Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 3

Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 35 Siijiincjíarinn PHILIPS Gjöf til Húsa- víkurkirkju Húsavík 9. september. I GÆR VAR til moldar borin á Húsavik Kristjana Sigtryggsdótt- ir sem sin búskaparár bjó á Húsa- vik en andaðist í Reykjavík 92 ára að aldri. Kristjana var gift Albert Flóventssyni, vel þekktum Hús- víkingi á sinni tíð, en hann var lengst af verkstjóri Húsavíkur- hrepps og er látinn fyrir allmörg- um árum. Börn þeirra hjóna, Sigurlaug, Sigtryggur Flóvent og Kristinn Kolbeinn hafa í dag af- hent Húsavikurkirkju að gjöf 120 þúsund krónur til minningar um foreldra sina og systkin sem látin eru. —Fréttaritari. Kjöttunnu stolið ÞAÐ uppgötvaðist s.l. fimmtu- dagsmorgun að lás hafði verið brotinn upp á geymsluskúr sem stendur á lóð ibúðarhúss við Sól- eyjargötu i Reykjavík. Við nánari eftirgrennslan sást að búið var að taka plasttunnu, en húsráðand- inn, aldraður maður, hafói nýlega lokið víð að salta tvo kjötskrokka í tunnuna og ætlaði til vetrarins. Er mjög bagalegt fyrir manninn að tapa kjötinu og eru það tilmæli Rannsóknarlögreglu ríkisins að allir þeir, sem veitt geta einhverj- ar upplýsingar i málinu, gefi sig fram. i litsjónvarp meö eðlilegum litum Umboðsmenn um land allt: Akranes Borgarnes Bolungarvík ísafjörður Hvammstangi Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Verslunin Valfell Kaupfélag Borgnesinga Virkinn hf Póllinn hf K / F V Húnvetninga K/F Húnvetninga K/F Skagfirðinga Aðalbúðin Ólafsfjörður Akureyri Akureyri Húsavík Vopnafjörður Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Verslunin Valberg Akurvik hf KEA Þ. Stefánsson K / F Vopnfirðinga Stál hf Kristján Lundberg Elís Guðnason Fáskrúðsfjörðu Guðmundur Hallgrimsson Hornafjörður KASK Hella Mosfell Vestmannaeyjar Kjarni Vestmannaeyjar Stafnes Selfoss Radio og sjónvarpsstofan Keflavik Stapafell hf Hafnarfjörður Ljós og raftæki heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3. SÍMI 20455 — SÆTÚNI 8. SÍMI 15655 AlitíLVSINtíASIMINN KK: 22480 Allan Edwall, höfundur leiksins og tveir af aðalleikendunum, Harald G. Haraldsson og Jón Hjartarson. „Gary kvartmilljón” frumsýnt hjá L.R. Næstkomandi miðvikudag verð- ur hjá Leikfélagi Reykjavíkur frumsýnt leikritið Gary kvart- milljón, eftir Allan Edwall. Höf- undur verksins er jafnframt aðal- leikstjóri þess og Sigríður Haga- lín aðstoðarleikstjóri. Vigdis Finnbogadóttir leikhússtjóri er þýðandi verksins, auk annarra í samvinnu. Aðspurð um nafn leik- ritsins sagði Vigdis, að erfitt hefði verið að finna því heiti á islenzku, en naí'nið Gary kvartmilljón hefði komið fram og fyrirmyndin þá sú, að Islendingar eru næstum kvart- milljón að tölu. Að sögn Vigdisar fjallar leikritið um ungan mann „á uppleið", fjölskyldu hans og lifsmynztur þessa fólks. Leikur- inn er aðlagaður íslenzkum að- stæðum og gerist þannig i Reykja- vik. Ungi maðurinn Gary er starfsmaður i stóru fyrirtæki i borginni og faðir hans hafnar- verkamaður hjá Eimskip. Að- spurður um efni verksins sagði höfundurinn verkið fela í sér þjóðfélagsádeilu á þann veg, að tæknimenningin þurrki út ein- staklinginn i samfélaginu. Innan hverrar fjölskyldu verði tengslin minni með aukinni velmegun nú- timaþjóðfélagsins. Aðalleikendur eru Harald G. Haraldsson, Soffía Jakobsdóttir og Jón Hjartarson. Höfundur leikritsins er Islend- ingum að góðu kunnur, en hann er jafnframt vinsæll leikari i heimalandi sínu, Sviþjóð. í is- lenzka sjónvarpinu hefur hann m.a. komið fram i „Vesturförun- um“ og „Emil i Kattholti", sem voru vinsælir framhaldsþættir. Hann hefur annars skrifað leikrit fyrir svið og útvarp, skáldsögur, kvikmyndahandrit og fl. Leikritið Gary kvartmilljón er skrifað 1970 og hefur verið sýnt víða um Norð- urlönd við góðar undirtektir, og einnig stendur til að setja það upp i London á næstunni. Þrjú íslenzk leikrit verða á fjöl- unum í Iðnó í vetur. Skjald- hamrar og Saumastofan verða sýnd áfram, en sýningar á hvoru um sig eru þegar orðnar um 150. Um áramótin verður leikrit Birgis Sigurðssonar, Skáld-Rósa, tekið til sýninga, en leikstjóri er Þor- steinn Gunnarsson. Blessað barnalán, leikrit Kjartans Ragn- arssonar, verður sýnt í Austur- bæjarbíói i vetur. 1 Iðnó verður einnig sett upp leikritið Refirnir, eftir bandariskan höfund, Lillian Hellman, sem Steindór Hjörleifs- son leikstýrir. Fyrir börn ng full- orðna verður leikrit eftir Böðvar Guðmundsson, Sæmundur á seln- um, en leikendur eru stangar- brúður og verður samvinna höfð við Leikbrúðuland með sýning- arnar. Guðrún Svava Svavarsdótt- ir sá um leikbrúðugerðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.