Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 8

Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 Þankar um textagerð: ER LJÓÐLISTIN POPP TÓNLIST ÆÐRI? „SgSlW Fyrir lönRu, ákvað Slag- hrandur að taka til með- ferðar dægurlagatextana íslenzku og þá iágkúru sem þar hafði verið mjög áber- andi. Misþyrming höfund- anna á íslenzku máli og ótal bragfræðivillur voru nægt tilefni til að velja textagerðina sem viðfangs- efni í grein. En svo ánægjulega brá við í sumar, að verulega dró úr útgáfu slíkra rusltexta og minnugur þess, að batnandi manni er bezt að lifa, frestaði Slagbrandur skrifum um textagerð. Nú langar Slagbrand hins vegar til að ræða dálítið um textagerð- ina og setja fram sínar skoðanir á þessum málum. Hér verða ekki tekin nein ákveðin dæmi eða ein- stakir textahöfundar dregnir í dilka og gæðastimplaðir, heldur verður reynt að skoða og skil- greina og varpa ljósi á hin óliku vinnubörgð sem gefa af sér góða og slæma texta. Innan tíðar hyggst Slagbrandur svo taka textagerðina á ný til með- ferðar og fá þá ýmsa menn til að leggja orð í bleg í umræðum um þessi mál. Höfundar Skipta má höfundum texta í fjóra hópa: Lagasmiðir: Þar eru það höfundar laganna sem semja sjálfir textana. Kostir þessa eru einkum þeir, að líklegra er að sama andrúmsloft sé rikjandi í lagi og texta heldur en ef annar maður semur textann. Höfundur lagsins veit hvað hann hafði í huga þegar hann samdi lagið, man hughrifin, stemmninguna. Hann ætti þvi :ð geta tengt text- ann þessum hugmyndum. Gallinn er hins vegar sá, að sjaldgæft er að sami maðurinn sé bæði góður lagasmiður og textahöfundur. Flestir eru aðeins sterkir á öðru sviðinu. Hljómsveitir: Þá eru það allir liðsmenn hljómsveitarinnar sem vinna textann í sameiningu. Helzti ávinningurinn af þessum vinnubrögðum er sá, að betur sjá augu en auga, tveir menn eða fleiri eru líklegri til að geta í sameiningu gert sér grein fyrir því hvað er góð vísa og hvað slæm. Þeir lyfta hver öðrum upp, byggja á þvi bezta hvar hjá öðrum. Ljóðskáld: Hér er um að ræða menn sem fást við að yrkja ljóð sem geta staðið fyrir sínu ein sér, án tónlistarundirleiks, ljóð sem þola birtingu á prenti og gagnrýna athugun af hálfu les- enda. Þessir menn eru auðvitað hinir æskilegu textahöfundar, en því miður hafa fæstir þeirra áhuga á slikum starfa og telja lóðlistina hátt yfir popptónlist hafna. Textagerðarmann: Þetta eru mennirnir sem líta ekki á sig sem nein skáld, heldur bara iðnaðarmenn sem semja texta eft- ir pöntunum. Þeir eru ekki alltaf kröfuharðir við sjálfa sig, enda reikna þeir varla með að afurðirn- ar séu í sviðsljósinu nema skamm- an tíma. Þeir eru ekki að yrkja fyrir komandi kynslóðir. Þeir eru bara að hjálpa kunningjum sín- um, tónlistamönnunum, og semja nær eingöngu texta eftir pöntun- um, við lög sem tónlistarmennirn- ir velja til flutnings. Vinnubrögð Skipta má textunum í þrrnnt eftir þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð við samning þeirra: Þýddir textar: Erlent lag hefur verið valið til flutnings á plötunni og texta þess er snarað á íslenzku, þannig að efnið helzt nánast óbreytt og jafnvel heilu setningarnar. I rauninni er ekki hægt að segja, að þýðendurnir séu þöfundar textanna, heldur ætti að láta standa á plötuumslögunum hver erlendi textahöfundurinn er og síðan ætti að nefna þýðandann. Eða dytti mönnum í hug að segja að leikrit Shakespeares væru eft- ir Helga Hálfdanarson, þótt hann hafi þýtt þau af snilid? Textar samdir við lög: Þetta er algengasta gerðin. Lagið liggur fyrir, íslenzkt eða erlent, og siðan er saminn við það ís- lenzkur texti. Textar samdir á undan llögum: Þessi tegund er sjald- gæfust. Það eru helzt ljóðskáldin sem koma við sögu í þessum til- vikum. Þá gerist það gjarnan þannig, að tónlistarmaður sér Ijóð, hrifst af þvi og ákveður að semja við það lag. Bein samvinna milli ljóðskálda og tónlistar- manna á þessu sviði þyrfti að auk- ast til muna, þannig að ljóð- skáldin semdu ljóð sem að formi til hæfðu vel dægurlögum. — Undir þennan flokk fellur það einnig þegar ljóðskáld tekur sig til og semur sjálft lagið við ljóð sitt. — Að jafnaði eru textar í þessum flokki beztir allra dægur- lagatexta. Efni Innihald textanna er mismun- andi, en þó er hægt að greina þrjá aðalflokka: SÖglltextar: Þessir textar hafa yfirleitt verið vinsælastir, eins og við er að búast hjá svo söguelskri þjóð sem Islendingum. Þessir textar segja einhverja sögu, ferðasögu, ástarsögu, gamansögu eða ævisögu, svo að eitthvað sé nefnt. Þýddu textarn- ir eru yfirleitt allir í þessum flokki. Mannlýsingar eru hluti þessa flokks. Textar með boðskap: I þessum textum eru skoðanir kynntar, reynt að hafa áhrif á hlustendur. Adeila er algengust i þessum flokki, en einnig eru leið- beiningar um það hvernig lifa skuli lifinu og umgagnast náung- ann tíðar. Tilfinninga- og og hug- hrifatextar: Undir þennan haus falla ýmiss konar ástar- játningar, landslags- og veðurlýs- ingar, vorkvöld og sumarylur. Þessir textar virðast oft lífseigari öðrum textum að vinsældum, kannski af því að þeir eru jafn- gildir i dag og eftir tíu ár. Form Enn er hægt að flokka texta í þrennt, eftir þvi hvaða form er á þeim: Bundið mál: Þessir textar eru framhald hinnar hefðbundnu íslenzku Ijóða- og visnagerðar, þar sem bragfræðireglunum er fylgt út í æsar og stuðlar, höfuðstafir og rím er lögboðið. Það segir sitt um árangurinn af kennslu brag- fræðinnar i skyldunáminu, að fáir textahöfundar hafa þessa hluti alveg á valdi sínu og geta samið texta sem eru hovrt tveggja i senn. áheyrilegir og bragfræði- lega réttir. Nokkrir textahöfund- ar til viðbótar kunna reglurnar það vel, að þeir brjóta þær ekki í textum sinum, en hins vegar lenda þeir oft í talsverðu basli með að berja textana saman inn- an þess þrönga ramma sem brag- fræðin setur. Þeir textar eru þó miklu betri en hinir, þar sem reglurnar eru þverbrotnar. Óbundin IjÓð: Undir þennan haus falla ljóð, sem áður fyrr voru gjarnan kölluð atómljóð. Þetta eru ljóð, sem standa fyllilega fyr- ir sinu á pappírnum, enda þótt þau séu ekki samin eftir brag- fræðireglum. Slík ljóð eru harla sjaldgæf sem dægurlagatextar, enda eru höfundar slikra ljóða yfirleitt lítt hrifnir af dægurlaga- tónlistinni, eins og fyrr var nefnt. En undir þennan haus falla líka ymsir textar sem samdir hafa ver- ið af heilu hljómsveitunum. Þá er yfirleitt það mikil hugsun í textunum og þeir það skýrt orðað- ir að þeir nálgast að geta staðið sjálfstætt sem Ijóð. Textum af þessu tagi hefur farið heldur fjölgandi hin síðustu ár og er ekk- ert nema gott um það að segja, enda er hægt að binda þær vonir við höfunda textanna, að þeir fær- ist stöðugt nær því marki að verða frambærileg ljóðskáld. Hroðhnoðtextar: Ein- kennilegt nafn, en það er í anda við þessa tegund texta, voðalegan samsetning sem brýtur brag- fræðireglur, málfræðireglur og misbýóur málvitund manna. Því miður hafa slíkir textar verið allt- of algengir á islenzkum plötum á undanförnum árum. Einkum hafa .f®1* vor' á fiverTúST spretti grös “1 neims um ból. nýtan dag e,ntómt strit * ®9urþras. f-íf mitt er greynf ma,bik og steypt • bens.n á bili„íPoytt fann vinnur öll kvöMl fyrirhádegiég kV°,dl ot Þreytt til að sofa hjá\ i/áypir hann. ÍEftir nokkra dansa Ipétur Jónatansson : , I og kemur auga á Jófrioi. 1 harw: Sœl aftur lólriður þií þekkir vísl mig í fjölmargor ncetur hef ég úgirnsl þtg. Barrasl í hrjósti mér óstarorö œ, mi ég ekki leiöa þtg út a skur.ar V ? ! yf'ir dansgólfið Jófríði. storð. hún: Gott og hlessað kvöldið Pétur, fékkstu ekki bréfiö fri mér? Ég hélt ég heföi hastt i vetur ollum afskiptum af hér. fófríÖvr, ptí ert þrifalegt sprund ji ég hcf sjalion séö laglegri hrurtd. Venusarvöxtur þinn kveikir eld ist mín er þér ofurseld. : Sliga mig sorgtrn.ir þtntgor sem hlý bugaÖm uftur ég t:l þín flý bikartnn tosmt og biaöintt sný þvi þú ert svo mjúk og hlý. Æ þú meö þina eiturtuvgtt smjaöroöu ekki fyrir mér. Mér ifytti ei lil httgar aftttr aö ganga í ema steng meö þér. örtr Eftir oö tcemd voru tuttugu gtös teslir: fófríöur htetti oö hlúsa úr nös. Þau le'ddust tvö ú foldar fund og °levrndtt stoö Astriáusaungur A lónsmessunótt er allt var hljót, sosu tvö taman i grtenni tótt kekkPhha7 h,in SagSÍ: ^tnast^ tetsf ekk, hvaö eg er með mjg fin?„ * IEr lólm settist við tyónarrönd ffgt'ann „komdu" og hönd j hönd Ipau letddust tvö á foldar fund fog gleymdu stað og stund. jOg hann saung: „Korríró dillidó yið skulum sofa saman í ró." jUmvafm örmum hvísluðust á: Lnokkur té aö hl„<,„ lyn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.