Morgunblaðið - 10.09.1977, Page 2

Morgunblaðið - 10.09.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 V egurinn í sundur á 5 stöðum - heitavatnslögnin margslitin EINS OG fram kemur i frétt annars staðar í blaðinu urðu mestar skemmdir vegna nátt- úruhamfaranna nyrðra við Kís- iliðjuna í Bjarnarflagi. Hefur fyrirtækið verið lokað síðan á fimmtudagskvöld, en þar starfa nú um 70 manns og vann stór hluti þess hóps að viðgerum í gær. Við Kröfluvirkjun urðu engar skemmdir á mannvirkj- um og holur á svæðinu virtust vera að jafna sig i gær eftir að þrýstingur hafði aukizt veru- lega í þeim meðan á umbrotun- um stóð. Vegurinn frá Reynihlíð upp í Námaskarð fór í sundur á fimm stöðum laust fyrir miðnætti i fyrrinótt. Var þá um nóttina strax hafizt handa um viðgerðir og var vegurinn greiðfær um morguninn. Gliðnun og jarðsig héldu þó áfram fram eftir degi í gær þannig að vegurinn rofn- aði aftur á nokkrum stöðum, en fljótlega var gert við þær skemmdir. Kaldavatnsleiðslan í Kisiliðj- una fór í sundur á tveimur stöð- um og var unnið við viðgerð á henni í gær. Umtalsverðari skemmdir urðu á heitavatns- lögninni úr Bjarnarflagi niður í Reykjahlið og Voga, en leiðslan þangað mun hafa farið í sundur á 10—15 stöðum. Sömuleiðis var unnið við viðgerðir á þeim skemmdum í gær. Við sprungumyndunina á svæðinu og jarðsigið tognaði á sima- og rafmagnslinum. Olli það nokkrum vandræðum í fyrrinótt, en starfsmenn Raf- magnsveitna og Síma unnu i gær við að auka i þar sem strikkunin var mest. Þar sem mestar skemmdir urðu á vegum f Bjarnarflagi var útlits eins og á þessari mynd Friðþjófs. Afleggjarinn að holunni sem gaus f fyrrinótt var lokaður vegna sprungu, sem myndaðist í hamförunum. Borholurnar í Bjarnarflagi f haksýn. Þannig var umhorfs f rannsóknastofu Kfsiliðjunnar. (ljósm. Mbl. Friðþjófur. Þorsteinn Olafsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, fyrir framan skrifstofuhúsnæðið, sprungurnar á bflastæðinu fara víst ekki fram- hjá neinum. Sprunga opnaðist við skrif- stofuhúsnæði Kísiliðjunnar og eins og sjá má uppi í kverkinni er stór sprunga á milli álm- anna. Rör sprakk f syðstu byggingu Kísiliðjunnar og leðjan lak um gólf. Ein holan í Bjarnarflagi gaf sig alveg TALSVERÐAR breytingar urðu á borholunum i Bjarnarflagi við umbrotin þar í fyrrakvöld og er ein holan þar alveg dottin niður. Að sögn Benedikts Steingrímssonar, jarð- fræðings, er það hola 7, sem er alveg dottin niður, en hinar blása allar. Sagði hann að aflmesta holan, nr. 10, væri óbreytt að því er virtist, en ekki væri hægt og varla vogandi að loka holunum til að mæla þær. 1 holu nr.5 hefði fóðring gengið upp um 14 sm og var enn hreyfing við holuna seint í gærkvöldi. Er þetta talsvert alvarlegt mál og gæti holutoppurinn gefið sig. Hola 4, það er holan sem spýtti gjalli og hraunslettum í fyrrinótt, þarf ekki að hafa eyðilagzt þrátt fyrir átökin, en hins vegar þarf að loka henni þegar hægist um á svæðinu, en trúlega verður hægt að gera við hana, að sögn Bene- dikts. Við Kröflu sagði hann að þær breytingar hefðu orðið helztar að þrýstingur hefði aukizt i holunum og allverulega í fyrrakvöld. Þrýstingurinn hefði minnkað þá strax um nóttina og væri senn að komast í sitt fyrra horf. Sagði Benedikt að þróunin á Kröflu- svæðinu væri sú sama nú og í umbrotunum í aprílmánuði siðastliðnum. Unnið var að því í gær að taka sýni úr borholum á báðum svæðum til að kanna hvort efnainnihald hefði breytzt, t.d. sýrumagn, eftir umbrotin. Tekur tima að vinna úr þessum rann- sóknum og niðurstöður þeirra verða ekki ljósar fyrr en í næstu viku. Eldsumbrotin norðan við Leir- hnúk virðast ekki hafa valdið neinum skaða á Kröfluvirkjun og þeim mannvirkjum, sem þar eru. Guf uaflstödin í Bjarnarflagi óvirk í bili Akureyri, 9. september — GUFUAFLSTÖÐ Laxárvirkjunar í Bjarnarflagi er algjörlega óskemmd eftir jarðeldana og landskjálftana I gærkvöldi ekki einu sinni sprunga f vegg — sam- kvæmt upplýsingum Óskars Þórs Árnasonar, tæknifræðings hjá Laxárvirkjun. Hins vegar er gufu- veitan óvirk eða úr lagi gengin með þeim afleiðingum að þrýst- ingur féll hratt I gærkvöldi og varð of lágur til þess að starf- rækja stöðina, svo að vélar henn- ar voru stöðvaðar milli klukkan 24 og 01 f nótt. Enginn getur svarað því með vissu, hve langan tíma tekur að koma borholunni og gufuveitunni í samt lag, en til þess þarf a.m.k. nokkra daga. Þess vegna var ákveðið i dag, að nota þann tíma til að hreinsa túrbinu stöðvarinn- ar, en það er á að gizka viku verk. Óhreinindi og útfellingar í guf- unni hafa aukizt mjög síðan jarð- hræringar byrjuðu á svæðinu. Áð- ur var talið nægilegt að hreinsa túrbínuna árlega, en nú er orðin full þörf á hreinsun eftir fjóra mánuði, en síðast fór hreinsun fram i maí i vor. Gasinnihald guf- unnar hefur lika stóraukizt. Þó að nú ríki nokkur óvissa um ástand borholu og gufuveitu að gufurafstöðinni, er hún sjálf prýðilega nothæf og verður i vet- ur ef ekkert óvænt gerist eða frekari röskun verður á svæðinu. Menn eru bjartsýnir á að stöðin verði farin að skila fullum afköst- um um aðra helgi, en frá henni fást 3 megawött. —Sv.P. Vestmannaeyjar: Engin breyt- ing í sölt- unarmálum ENGIN hreyfing var i söltunar- málunum í Vestmannaeyjum í gær og var staðan því óbreytt frá því sem skýrt var frá i Morgun- blaðinu i gær. „Ég hef ekkert heyrt frá þeim í dag,“ sagði Jón Kjartansson, formaður verkalýðs- félagsins í Eyjum í samtali við blaðið, en hann kvaðst hafa frétt að flestir sildarsaltendur hefðu farið til Reykjavíkur í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.