Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977 Hvalveiði haldið áfram enn um smn HVALVEIÐI hefur gengið vel síðustu daga. Gott veiðiveður hef- ur verið og veiði ágæt. Hvalveiði verður haldið áfram enn um sinn, samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. fékk í gær á skrifstofu Hvals hf. og má gera ráð fyrir þvf að hún standi lengra fram á haustið nú en nokkru sinni hin seinni ár svo framarlega sem veð- ur leyfir. Samkvæmt upplýsingum Hvals hf. hafa nú veiðst 374 hvalir en þegar vertíðinni lauk 16. septem- ber í fyrra höfðu veiðst 389 hval- ir. I sumar hafa veiðst 142 lang- reyðar, 101 búrhvalur og 131 sandreyður. Mun fleiri sandreyð- ar hafa veiðst en í fyrra en þær gefa minni afurðir af sér en hinar tvær tegundirnar. Veður til hvalveiða hefur verið fremur óhagstætt í sumar mikið um brælur og þokur á miðum hvalbátanna. Fjármálaráðuneytið: BSRB-félagar fá óskert laun 1. okt. FJARMALARAÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að greiða þeim ríkis- starfsmiinnum, sem eru félagar í BSRB, óskert laun 1. október í þeirri von að ekki komi til verk- falls, segir í tilkynningu frá ráðu- neytinu, en hugsanlegt er að til verkfalls komi 11. október n.k. eða fyrr. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber að greiða starfsmönnum, sem þau lög taka til, föst laun þeirra fyrirfram. Verði af verkfalli rekst þessi regla á þá almennu reglu, að laun greiðast ekki í verkföllum. Þar að auki er talsverður hópur starfsmanna, sem ekki munu fara í verkfall vegna öryggisgæslu, hjúkrunarstarfa o.s.frv. Eftir að verkfall hæfist yrðu ekki tök á að afgreiða nein laun, hvorki föst laun né yfirvinnu- greiðslur til neinna starfsmanna ríkisins, þar til nokkrum dögum eftir að verkfalli lyki. Laun fyrir verkfallstimann yrðu þá endur- krafin af fyrstu launum, sem starfsmaður ætti rétt til að verk- falli loknu, segir í tilkynnningu frá ráðuneytinu. r FORSETI Islands, dr. Kristján Eldjárn, og frú heimsóttu í gær Iðnkynninguna í Laugardalshöll í sérstöku boði Iðnkynningarnefndar en nú líður senn að lokum þessarar kynningar. Hér eru forsetahjónin i Laugardalshöllinni í fylgd Alberts Guðmundssonar formanns iðnkynningarnefndar og konu hans. (Ljósm. Mbl. Kristinn Ólafsson) Reykj anessamningamir samþykkt- ir í Kópavogi og Mosfellssveit Afstaðabæjarstjórna í Garðabæ og Keflavík ekki opinberuð fyrr en að lokinni allsherjaratkvæðagreiðslu um sáttatillöguna Agreiningur um það hvort Vængir hefji flug sitt í dag „ÉG VEIT ekki annað en þaó sé óbreylt, sem við sögðum I greinar- gerð okkar, að Vængir hefji flug á morgun", sagði Guðjón Styrk- ársson, stjórnarformaður Vængja, í samtali við Mbl. í gær- kvöldi, en f greinargerð frá Fél- agi íslenzkra atvinnuflugmanna, sem Mbl. barst í gærkvöldi segir að stjórn félagsins hafi átt við- ræður við annan flugmanninn, sem Vængir hafa fengið til starfa, og segist stjórnin telja, að hann muni ekki „ganga í berhögg við lög, reglur og samninga stéttar- félagsins.“ Grétar Öskarsson hjá loftferða- eftirlitinu sagði að þeir hefðu i gær veitt Sigurði Júliusi Kristins- syni réttindi til að fljúga sem að- stoðarflugmaður á Twin Otter vél Vængja, en Sigurður er íslenzkur rikisborgari, sem hefur dvalið í Bandaríkjunum. Þá sagði Grétar, að Jóhann Kristinsson hefði lagt inn umsókn úm viðurkenningu á réttindum sem flugstjóri á Twin Otter, en hann hefur aflað sér réttinda, i Noregi sem Grétar nefndi „atvinnuflugmann með meirapróf". Hins vegar sagði Grétar, að þetta próf væri ekki nóg til að hljóta réttindi sem flug- Framhald á bls. 18 KLAUSTURHÖLAR, Listmuna- upphoð Guðmundar Axelssonar, hefja vetrarstarfsemina n.k. laugardag kl. 14.00 ( Tjarnarbúð. Þar verða seldar bækur og nokk- ur handrit, sum þeirra gagnmerk og önnur mjög óvenjuleg. Af handritunum er fyrst að telja Jónsbókarhandrit, sem fullvist er talið, að Magnús Stephensen, dómstjóri í Landsyfirréttinum, hafi skrifað með eigin hendi. Af öðrum handritum er m.a. Ævi- saga og útfararminning sr. Jóns Jónssonar fyrrum prests til Helga- og Einarsstaða safnaða. Gert að Gaulverjabæ 1789. Enn- fremur Kvæði í 211 erindum eftir Nfels Jónsson skálda, skrifað með eigin hendi höfundar. Jesú-rímur eftir Guðmund Erlendsson, skrif- að um 1650, og Kvæði Bólu- Hjálmars um Akrahrepp í eigin- handarriti höfundar. Uppboðinu er að venju skipt í flokka verka og bóka: Það eru ýmis rit, rit íslenzkra höfunda, Framhald á bls. 18 B/EJARSTJÖRN Kópavogs og hreppsnefnd Mosfellshrepps hafa samþykkt hina svokölluðu Reykjanessamninga. og voru þeir einróma samþykktir i Kópavogi, og eftirfarandi samþykkt gerð: Lagður fram að nýju hluti aðal- kjarasamnings, sem samninga- nefnd bæjarins gerði 9. septem- Bókauppboð Klausturhóla: Jónsbókarhandrit með rithönd Magnúsar Stephensens dómstjóra Botnsmálið munnlega flutt í dag MAL vegna eignaréttar á botni Mývatns, sem hefur til með- ferðar hjá dómstólum undan- farin ár verður flutt munnlega fyrir aukadómþingi Þingeyjar- sýslu í Skjólbrekku ( Mývatns- sveit í dag. Setudómari er Magnús Thoroddsen borgar- dómari, ásamt meðdómendum Guðmundi Jónssyni borgar- dómara og Lýð Björnssyni sagnfræðingi. Málflytjendur eru í sókn og gagnsókn Páll S. Pálsson hrl. vegna eigenda og ábúenda jarða við Mývatn, Ragnar Steinbergsson hrl. vegna eig- enda og ábúenda jarða i Skútu- staðahrepps sem ekki eiga land að Mývatni, Stefán Páls- son hdl. vegna Skútustaða- hrepps og Sigurður Ölason hrl. vegna ríkissjóðs. Vegna þess hve málið er viðamikið og að vissu leyti prófmál um eignarétt að botni allra vatna á Islandi utan net- laga er búist við að málflutn- ingurinn taki tvo daga. ber s.l. við samninganefnd starfs- mannafélagsins á fundi hjá sátta- semjara. Bæjarráð samþykkir samning- ana og felur bæjarstjóra jafn- framt að samþykkja sáttatillögu þá sem sáttasemjari hefur lagt fram til lausnar yfirstandandi kjaradeilu. I athugasemd frá hreppsnefnd Mosfellshrepps kemur fram að samningurinn sem slíkur hafi verið samþykktur, en í dag verði gengið til atkvæða um sjálfa sáttatillöguna og verði hún felld muni samningurinn sjálfkrafa falla úr gildi. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjórnum bæði í Garðabæ og Keflavík sem héldu fundi um Reykjanessamningana í gær mun afstaða þeirra ekki opinberuð fyrr en allsherjaratkvæðagreiðslu um sáttatillögu sáttanefndar er lokið á mánudag. Fyrsta útskipun- in í Sandgerði Sandgerði, 29. september. NÝR ÞATTUR hófst í hafnarmál- um í Sandgerði í gærkvöldi, þegar flutningaskipið Vesturland kom hér inn til að taka tæplega 200 lestir af fiskmjöli frá loðnu- bræðslu Njarðar h.f. Vesturland er stærsta skip sem komið hefur til þessa í Sandgerðishöfn, um 780 brúttólestir. Jafnframt er þetta í fyrsta skipti, sem vörum er skipað beint út til útflutnings í Sandgerði.en fram að þessu hefur Framhald á bls. 18 Dagur iðnaðarins haldinn hátíðlegur í Reykjavík 1 dag 1 DAG er „Dagur iðnaðarins" haldinn hátiðlegur í Reykjavík, en á því iðnkynningarári sem nú er að Ijúka hefur Islenzk iðn- kynning efnt til Dags iðnaðarins víðs vegar um land. Amarflug gerir leigusamning mn aðra Boeing þotu félagsins ARNARFLUG hefur nú gert samning um leigu á annarri Boeing 720-B þotu félagsins til norska flugfélagsins Braathen S.A.F.E. Flugvélin fer til Sviþjóðar 23. október n.k. og næstu fjórar vik- urnar flýgur hún frá Gautaborg og nokkrum öðrum borgum í Sví- þjóð til Túnis, Grikklands, Krítar, Rhodos, Italíu, Spánar, Kanari- eyja og Englands. Flugvélin get- ur flutt 149 farþega. Þrjár áhafnir frá Arnarflugi munu dveljast í Gautaborg og starfa við þessa flutninga. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri annaðist samninga- gerðina við norska flugfélagið af hálfu Arnarflugs og lauk þvi starfi s.l. mánudag. Arnarflug hefur á þessu ári fengið tvær þotur af gerðinni Boeing 720-B. Þær hafa að undan- förnu flutt mikinn fjölda Islend- inga til sólarlanda og önnur þotan kom fyrir nokkrum dögum frá Englandi að loknu hálfsmánaðar starfi fyrir breska flugfélagið Britannia Airways. Dagskrá dagsins í dag hefst með lúðrablæstri við styttu Skúla fógeta kl. 12.30. Klukkan 13.00 mun Kristján Sveinsson augn- læknir, heiðursborgari Reykja- víkur, leggja blómsveig frá Reykjavíkingum að styttu Skúla fógeta og Birgir ísleifur Gunnars- son borgarstjóri mun flytja ávarp við það tækifæri. Klukkan 14 hefst á Hótel Sögu fundur um iðnaðarmál. Þar munu Birgir ísleifur Gunnarsson og Gunnar J. Friðriksson iðnrekandi flytja ræður, en i upphafi fundar mun dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra ávarpa fundar- menn. Fundarstjóri verður Sigur- jön Pétursson borgarráðsmaður og að lokum framsöguræðum verða almennar umræður. Öllum er heimill aðgangur að fundinum á Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.