Morgunblaðið - 11.09.1977, Side 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11, SEPTEMBER 1977
Áhrifavaldarnir: Sókrates, Köstler og Solzhenitsyn
MARXISMIM
ER ÓPÍUM FÓLKSIVS
Af \vju heimspekinfunum í Frakklandi, sem
valdið hafa nmróti í frönskn menningarlífi
EKKI er laust við að þ:ð ríki nokkur
upplausn í menntamannaheiminum í
Frakklandi og hefur svo verið um skeið
eða allt frá því að nokkrir un«ir
hujísuðir fóru að láta að sér kveða með
ritum sínum. Þeir fóru þar ekki alfara-
leið í þanka^angi franskra mennta-
manna, þar sem Marx gamli og
kenninsar hans hafa verið svo til einráð-
ar sfðustu áratufíina. Þessir ungu menn
afneituðu aftur á móti allri hugmynda-
fræði hverju nafni sem hún nefnist en er
þó sérstaklega í nöp við marxísk fræði,
því að þeir telja að í sósíalismanum sé
fólgið frjókorn einræðisins. Þarna
kveður því við býsna nýstárlegan tón í
franskri heimspekiumræðu, og ungu
mennirnir hafa verið settir undir einn
hatt og kenndir við Nýju
heimspekina.
skriparéttarhöldin i Moskvu,
fangabúðirnar, aófarir
kommúnista við að brjóta á bak
aftur Ungverjalandsuppreisnína
ásamt þróun kapitalismans á hóf-
samari brautir og framþróun vel-
ferðarþjóðfélaganna hafi beinlín-
is gengið af hugmyndafræði 19.
aldar dauðri. Hann segir það stað-
reynd, að gamla hugmyndafræðin
hafi glatað sannindum sínum og
sannfæringarkrafti i augum
hinna róttæku menntamanna, og
fáir þenkjandi menn trúa því nú í
raun og veru að unnt sé með
áætlunargerð og samfélagslegri
stýringu að koma á nýrri útópíu
samfélagslegs samræmis.
í krufningu sinni á samfélag-
inu hafa heimspekingarnir nýju
komizt að áþekkri niðurstöðu en
þó með nokkrum öðrum hætti.
Það sem þarna skiptir kannski
fyrst og fremst máli er að þeir eru
fulltrúar nýrrar kynslóðar gagn-
rýnenda, sem sjá fram á bresti í
stöðu marxismans einmitt þegar
hann virðist standa hvað traust-
ustuni fótum. Þeir fordæma
sósialismann þegar meiri líkur
eru á því en nokkru sinni fyrr að
kosningabandalag jafnaðar-
manna og kommúnista takist að
ná völdum í þingkosningunum í
marz n.k. og kalla kommúnista
vonbiðla einræðisins i sama mund
og Evrópukommúnisminn með
fögrum fyrirheitum um að halda í
heiðri leikreglur lýðræðisins,
laðar til sín hópa menntamanna í
Frakklandi, Italíu og á Spáni.
Nýju heimspekingarnir vísa þó
ekki einungis marxismanum á
bug heidur hafa þeir einnig lýst
fyrirlitningu sinni á kapítalism-
an'um í ötlum sínum myndum. í
stuttu máli þá þykja þeim hvers
kyns kenningar hugmyndafræði-
Þvi er haldið fram, að með
tilkomu nýju heimspekinnar hafi
ekki blómstrað jafn ákafar um-
ræður um heimspekileg efni i
reykjarkófi kaffihúsanna siðan
tilvistarspekin existensíalisminn,
Andre G lucksmann
var upp á sitt bezta á sjötta ára-
tugnum. Verk nýju heimspeking-
anna hafa vakið slíka athygli, að
bækur þeirra hafa undanfarið
klifrað upp í hæstu hæðir á met-
sölulistum í Frakklandi, þeir hafa
verið kvaddir tíl kappræðna við
hreintrúaða marxista í sjónvarpi
og fengnir til fyrirlestrahalds á
ítalíu, Spáni og Portúgal. Frakk-
landforseti hefur boðið nokkrum
þeirra til hallar sinnar til skrafs
og leiðtogi franskra jafnaðar-
manna, Mitterand, hefur látið
hafa eftir sér að þessir ungu
menn séu „of mikilvægir" til að
unnt sé að afgreiða þá með stuttri
umsögn en hefur heitið þvi að tjá
sig nánar um skrif þeirra síðar
meir og þá skriflega. Nýju heim-
spekingarnir hafa þannig ekki
þurft að kvarta undan tómlæti.
Sú andstaða sem birtist í við-
horfum nýju heimspekinganna
gagnvart ýmsu, sem til þessa hafa
nánast verið talin algild hug-
myndafræðileg sannindi, eru þó
ekki alveg ný af nálinni. Þvert á
móti hafa ýmsir hugsuðir á
Vesturlöndum látið frá sér fara
verk í þessa veru og má þar
kannski fyrstan nefna Arthur
Köstler, sem e.t.v. má telja
nokkurs konar guðföður heim-
spekinganna ungu, en Köstler
gekk snemma á fjórða áratugnum
á hönd kommúnstum en hvarf úr
þeim herbúðum aftur eftir sjö ára
starf bitur og vonsvikinn. Þessi
reynsla hans af brostnum fyrir-
heitum kommúnismans hefur
verið grundvöllur flestra verka
hans fram á þennan dag.
Bandaríski þjóðfélags-
fræðingurinn Daniel Bell hefur
einnig haldið því fram í einni bók
sinni, að ýmsir atburðir
tuttugustu aldarinnar, svo sem
legs eðlis vera beinlinis hættu-
lega blekkingu.
Nýju heimspekingarnir hafa
ekki myndað með sér formleg
samtök heldur er þetta lauslega
tengdur hópur átta eða níu
menntamanna, sem hafa i grund-
vallaratriðum komizt að þeirri
sömu niðurstöðu, hvilíkt hjóm
hugmyndafræðin sé en þá greinir
á um ýmis atriði. Þeir eru á
aldrinum frá 28 ára til fertugs og
byggja margir hverjir á ekki
ósvipaðri reynslu. Stúdenta- og
Bernhard-Henri Levy
verkamannaóeirðirnar miklu
1968, sem nærri höfðu steypt
stjórn De Gaulle úr valdastóli,
hafa sett mark sitt á þá flesta.
Þeir telja að kommúnistar hafi
þar svikizt aftan að þessari hreyf-
ingu fjöidans og í því skyni að
stilla til friðar innan flokksins
hafi þeir gerzt handbendi stjórn-
arinnar í viðleitni hennar að
berja óeirðirnar á bak aftur. Allir
hafa orðið fyrir verulegum áhrif-
um frá Solzhenitsyn og verkum
hans, þar sem hann sýnir fram á
hörmungar fangabúðanna i Sovét-
ríkjunum en um leið mannlega
reisn þeirra manna sem það viti
gista. Sumir þeirra sögðu skilið
við sovézka kommúnismann og
leituðu á náðir Maós en urðu þar
einungis fyrir enn meiri von-
brigðum er þeir spurðu þá kúgun
sem á sér stað í þessu stóra landi.
Fyrirmynd þeirra nú er fyrst og
fremst Sókrates — heim-
spekingurinn spuruli, and-
stæðingur ríkisins. En hverjir eru
þá þessir nýju heimspekingar?
Andre Glucksmann er
einn helzti framámaður þeirra og
afkastamikill rithöfundur. Hann
nánast drakk í sig
kommúnismann með móður-
mjólkinni. Foreldrar hans urðu
að flýja til Frakklands frá Þýzka-
landi nasismans og hann var orð-
inn félagi í Kommúnistaflokkn-
um franska aðeins 14 ára gamall.
Síðan lá leið hans á náðir Maós og
síðar var hann viðriðinn ýmsa
aðra öfgahópa vinstri manna unz
hann sneri við blaðinu, ekki sízt
fyrir áhrif frá verkum Solzhen-
itsyn. Hann hefur rannsakað
heimspekilega skipan nútimans,
eins og hún þróaðist i kjölfar
kenninga Fichte, Hegel, Marx og
Nietzsche á 19. öld og gerir þá
ábyrga fyrir hugtakinu „mannleg
visindi“ er geri ríkjum nútímans
kieift að stjórna þegnum sinum
og fyrir að hafa fundið upp hug-
myndina að hinni algjöru
byltingu, þar sem fortíðin er
þurrkuð út til að koma um kring
heilaþvotti á fólkinu í nafni
hinnar fögru nýju veraldar.
Glucksmann segir, að i Frakk-
landi núna sé að vaxa úr grasi
hópur ungra sósialista, sem á ný
þarfnist fyrirheitsins um umbylt-
ingu þjóðfélagsins en neiti því að
grannskoða hvað raunverulega
hafi gerzt fyrir tilstilli sósialism-
ans. „Það er ekki fyrr en maður
hefur gert sér ljóst, að riki er ekki
síður hættuiegt en einokun einka-
framtaksins, að maður kemst að
raun um að þjóðnýting •
iðnaðarins, eins og vinstri menn
leggja til, mun engu breyta,“
segir hann.
Bernard-Henri Levy er
aðeins 28 ára að aldri eða 12 árum
yngri en Glucksmann, hefur
kennaragráðu í heimspeki, á að
baki feril sem vinstri sinnaður
blaðamaður og starfar nú við út-
gáfufyrirtæki í París. Hann hefur
lagað dálítið til hina gamalkunnu
alhæfingu Leníns og segir:
„Marxisminn er ópíum fóiksins."
Hann hefur af þvi áhyggjur, að
margt ungt fólk vilji ekki viður-
kenna fyrir sjálfu sér, að
kapitalisminn, sem það hafi svo
lengi skoðað sem óvin sinn, og
sósíalisminn séu i raun sami
grauturinn, og af tvennu illu kjósi
hann nú fremur kapitalismann.
Jean-Marie Benoist er
aðstoðarprófessor við einn háskól-
ann i Frakklandi og stingur
nokkuð í stúf við aðra í hópi Nýju
heimspekinganna, því að hann á
að baki feril innan stjórnkerfisins
í tíð De Gaulle. Hann heldur þvi
fram, að heimspekin likt og póli-
tiskar skoðanir hafi um langt
skeið verið yfirþyrmd af
kenningum Marx og Maós. Tima-
bilið nú sé ekki ósvipað því er var
þegar Galileo átti í höggi við hina
aristótelísku þráhyggju i upphafi
endurreisnarinnar og hann sér