Morgunblaðið - 10.09.1977, Side 12

Morgunblaðið - 10.09.1977, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 Ályktun framkvæmdastjóra fiskvinnslustöðva á Austurlandi: Meginorsök vandans er mikil verðbólga FUNDUR framkvæmda- stjóra fiskvinnslustöðva á Austurlandi, haldinn í Valaskjálf fimmtudaginn 1. september 1977, ályktar eftirfarandi: Rekstrarerfiðleikar þeir, sem rætt hefur verið um að undan- förnu hjá frystihúsum á Suð- vesturlandi, eru að mati fundar- ins ekki bundnír við einstaka landshluta, heldur eiga við um allt land. Rekstrarerfiðleikar þessir steðja heldur ekki einungis að frystíiðnaðinum heldur ekki siður að saltfisk- og skreiðarverkun i landínu. Vandi þessi er einkum tvíþætt- ur. í fyrsta lagi er m að ræða aug- ljósan stórfelldan rekstrarhalla, þar sem allur rekstrarkostnaður hefur hækkað til muna meir en nettóskilaverð afurða i íslenzkri mynt, en í öðru lagi er um að ræða mjög mikinn rekstrarfjárskort. Væntanlesa dylst engum, að meginorsök þessa tvíþætta vanda er sú mikla verðbólga sem er i landinu og veldur þvi að þrátt fyrir hagstæðustu markaðsskil- yrði er ástandið slikt sem raun ber vitni. Greinilegt er af skrifum ýmissa blaða undanfarið, að vanrækt hef- ur verið að kynna nægilega hag fyrírtækja i sjávarútvegi og þýð- ingu þeirra fyrir útflutningsfram- leiðslu þjöðarinnar. Samtök sjávarútvegsins verða sem fyrst að gera átak i þessum efnum. Þcssi undirstöðuatvinnuvegur verður að geta greitt sínu fólki góð laun og þróazt á eðlilegan hátt, en slíkt hefur ekki verið hægt undanfarið, hvað þá nú. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum, eru ýmis fiskvinnslu- fyrirtæki stöðvuð eða að stöðvast. Á Austurlandi eru nú öll fisk- vinnslufyrirtæki rekin með tapi. Skuldasöfnun er gífurleg og í raun ekki hægt að halda rekstri áfram á eðlilegan hátt. Undirstaða alls atvinnulífs á Austurlandi er sjávarútvegur og þvi er reynt að halda fyrirtækj- unum gangandi eins lengi og hægt er. Það er nú gert með því að nota fé annarra í reksturinn, með því að safna lausaskuldum. Þeir menn, sem sinna stjórn- unarstörfum, eyða nú tima sinum í að slá lán fyrir næstu útborgun, eða að svara innheimtumönnum. Svona ástand er óviðunandi með öllu og veldur margvíslegu tjóni. Ráðamenn þjóðarinnar virðast enn ekki líta rekstrarafkomu fisk- vinnslustöðva nógu alvarlegum augum. Nægileg gögn liggja þó fyrir, til þess að hægt sé að taka á málinu. Eftirtaldir aðilar vilja nú taka undir með öðrum fulltrúum fisk- vinnslufyrirtækja og ítreka nauð- syn skjótra ráðstafana til þess að tryggja áframhaldandi rekstur fiskvinnslufyrirtækja. 1 húfi er atvinna fjölda fólks sem vinnur við fiskvinnslu og raunar fleiri, þar sem ekki er nóg að eyða gjaldeyri, það þarf að afla hans líka. Eftirtaldir menn voru kosnir í nefnd til þess að vinna að hags- munum fiskvinnslustöðva á Austurlandi í þessum málum: Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, H:llgrímur Jónasson, Reyðarfirði og Gisli Jónatansson, Fásk- rúðsfirði. Eftirtalin fyrirtæki áttu fram- kvæmdastjóra á fundinum. Hraðfrystih. Eskifj. Eskif. Fiskvinnslan hf., Seyðisf. Norðursfld hf., Seyðisf. Síldarvinnslan hf., Neskaupst. Fiskverkun G.S.R., Reyðarf. Hraðfrystih. Stöðvarf. hf., Stöðvarf. Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn. Tangi hf. Fiskvinnsla, Vopnaf. Hraðfrystih. Breiðdælinga Breiðdalsv. Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarf. Hraðfrystihús Fáskrúðsf. hf„ Fáskrúðsf. Frá Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. h.f., Laugavegi 148 í dag auglýsum við óhúðaðan vatnsþolinn krossvið, gólfkrossvið og eldtefjandi krossvið. Á sama stað í blaðinu höfum við sl. tvo daga auglýst aðrar tegundir af krossvið t.d. húðaðan og rásaðan. VATNSÞOLINN KROSSVIÐUR WBP Gerð Þykkt Stærð verð pr plötu án söluskatts Verð pr fermeter án söluskatts. BIRKI-COMBI 4 mm 150x1 50 cm 1.100- 489 - BIRKI-COMBI 4 mm 120x270 cm 1.590 - 491 - BIRKI-COMBI 6 'h mm 120x270 cm 2 510 - 775 - BIRKI-COMBI 9 mm 120x240 cm 2 900 - 1 007,- BIRKI-COMBI 12 mm 120x270 cm 4 380 - 1.352,- BIRKI-COMBI 12 mm 150x300 cm 5.990 - 1.331 — BIRKI-COMBI 15 mm 120x270 cm 5 450 - 1 682,- BÁTAKROSSV 9 mm 500x150 cm 11 280 - 1.504 - birki-combi FURA/GRENI 6'/2 mm 120x270 cm 2.220 - 685 - FURA/GRENI 9 mm 120x270 cm 2.910 - 898 - FURA/GRENI 12 mm 120x270 cm 3 750,- 1.157- GÓLFKROSSVIÐUR VATNSÞOLINN Þykkt Stærð Verð pr plötu án söluskatts Verð pr fermeter án söluskatts 12 mm 50x150 cm 1 270 - 1 693 - 15 mm 50x1 50 cm 1.540 - 2 053 - ELDTEFJANDI KROSSVIÐUR VATNSÞOLINN Þykkt Stærð Verð pr plötu án söluskatts Verð pr fermeter án söluskatts 3/8"—10 mm 122x244 cm 4 860 - 1 633,- Á sama stað í blaðinu á morgun auglýsu m við spónaplötur og trétex. PLÖTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Timburverzlun Árna Jónssonar Et Co. h.f., Laugavegi 148, símar 113333 - 11420 Hjartapuntur og fleiri skrautgrös GRÖSÍ VENDI „Hver er að breiða ullina sína úti í flóa? Tandurhreint er hennar lin, heitir fífa vina mín.“ Flest hafið þið eflaust séð hvitar fífubreiður úti í mýri og flóa, þ.á.m. inni í miðri Reykja- vik, að kalla. Hið hvíta eru svif- hár á aldini fifunnar, sem þess vegna getur borist langar leiðir með vindi. Fifuhárin voru áður snúin saman í Iýsislampakveiki en þeir lampar voru helstu ljós- tæki fyrrum viða um Norður- lönd: „Ljósið kolunnar lék um Snorra, lýsti sagnheim feðra vorra.“ Reynt hefur verið að vefa og spinna úr fifu líkt og baðmull en hún þykir ekki nógu sterk til þeirra nota. En fífa er ágæt í endingar- góða vendi til skrauts. Þá skal tína fífuna snemma þ.e: fljót- lega eftir að hún verður hvít, áður en hárin fara að losna. Best er að hengja fífuna ný- tínda upp í smá vöndum til þerris inni á loftgóðum stað þar sem ekki skín sól. Hún getur upplitast eða hvíti liturinn dofnað í sterku sólskini. Vöndur úr fífu og punti. Þegar fífan er orðin vel þurr má binda hana í stærri vendi og hengja upp eða láta standa í vasa. Hún getur þá haldist fall- ega hvít allan veturinn og jafn- vel árum saman. Fifurnar eru raunar tvær, önnur — hrafnafifan — með einn hvitan koll, hin — klófífan — með fleiri. Vendir af þeim verða því ekki nákvæmlega eins. Margir tína einnig punt í vendi og þá aðallega stóra fall- ega blágráa gljáandi snarrótar- punt sem víða vex, bæði á þurru og hálfröku landi, rækt- uð og óræktuðu. Getur orðið hnéhár eða meir, með stórum puntskúf. Blöðin snörp átöku. Puntvendina skal einnig taka tímanlega og þurrka á sama hátt og fifuvendi. Þeir geta lika enst mjög lengi. Melgras er lika gott í vendi, það er stinnt og stórvaxið eins og flestir vita, notað til sand- græðslu og fyrrum sem korn- jurt í Skaftafellssýslum og við- ar. Stórar og stinnar starir eru og vel hæfar i vendi, einnig vallhæra o.fl. og korntegundir. Sumir hafa fleiri en eina teg- und í sama vendi. í görðum er ræktaður hjartapuntur og fleiri skrautgrös góð í vendi. Ekki má gleyma reyrnum ís- lenska er vex víða úti um hag- ann. Raunar tvær ilmgrasateg- undir: ilmreyr og reyrgresi. Það er aðallega blöðin sem ilma lengi og þægilega þegar búið er að þurrka þau á sama hátt og áður var nefnt. Reyrgrasið hef- ur breið blöð sem oft eru nefnd reyr og það eru þau sem mest hafa verið notuð um öll Norður- lönd. Þið getið hengt upp reyr- vönd til ilmbætis. Alsiða var að hafa reyr i fatakistum og skáp- um svo fötin ilmuðu og mölur sækti minna í þau. Reynið reyr- inn! Fífuvöndurinn á myndinni er ársgamall — slík er endingin! II).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.