Morgunblaðið - 11.09.1977, Qupperneq 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
Ræða Matthíasar Bjarnasonar
heilbrigðisráðherra á Fjórð-
ungsþingi Vestfírðinga - Síðari hluti
tsafjörður: Sjúkrahúsið á miðri mynd.
Staða íslenzkra
heilbrigðismála
5. sjúkrahús
og sjúkrarými.
í lögum um heilbrigð-
isþjónustu er sérstakur
kafli um sjúkrahús ojí er
samkvæmt lögunum
sjúkrahús hver sú stofn-
un, sem ætluð er sjúku
fólki til dagvistunar eða
fullrar vistunar og þar
sem læknishjálp, hjúkr-
un og allur aðbúnaður er
í samræmi við það, sem
lögin og reglugerðir sett-
ar samkvæmt þeim,
krefjast.
í lögunum er sjúkrahúsum
skipt i flokka eftir tegund og
þjónustu og eru þessir flokkar
7, þ.e.:
1. Svæðissjúkrahús, sem eitt
sér eða í samvinnu við önnur
veitir sérfræðiþjónustu i öll-
um eða nær öllum greinum
læknisfræði, sem viður-
kenndar eru hériendis og
hefur aðgang að stoðdeild-
um og rannsóknardeildum
til þess að annast þetta hlut-
verk.
2. Deildasjúkrahús er sjúkra-
hús, sem veitir sérhæfða
meðferð í helztu greinum
lyflæknisfræði, skurðlækn-
isfræði og geðsjúkradóma-
fræði og hefur aðgang að
stoðdeildum til að rækja það
starf, svo sem röntgendeild,
svæfingadeild, rannsókna-
deild og endurhæfingar-
deild.
3. Aimennt sjúkrahús er
sjúkrahús, sem ekki hefur
sérdeildir, en hefur á að
skipa sérfræðingum eða al-
mennum læknum og tekur
við sjúklingum til rannsókn-
ar og meðferðar en hefur
einnig aðstöðu til vistunar
langlegusjúklinga.
4. Hjúkrunar- og endurhæfing-
arheimili er vistheimili fyrir
sjúklinga, sem búið er að
sjúkdómsgreina, en þarfnast
meðferðar, sem hægt er að
veita utan almennra og sér-
hæfra sjúkrahúsa.
5. Sjúkraskýli er húsrými 'í
heilsugæzlustöð eða annars
staðar, sem eingöngu er ætl-
að til gæzlu eða athugunar
sjúklings um skamman tíma.
6. Vinnu- og dvalarheimili eru
stofnanir, sem taka til vist-
unar geðsjúklinga, drykkju-
sjúklinga, líkamlega bækl-
aða eða fávita til dvalar eða
starfs.
7. Gistiheimili er dvalarstaður
sjúklinga, sem eru til með-
ferðar á öðru sjúkrahúsi en
geta eigi dvalizt í heimahús-
um.
1 landinu eru nú starfandi
allar þær tegundir sjúkrahúsa,
sem hér hafa verið upptaldar.
Hins vegar hefur enn ekki þótt
fært að setja reglugerð eins og
lögin gera ráð fyrir þar sem
ákveðið er hvernig starfssviði
og verkaskiptingu sjúkrahúsa
landsins skuli vera háttað, en
að þvi er unnið að slík reglu-
gerð verði sett.
í uppbyggingu sjúkrahúsa-
kerfisins, þá hafa þær megin-
hugmyndir verið ráðandi, að í
heimabyggð yrðu sjúkrahús
sem gætu annazt um bráðveika
sjúklinga á byrjunarstigi, allar
almennar lyf- og skurðlækning-
ar og fæðingarhjálp, svo og þá
langlegu- og hjúkrunarsjúkl-
inga, sem vistun þurfa.
Hins vegar hefur verið gert
ráð fyrir þvi að í Reykjavik yrði
komið á fót sérdeildum fyrir
alla sérgreinda læknisfræði,
sem ekki er þörf á að hafa
nema á einum stað á landinu og
á Akureyri fyrir þá sérfræði,
sem eðlilegt er að sé að minnsta
kosti á tveim stöðum á landinu
og við þá ákvörðun hefur einn-
ig verið haft í huga að óhyggi-
legt er í jarskjálfta- og eld-
fjailalandi eins og Islandi að
hafa alla sérgreinda læknis-
þjónustu á einum stað. Áætlan-
ir um viðbyggingu við sjúkra-
húsið á Akureyri markast því
af þessum skoðunum.
Við könnun, sem gerð var í
marzmánuði í ár, kom í Ijós að
til eru nú i landinu um 4060
sjúkrarúm i rúmlega 50 mis-
munandi sjúkrastofnunum. Af
þessum sjúkrarúmum eru tæp-
lega 150 dagvistunarrými.
I þessari upptalningu eru ein-
göngu tekin þau sjúkrarúm,
sem sjúkratryggingar greiða
fyrir, en ekki talið vistunar-
rými á dvalarheimilum fyrir
aldraða.
Fjölda margir þættir hafa
áhrif á eftirspurn eftir sjúkra-
rými og nýtingu þess. Kostnað-
araukning i heilbrigðisþjón-
ustu hefur undanfarin ár verið
vegna vaxandi rýmis á sjúkra-
húsum og fjölmargt stuðlar að
því að aukið sjúkrarými sé
nauðsynlegt.
Hér má einkum nefna fram-
farir í læknavísindum, sem
valda því að flókinn tækjabún-
aður til rannsókna verður ekki
nýttur nema viðkomandi vistist
á sjúkrahúsi, aukin fræðsla um
heilbrigðismál, með auknum
lífaldri eykst eftirspurn eftir
sjúkrarými þegar að öldruðum
fjölgar hlutfallsiega.
Aldursdreifing tslendinga
hefur breytzt á árabilinu
1930—1970 mjög verulega. Ár-
ið 1930 voru landsbúar 65 ára
og eldri 7.6% þjóðarinnar en
eru nú um 9% og áætlað tæp-
iega 10% árið 2000. íbúar 70
ára og eldri voru 4.6% árið
1930, eru nú um 6% en áætlað
að verði um 7% árið 2000.
Eftir landshlutum, þá er
fjöldi aldraðra nokkuð misjafn.
1 Reykjavík eru íbúar 67 ára og
eldri um 9,2% af íbúum, en í
Kópavogi og Seltjarnarnesi
annars vegar og Reykjanesi
hins vegar aðeins 3.6% og 4.9%
af íbúum. Nokkur munur er á
öðrum landshlutum í þessu til-
liti. Á Austurlandi og Suður-
landi eru íbúar 67 ára og eldri
7.4 og 7.5%, Vesturland, Vest-
firðir og Norðurland eystra
með 8.0, 8.5 og 8.6%, en Norð-
urland vestra er verulega hæst
með 9.95%. Yfir allt landið var
meðtalið tæp 8% eða 7.9%
Þessi aldursskipting hefur
veruleg áhrif á eftirspurn eftir
sjúkrarými í hinum einstöku
landshlutum og tegund þeirrar
sjúkraþjónustu, sem nauðsyn-
leg er.
Staðall fyrir sjúkrahús hefur
enn ekki verið settur hér á
landi en í riti heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins nr.
3/1973 Vistunarrýmisþörf heil-
brigðisstofnana, var gerð til-
raun til að setja fram slíkal og
hefur að nokkru leyti verið
stuðzt við hann við hönnun
sjúkrahúsa síðan og ákvörðun
um sjúkrarúmafjölda i sjúkra-
húsum.
Við gerð þessa staðals var
tekið mið af könnunum aðal-
lega frá Norðurlöndum og áætl-
unum, sem á þeim hafa verið
byggðar, en það hafa ekki verið
gerðar neinar islenzkar kann-
anir, sem hægt er að byggja á
slíkan staðal.
í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu hefur verið
reynt að gera tímaáætlanir um
framkvæmdir fyrir þau sjúkra-
hús, sem nú eru i byggingu, þ.e.
um framkvæmdir hvers árs
miðað við fjárveitíngar og í þvi
sambandi má benda á að slikar
tímaáætlanir hafa verið gerðar
fyrir sjúkrahúsin á Patreks-
firði, Isafirði, Ólafsfirði, Akur-
eyri, Neskaupstað og Keflavík,
einnig hafa slíkar áætlanir ver-
ið gerðar i Reykjavík fyrir
Landspítala og sjúkrahúsbygg-
ingar Borgarspitala.
Þegar litið er á þann sjúkra-
rúmafjölda, sem til er í landinu
og hann borinn saman við þá
staðla, sem fyrr voru nefndir,
þá kemur í Ijós að tiltækt
sjúkrarými ætti að vera nægj-
anlegt fyrir bráða sjúkdóma,
hins vegar er skortur á sjúkra-
rými fyrir langlegu- og hjúkr-
unarsjúklinga, geðsjúklinga og
þroskahefta.
Framkvæmdir eru í gangi til
að bæta úr þessum skorti að
nokkru, þannig er nú i bygg-
ingu geðdeild við Landspítala
og viðbygging við Arnarholts-
hælið fyrir geðsjúkra, viðbygg-
ing við Sólborg á Akureyri fyr-
ir vangefna og á vegum Hrafn-
istu í Hafnarfirði fyrir hjúkr-
unarvistun aldraðra. Þá má
minna á að Landspitali tók á
leigu húsnæði fyrir langlegu-
sjúklinga að Hátúni 10 í
Reykjavík og þar er nú spítali
með 66 sjúklinga, og Reykjavik-
urborg mun innan skamms
opna hjúkrunarvistun i Hafnar-
búðum fyrir 26 vistmenn.
Áður en skilið er við umræð-
ur um sjúkrahús almennt, þá er
fróðlegt að geta þess að á árinu
1953 voru um 37% af heildarút-
gjöldum til heilbrigðismála til
reksturs sjúkrahúsa, en árið
1974 hafði þetta hlutfall
hækkað upp í 45%.
Við könnun á því hver raun-
veruleg aukning sjúkrahús-
kostnaðar er á íbúa kemur í
ljós, að árið 1953 var sjúkrahús-
kostnaður 289.- kr. á íbúa en
1974 kr. 18.300 - á íbúa. A þess-
um tíma er kostnaðaraukning
vegna verðbólgu tuttugu-
og-tvöföld og raunveruleg
kostnaðaraukning er þvi tæp-
lega þreföld.
Þegar einstakir spitalar eru
athugaðir sérstaklega kemur i
ljós að raunveruleg kostnaðar-
aukning á Landspitala á þessu
20 ára tímabili var 2.7 föld og er
þessi kostnaðaraukning nær
eingöngu launakostnaður.
Þannig voru 1953 1.2 starfs-
menn á sjúkrarúm en 1974 2.4
starfsmenn á sjúkrarúm.
Astæður þessarar þróunar
hafa verið raktar hér áður, en
þær eru annars vegar aukning
alls konar þjónustustarfsemi
gagnvart og í tengslum við
sjúklingana, hins vegar stytting
meðallegudagafjölda um 5 daga
á þessu tímabili, sem þýðir það
Geðdeild Landspitalans f byggingu.