var rétt að jafna sig um helgina. Hinn Islendingurinn, Matt- hías Hallgrfmsson, kom hins vegar inná i byrjun seinni hálf- leiks og átti ágætan leik. Tókst Halmia að snúa gangi leiksins sér í vil, og skora jöfnunarmark rétt fyrir leikslok. Var þetta tíundi jafnteflisleikur Halmia i röð, en lið Islendinganna eru mestu jafnteflisliðin í deild- inni, Halmia með 10 jafntefli, Jönköping með 9. Þriðji Islend- ingurinn, Vilhjálmur Kjartans- son, leikur svo með Nörby og hefur félag hans gert 9 jafn- tefli. Eru liðin öll um miðja deildina, Halmia með 20 stig, Jönköping og Nörby með 19 stig. Teitur er sá íslendinganna þriggja sem staðið hefur sig bezt i sumar og hefur nú úr nokkrum tilboðum félága i 1. deild að velja. Ennþá getur hann ekki upplýst hvaóa félög þetta eru, en segist reikna með að halda frá Jörjköping í vetur. Að visu er hann með samning til haustsins 1978, en segist bú- ast við að eitthvert félaganna i 1. deildinni kaupi samning hans við félagið. Matthias hefur iðulega átt í útistöðum við hinn enska þjálf- ara Halmia. Hefur Matthiasi ekki verið treyst eins og þessi leikreyndi leikmaður er vanur og hefur hann ekki leikið með liðinu alla leiki þess i sumar. Segir Matthias að hann sé með ágætt tilboð frá liði í 1. deild upp á vasann, samningaviðræð- ur séu i gangi og hann eigi von á því að skrifað verði undir að keppnistimabilinu loknu. Muni hann ekki sakna Halmia mikið, verði af samningum við lið í 1. deild. Vilhjálmi Kjartanssyni hefur ekki vegnað vel með Nörby að undanförnu. Hann byrjaði að visu vel, en í siðustu leikjum hefur hann ekki verið fastur maður í liðinu. í 3. deildinni leikur Þor- steinn Ólafsson, fyrrum lands- liðsmarkvörður frá Keflavik. Er lið hans um miðja deiid. Hefur Þorsteinn staðið sig vel og líkar vel lffið í Svíþjóð, en hann stundar þar efnafræði- nám samhliða knattspyrnunni. Er Morgunblaðið ræddi við þá Teit og Matthias i Hollandi i gær, var gott hljóð i þeim félög- um. — Leikurinn við Hollend- inga verður ugglaust mjög erf- iður og ég á ekki von á þvi að Íslendingar nái stigi i leiknum, sagði Teitur Þórðarson, — ég held að Hollendingar vinni með 2—3 marka mun, en það væri Ég heímta stærrí sigur en síðast - SAGÐIERNST KEPPEL. HOLLEWZKIEINVALDURINN — ÞETTA verður örugglega erfiður leikur, það eru allir leikir erfiðir, — aðeins mismunandi erfiðir var það fyrsta sem Erst Keppel, þjálfari og einvaldur hol- lenzka landsliðsins, sagði í einka- viðtali við Morgunblaðið í Nijmegen i gær. Þegar Morgun- blaðið ræddi við Keppel var hann nýkominn af æfingu með lið sitt, en hollenzka liðið hefur að undan- förnu dvalið í æfingabúðum hol- lenzka knattspyrnusambandsins og æft þar við hinar fuilkomnustu aðstæður. Keppel er nú í fyrsta að vera fimm ár i Belgíu og samkvæmt reglum belgíska knattspyrnusambandsins verð ég ekki þá talinn lengur útlend- ingur, en i hverju liði niega leika þrir útlendingar. Samn- ingur minn við Standard Liege er laus i vor og hvað ég geri þá er alls óvíst enn. Standar hefur boðið mér endurnýjun samn- ings, en ég er ekki enn ákveð- inn hvað ég geri. Það er ýmis- legt í deiglunni og ég ætla að bíða og sjá hver framvinda mála verður — hvort ég fæ betri tilboð annars staðar frá, og hvað mikið verður í boði. Á þessu stigi málsins get ég að- eins sagt það, að það kemur ýmislegt til greina, sagði Ásgeir Sigurvinsson að lokum. Það kemur ekki á óvart að Asgeir skuli hafa fengið tilboð um að endurnýja samning sinn við Standard Liege. Hann hefur staðið sig frábærlega vel með þessu sterka liði og er nú heil- inn í leik liðsins. Ásgeir er að- eins 23 ára að aldri og sannar- lega maður framtíðarinnar i evrópskri knattspyrnu. Stórfé- lög Spánar og Vestur- Þýzkalands hafa verið í sam- bandi við hann að undanförnu t.d. Real Madrid og Borussia Mönchengladbach. Það kæmi þó undirrituðum ekki á óvart, að ef Asgeir skipti um félag í vor yrði belgíska liðið Anderlecht fyrir valinu. skiptið með hollenzka landsliðið, og eru miklar vonir bundnar við þennan frábæra þjálfara, sem þykir reyndar skaphundur hinn mesti. — Rudi Krool hefur sagt að hann búizt við ruddalegum leik af hálfu Islendinganna? — Ég þekki ekki íslenzka liðið og þótt Rudi segi að leikmenn þess leiki ruddalega, þá er það hans skoðun en ekki min. Hann hefur leikið gegn íslandi, ekki ég. — Þekkir þú ekkert til ís- lenzku landsliðsmannanna? — Ég þekki aðeins leikmann Islands, Asgeir Sigurvinsson og fullyrði að hann er einn albezti erlendi leikmaðurinn í belgísku knattspyrnunni. Hann er geysi- lega fjölhæfur og ennþá vaxandi leikmaður. Aðra leikmenn liðsins þekki ég ekki; en er þess fullkom- lega meðvitandi að lið sem nær eins góðum árangri og íslending- ar hafa náð að undanförnu er sterkt lið sem hefur fleira til brunns að bera en að leika rudda- lega knattspyrnu. — Verður Asgeirs sérstaklega gæll í leiknum? — Ég vil ekkert segja um ein- stök atriði leikskipulags okkar, annað en það að við munum leika 4-3-3 með sóknarleik og mörk í huga. Annað vil ég ekki segja nema þá það að við munum sannarlega vita af Ásgeiri Sigur- vinssyni. — Eru Hollendingar ekki þeg- ar öruggir að komast í úrslitin f Argentínu? — Alls ekki. Við eigum þrjá leiki eftir í riðlakeppninni og hver einasti þeirra er mikilvægur og erfiður. Ég viðurkenni að við erum komnir langt, en við erum ekki komnir alla leið til Argentfnu. — Nú er þetta fyrsti leikurinn þinn sem einvaldur og þjálfari hollenzka landsliðsins? — Já, það er rétt. Mér skilst að ég verði eini nýliðinn f þessum leik. Ég legg þvi sérstaklega mikla áherzlu á þennan leik. Ég verð að fá góð úrslit í mfnum fyrsta landsleik. Ég vil ekki nefna neinar tölur, en ég heimta stærri sigur en 1—0 eins og var gegn Islandi í fyrrahaust sagði Ernst Keppel að lokum. íslendingar eru — ISLENDINGAR hafa engu að tapa og þeir munu berjast eins og ljón og leika ruddalega knattspyrnu, ef ég þekki þá rétt, var haft eftir Rudi Krool, fyrirliða hollenzka landsliðsins í knattspyrnu, f einu dagblað- anna hér í gær. Hollenzka landsliðið æfði í Zest á mánudag og þriðjudag, en kom þá um kviildið til Nijmegen. Fvrir sigur í leiknum við ls- lendinga í kvöld fá hollenzku leikmennirnir uppha'ð sem nemur allt að 230 þúsundum króna — fer það reyndar nokk- uð eftir áhorfendaf jölda og markamun hver upphæðin Rudi Krool — fyrirliði hollenzka landsliðssins. Hann segir að Isiend- ingar leiki ruddalega knattspyrnu, en landsliðsþjálfarinn telur það ekki vera skýringuna á velgengi fslendinga að undanförnu. 31 N Matthfas Hallgrfmsson gaman ef við næðum að skora mörk hjá þeim. 4—5 á móti 2 væru ekki slæm úrslit fyrir okkur. Þessi leikur er of mikil- vægur fyrir Holland til þess að þeir taki nokkra áhættu. Ann- ars hefur verið hálf leiðinlegt að vera miðherji í íslenzka lið- inu að undanförnu. Við höfum alltaf verið í vörn, þetta hefur verið eilíft streð. I sumar hefur þetta þó lagazt verulega og við eigum vel frambærilegt lið, sem gaman er að leika með. Leiðrétting ÞAR sem greint var frá úrslit um Bikarkeppni FRÍ I 1. deild var sagt að Kristinn Arinbjörns- son hefði hlaupið fyrir FH. Hið rétta mun vera að Einar Guð- mundsson hafi hlaupið en ekki Xristinn. Þá misritaðist árang- ur Hildar Harðardóttur i kúlu- varpinu, sagður 7.61 metri en á að vera 8.24 metrar. Keppt í aukagreinum Frjálsiþróttasamband íslands hefur ákveðið að 100 m grindahlaup og stangarstökk drengja- og sveinameistara- móts íslands og 100 m grind stúlkna- og meyjameistara- mótsins fari fram samhliða greinum í Unglingakeppni FRÍ, sem háð verður á Kaplakrika velli í Hafnarfirði n.k. laugar- dag og sunnudag. Þessum greinum var frestað þegar mót- ið fór fram á Akranesi fyrr i sumar. Þátttöku ber að til- kynna til Haralds Magnús- sonar, en þátttaka er opin. ruddar verður, en öruggt er að þeir fá ekki minna en 200 þúsund krónur, takist þeim að sigra í leiknum. Er þetta nokkru hærri upphæð en þeir fengu fyrir sigur f leik við Englend- inga á Wembley-leikvanginum í Lundúnum síðasta vetur. Úr- slitin þar urðu 2—0 fyrir Hol- •and og skoraði Jan Peters bæði mörk Hollendinganna. Verði jafntefli í leiknum f kvöld fær hver leikmaður upphæð sem svarar til 100 þúsund íslenzkra króna, en sigri tslendingar hins vegar i leiknum fá hollenzku leikmennirnir samt sem áður dágóða upphæð, eða um 75 þús- und krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.