Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 80.00 kr. eintakið. Lærdómsrík reynsla Breta Það hefur verið afar athyglisvert að fylgjast með þróun efnahagsmála í Bretlandi á undanförnum árum. Bretar hafa sem kunnugt er átt við mikla erfiðleika að etja i efnahags- og atvinnumálum og stöðugt hefur dregið úr efnahagslegum þrótti þeirra. Þeir hafa fengið orð á sig fyrir að vera „hinn sjúki maður Evrópu." Nágrannar þeirra og velunnarar hafa spurt sjálfa sig, hversu langt brezka heimsveldið mundi sökkva áður en umskipti yrðu. Nú er hins vegar bersýnilegt, að veruleg breyting er að verða í brezkum efnahagsmálum, þótt of snemmt sé að segja til um það, hvort sá bati er skammtímafyrirbærí eða verði varanlegri. Fyrir nokkrum misserum, þegar við Islendingar bjuggum við nálægt 60% verðbólgu, — sem var sá arfur sem vinstri stjórnin skildi eftir sig, — komst verðbólguprósentan i Bretlandi upp í 25%, sem var margfalt meiri verðbólga en í nokkru öðru riki í okkar heimshluta af svipaðri stærðargráðu og Bretland er. Nú er svo komið, að Bretar hafa komið verðbólgunni niður ? 1 1 % og vonir standa til að hún eigi eftir að lækka enn. Þetta er umtalsvert afrek og ekki auðvelt að ná þessum árangri. Siðustu daga hefur verið skýrt frá því í fréttum, að brezka ríkisstjórnin hafi enn unnið verulegan sigur í baráttu sinni gegn verðbólgunni, er fulltrúar á ársfundi brezka verkalýðssambandsins samþykktu með töluverðum meirihluta að verða við beiðni ríkisstjórnar Verka- mannaflokksins um að tólf mánuðir líði milli launahækkana. Jafnframt er það stefna brezku rikisstjórnarinnar, að launahækk- anir verði ekki meiri en 10% á þessu tímabili og er þá gert ráð fyrir að verðbólgan komist jafnvel niður fyrir 1 0% á miðju næsta ári Lykillinn að þessum mikla árangri brezku ríkisstjórnarinnar er bersýnilega hin ábyrga afstaða meirihluta brezku verkalýðshreyf- ingarinnar. Þrátt fyrir mikil umbrot og óróa og töluverða erfiðleika í sambúð Verkamannaflokksins i Bretlandi og verkalýðssamtak- anna þar í landi er Ijóst, að brezkir verkalýðsforingjar hafa gert sér grein fyrir því, að það væri ekki í hag láglaunastéttunum í Bretlandi, sem eru mjög fjölmennar, að verðbólgan héldi áfram í sama mæli og verið hefur nokkur síðustu ár. Þeir hafa einnig gert sér grein fyrir þvi, að hóflegar kauphækkanir geta skipt sköpum í baráttunni við verðbólguna, að sjálfsögðu jafnhliða öðrum ráð- stöfunum. Þess vegna hafa brezku verkalýðssamtökin gengið til samstarfs við brezku rikisstjórnina með þeim hætti, sem að framan var lýst. Þetta er lærdómsrík saga fyrir okkur. Hún sýnir, að þótt verðbólga hafi vaxið mikið, er unnt að ná henni niður með samstöðu þeirra aðila, sem mest áhrif hafa í efnahags- og atvinnumálum. en það eru auk rikisstjórnar og löggjafarvalds samtök vinnuveitenda og verkalýðs. Við íslendingar höfum góða reynslu af þeim árangri, sem hægt er að ná í viðureign við mikinn vanda, þegar traust skapast milli ríkisstjórnar og verkalýðsforystu. Þannig er augljóst, að við náðum okkur fyrr á strik eftir efnahagsáföllin 1967 — '69 en ella vegna þess, að verkalýðs- hreyfingin á þeim tíma gerði sér grein fyrir því, sem gerzt hafði og var reiðubúin til þess að stuðla að því fyrirsitt leyti, að þjóðin gæti rétt við eftir þau áföll, sem þá dúndu yfir í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Enda var það svo, að uppgangur hófst á ný á árinu 1969, sem stóð viðstöðulaust fram á árið 1974. Því miður er ekkert útlit fyrir að verðbólgan muni halda áfram að minnka hér á íslandi. Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum og fram til þessa dags má segja, að verðbólgan hafi minnkað um nærfellt helming. Er það út af fyrir sig mjög verulegur árangur. Verðbólgan er hins vegar enn nálægt 30% og mikil hætta á að hún muni aukast verulega í kjölfar þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru í júnímánuði sl. Þeir kjara- samningar sýndu, að íslenzka verkalýðshreyfingin var ekki, með sama hætti og hin brezka, reiðubúin til þess að stuðla að stefnu í efnahags- og atvinnumálum, sem leitt gæti til minnkandi verð- bólgu. Það var mikill skaði vegna þess, að allar aðstæður voru til þess í vor að halda þannig á málum, að traust samstaða gæti tekizt milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar um stefnuna í kjaramálum, sem leitt gæti til minnkandi verðbólgu. En við því verður ekki gert úr því sem komið er. Það er full ástæða til þess að fylgjast vandlega með því, sem er að gerast i Bretlandi og vissulega mætti afstaða brezku verkalýðs- hreyfingarinnar frammi fyrir efnahagserfiðleikum þar í landi og hinnar sænsku verða íslenzkri verkalýðshreyfingu nokkurt um- hugsunarefni. Þessir þrír menn gætu allt eins myndað ríkisstjórn í Noregi eftir kosningarnar nú. Frá vinstri Lars Korvald, form. Kristilega þjóðarflokksins, Gunnar Stalsett, formaður Miðflokksins, og Erling Norvik, formaður Hægriflokksins. 1 í \ % Jjs *|j , \ mfflk \ á SUMl j | 1 f # l^f v | l 4 ft Norsku kosningarnar: Verka- mannaflokkurinn gæti X en borgaraleg ríkisstjórn UIIIIIU d þykir langsennilegust Osló, 9. sept. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. NIÐURSTÖÐUR tveggja siSustu skoðanakannana, sem voru birtar i dag. benda báSar til þess aS borgaraflokkamir munu taka viS völdum i Noregi. Aftur á móti ber jafnan aS gjalda varhug viS skoS- anakönnunum og Ijóst er aS kosn- ingamar verSa hörkuspennandi og úrslit gætu orSiS tvisýn. bessi skoSun kemur fram hjá stjórn- málasérfræSingum eftir aS úrslitin voru birt. Minnihlutastjóm Verkamanna- flokksins, sem Odvar Nordli for- sætisráSherra hefur leitt siSustu 19 mánuSi eftir aS hann tók viS af Trygve Bratteli. hefur heldur misst fylgi ef marka má skoSanakannan- ir. Samkvæmt þeim hafa flokkarn- ir Hægri. Kristilegi þjóSarflokkur- inn og MiSflokkurinn svo greini- legt forskot aS þessum floukum á aS vera i lófa lagiS aS fá meiri- hluta í stórþinginu og mynda sam- steypustjórn. Slik samsteypustjórn yrSi án efa undir forystu Lars Korvalds, 51 árs gamals leiðtoga Kristilega þjóSarflokksins. Korvald var i fyrirsvari ámóta stjórnar i eitt ár. frá 18. október 1972. Skoðanakannanirnar, sem byggðu á samtölum viS um það bil 3500 manns tveimur vikum fyrir kosningarnar, veita borgaraflokk- unum augljóst forskot á Verka- mannaflokkinn og Sósialiska vinstriflokkinn á þingi. Skoðanakönnun. sem Verdens gang birti. gaf til kynna að borg- araflokkarnir fimm fengju 83 þingmenn á móti 72 á væntanlegu þingi, þar af yrðu þrir samsteypu- stjórnarflokkarnir með 78 af þess- um 83 sætum. Samkvæmt þessari skoðanakönnun fengi Verka- mannaflokkurinn 69 þingsæti og SV aðeins þrjú. Svipuð skoðanakönnun frá MarkaSs- og fjölmiðlastofnuninni norsku gaf til kynna mjög svipaS- ar niðurstöður. Þar var talið að borgaraflokkarnir fimm fengju 84 sæti. þar af 81 til handa sam- steypuflokkunum þremur. Verka- mannaflokkurinn 66 og SV fimm. Við kosningarnar 1973 beið Verkamannaflokkurinn mikinn ósigur og fékk aðeins 62 þing- menn. Hefur flökkurinn ekki feng- ið jafn slæma útreið i nokkrum þingkosningum frá striðslokum. Bratteli og Nordli gátu aðeins stjómað með eins atkvæðis meiri- hluta þar sem SV fékk mikið fylgi i þeim kosningum, eða 16 þing- menn og byggði þar einkum á vinsældum flokksins frá þvi i kosningunum um aðild að Efna- hagsbandalaginu, Á þessu ári hefur flokkurinn nánast framkvæmt á sér pólitiska kviðristu að flestra sérfræðinga dómi. Þetta stafar af hatrömmum áróðri flokksins og flokksmál- gagnsins „Ny tid" gegn Atlants- hafsbandalaginu og ásökunum sem uppi hafa verið hafðar um Loran C stöðvarnar, að tilurð þeirra á norskri jörð þýði nánast hið sama og Atlantshafsbandalag- ið hefði herstöðvar i Noregi. Skoðanakannanir sýna og Ijós- lega mjög dvinandi vinsældir SV og virðist flokkurinnnaumast eiga sér viðreisnar von. Árið 1973 fékk Verkamanna- flokkurinn 62 þingsæti með 35.5% atkvæða. Hægri fékk þá 29 sæti og 17.5% atkvæða, Kristilegi þjóðarflokkurinn 20 sæti með 12.1 prósenti, Miðflokkurinn fékk 21 sæti með 11 prósent. SV 16 þingsæti með 11.2%, Vinstri tvö þingsæti og 3.5%, Nýi þjóðar- flokkurinn 1 þingsæti og 3.4% og Framfaraflokkurinn 4 þingsæti og 5%. . Niðurstöður skoðanakannana benda til að Framfaraflokkurinn sé I þann veginn að þurrkast út. Hér fara á eftir nákvæmar niðurstöður skoðanakannana: Verkamannaflokkurinn fengi 69 þingmenn, aukning um 7. Sósialiski vinstriflokkurinn fengi 3 þingm. tapaði 13. Um 250 þúsund ungir kjúsend- ur greiða nú atkvæði í fyrsta sinn. Hægri fengi 38 sæti, aukning um 9. Kristilegi þjóðarflokkurinn 21 sæti. aukning 1. M iðflokkurinn 19 sæti, tapaði 2. Vinstri 3 sæti, ynni 1. Nýi þjóðarflokkurinn 2 þing- sæti. ynni eitt. I hinni skoðanakönnuninni. sem birt var I dag. eru niðurstöður á þessa lund: Verkamannaflokkurinn 66. ynni 4 SV fimm sæti. tapaði 11 Hægri 42 sæti, ynni 12 Kristilegi þjóðarflokkurinn 23 sæti, ynni 3. Miðflokkurinn 17 þingsæti tapaði 4. Vinstri, 1 þingsæti. tapaði einu. Nýi þjóðarflokkurinn 2 þing- sæti, ynni eitt. Ekkert kemur á óvart i þessum skoðanakönnunum. nema ef til vill útlit fyrir mikið fylgistap Mið- flokksins i þeirri seinni. Mið- flokkurinn er meðal annars á móti því að of geyst verði farið i sakirn- ar i oliu- og gasvinnslumélunum og sömuleiðis er flokkurinn and- vigur aðild Noregs að Evrópska orkuráðinu. Áður en skoðanakannanirnar voru birtar sagði talsmaður Verka mannaf lokksins Reiulf Steen. i viðtali: „Við töpuðum kosningunum 1973. en viðfengum ríkisstjórnar- völdin. Nú gætum við orðið sigur- vegarinn — en misst völdin." Enda þótt almennt sé búizt við þvi að Veruamannaflokkurinn auki fylgi sitt frá þvi i siðustu kosningum hefur þó engin treyst sér til að spá þvi að þeir muni vinna jafn mikið og SV tapi. Þessa stundina bendir þvi allt til þess að flokkarnir þrír, Hægri. Kristilegi þjóðarflokkurinn og Mið- flokkurinn myndi samsteypustjórn að kosningum loknum. Þeir segjast vel undir slikt búnir og myndi stjórnarmyndun ekki taka nema vikutima ef til kæmi. Á kjörskrá nú eru 2 762 000 manns þar af eru tæplega 250 þús. ungir kjósendur sem nú greiða atkvæði i fyrsta sinn. Fyrstu niðurstöður munu senni- lega berast um klukkan 22 á sunnudagskvöldið en talningu lýkur varla endanlega fyrr en að- fararnótt þriðjudags, þar sem viða er kosið bæði sunnudag og mánu- dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.