Morgunblaðið - 22.09.1977, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1977'
27
því hann virtist vilja skila öllu
sem hann vann þannig að hann
gæti ekki um bætt.
Hygg ég að kunnugir viður-
kenni að hér sé ekki ofmælt.
Mér er minnisstætt, að síðasta
sumarið sem hann hafði fótavist,
vafalaust farinn að heilsu, stóð
hann margan dag er veður leyfði
við slátt úti i óræktarmóa og
hlífði sér hvergi, enda var slíkt
ekki vani hans. Mundi og öðrum
ekki hafa stoðað að aftra honum.
Undraði mig hve mikið hey þetta
var að lokum i svo erfiðu heyr-
skaparsumri sem þetta var. Við að
koma þessum heyfeng á sinn stað
naut hann dyggilegrar hjálpar
sonarsonar síns og annarra góðra
vina. Þegar svo þetta var komið í
vel upp gerðan galta, með yfir-
breiðslu og neti yfir, gekk gamli
maðurinn í kringum verk sitt og
aðgætti nákvæmlega hvort allt
væri ekki í lagi og er honum þótti
sv^ vera tók hann upp pípu sina
Qg kveikti í og sagði svo: ,,Nú
skulum við koma inn og fá okkur
kaffisopa."
Að lokum vil ég svo tjá þeim
látna einlæga þökk fyrir alla hans
vinsemd i minn garð fyrr og síðar.
Við biðjum höfund alls lífs að
blessa hann á hans nýju lifsbraut.
Eftirlifandi systir hans biður
þessar línur að flytja honum sér-
stakar hjartans þakkir fyrir öll
þeirra samskipti og segir að á þau
hafi aldrei fallið skuggi.
Sólmundur Sigurðsson
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
r.
Islendingar
flýjafrönsku
í Montreal
tSLENDINGUM búsettum f Que-
bec-fylki f Kanada mun hafa
fækkað talsvert að undanförnu og
enn aðrir hyggjast flytjast þaðan
á næstunni. t blaði tslendinga f
Vesturheimi, Lögbergi — Heims-
kringlu, nýlega segir að ástæðan
fyrir þessu sé sú að nú verði
franska aðalmálið f fylkinu og
höfuðáherzla lögð á það mál f
skólum.
Ræðir blaðið við örn Árnason,
sem verið hefur búsettur í
Montreal i nokkur ár. Segir hann
að margir séu þegar farnir frá
Montreal, sumir aftur heim til
Islands, en aðrir til annarra staða
í Kanada. — Margir þeirra sem
störfuðu hjá Air Canada í
Montreal hafa nú fengið vinnu
hjá fyrirtækinu í Winnipeg. Ekki
er vitað með vissu hve margir
tslendingar hafa flutst búferlum,
en Örn sagði að nú væru ekki
nema örfáir landar eftir i
Montreal, hefur Lögberg Heims-
kringla eftir Erni Arnasyni.
Hart deilt
á Kruger
Jóhannesarborg, 19. sept.
Reuter.
HELZTI talsmaður stjórnarand-
stöðunnar í Jóhannesarborg, Hel-
en Suzman, hefur karfizt þess að
dómsmálaráðherrann, James
Kruger, segi af sér fyrir afglöp i
starfi vegna máls Steve Biko, sem
lézt í gæzluvarðhaldi f sfðustu
viku. Frú Suzman fordæmdi harð-
lega varðhaldslög landsins og
málsmeðferð Krugers í þessu til-
tekna tilfelli, og var henni ákaft
fagnað á fjölmennum fundi, þeg-
ar hún krafðist þess, að dóms-
málaráðherrann segði af sér.
Peningaskápur og
skrifstofuhúsgögn.
Til sölu vegna flutninga eru peningaskáp-
ur, innanmál 40x60 cm., ásamt undir-
skáp og nýleg skrifstofuhúsgögn, þ.e.
stórt skrifborð með hliðarborði og hillu-
skápur. Vel með farið. Upplýsingar í síma
13028
Iðnminja
sýningM
í Arbæ
I dag kl. 15:00 á 20 ára afmæii Árbæ jarsafnsins opnar
sérstök iðnminjasýning í sýningarsal Árbæjarsafns-
ins. Á sýningunni verða sýnd gömul iðnverkstæði,
hlutir úr iðnminjasafni Þjóðminjasafnsins, o.fl.
Sýningin verður opin daglega frá kl. 16:00 — 22:00, og
kl. 14:00 — 22:00 um helgar. Aðgangur er ókeypis.
Sérstök fólksflutningabifreið, yfirbyggð af Agli Vil-
hjálmssyni í Reykjavík fyrir 30 árum, flytur gesti iðn-
kynningar frá Laugardalshöll til Árbæjarsafns.
IÐNKYNNING í REYKJAVÍK
*****
Vidarþiljur
sem vekja athygh'
IÐNSPÓNS VIÐARÞILJURNAR
NÚ LOKSINS FYRIRLIGGJANDI í:
□ ASKUR □ ÁLMUR □ EIK
□ FURA □ HNOTA □ MAHONY
□ OREGON PINE □ TEAK
□ PALESANDER [—] WENGE
Þær eru sérstaklega lakkaðar með síruhertu lakki. Ef um
stærri pantanir er að ræða má velja spóninn sérstaklega
Við komum á staðinn, tökum öll mál og sjáum um
uppsetningu.
Til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.
Staðfestar pantanir óskast sóttar sem fyrst
IÐNSPÓNN H.F.
Skeifan 8, sími 38555.
Kalmar
Grensésvegi 22 Reykiavlk sími 82645
innróttingar hf.