Morgunblaðið - 10.09.1977, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.09.1977, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1977 39 Grundvallarhugsjónin enn í fullu gildi — Félagsleg staða Ungmennafélags íslands er mjög sterk um þessar mundir — sennilega sterkari en oftast áður. Þótt verkefnin séu að mörgu leyti önnur nú en í upphafi, þá er grund- vallarhugsjón hreyfing- arinnar enn hin sama — mannrækt og vaka yfir unnum sigrum, sögðu þeir Hafsteinn Þorvalds- son, formaður UMFl, og Sigurður Geirdal, fram- kvæmdastjóri félagsins, í viðtali við Morgunblaðið í gær, en UMFÍ heldur sitt 30. sambandsþing á Þingvöllum um helgina. Er það jafnframt tíma- mótaþing í sögu samtak- anna, þar sem á þessu ári eru liðin sjötíu ár frá stofnun þess. — Sem dæmi um þá þróun sem orðið hefur og þann aukna áhuga sem er á hreyfingunni má nefna, að árið 1970 voru félagar í UMFÍ um 10 þúsund, en eru um þessar mundir orðn- ir rösklega 19 þúsund, sagði Hafsteinn Þorvaldsson. — Fé- lagatalan hefur þvi nær tvö- faldazt á þessum sjö árum og það sem er enn ánægjulegra er þó að æ stærri hluti félaganna er virkur í starfinu. Iþrótta- starfið er enn veigamesti þátt- urinn hjá UMFl og verður það sjálfsagt á ókomnum timum, en starf að félagsmálefnum hefur einnig margfaldazt og er það ekki sizt að þakka félagsmála- skóla UMFÍ sem starfað hefur á undanförnum árum, en skóli þessi hefur hvarvetna verið mjög vel sóttur. Hafa alls verið haldin 129 námskeið á vegum skólans hjá sambandsaðilun- um, en námskeiðunum hefur þó verið nokkuð misskipt á milli þeirra, og er það afleiðing þess hve fáir kennarar hafa verið virkir. Væri það mjög æskilegt að sambandsaðilarnir sjálfir yrðu sjálfum sér nógir hvað kennara snertir. Sigurður Geirdal, fram- kvæmdastjóri UMFl, sagði að sá þáttur starfsins sem hvað mest gróska hefði verið í að undanförnu væri samskipti við útlönd. — A þeim þætti starfs- ins er gífurlegur áhugi, og við höfum verið svo heppnir að ná mjög góðu samstarfi við bræðrafélög okkar á Norður- löndunum, sérstaklega þó f Danmörku, og höfum við átt mjög vinsamleg og mikil sam- skipti við þau félagasamtök á undanförnum árum og áhugi er á þvt að efla það starf enn meira. Landsmót Ungmennafélag- anna er sá þáttur starfs UMFl sem er einna mest áberandi, en segja má að mót þetta séu litlir Ölympíuleikar islenzkrar æsku. Hafa komið fram svipuð vanda- mál við framkvæmd landsmóta að undanförnu og við fram- kvæmd Ólympíuleika, þ.e. að mótin eru orðin svo umfangs- mikil, að erfitt er að fá staði til þess að sjá um þau. Þannig átti t.d. næsta landsmót UMFÍ að vera á Dalvík, en þegar til kom reyndist ekki unnt að hafa það þar og mun mótið verða á Sel- fossi. Þeir Hafsteinn og Sigurð- ur voru spurðir að því hvort ekki væri uppi áforn um að breyta landsmótunum þannig að þau yrðu auðveldari í fram- kvæmd. — Það er rétt, að landsmótin eru orðin það umfangsmikil að erfitt er að finna þeim stað, sögðu þeir, — en hitt er greini- lega vilji allra að mótin haldi þeirri reisn sem yfir þeim hef- ur verið, og verður því hvergi hvikað af þeirri braut sem hef- ur verið mörkuð. Það er greini- legt að flest sambandsfélög UMFl miða starf sitt mikið við landsmótin og eru þau þvi veru- legur hvati til starfs. íþrótta- fólkið sjálft er einnig farið að gera meiri kröfur til aðstæðna á Stjórn UMFÍ: Þóroddur Jóhannsson, Ólafur Oddsson, Jón Guðbjörnsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Guðjón Ingimundarson, Bergur Torfason og Björn Ágústsson. landsmótum en áður, einfald- lega vegna þess að þvi finnst að svo miklu að keppa. Við viljum heldur ýta undir þessa þróun en hitt, og er nú t.d. áformað að tveir fyrstu menn i hverri grein frjálsra iþrótta á næsta lands- móti fái utanlandsferð og dvöl i æfingabúðum ytra. Sjálfsagt verða nokkrar breytingar á landsmótum í framtíðinni, og er t.d. áformað að fækka starfs- íþróttagreinum á næstu lands- mótum, þannig að aðeins verði keppt i þeim greinum sem eru vinsælastar hjá áhorfendum. Um fjármál UMFI sögðu Haf- steinn og Sigurður. — UMFl berst i bökkum fjárhagslega, enda opinber að- stoð tiltölulega lítil. Þó fengum við nokkra leiðréttingu okkar mála á siðasta ári. Má nefna að árið 1975 fengum við 2.7 millj- ónir króna frá hinu opinbera, en veltan var 12 milljónir króna. 1976 voru þessar tölur 4.6 milljónir króna og 16.6 milljónir króna og á þessu ári fáum við 10 milljónir króna en áætluð velta er 30 milljónir króna. Helztu tekjur aðrar en opinberi styrkurinn er lands- happdrætti, en fyrirkomulag þess er þannig að sambandsfé- lögin hafa einnig af þvi tekjur, og síðan er stefnt að þvi að sem flest verkefni sambandsins standi undir sér fjárhagslega. Um helztu framtíðarverkefni UMFI sagði Hafsteinn Þor- valdsson: — Á komandi sambands- þingi verður væntanlega fjallað mest um það sem við köllum eigin verkefni UMFÍ. Helzti framtíðardraumur okkar er að koma upp glæsilegri þjónustu- miðstöð i Reykjavík, en það er ekki vanzalaust að 70 ára gam- all félagsskapur sem er jafn öflugur og UMFÍ skuli ekki hafa yfir eigin húsnæði að ráða. UMFÍ rekur skrifstofu í Reykjavík, og er þar orðið alltof þröngt um okkur, ekki sízt vegan þess að sambandsfélögin sækja æ meira eftir margvis- legri þjónustu skrifstofunnar. Æskilegt væri að hafa aðstöðu til þess að efla þennan þátt starfsins enn meira, og jafnvel skapa aðstöðu til þess að taka á móti hópum ungmennafélaga sem koma til höfuðborgarsvæð- isins til keppni. Að öðru leyti má segja að grundvallarverk- efni framtiðarinnar verði hin sömu og hafa verið hingað til, en auðvitað er stefnan að efla starfið og færa það út eins og kostur er. Fiölskylduhátíð í höllinni . X' X A sýningunni Heimilið '77 er eitthvað \ fyrir alla í fjölskyldunni, unga sem aldna Heimsókn í Laugardalshöll er ódýr fjöl- skylduskemmtun, sambland af gamni og alvöru, allt eftir því hvað hver vill. Fjórar glæsilegar tískusýningar í dag klukkan 2, 4, 6 og 9. Metaðsókn frá opnun sýningar segir meira en mörg orð. Missið ekki af sýningarviðburði ársins. Næstsíðasti dagur. Laugardagur íLaugaidal Lokumámorgun HEIHILIÐ77 0$ Vinningar i gestahappdrætti: 17 Sharp litsjónvarpstæki frá Karna- bæ og fjölskylduferð til Flórida á vegum Útsýnar. Dregiö daglega. H SlGASTOfAN HFI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.