Morgunblaðið - 11.09.1977, Síða 9

Morgunblaðið - 11.09.1977, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977 41 þetta verið textar eftir lagahöf- undana sjálfa og textar sem „textagerðamennirnir" fyrr- nefndu, iðnaðarmennirnir í grein- inni, hafa rubbað af. Hroðvirkni og hnoð hafa einkennt þessa texta og því er þeim gefið hroðvirknis- legt og hnoðið heiti: Hroðhnoð- textar. Það eru þessir textar sem hafa komið óorði á dægurlaga- texta og það er gegn þessum text- um sem þarf að berjast. 0 Uppruni lags Popptónlistin, sem gefin er út á islenzkum plötum, er annaðhvort islenzk eða erlend. Viss munur er gjarnan á textum eftir uppruna tónlistar. Textar við erlend lög: Þessir textar eru, ef eitthvað er, heldur lakari í heildina en textar við íslenzk lög. Þessir textar eru gjarnan þýddir eða hafa beinzt i ákveðinn farveg fyrir áhrif frá erlendu textunum. Það eru ekki ljóðskáld sem gera þessa texta og alltof oft verður útkoman hroð- hnoðtextar, óttalegur barningur. Þó eru ýmsir höfundar sem ná að setja þessa texta i bundið mál og er það strax skárra, en hins vegar er efni textanna oftast heldur rýrt. Textar við íslenzk lög: Þessir textar eru, ef eitthvað er, heldur skárri en hinir. Bæði er, að þau ljóð sem á annað borð verða að dægurlagatextum, eru undantekningalítið notuð með ís- lenzkum lögum og svo ereins og textahöfundar reyni að hugsa ör- lítið skýrar, þegar þeir semja texta við íslenzk lög. Þeir hafa enda ekki neina erlenda texta til að styðjast við eða til að hafa sem fyrirmynd og svo er þess einnig að vænta, að höfundar íslenzku laganna reyni að hafa einhver áhrif í þá átt að fá góða texta við lög sin. 0 Viðhorfið til hlustandans 1 lokin er svo rétt að nefna ei atriði sem vissulega setur sitt mark á texta, en það er viðhorf textahöfundar til hlustandans. Má skipta textum í tvo flokka, eftir viðhorfum höfundarins: Hlustandinn er hugsandi vera: Þetta viðhorf leiðir yfir- leitt af sér góða texta. Þeir höf- undar, sem vilja miðla einhverj- um boðskap í texta sínum eða gera sér vonir um að textinn veki til umhugsunar á einhvern hátt, reyna yfirleitt að skila textunum frá sér þannig að hann geti staðið einn og óstuddur af tónlistinni. Þeir halda i heiðri bragfræðiregl- ur eða reyna að gera ljóð, listræn- an kveðskap, úr textanum. Þeir gera nefnilega ráð fyrir þvi að hlustandinn hugsi ekki bara um innihald textans, heldur lika um formið. Hlustandinn er ósköp takmarkaður: Þetta viðhorf leiðir af sér lélega texta. Höfund- urinn hugsar sem svo: Það er bezt að sletta i liðið einhverri sögu eða boðskap sem það getur sungið i vinnunni, á ballinu, i partíinu. Skítt með alla bragfræði og svo- leiðis, það er bara gömul þvæla. Þá hefur Slagbrandur lokið greiningu á dægurlagatextunum að sinni. Sjálfsagt eru ekki allir á sama máli og hann i þessum efn- um. Kannski telja þeir skilgrein- ingarnar og skýringarnar ekki standast og vilja gera athugasemd þar við ^ða kannski finnst þeim viðhorf Slagbrands til vissra flokka texta rangt eða ósann- gjarnt. Ef svo er, þá er þeim vel- komið að leggja orð i belg í um- ræðunni um þetta efni hér á sið- unni á næstunni og gætu þeir þá sent Slagbrandi linu um skoðanir sínar. Bréf um þetta mikilvæga mál eru vel þegin. En sem fyrr segir tekur Slagbrandur þráðinn upp að nýju innan skamms og býður þá ýmsum að leggja orð I belg um íslenzka dægurlagatexta. — sh. „í morpn- sárið” ÖLAFUR ÞÖRÐARSON: „I morgunsárið" (Fálkinn KALP 54). Ölafur Þórðarson: söngur, gítar, klukkuspil, tréspil, orgel, ásláttarhljóðfæri. Aðstoð: Karl Sighvatsson (rafmagnspfanó, org- el og pfanó), Ragnar Sigurjóns- son (trommur og ásláttarhljóð- færi), Magnús Einarsson (bassi, rafmagns- og hljómgftar, söng- ur), Reynir Sigurðsson (vfbra- fónn, marimba), Ingólfur Steins- son (söngur, bassi, ásláttarhlhóð- færi), Þórður Arnason (raf- magnsgítar), Helgi Guðmundsson (munnharpa), Pálmi Gunnarsson (bassi), Guðmundur Benedikts- son (söngur), Magnús Þór Sig- mundsson (söngur), Jón Sigurðs- son (trompet), Sæbjörn Jónsson (trompet), Hafsteinn Guðmunds- son (flauta. saxófónn, fagott, kontrafagott), Gunnar Ormslev (saxófónar), Vilhjálmur Guð- jónsson (saxófónn, klarinett, bassaklarinett), Kristján Þ. Stephensen (óbó, enskt horn), Eggert Þorleifsson (klarinett, flauta), Jósef Magnússon (flauta, piceallóflauta), Sigurður Snorra- son (klarinett), Sigurður Markús- son (fagott). Utsetningar blást- urshljóðfæra gerði Magnús Ingi- marsson. Stjórn upptöku: Ölafur Þórðarson. Upptaka fór fram f stúdíói Hljóðrita hg. f Hafnar- firði. Tæknimenn: Jón Þór Hannesson. Jónas R. Jónsson og Tony Cook. Olafur Þórðarson á að baki langan feril seni liðsmaður Ríó og í þeim félagsskap hefur hann gert fjölmargar hljómplötur. Vafa- laust hefur við geró þeirra piatna oft komið upp sú staða, að Ölafur hefur þurft að flytja tónlsit sem hann hefur sjálfur ekki verið nógu ánægður með af einhverjum ástæðum. Það væru enda ein- kennilegir hljómlistarmenn sem væru hjartanlega sammála i einu og öllu um þá tónlist sem þeir flyttu saman. En Ólaf hefur sjálf- sagt dreymt um það að fá að ráða i einu og öllu gerð hljómplötu, lagavali, útsetningum. flutningi, og eftir að hann hætti í Róó hér um árið bauðst honuni tækifærið til að gera einmitt þetta. Olafur er tónlistarkennari að mennt, fjölhæfur hljómlistarmaó- ur og með mikla reynslu í stúdió- vinnu. Hann gaf sér góðan tima til að gera þessa plötu og hefur væntanlega reynt að sýna sinar beztu hliðar i þvi starfi, þannig að landsmenn fengju nú að kynnast hljómlistarmar.ninum Ölafi Þórð- arsyni „i sparifötununV', ef svo má að orði komast. Það verður að segjast, að spari- fötin hans Ólafs eru einkennilega ósamstæð, nánast sitt af hverju tagi. Þetta eru þó aiit vandaðar flfkur og eigulegar, en hæfa illa hver annarri. Lögin eru flestöll eftir Óiaf sjálfan og eru hvorki betri né verri en gengur og gerist. Utsétn- ingarnar megna að ná þvi sem unnt er út úr þessum lögum og eru þau þvi ágætlega áheyrileg. Hins vegar eru þau ólik innbyrðis og ósamstæð í útsetningum, þann- ig að heildaráhrifin eru ekki nógu góð. Það er eins og Ólafur nái hvergi að sýna verulegan styrk, hann er eins og iþróttamaóur sem sýnir áhorfendum að hann ráði við fjölmargar greinar, en enginn fær að sjá i hvaða grein maðurinn getur náð beztum árangri. Þó má segja, að á einu sviði sýni Ólafur styrk sinn, en það er í stuttum stefjum milli laga á plöt- unni. Stef þessi minna á íslenzku nútimatónskáidin og láta vel i eyrum. Ölafur ætti að semja nokkur verk fyrir kammersveitir til að láta reyna fyrir alvöru á hæfni sína í þessum efnum. Sem fyrr sagði er hver flík i sparifötunum hans Ólafs vönduð út af fyrir- sig. Lögin eru öll vel flutt, engir veikir punktar í þeim efnum. Textar eru einnig ágætir og sýna glöggt, að Halldór Gunn- arsson er maður sem treysta má til að gera dægurlagatexta án þess að grafa undan málvitund is- lenzkrar æsku. Þvi miður eru þeir of fáir sem fylla þann flokk með Halldóri. 1 lokin þetta: Platan er vönduð i alla staði, en samt er ekki hægt að segja, að hún sé „góð". Hún er á hinn bóginn alls ekki ,,slæm“ eða „léleg“, heldur er efni hennar einum um of ósamstætt til að plat- an sé nógu sannfærandi um ágæti tóniistarmannsins Ólafs Þórðar- sonar. — sh. „Hríslan og Stranmnriiiii” EIK: „llrislan og Straumurinn'* (Steinar 017). Hljómsveitin Eik: Magnús Finnur Jóhannsson: söngur, sleða-flauta. Þorsteinn Magnússon: gitar, Mini-Moog, söngur, Hi-Fly. Pétur Hjaltested: Hammond C-3 Orgel, Fender Rhodes, Oregel Harmonium, Mini-Moog, A.R.P. String Synthesizer, slagverk, söngur. Asgeir Oskarsson: trommur, slag- verk, Tympani, Conga-trommur. Lárus Halldór Grimsson: pianó, Fender Rhodes, A.R.P. Odissey, Mini-Moog, Marimba, flauta. Piccolo-flauta, slagverk. A.R.P. string synthesizer, söngur. Ilaraldur Þorsteinsson: Fender Jazz hassi, bandalaus bassi, slag- verk, söngur, blfstur. Tryggvi Júlíus llubner: gítar, kassagftar, IIi-Fly, söngur. Upptaka fór fram í stúdfói Hljóðrita hf. í Hafnar- firði. Upptökumaður Anthony Malcolm Cook. Stjórn upptöku: Eik og Tony ook. Lengstan hiuta ferils síns hefur hljómsveitin Eik átt mun minni vinsældum að fanga en geta henn- ar og hæfileikar liðsfnannanna gáfu tilefni til. Hljómsveitin naut mikils álits meðal fámenns hóps tónlistaráhugafóiks sem kunni að meta viðleitni hennar til að flytja erfiða tónlist, sem reyndi til hins ýtrasta á getu hvers liðsmanns. En hjá þorra ungmenna fékk Eik Htinn hljómgrunn framan af. Með seiglunni hafðist þetta þó að lokum og nú er Eik orðin ein vinsælasta og virtasta hljómsveit landsins. Allir eru auðvitað ánægðir fyrir hönd hljómsvcitar- Framhald á bls. 53 Lóubúð Nýjar dömupeysur. Kjólar og kápur. Sími 13670. LÓUBÚÐ, BANKASTRÆTI 14. II HÆÐ. Snjólausar gangstéttir Gangstéttir, innkeyrslur og götur með POLYBUTEN-plaströrlögnum Nýtið frárennslivatnið frá hitaveitunni. 25. mm POLYBUTEN rör eru fyrirliggjandi. ff&annai S^ógehóóan k.f. Suðurlandsbraut 16. R. S: 35200 Enn einu sinni kemur CANON á óvart með frábæra reiknivél. + Pappírsprentun og Ijósaborð + Allar venjulegar reikniaðferðir + Sérstaklega auðveld f notkun + ELDHRÖÐ PAPPÍRSFÆRSLA (SJÁLFVIRK EFTIR TOTAL OG ENGIN BIO) + Ótrúlega hagstætt verð. Pað hrffast allir sem sjá og reyna þessa vél. Skrifvélin hf SuSurlandsbraut 12 Pósth. 1232, Slmi85277

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.