Morgunblaðið - 11.09.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1977
45
í reynd að þeir sjúklingar, sem
inni liggja, eru yfirleitt veikari
og þarfnast meiri umönnunar
en áður var.
Sé litið á aðra spítala, svo sem
Kleppsspítala, þá hefur raun-
veruleg kostnaðaraukning á
þessum 20 árum verið 3.5-föld
og er það i samræmi við aukna
möguleika á lækningu geð-
sjúkra á þessu timabili.
Enn eru þó uppi verulegar
kröfur um aukningu starfsliðs í
heilbrigðisþjónustu og á
sjúkrahúsum sérstaklega og má
geta þess að stjórnarnefnd rik-
isspítala hefur gert ráð fyrir að
á Kópavogshæli verði 1.5 starfs-
maður á sjúkrarúm eða 50%
aukning frá því sem nú er.
Uppbyggiíig
heilbrigðisþjónustu
á Vestfjörðum
Lög um heilbrigðisþjónustu
gera ráð fyrir að Vestfjörðum
sé skipt milli þriggja læknis-
héraða, þ.e. Suður: og Vestur-
landshéraðs, Vestfjarðahéraðs
og Norðurlandshéraðs en þessi
héraðaskipting laganna hefur
aldrei komið til framkvæmda.
Lögin gera ráð fyrir að í Vest-
fjarðahéraði séu tvö heilsu-
gæzluumdæmi, Patreksfjarðar-
umdæmi, þar sem sé heilsu-
gæzlustöð 2 og starfssvæðið er
Patrekshreppur, Tálknafjarð-
arhreppur, Ketildalahreppur,
Suðurfjarðarhreppur, Múla-
hreppur, Barðastrandarhrepp-
ur og Rauðasandshreppur, og
Isafjarðarumdæmi með 4
heilsugæzlustöðvar, á ísafirði
með starfssvæði tsafjarðar-
kaupstað, Súðavíkurhrepp, Ög-
urhrepp, Reykjafjarðarhrepp,
Nauteyrarhrepp, Snæfjalla-
hrepp og Suðureyrarhrepp. Á
Þingeyri heilsugæzlustöð 1 með
starfssvæði Þingeyrarhrepp,
Mýrahrepp og Auðkúluhrepp.
Á Flateyri heilsugæzlustöð 1
með starfssvæði Mosvallahrepp
og Flateyrarhrepp, og í Bolung-
arvík heilsugæzlustöð 1 með
starfssvæði Hólshrepp.
Eins og fyrr sagði er gert ráð
fyrir að hluti Barðarstrandar-
sýslu sé í Stykkishólmsumdæmi
og sé þjónað frá Búðardal, en
það eru Geiradalshreppur,
Reykhólahreppur og Gufudals-
hreppur og einnig er gert ráð
fyrir þvi að Hólmavík með
heilsugæzlustöð 1 og starfs-
svæöi Árneshrepp, Kaldrana-
neshrepp, Hrófbergshrepp,
Hólmavikurhrepp, Kirkjubóls-
hrepp, Fellshrepp og Öspaks-
eyrarhrepp, sé i Hvammstanga-
umdæmi.
Athugum nú nánar hvernig
tekizt hefur að framkvæma lög
um heilbrigðisþjónustu á Vest-
fjörðum.
Áður en lög um heilbrigðis-
þjónustu tóku gildi hafði verið
rætt um að reisa læknamið-
stöðvar á Patreksfirði og ísa-
firði en framkvæmdir komust
ekki af stað meðan fyrri lög um
læknaskipan giltu. Uppbygging
hefur því að öllu leyti farið
fram samkvæmt gildandi lög-
um en þó verið tekið tillit til
ákveðinna loforða, sem gefin
voru i sambandi við tilfærslu
lækna og læknafjölgun, er við-
ræður fóru fram um uppbygg-
ingu læknamiðstöðva.
Þegar á heildina er litið má
segja að heildaruppbygging
heilsugæzlustöðva og sjúkra-
húsa hafi gengið fram á Vest-
fjörðum eins og lögin gera ráð
fyrir. Það verður þó að viður-
kenna að seinna gekk að hefja
framkvæmdir bæði á Patreks-
firði og á Isafirði en vonir stóðu
til.
Um síðustu áramót var staða
þessara mála á Vestfjörðum
þannig:
1. Læknamóttaka i fyrrver-
andi læknisbústað á Reyk-
hólum. Læknir frá heilsu-
gæzlustöð i Búðardal annast
móttöku einu sinni í viku, en
hjúkrunarfræðingur er á
svæðinu og er búsett í
Garpsdal. Heilsugæzlustöð 2
er í byggingu í Búðardal og
mun komast í not í lok þessa
árs eða byrjun næsta árs.
Aðstaða til læknismóttöku á
Reykhólum er viðunandi en
endurbætur verða gerðar á
húsnæðinu áþessu ári.
2. Patrekssjörður. Þjónustu-
deild við sjúkrahúsið er nú i
byggingu. Hér er um að
ræða 1400 fm. rými en eldri
byggingin er um 750 fm.,
þannig að heildarstærð
þessa sjúkrahúss verður
2150 fm., þegar það er full-
byggt. Af 1400 fm., eru um
800 fm. heilsugæslustöð og
er þar i engu til sparað að
verði góð aðstaða fyrir 3
lækna en eins og fyrr var
tilvitnað var gert ráð fyrir
þvi í samkomulagi við sveit-
arstjórnir á þessu svæði að
iæknum yrði fjölgað þegar
aðsetur læknis fluttist frá
Bildudal til Patreksfjarðar.
I áætlunum heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins
er gert ráð fyrir að heilsu-
gæslustöð á Patreksfirði
verði fulibúin á frinu 1979
en vafalaust getur einhver
hluti hennar komið í not
fyrr. Þegar heilsugæzlustöð-
in er fullbyggð þarf að
breyta gamla sjúkrahúsinu.
Ekki hefur verið gert ráð
fyrir að um fjölgun sjúkra-
rúma yrði þar að ræða, enda
ekki talin þörf á því en
möguleikar eru á því ef svo
reynist.
3. Bildudalur. Hér er um að
ræða nokkuð góð húsakynni
en þau mætti nýta betur og
lagfæra. Hjúkrunarfræðing-
ur er staðsettur á Bíldudal
og læknir kemur frá Pat-
reksfirði eínu sinni i viku og
er það talið fullnægjandi.
Nokkrar umræður hafa far-
ið fram um að móttaka yrði
einnig á Tálknafirði og er
það mál nú í athugun i ráðu-
neytinu.
4. Þingeyri. A Þingeyri er
heilsugæzlustöð 1. Nýlega
hefur verið boðið út hús þar
sem verður íbúð fyrir lækni
og hjúkrunarfræðing og er
gert ráð fyrir að sú bygging
verði komin í full not í lok
næsta árs. Þá er gert ráð
fyrir að núverandi íbúðar-
húsnæði læknis verði breytt
í læknamóttöku og sjúkra-
skýlisaðstaða verói endur-
bætt ef þörf þykir á þvi að
slík aðstaða verði þar til
frambúðar en um það hafa
ekki verið teknar fullnaðar-
ákvarðanir. Á Þingeyri vant-
ar nauðsynlega hjúkrunar-
fræðing til starfa og verður
reynt að auglýsa eftir
hjúkrunarfræðingi þar bráð-
lega.
5. Flateyri. A Flateyri er
heilsugæzlustöð 1 og er
starfsaðstaða þar allgóð en
nokkur skortur áhalda. Full-
menntaður læknir hefur
ekki fengizt til starfa nema
hluta úr ári á Flateyri frem-
ur en á Þingeyri nú en
hjúkrunarfræðingur er þar i
fullu starfi. Ekki er gert ráð
fyrir að endurbyggja þurfi
heilsugæzluaðstöðu á þessu
stigi, en útvega þarf ibúðar-
húsnæðifyrir starfsmann.
6. Suðureyri. Á Suðureyri er
allgóð aðstaða til læknamót-
töku og hjúkrunarfræðingur
er þar í hálfu starfi og
sjúkraliði i fullu starfi og
læknir kemur tvisvar í viku
frá ísafirði. Aðstaða er
þarna talin fullnægjandi.
Mjög kemur til greina að þar
verði læknir staðsettur þeg-
ar samgöngur eru erfiðastar.
7. Bolungarvik. I byggingu er
heilsugæzlustöð með lítilli
íbúð fyrir starfsmann.
Heilsugæzlustöðin ætti að
vera komin í not í lok þessa
árs eða byrjun næsta árs og
losnar þá rými, sem nú er
notað vegna heilsugæzlu,
sem íbúð fyrir heilbrigðis-
starfsmann eða til stækkun-
ar á sjúkraskýli. A Bolung-
arvík hefur verið starfandi
læknir og hjúkrunarfræð-
ingur og mun aðstaða til
heilsugæzlu verða þar mjög
góð þegar heilsugæzlustöðin
nýja verður tekin í notkun.
8. ísafjörður. Á síðastliðnu ári
hófust byggingafram-
kvæmdir við heilsugæzlu-
stöð og sjúkrahús á ísafirði
og samkvæmt framkvæmda-
áætlun á verkinu að ljúka á
árinu 1981 en það er gert ráð
fyrir að taka bygginguna í
notkun i áföngum. Húsið er
á þrem hæðum 6146 fm. þar
af heilsugæzlustöðin um
1000 fm. Gert er ráð fyrir að
fjögurra rúma á gjörgæzlu-
deild. Auk heilsugæzlustöðv-
ar verða á fyrstu hæð skurð-
stofa, slysastofa, röntgen- og
rannsóknarstofa, svo sem
eldhús og endurhæfing. Þeg-
ar nýja sjúkrahúsið tekur til
starfa fjölgar sjúkrarúmum
frá þvi sem nú er um 15—20.
Þegar þessi bygging kemst í
not verður gjörbreyting á
aðstöðu heilsugæzlu og
sjúkrahúsþjónustu á ísa-
firði. Núverandi sjúkrahús
er mjög úr sér gengið og
aðstaða til heilsugæzlu er
mjög þröng eins og er. Það
er þvi mjög brýnt að áætlan-
ir um byggingu sjúkrahúss-
ins gangi fram og að heilsu-
gæzluaðstaða verði komin í
not eigi síðar en á árinu
1979.
Eins og er sinna 3 læknar
heilsugæzlu og 2 hjúkrunar-
fræðingar eru í starfi á isa-
firði en veruleg fjölgun
starfsliðs mun verða þegar
að nýja stöðin tekur til
starfa.
9. Súðavík. Sú aðstaða til
læknismóttöku er nú er í
Súðavík er mjög bágborin,
en hús i byggingu, sem á að
hýsa þessa starfsemi. Bygg-
ingarframkvæmdirnar hafa
gengið allt of hægt og stafaði
það upphaflega af því að
þær stöðvuðust þegar heima-
menn reiddu ekki af hendi
sinn hluta framlags við
byggingarkostnað, en þvi
var þó fljótlega kippt í lag.
Vonir standa til að húsið
komizt í gagnið í byrjun
næsta árs og verður þá nauð-
synlegt að ráða hjúkrunar-
fræðing í hluta úr starfi til
þess að vinna við þessa
læknismóttöku, en þar er
enginn hjúkrunarfræðingur
í starfi nú.
10. Reykjanes, ísafjarðardjúp.
Á þessu ári heimilaði ráð-
herra að auglýsa hálfa stöðu
hjúkrunarfræðings sem sæti
í Hafnardal, en hefði fasta
móttöku í skólanum í
Reykjanesi. Húsnæði er til
reiðu þar fyrir þessa starf-
semi og er verið að byggja
upp þjónustuna fyrir þetta
svæði. Akvarðanir hafa ekki
verið teknar um reglulegar
ferðir og móttöku lækna í
Reykjanesi en það mál er nú
á athugunar- og umræðu-
stigi.
11. Hólmavik. A Hólmavik er
nú Iokið byggingu nýs
læknisbústaðar og var hann
tekinn í not i byrjun árs.
Ráðgert hefur verið að
gamla læknisbústaðnunr
verði breytt i heilsugæzlu
stöð, sem verði á neðri hæð
en sjúkraskýli verði á efri
hæð.
Ekki hafa verið gerðar
frumáætlanir um þessar
breytingar en þess er að
vænta að fjárveitingar fáist
til þess á fjárlögum næsta
árs.
12. Arneshreppur. Heimamenn
hafa óskað eftir hjúkrunar-
fræðingi til starfa í hreppn-
um en svo sem vitað er þá
situr læknir á Hólmavík en
fer ekki reglulegar ferðir
norður á Strandir. Engin að-
staða er fyrir hjúkrunar-
fræðing i Arneshreppi en
ráðherra hefur verið reiðu-
búinn til að veita heimild til
ráðningar hjúkrunarfræð-
Fratnhald á bls. 62.
*
Starfsfólk
Lee