Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.09.1977, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 * A slóðum Ferðafélagsins Þórunn Þórðardóttir: Land- mannalaugar Gönguferð I nágrenni Lauga. Ferðamenn baða sig f laugunum. Laugar á Landmannaafrétti eru á hálendinu norður af Torfajökli á sværti þvi, sem Landmannaleirt erta F'jallahaks- leirt nyðri liggur. En sú leið er fjallvegur milli Landssveitar og Skaftártungu. Leið okkar liggur í Laugar, en þangað er 4 klst. akstur frá Reykjavík. Landmannaleið liggur frá . Landssveit, fyrir norðan Heklu, um Dómadal, norðan og austur með Frosta- staðavatni, um Frostastaðaháls, suður með Norðurnámshrauni, síðan austur um Kýlinga, Jökul- dali, gegnum Eldgjá í Skaftár- tungu. Siðan Sigölduvirkjun hófst hefur leiðin í Laugar leg- ið um Skeið og Gnúpverjahrepp og er ekið út af veginum í aust- ur skammt sunnan við Sigöldu og við Frostastaðavatn er kom- ið á hina eiginlegu Landmanna- leið. Þar blasa nú við Suður- námur og tökum við eftir lit þeirra, sem er frábrugðinn lit þeirra fjalla, sem við höfum ekið framhjá, enda eitt af lipar- ítfjöllunum, sem umlykja Laugasvæðið, en þetta er að- eins upphafið að litadýrðinni, við erum ekki enn komin í Laugar. Við ökum meðfram Norðurnámshrauni, Tungnaá er framundan eins og lygn fjörður, en nær er Jökulgils- kvíslin, sem á upptök sin suður í Torfajökli. Síðan liggur leiðin til suðurs af Landmannaleið og yfir aðalkvisl Námshrauns, sem fallið hefur austur af Frosta- staðahálsi, meðfram Jökulgils- kvíslinni og gegnum breitt hlið á fjallahring þeim, sem umlyk- ur Laugar. Nú blasir við okkur litfegurð, sem erfitt er að lýsa með orðum og hér á við að segja að „sjón er sögu ríkari". Við erum komin á mesta líparít- svæði á íslandi, enda í öllu gróðurleysinu blasir við lita- dýrð, sem ekki á sinn líka. Fjöllin, sem næst eru Laugum, heita frá vestri Suðurnámur, þá Brennisteinsalda, sem þykir einna fegurst hvað liti snertir, Bláhnjúkur austan við Brenni- steinsöldu, Brandsgil liggur austur með Bláhnjúk, þá lípar- ítfjöll þar sem Skalla ber hæst og austast er Barmur en þar rennur Jökulgilskvíslin með- fram eftir Jökulgili og nú erum við komin að hliðinu í fjalla- hringnum, sem við ókum um í upphafi. Það sem næst vekur athygli okkar er kolsvört hraunbrún, en þar sjáum við Laugahraun, sem á upptök sín í gíg austan við Brennisteins- öldu. Þarna við hraunjaðarinn er fagurgræn gróðurvin, sem á trúlega tilveru sína að þakka heita vatninu, sem kemur und- an hrauninu og upp úr eyrun um, en beggja vegna við eru gróðurlausar Iíparíteyrar. Þessi heiti lækur nýtur mikilla vin- sælda sem baðstaður hjá þeim, sem gista Laugarnar. 1 þessu fagra umhverfi, við austurjaðar þessa gróðurreits hefur Ferða- félag íslans reist eitt af sinum mörgu sæluhúsum. Það er hitað upp með heitu vatni og býður upp á öll þau þægindi. sem sanngjarnt er að vænta í óbyggðum. í þessu notalega húsi ætlum við að hafa aðsetur meðan á dvöl okkar í Laugum stendur. Nú hef ég aðeins lýst þvi, sem blasir við áður en við leggjum land undir fót i gönguferðir. En fyrst er að sjá síðan skoða. Margir verða áttavilltir í Laugum, þar sem svæðið er um- kringt fjöllum, en sé gengið á Bláhnjúk er gott að átta sig. Þaðan sést vítt og breitt og auð- velt að koma auga á hvar í landslaginu við erum stödd, svo að þangað verður okkar fyrsta gaga. Við sæluhúsið erum við þegar í 602 m hæð yfir sjávar- mál, svo að við þurfum aðeins að kiifa 341 m. Við höldum í austur frá skálanum, framhjá Grænagili, en það gil hefur hlotið nafn sitt af grænum lit líparítsins neðst í Bláhnjúk. Leiðin liggur á ská í austur upp malarhrygg á fjallinu í fyrsta áfanga, svo nemum við staðar á hjalla og virðum fyrir okkur útsýnið, en síðan liggur leiðin á tind fjallsins í suður. Nú höfum við gengið i um það bil eina klst. með þvi að fara hægt og njóta göngunnar og nú skulum við athuga hvað við sjáum í fjarska. í austri blasir við Ör- æfajökull, og Bárðarbunga í Vatnajökli, Hofsjökull í norðri og Kerlingarfjöll, þá fjöllin á Kili, Kjalfell og Hrútfell og í vestri Langjökull, Þórisjökull, Hlöðufell og i suðri Löðmund- ur, Hekla, Kaldaklofsfjöll og Torfajökull. í grófum dráttum er þetta útsýnið, sem við blasir. Eftir um það bil 2 klst. göngu komum við heim i skála Ferða- félagsins og fáum okkur hress- ingu. Við förum aftur í gönguferð og höldum áleiðis upp Græna- gil, göngum meðfram hrauninu í áttina að hverasvæðinu við Brennisteinsöldu, en þaðan liggur ieið okkar upp á Ölduna. Á líparítsvæðinu er mikið um brennisteinshveri og hér er ein- mitt eitt slíkt, allsstðar kraum- ar undir yfirborðinu og ekki leynir sér brennisteinslyktin. I hatnraborgunum, sem blasa við upp frá hverasvæðinu er að finna upptök Laugahrauns, sem er líparíthraun, eitt af fjór- um hér á landi, en þau er öll að finna á svæðinu í nánd við Torfajökul. Brennisteinsalda er andspænis því hliði í fjalla- hringnum kringum Laugar, sem við ókum í gegnum er við sveigðum af Landmannaleið, en þar I norðaustri sjáum við Snjóöldu við Veiðivötn, i norðri Norðurnámur, í vestri Suður- námur og Háöldu, þá Bláhnjúk og Barm í austri. Af Brenni- steinsöldu er einna bezt að virða fyrir sér Laugahraunið, umfang þess og legu. Það þekur ekki stórt svæði, en er þeim mun þykkara, sem stafar af þvi hversu fljótt það hefur storkn- að. Við förum niður Brenni- steinsöldu að vestan, framhjá Vondugiljum, en þar blasa við litfagrir hamraveggir, sem við veðrum að virða fyrir okkur. Tökum síðan stefnu á mitt hraunið og göngum þvert yfir það heim í skála. Þarna liggur troðningur, sem auðvelt er að finna. Hraunið er mjög úfið, kolsvart og víða þekur það grár mosi, en öðru hvoru sjáum við í gljáandi fleti líparitsins. Það er ekki heiglum hent að fara hvar sem er yfir hraunið, þar sem hraunmassin hefur hrannast upp í allháar hamraborgir með djúpum gjótum sumsstaðar og hefur áðurnefndur troðningur myndast, þar sem greiðfærast er heim að skáianum og þá vegalagningu notfærum við okkur að sjálfsögðu. Þessi gönguferð hefur tekið okkur kringum 4 klst. og höfum við þá notað daginn vel. 1 næstu gönguferð skoðum við Jökulgilið og eyðum í það heilum degi. Við höfum þegar virt fyrir okkur landslagið ofan frá, af Bláhnjúk og Brenni- steinsöldu, og nú viljum við í þessari ferð líta upp til lands- lagsins. Leið okkar liggur fram- hjá Bláhnjúk, og Brandsgili, og inn i Jökulgilið, sem liggur i fyrstu til suðausturs meðfram Barminum og er raunar dalur með breiðar eyrar í botninum. Sé þessi ganga farin i júlí eða ágúst verðum við að vera undir það búin að vaða nokkrum sinn- um yfir Jökulgilskvíslina, en það er einungis tilbreyting og viss reynsla fólgin i því að kynnast ám með þvi að vaða þær. Þar sem gilið beygir frá Barminum liggur afgil, sem heitir Sveinsgil, en það nær allt upp að Hábarmi, en við höldum eftir jökulgilinu í suðvestur. Senn tekur gilið að þrengjast og kallast sá hluti Þrengsli, en þar verðum við að fara hægt og virða fyrir okkur fagurlega skorna líparíthamra, rauðleita og margvíslega. t framhaldi af Þrengslunum víkkar gilið aftur og sveigir til suðvesturs. Blasir nú við okkur grunnur, breiður dalur og gil gengur frá honum til suðurs og austurs upp að Torfajökli. Hattur er lágur núp- ur norðvestan i gilinu og má segja að hann fylgi nafni. Hatt- ver heitir gróðurblettur norðan undir Hatti. Við förum ekki lengra í dag, en göngum á Hatt, en þartan sést vel yfir dal þann, sem sagan segir að Torfi í Klofa, sá sem Torfajökull er kenndur við, hafi tekið sér ból- festu i, þegar plágan geisaði hér á landi árið 1493. Klofi var stórbýli i Landssveit og þar bjó Torfi Jónsson, en hann var sýslumaður og þótti mikill fyrir sér. Frægastur var hann fyrir aðförina að Lénharði fógeta og ættum við nútima íslendingar að kunna góð skil á þeim at- burði, vegna kvikmyndar sem Sjónvarpið lét gera og vakti mikla athygli af ýmsum ástæð- um. En nóg um það, þegar við litum yfir dalinn núna finnst okkur ef til vill ekki trúlegt að nokkurn tíma hafi verið hér land nothæft undir bú, en sag- an segir að þarna hafi verið skógur í hlíðum og grösugar grundir og víst er að náttúru- fegurð hefur ekki skort þá frek- ar en nú. Þegar við höfum látið hugann reika aftur í aldir til búsetu Torfa í Klofa á þessum slóðum, sem óneitanlega gerir okkur staðinn eftirminnilegri, höld- um við áleiðis í Laugar og erum vel að hvíldinni komin eftir heilsdags gönguferð. Eina gönguleið langar mig til þess að minnast hér á, en það er leiðin frá Laugum til Þórs- merkur. Til þess að auðvelda fólki að fara þessa leið hefur Ferðafélag Islands reist göngu- skála við syðri Emstruá og í haust verður annar gönguskáli settur niður i Hrafntinnuskeri. Þarf þá göngufólkið aðeins að bera með sér svefnpoka og mat. Þægilegast er að fara í Laugar með Ferðafélaginu á föstudags- kvöldi, gista þar um nóttina, en fara í Hrafntinnusker næsta morgun. Þar er mikið að skoða og dvelja þar heilan dag er ekk- ert óhóf. Siðan er farið í Hvann- gil og gist þar. Afram er haldið í skálann við S-Emstru og gist, en ferðin endar í Þórsmörk á miðvikudegi þar sem mögulegt er að ná bíl á vegum Ferðafé- lagsins, sem hefur ferðir í Þórs- mörk á miðvikudögum í júlí og ágúst. Þessi gönguleið hefur mikið verið farin siðustu ár og hefur fólk þá orðið að bera með sér tjöld, sem verður úr sög- unni nú þegar gönguskálarnir hafa verið reistir. 1 Laugum eigum við mikið eftir óskoðað og getum þess- vegna hlakkað til að koma þangað aftur, enda ekki skyn- samlegt að gleypa allt í einum bita, þar sem mikil náttúrufeg- urð er til staðar, en sú er ein- mitt staðreyndin í Laugum, þessi ferð sannfærði okkur um það. Ennfremur höfum við kynnzt að nokkru marki þeirri ánægju, sem gönguferðir í óbyggðum geta veitt, og þar sem við nut- um góðs útsýnis á leið okkar vorum við heppin með veður. Hins vegar veit ég, að íslenzk öræfi eru ótrygg og misgjöful um veðurfar og geta líka verið seintekin. En ef kynni takast eru áhrif öræfanna sterk, holl og hressandi fyrir sál og líkama og sú reynsla, sem verður dýr- mæt eign þess sem nýtur. Þórunn Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.