Morgunblaðið - 22.09.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977
17
„...mannlífid í frumstæðri nekt sinni...”
Norræn kvik-
myndavika hef st
álaugardag
FYRSTA norræna kvikmyndavikan
hér á landi hefst laugardaginn 25.
september og mun standa fram á
sunnudag 2. október. Að vikunni
standa samtök norrænu vinafélag-
anna og Norræna húsið, og boð-
uðu þau til blaðamannafundar af
þessu tilefni.
Hjálp við undirbúning
— Samtök norrænu vinafélag-
anna voru stofnuð árið 1973 og
hafa þau haft nokkur verkefni með
höndum. t.d var efnt til listahátíðar
í Háskólabíói 1 apríl 1973 vegna
eldsumbortanna á Heimaey og var
ágóðinn af henni um 1 milljón kr ,
sem rann í Vestmannaeyjasöfnun-
ina, sagði Hjálmar Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri samtakanna
Hjálmar sagði, að við undirbúning
norrænu kvikmyndavikunnar hefðu
samtökin fengið mikla hjálp frá
Arnljot Eng, fyrrum forstjóra kvik-
myndahúsa Óslóarborgar og Frið-
finni Ólafssyni bíóstjóra
Á fundinum var einnig Ingibjörg
Haraldsdóttir kvikmyndafræðingur,
en hún hefur valið allar myndirnar á
vikunni:
„Ég valdi þær sem mér fundust
beztar"
— Ég var ráðinn til að velja
myndirnar og fór til Norðurlanda til
þess og valdi 9 myndir af u.þ.b. 40
sem ég sá Þessar myndir skiptast
þannig á löndin, að tvær eru frá
Danmörku, Noregi og Finnlandi, en
þrjár frá Svíþjóð
Ingibjörg sagði að flestar mynd-
irnar væru frá siðasta ári, en ein
þeirra væri frá 1973
— Ég fór út með það hugarfar að
velja kvikmyndir sem höfðuðu til
flestra, ég sá margar, en erfitt var að
velja, og að lokum ákvað ég að velja
þær sem mér fundust beztar
Aðspurð hvaða mynd henni fynd-
ist bezt af þessum sem hún valdi
svaraði Ingibjörg: — Finnska mynd-
in „Jörðin er syndugur söngur" er
bezt að minum dómi og mestur
fengur að henni enda talin vera ein
bezta mynd sem Finnar hafa gert
Þessi mynd á erindi til allra
Lítið framboð af barnamyndum
Ein barnamynd er sýnd á þessari
viku, hún er sænsk og verður sýnd
fimm sinnum, en aðrar myndir
verða sýndar þrisvar sinnum hver
— Ég ætlaði mér að fá a m k tvær
barnamyndir á þessa viku, en það
rikir kreppa í barnamyndakvik-
myndagerð, framboðið af þeim er
alls ekki nógu gott og flestar sem ég
sá voru mjög óvandaðar, þvi varð
einungis ein fyrir valinu
Ingibjörg sagði að ekki væru
haldnar svona kvikmyndavikur
reglulega á öðrum Norðurlöndum,
þar er meiri samgangur milli land-
anna með myndir, en við fáum sjald-
an að sjá kvikmyndir frá Norður-
löndunum og ætti þetta því að vera
kjörið tækifæri til að kynnast þeim
.... lifið er barátta og dauðinn
snöggur og grimmur"
Frá Danmörku koma myndirnar
„Drengir" og „Blindur félagi"
..Drengir" fjallar um þrjú tímabil í
ævi ungs manns og lýsir uppeldi
hans sem á að vera mjög gott og
óaðfinnanlegt Myndinni lýkur þeg-
Úrfinnsku myndinni „Sólarferð"
Úrdönsku myndinni „Drengir".
Á geðveikraspítalanum i „Nær og fjær" (sænsk).
ar hann er orðinn 23 ára og sýnir
..útkomuna"
Leikstjóri ..Drengja" Nils Malmros
er sjálfmenntaður kvikmyndastjóri
og þurfti að berjast til að vera úpp-
götvaður.
Leikstjóri myndarinnar ..Blindur
félagi" heitir Hans Kristensen og
þetta er þriðja mynd hans, eins
konar framhald myndarinnar ,.Per”
sem sýnd hefur verið hér á landi, og
fjallaði um ungan mann sem var á
móti kerfinu, „Blindur félagi" fjallar
um aðgerðir vina til að hindra að
gamalt hús i Kaupmannahöfn, sem
þeir búa í, verði rifið
Kvikmyndin " Jörðin er syndugur
söngur" kemur frá Finnlandi og er
eins og áður er sagt talin með lang-
beztu myndum finnskum Leikstjóri
hennar heitir Rauni Mollberg og er
þetta hans fyrsta myn, þó að hann
hafi starfað lengi sem leikstjóri og
leikari i leikhúsum og sjónvarpi
Myndin á að gerast i litlu þorpi i
suðurhluta Lapplands á eftirstriðsár-
unum og ségir Ingibjörg um mynd-
ina í leikskrá: „Hér er fjallað um
mannlifið í frumstæðri nekt sinni,
þar sem kynlif, ást og trúarbrögð
eru náttúrufyrirbæri. þar sem lífið er
barátta og dauðinn snöggur og
grimmur Aðalpersónan er Marta,
ung stúlka sem þroskast gegnum
sumar. vetur. vor og haust og kynn-
ist lifinu, ástinni og dauðanum "
Hin finnska myndin heitir „Sólar
ferð", og er stjórnað af einum
þekktasta kvikmyndastjóra Finna.
Risto Jarva
„Sólarferð" er gamanmynd um
mann sem ætlar í skiðaferð, en
lendir óvart i sólarferð til Rhodos
Bílasali sem stjórnar
danshljómsveit
Norsku myndirnar eru: „Sumarið
sem ég varð fimmtán ára" sem
stjórnað er af Knut Andersen, mjög
umtöluð mynd, og hin myndin er
„Við" sem Laila Mikkelsen stjórnar
Hún fjallar um hvernig ungt fólk
reynir að bjarga sér frá atvinnuleysi
og vöruskorti sem skapast af krepp-
um, en þetta er mynd sem sýna á
hvað getur gerzt í náinni framtíð
Búið er að nefna myndina
„Agaton Sax" sem kemur frá Svi-
þjóð og er barnamynd, en reyndar
þannig að öll fjölskyldan á að hafa
gaman af Þetta er teiknimynd og
henni stjórnar Stig Lasseby
„Sven Klang Kvintettinn" fjallar
um bilasala sem stjórnar litilli dans-
hljómsveit í hjáverkum. en hún á að
gerast árið 1958, og lýsir samskipt-
um hljómsveitarmeðlima, átökum
þeirra um hvort hljómlistin eigi að
vera söluvara eða eitthvað meira
Stellan Olsson stjórnar myndinni
og þess má geta að hún fékk verð-
laun fyrir beztu leikstjórn 1976 hjá
sænska kvikmyndatímaritinu
„Chaplin"
Þriðja kvikmyndin sem er frá Sví-
þjóð heitir „Nær og fjær", og
stjórnar henni Marianne Ahrne,
hennar fyrsta mynd í fullri lengd
Myndin fjallar um samskipti lækna
og sjúklinga á geðveikrahæli, og um
möguleika þeirra til að finna ást og
skilning í samskiptum sínum við
aðra
Framhald ef vel tekst
Sýningarnar verða haldnar í Nýja
Bíói. og sagði Hjálmar Ólafsson að
framkvæmdastjórn Nýja Bíós hefði
sýnt mikinn skilning og hjálpsemi
við framkvæmd hugmyndarinnar
um þessa kvikmyndaviku
— Við munum reyna að hafa
framhald á svona norrænum kvik-
myndavikum, ef að þessi tekst vel
og aðsókn verður næg Það er til-
gangur með þessari viku að kynna
norrænar myndir og örva um leið
áhuga stjórnenda kvikmyndahúsa á
að hafa oftar norrænar myndir til
sýninga i húsum sínum, sagði
Hjálmar að lokum
Miðaverð á myndirnar er það
sama og venjulegt aðgöngumiða-
verð
Dagskrá kvikmyndavikunnar nor-
rænu er þannig (breyting áskilin)
Laugardagur 24 sept
Kl 5 (opnun): Sven Klang Kvintett-
inn.
Kl 7 Blindur félagi
Kl 9 Jörðin er syndugur söngur
Sunnudagur 25 sept
Kl 3 og 5 Agaton Sax (barnamynd)
Kl 7 Sólarferð
Kl. 9: Við
Mánudagur 26 sept
Kl. 5: Nær og fjær
Kl 7: Drengir
Kl 9 Sumarið sem ég varð fimmtán
ára
Þriðjudagur 27. sept
Kl. 5: Blindur félagi
Kl 7: Jörðin er syndugur söngur
Kl 9: Sólarferð
Miðvikudagur 28 sept
Kl 5: Sólarferð
Kl 7: Nær og fjær
Kl 9 Blindur félagi
Fimmtudagur 29 sept
Kl 5: Jörðin er syndugur söngur
Kl 7: Sven Klang kvintettinn
Kl 9 Drengir
Föstudagur 30 sept
Kl 5: V.ð
Kl 7 Sumarið sem ég varð 1 5 ára
Kl 9 Nær og fjær.
Laugardagur 1 okt
Kl 5: Agaton Sax
Kl 7: Við
Kl 9 Sumarið sem ég varð 1 5 ára
Sunnudagur 2 okt
Kl 3 og 5 Agaton Sax
Kl 7 Drengir
Kl 9 Sven Klang Kvintettinn
— Millión
Framhatd af bls. 1
Sagói hún aó Bandarikjamenn
greiddu iðulega tiu þúsund
dollara. Auk þess verða kjör-
foreldrar aö greiða ferðina til
Beirut til að ná i börnin
— Lífshagsmunir
Framhald af bls. 1
marséraði og hljómsveit lék þjóð-
söngva landanna. Með forsætis-
ráðherra voru m.a. Ishkov sjávar-
útvegsráðherra, Zunskov vara-
utanríkisráðherra og Farafanov
sendiherra Sovétríkjanna á Is-
landi.
Eftir athöfnina við Kremlar-
múra var haldið í Katrínarsal
Kremlarhallar, sem er allur gulli
sleginn um loft og veggi. Gólfið er
úr góðviði og innlagt mislitum
viði, einhver íburðarmesta ívera
sem blaðamaður Mbl. hefur kom-
ið í.
Fyrst snerust viðræðurnar, sem
fram fóru á rússnesku og íslenzku
með aðstoð túlks, um fiskveiði og
hafréttarmál. Því næst var rætt
um viðskiptamál þjóðanna og
óhagstæðan vöruskiptajöfnuð ís-
iendinga. Þá var rætt um menn-
ingarmál, aðild íslendinga að
NATO eins og áður er getið,
Öryggismál og almennt um al-
þjóðamál, vigbúnað og hvers
vegna þjóðir vígbyggjust og hefðu
varnir. Rætt var um afvopnun og
Vietnam, afstöðu Sovétrikjanna
til Kína og einnig var rætt um
SALT-viðræðurnar.
Geir Hallgrímsson sagði í við-
tali við Morgunblaðið að ágrein-
ingsefnum rikjanna í hafréttar-
málum fækkaði greinilega. Hann
sagðist hafa lagt á það ríka
áherzlu, að lífshagsmunir strand-
ríkja yrðu tryggðir. Hann kvað
sjónarmið Sovétríkjanna hafa
verið almenns eðlis, að tryggja
bæri hagsmuni allra.
Þá var rætt um vísindaleg sam-
skipti, einkum hvað varðaði fisk-
verndun og Geir Hallgrímsson
sagðist hafa látið i ljós að hann
teldi menningarsamskipti land-
anna í eðlilegum farvegi. Hann
kvað Kosygin hafa sagt að Sovét-
stjórnin hefði verið gagnrýnd fyr-
ir að Bolshoiballettinn væri yfir-
leitt dansandi alls staðar annars
staðar en i Moskvu. Þvi hefði
hann sagt að ballettinn væri
velkominn til Islands.
Á meðan viðræðurnar fóru
fram skoðaði Erna F’innsdóttir,
ásamt föruneyti, Tretjakov-
listasafnið og síðan Ríkisbókasafn
Sovétríkjanna. Loks fóru for-
sætisráðherrahjónin í heimsókn i
Moskvuháskóla, þar sem Geir
Hallgrimsson var sæmdur
heiðursmerki háskólans. í skólan-
um eru um 28 þúsund stúdentar
og 1500 kennarar.
Dagskránni lauk síðan í kvöld
með kvöldverði sem Kosygin hélt
til heiðúrs islenzku forsætisráð-
herrahjónunum og var hann hald-
inn í gulli slegnum Granovitajasal
stóru Kremlarhallarinnar.
Í fyrramálið verður skoðunar-
ferð um Moskvu og Kreml. i
hádeginu verður opinbert
hádegisverðarboð íslenzká for-
sætisráðherrans og síðan verður
skoðuð Þjóðarbúskaparsýning
Sovétríkjanna. Um kvöldið verða
opinberu gestirnir í Bolshoileik-
húsinu.
— Lance
Framhald af bls. 1
náinn vinur hans, þar sem
Lanee kvaðst hafa afráðið að
segja af sér starfi. ,,Mér er
hryggð i huga á þessari
stundu. Hann er góður mað-
ur,“ sagði forsetinn og bætti
við að þrátt fyrir þetta stæði
trú hans á heiðarleika og ráð-
vendni Lanee óhögguð. Carter
var í nokkurri geðshræringu
að sjá. Hann ítrekaði hvað
eftir annað að hann þekkt Bert
Lanee eins og sjálfan sig og
hann vissi hann vera góðan og
heiðarlegan mann. Carter
sagði að sá áburður sem Lance
hefói verið borinn væri ger-
samlega ósannaður og ekkert
hefði hann heyrt né séð sem
hefði dregið úr trausti sinu á
Lance.
— Líbanskar
Framhald af bls. 1
óhemju mikilvægt að bardögum
yrði samstundis hætt.
Bardagar héldu áfram á
svæðunum i suðurhluta Libanons
í dag og eldflaugar sem var skotið
frá libönsku landsvæði lentu
nyrzt í Israel að þvi er fréttir
hermdu í kvöld. Lentu fyrstu eld-
flaugarnar á bænum Safad, sem
er um 15 km frá landamærunum.
Slösuðust nokkrir við þennan
atburð. Talsmaður israels sagði
að nokkru síðar hefðu flaugar
lent á fleiri borgum og bæjurn^
israelar svöruðu i sömu mynt.
Að öðru leyti voru fréttir frá
þessum stöðum mjög óljósar i
kvöld og ekki auðvelt að átta sig á
hvernig framvinda mála er þar
nú.
Svo virtist þó í kvöld, að
israelskar hersveitir, sem hafa
farið yfir líbönsku landamærin,
væru að festa sig betur i sessi og
stæðu yfir bardagar milli þeirra
og Palestinuskæruliða.