Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 37

Morgunblaðið - 10.09.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI Svo mörg voru þau orð Margrét- ar og ef aðstandendur sýningar- innar hafa eitthvað við þau að athuga er sjálfsagt að þeir setji sig í samband við Velvakanda. En svona inn á milli bréfanna getum við litið á lltið vísukorn. % Fyrsta gangan Gömlum vísnakarli varð þetta að orði þegar fregnir bárust um framboðslista Alþýðubanda- lagsins i Norðurlandskjördæmi eystra: Feigum verður flest til tjóns í frambjóðendahraki. Að stilla fyrst upp stráknum Jóns var stutt með lófataki. % Vangaveltur eftir landsleiki „Mig langar að ræða nokk- uð um landsleiki tslands i knatt- spyrnu i sumar og að sjálfsögðu ætla ég að stikla á stóru. Það er enginn vafi á þvi að landsliðs- mönnum okkar hefur farið mjög mikið fram á síðustu árum og þótt við höfum tapað nokkuð stórt í HM-leikjum okkar við Hollend- inga og Belga þá hefur islenzk knattspyrna alls ekki sett niður við það. Ég tel samt að islenzka landsliðið geti orðið mun sterkara en það er, það hefur verið lögð á það alltof mikil áherzla að fá at- vinnumennina i Iandsleikina. Þessir menn æfa sama og ekkert með landsliðinu, oft eru þeir al- veg æfingarlausir, en eru samt látnir ieika með liðinu og jafnvel þótt þeir hafi verið i hálfsmánað- ar sumarfrii erlendis. Er þetta nú hægt? Þettagetur nú ekki gengið svona til lengdar. Það er mitt álit að það eigi bara að velja þá leik- menn í landsliðið, sem eru hér heima og geta komið þvi við að æfa með þvi. Það er samæfingin, sem skiptir mestu máli og skapar meistarana. Þetta eiga landsliðs- nefndarmenn að vita. Það hafa margir af okkar sterkustu knatt- spyrnumönnum ekki fengið tæki- færi með landsliðinu í sumar og það er engu likara en þeir sem eiga sæti í landsliðsnefnd K.S.Í. haldi að landsliðið eigi að vera óbreytt næstu 10 árin. Þeir menn sem stjórnna þess- um málum horfa si og æ framhjá okkar sterkustu leikmönnum eins og t.d. Pétri Péturssyni, Tómasi Pálssyni, Þorsteini Bjarnasyni, sem ég tel vera langbezta mark- mann landsins um þessar mundir, einnig mætti nefna Olaf Július- son, Sigurlás Þorleifsson og Karl Sveinsson, svona mætti lengi telja. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn, sem verðskulda lands- liðssæti nú þegar. Það hefur tölu- vert verið rætt um landsliðsþjálf- ara okkar, Tony Knapp, hér í Vel- vakanda og hefur hann verið .gagnrýndur mjög. Mér hefur fundizt þessi gagnrýni að sumu leyti ósanngjörn og sumt af því sem sagt var um hann var varla prenthæft, því enginn á að setjast í dómarasæti og dæma þá menn sem hann þekkir ekki. Tony Knapp er góður maður og hann hefur staðið sig vel i sinu starfi og á þakkir skildar fyrir það. 1730—6804.“ Ekki fleiri orð um það, en Vel- vakandi fær ekki betur séð en bréfritari setjist einmitt i dóm- arasæti þar sem hann gagnrýnir störf landsliðsnefndar. En þar sem Velvakandi er litið heima i þessum fræðum hættir hann sér ekki út i vangaveltur með bréfrit- ara, en býður landsliðsnefnd að senda svör ef hún sér ástæðu til þess Þessir hringdu . . . 0 Styðjum fslenzk- an iðnað Kona: — Mér finnst að rikis- stjórnin ætti að banna allan inn- flutning á skipum og stuðla að því að innlendar skipasmiðastöðvar fái að smíða þau skip, sem við þurfum á að halda. Það er alltaf verið að kaupa þau frá útlöndum, en það er hægt að smíða mjög mörg þeirra hérlendis, eða svo hefur manni skilizt. Einnig á að stuðla að þvi að innlendu stöðv- arnar fái allar þær viðgerðir og viðhald, sem þarf að gera á Is- Ienzka flotanum og styðja með því hinn íslenzka iðnað. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A IBM skákmótinu í Amster- dam í júlí kom þessi staða upp í skák ítalans Tatai, sem hafði hvitt og átti leik, og ungverska stórmeistarans Adorjans 19. e6 — fxe6, 20. Rxe6 — g5 (Staða svarts var einnig vonlaus eftir 20... Dxe6, 21. Hel — Df5, 22. Db4!) 21. Hel! Svartur gafst upp. Eftir 21. . ,gxh4, 22. Dg4 hót- ar hvítur máti á g6 og þá gengur ekki að leika 22.. .De6 vegna 23. Rg7+ — Kd8, 24. Rf5. % Ekki sannleik- anum samkvæmt? Helga Hansen: — Mig langar að andmæla frélt I Mbl. 3. sept. um konu á útsölu, því það er ekki rétt að umrædd kona hafi verið með frekju og pilsaþyt heldur tók lög- reglumaðurinn feil og fór með ranga konu á stöðina. Það þarf að vanda þennan fréttaflutning bet- ur og hafa ekki aðeins söguna frá öðrum aðilanum. HÖGNI HREKKVÍSI Hann hlaut sérstök verðlaun fyrir að vera elskulegurhundur! Sumarbústaður á Austurlandi Til sölu eru tveir fallegir sumarbústaðir á Austurlandi, annar í Hellisfirði og verða veiði- réttindi í Hellisfjarðará látin fylgja ákveðinn árafjölda eftir samkomulagi. Hinn í landi Skuggahlíðar í Norðfjarðarsveit ásamt 2500 fm skógi vaxinni lóð. Upplýsingar gefur Guðmundur Ásgeirsson sími: 97-7677 Neskaupstað. Kjúklingar kr. 1200 kg 10 stk. í kassa 990 kr. kg Úrvals unghænur kr. 790 kg 10 stk. í kassa 690 kr. kg OPIÐ LAUGARDAGA 8—12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.