Morgunblaðið - 10.09.1977, Side 10

Morgunblaðið - 10.09.1977, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 íbúar í Höfnum, sem eru óánægðir með svœðarýmkun fyrir dragnótabáta: Kalmann Sigurrtsson. Við hryRfíjuna ligKur trillan hans, Farsæll. Jósef Borgarsson oddviti. Vilhjálmur Magnússon. Hólmfrfður Oddsdóttir f Merki- nesi. „Getnr fleytt einnm útgerðarmanni yfir erfiðan hjalla en ræðnr litln nm þjóðarhag” —ÞEIR hjá Hafrannsóknastofnun tala um það sem röksemd fyrir þessum leyfisveitingum að auka þurfi sóknina í vannýtta fiskstofna og í þessu tilfelli kolastofninn, sem sagður er hálfnýttur. En mér finnst það dálítið skrítin aðferð til að auka nýtingu kolastofnsins með því að opna aðeins lítið svæði og þá einmitt fyrir landi Hafnarhrepps, sem hefur verið verr settur með aflahriigð en mörg önnur sveitarfélög auk þess sem menn eru sammála um að dragnótin sé eyðileggingartæki. Við vitnm að í Faxaflóanum eru miklu stærri kolasvæði og ef ætlunin er að beina bátunum f kolann þá ætti að opna allan Faxaslóann. Þessi opnun hér getur kannski fleytt einum útgerðarmanni yfir erfiðan hjalla en þetta litla svæði ræður litlu um þjóðarhag, sagði Jósef Borgarsson, oddviti Hafnarhrepps f samtali við blaðamann Morgun- hlaðsins, sem heimsótti Hafnirnar í vikunni og ræddi við fólk á staðnum vegna opnunar svæðisins út af Höfnum fyrir dragnótaveiðum. Það er verið að fara aftan að okkur Jósef sagði að fyrir nokkrum árum hefði Fiskifélag íslands leit- að eftir umsögn sveitarstjórnar- innar í Höfnum um veiðiheimild- ir á svæðinu frá Stafnsnesi að Reykjanestá. Hefði umsögn sveitarstjórnarinnar jafnan verið neikvæð gagnvart dragnótaveið- um á svæðinu. Haustið 1975 sagði Jósef að gefið hefði verið leyfi til dragnótaveiða á Hafnarieirunum og Sandvíkunum og hefðu þá ver- ið að þessum veiðum tveir bátar frá Olafsvík. Svæðinu var lokað fljótlega aftur en áður hafði hreppsnefnd Hafnarhrepps mót- mælt þessum veiðum við sjávarút- vegsráðuneytið. í fyrra voru þess- ar veiðar leyfðar aftur en bannað- ar eftir að Jósef oddviti hafði gengið á fund sjávarútvegsráð- herra, sem eftir það sendi tvo af starfsmönnum sínum til fundar við ibúa Hafnarhrepps. Á þeim fundi náðist samkomuiag, að sögn Jósefs, um að friðaða svæðið í Faxaflóa skyldi framvegis miðast við línu dregna úr Reykjanesi í Malarrif en ekki úr Garðsskaga í Marlarrif eins og áður. — Eftir þetta samkomulag höfum við hér í Höfnum litið svo á að svæðið út af Höfnum fylgdi Faxaflóasvæð- inu og yrði ekki opnað t.d. fyrir dragnótaveiðum nema Fióinn yrði þá allur opnaður, sagði Jósef. —Ef nú á bara að opna hér fyrir utan finnst okkur að farið sé aftan að okkur í þessu máli, en væri Faxaflóinn allur opnaður þá horfði þetta öðruvísi við og væri ekki einkamál okkar. Þetta er það lítið svæði, sem veiðarnar eru leyfðar á nú, að bátarnir draga i einu hali milli hraunbrúnanna og þessi dragnótaveiði getur haft áhrif á fiskgengd á þau mið, sem smábátaeigendur hér sækja á. Svo er þetta svæði ekki síður upp- eldíssvæðí fisks en Faxaflóinn sjálfur. Við höfum alveg sama álit á dragnótaveiðum á okkar miðum og Akurnesingar og aðrir, sem eru harðir andstæðingar drag- nótaveiða á sínum miðum. Ekki gert með þjóðarhag í huga —Við hér í Höfnum getum ver- ið sammála þeirri stefnu að beina fiskveiðum í aðra stofna en þorsk- inn en þá verður að gera það með öðrum hætti en hér er gert og þá með þjóðarhag í huga. Ef sú væri raunin hér þá værum við ekki með mótmæli. Nú er einnig rætt og’deilt um, hvort ráðherra eða Hafrannsóknastofnun eigi að segja til um hvernig rétt sé að ganga um fiskimiðin. Ég get verið sammála því að sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunarinnar eigi þar að ráða ferðinni að verulegum hluta en þeir verða þá að gera það trúverðuglega, þannig að íbúarnir fallist á aðgerðirnar. Við ætlum ekki að mótmæla því að fiskstofn- ar séu nýttir með þjóðarhag i huga en, ef það er niðurstaða sér- fræðinga stofnunarinnar að rétt sé að heimila kolaveiðar með dragnót á Hafnarleirunum en ekki í Garðsskagasjó, þá tek ég ekki mark á Hafrannsóknastofn- un fyrir fimmeyring. Annars er það alveg ljóst að það er hvorkí ráðherra né Hafnrannsóknastofn- un sem ráða þessum málum held- ur pólitískir þrýstihópar — og þar — Þeir eru hér uppi í kál- görðum, sagði frúin í Merkinesi og benti á drag- nótabátinn, sem við sjáum á þcssari mynd. . ■ , - '-x <4:'v Ljósm. Mbl. Ol.K.M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.