Morgunblaðið - 10.09.1977, Side 19

Morgunblaðið - 10.09.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 19 Unnið að viðgerðum á vatnsveitunni til Kisiliðjunnar. Séð ofan í syðsta gíginn, brezkur jarðvísindamaður þræðir varlega yfir hraunið, sem enn var glóð undir í gðrmorgun. veðnu mynztri og rinn byrjar á ný en i Vestmannaeyjum rann hraunið fljótlega í tveimur meginelfum. Þá rann hraunið miklu hraðara hér þar sem hraunið var svo þunnfljótandi, en í Vestmannaeyjum hins veg- ar hægar þar sem það var mun þykkara, sagði dr. Sigurður Þórarinsson. HÖFÐU VAKAÐ ALLA IMÓTTINA Er Morgunblaðsmenn voru á ferð við gosstöðvarnar i gær- morgun voru þar fyrir fjórir enskir jarðvísindamenn. Höfðu þeir komið að eldstöðvunum fljótlega eftir að gosið byrjaði og er við kvöddum þá um klukkan 9 í gærmorgun var ekkert fararsnið á þeim. Þeir tóku myndir í gríð og erg, pjökkuðu með verkfærum sin- um i stökkt hraunið og ræddu mikið sin á milli um hve skjótt landið hefð breytzt, á hve skömmum tima hraunið hefði runnið. — Við komum fljótlega eftir að gosið byrjaði, misstum rétt af fyrsta klukkutímanum, sáum eldstólpana síðan hverfa og ætlum okkur helzt ekki að fara héðan fyrr en við getum gengið að megingignum, sögðu Eng- lendingarnir. Þar sem hraunið var svo þunnt storknaði það fljótt eftir að rennslinu lauk, en það var tilkomumikil sjón að sjá hraun- fossana steypast fram af stöll- um og sprungum i fyrrakvöld. Lækirnir liðuðust síðan um hraunið unz þeir slokknuðu í útjaðrinum. Rauður bjarmi eldsins lýsti upp nágrennið í myrkrinu og fjöldi fólks fylgdist með þessu mikla sjónarspili náttúrunnar af hæðunum í kring. Morguninn eftir var ólíkt um að litast. Hraunið storkið og svart, himininn heiður og blár. Aðeins saklaus strókur úr miðju sprungunnar og hann átti eftir að minnka er leið á daginn Þessu gosi um 3 km norður af Leirhnúk var greinilega lokið, en hvað gerist á næstu mánuð- um. Jarðfræðingar eiga vdn á allu illu, óttast enn meira gos og það jafnvel fyrr en seinna. Hvar það verður veit enginn, en ýmsar getgátur eru á lofti. — Þetta er allt eftir ákveðnu mynztri. Þegar landið er komið í ákveðna hæð getum við farið að reikna með eldgosi, segir Sigurður Þórarinsson. Landris hefst trúlega aftur i dag og sami hringurinn byrjar á ný. Viðlagatrygg- ing bætir tjón á þeim eigum sem eru brunatryggðar SEM kunnugt er hefur oróió all- mikið tjón á sumum mannvirkj- um nyróra við eldsumbrotin og jarðhræringarnar og er það V’ið- lagatrygging Islands, sem stofnuð hefur verið með lögum, er kemur til með að bæta að hluta það tjón er orðið hefur. Til að fá nánari upplýsingar um þessi mál ræddi Mbl. við Sigurð Jónsson, fram- kvæmdastjóra, en hann á sæti í stjórn Viðlagatryggingar íslands. — Viðlagatrygging Islands bætir það tjón, sem orðið hefur af völdum náttúruhamfara, t.d. vegna eldgoss, snjóflóða eða jarð- skjálfta, þ.e.a.s. tjón á þeim eign- um, sem hafa verið bruna- tryggðar. Iðgjald viðlaga- tryggingarinnar er 0,25 prómill af brunatryggingum og bætir hún tjón á húsum, innanstokksmun- um, vörubirgðum og slíku, en ekki t.d. á þróm Kísiliðjunnar eða vatnslögnum. Sagði Sigurður að lagaákvæði viðlagatryggingar væru ótviræð, en nokkrir erfið- leikar hefðu verið á því hvernig ætti að meðhöndla tjón á vatns- lögnum. Maraþonlestur Biblíunnar: 365 blaðsíður lesn- ar í gærkveldi VERIÐ var að lesa 17. kafla f annarri konungabók Biblíunnar á blaðsíðu 365 I gærkveldi, er Morgunblaðið hafði samband við safnaðarheimili aðventista f Keflavík. Það eintak, sem lesið er upp úr, er 1.109 blaðsíður. Lestur Biblíunnar á að taka um það bil 70 klukkustundir, en hann hófst í fyrrakvöld klukkan 20. Verður bókin lesin i einni strik- lotu unz lestrinum verður lokið og er áætlað að það verði um klukk- an 20 á sunnudagskvöld. Lítið var um áheyrendur í gær- morgun, en þegar á daginn leið fjölgaði þeim. I fyrrinótt kom maður til að hlýða á lesturinn klukkan 02, en að öðru leyti voru það aðeins lesarar sem voru við- staddir lesturinn yfir blánóttina. Skipulagðir eru hópar þriggja einstaklinga, sem taka að sér lest- ur fjórar klukkustundir í senn og les hver 20 mínútur í senn. I gær höfðu alls 23 lesið, margir oft. Fólk er velkomið og getur fengið að lesa ef það óskar þess. I tilefni þessa maraþonlesturs er opin sýning i safnaðarheimil- inu á gömlum Biblium, sem fengnar hafa verið að láni i Landsbókasafninu. Þá er til sölu á staðnum minnsta Biblia i heimi, ensk útgáfa á mikrófilmu og eru allar blaðsíður hennar 1.245 að tölu á fleti sem er 3x3 cm. Má lesa Bibliuna með smásjá. Þetta míkrófilmueintak kostar 315 krónur. Fær menntamála ráðuneytið V í ðis-húsið? FJARVEITINGANEFND Alþing- is eða meiri hluti hennar hefur fyrir sitt leyti samþykkt að mæla með kaupum á húseign Trésmiðj- unnar Vfðis að Laugavegi 166. Samkvæmt upplýsinguni Gisla Blöndal, hagsýslustjóra, standa nú samningar yflr milli rikisins og eigenda hússins, en Gfsli sagði að sér væri ekki kunnugt um, hvort nokkrar tölur væru þar komnar á blað, að því er varðar kaupverð hússins. Gisli sagði að hugmyndin væri sú, að ríkið notaði húsið undir menntamálaráðuneytið, Rikisút- gáfu námsbóka, Fræðslumynda- safn ríkisins og skylda starfsemi. Samkvæmt upplýsingum Karv- els Páimasonar, alþingismanns, sem sæti á í fjárveitinganefnd var rætt í nefndinni, er málið var til umræðu þar um 250 til 260 millj- ón króna kaupverð hússins, en að siðan þyrfti um 390 milljónir króna til þess að koma þvi i það ástand, sem þyrfti fyrir áður- nefnda sjarfsemi. Rannsókn tveggja morðmála lokið LOKIÐ er hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins rannsókn morðmál- anna tveggja sem upp hafa komið að undanförnu, þ.e. i fanga- geymslu lögreglunnar við Hverf- isgötu og Rauðhóla. Samkvæmt upplýsingum Hallvarðs Einvarðs- sonar og Arnar Höskuldssonar er nú aðeins beðið eftir niðurstöðum geðrannsókna og réttarkrufning- ar i öðru málinu og verða þau send saksóknara til umfjöllunar þegar niðurstöður hafa fengizt. Borgarfjarðarprófastdæmi HÉRAÐSFUNDUR Borgarfjarð- arprófastsdæmis verður haldinn að Saurbæ á Hvaifjarðarströnd n.k. sunnudag 11. september og hefst með guðsþjónustu i Hallgrimskirkju kl. 14. Séra jólafur Jens Sigurðsson, sóknar- prestur i Bæ, prédikar. Settur prófastur, séra Jón Einarsson i Saurbæ, flytur yfirlitsskýrslu um heiztu störf kirkjunnar frá siðasta héraðsfundi. En aðalmál fundar- ins verður álit Starfsháttanefndar þjóðkirkjunnar, sem sent hefur verið til allra sóknarnefnda í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.