Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977 7 Óhagstæður viðskipta- jöfnuður Hér fer á eftir yfirlits- grein ur timariti Seðla bankans, Hagtölum mán- aðarins, um ýmsar hag- fræðilegar staðreyndir lið- andi stundar: 1. „Þrátt fyrir hagstæð viðskiptakjör reyndist við- skiptajöfnuður íslendinga óhagstæður um 4.225 m.kr. fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Enda þótt gera megi ráð fyrir heldur hagstæðari við- skiptajöfnuði á seinni árs- helmingi er ekki útlit fyrir að jöfnuðurinn verði já- kvæður þegar litið er á árið I heild. Heildar- greiðslujöfnuður var hag- stæður um 6.530 m.kr. á fyrri árshelmingi enda var mikið tekið af relendum lánum svo sem fjármagns- jöfnuður sýnir, en hann var hagstæður um 10.780 m.kr. Á þessu sama tlmabili jókst gjald- eyrisforði Seðlabankans um 5.460 m.kr. Hérá eft- ir verður gerð grein fyrir helstu þáttum greiðslu- jafnaðar á fyrri helmingi ársins og stuttlega vikið að horfum á síðari helm- ingi. Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 2.475 m.kr., en var óhagstæður um 2.000 m.kr. yfir sama tlmabil 1976 á sambæri- legu gengi. Er þá miðað við f.o.b. verðmæti bæði innflutnings og útflutn- ings. Mjög mikil aukning varð á verðmæti útflutn- ings á fyrri hluta árs 1977 miðað við sama tlmabil 1976. Þessa aukningu má að verulegu leyti rekja til þeirra verðhækkana sem urðu á útflutningsafurð- um á slðari hluta árs 1976 og hafa haldið áfram á fyrri hluta árs 1977. Heildarútflutnings- verðmæti febrúar 1977 var tæpum 119% hærra en I febrúar 1976 og verð- mæti útflutnings I mars 1977 76% hærra en I marsmánuði 1976 miðað við fast gengi. Frekar dró úr aukningu útflutnings á öðrum ársfjórðungi miðað við sama timabil 1976 og t.d. var verðmæti útflutn- ings I júnímánuði 1977 tæpum 9% lægra en I júnimánuði 1976. Í heild var verðmæti útflutnings fyrstu sex mánuði ársins 33,9% hærra en á sama tfmabili 1976 miðað við fast gengi. Innflutningur Verðmæti heildarinnflutnings jókst um 35.6% miðað við sama timabil 1976 á föstu gengi. Mest hefur aukning orðið á innflutn- ingi sérstakra fjárfesting- arvara eða 82%. Stafar það m.a. af stórauknum innflutningi skipa og flug- véla sem var svipaður á fyrri árshelmingi 1977 og allt árið 1976. Innflutn- ingur á rekstrarvörum til álbræðslu jókst um 40% en útflutningur áls um 38%. Almennur innflutningur var 31,5% meiri fyrstu tvo ársfjórðunga 1977 en 1976. Þar af nemur aukning oliuflutnings 42% en oliuinnfiutningur nam um 18% af öllum almennum innflutningi. Innf lutningur neysluvara jókst um 34%. Er þá með- talinn innflutningur fólks- bifreiða og bifhjóla sem jókst um 91% en innflutn- ingur bifreiða var tiltölu- lega litill siðustu tvö ár. Það er athyglisvert að innflutningur á byggingar- efni og efni til mann- virkjagerðar hefur aðeins aukist um tæp 19% þrátt fyrir mjög hagstæða veðr- áttu til framkvæmda á þessu sviði á fyrri hluta ársins. Þjónustu- jöfnuður og fjármagns- jöfnuður Þjónustujöfnuður var óhagstæður um 1.750 m.kr. á fyrri árshelmingi .1977. Miðað við árið áður hafði innflutt þjónusta aukist um 18% en útflutt þjónusta um 20%. Út- gjöld vegna ferða og dval- ar erlendis jukust um 51% á meðan tekjur af erlendum ferðamönnum jukust aðeins um 17%. Nettó tekjur af samgöng- um námu rúmum 1.800 m.kr. og er um 13% aukn- ingu frá árinu áður að ræða, á föstu gengi. Vaxtagjöld hafa aukist um 20% og námu alls 4.420 m.kr. Tekjur af varnarliði. nettó, námu 3.410 m.kr.. og er um 43% aukningu frá árinu áður að ræða. Fjármagnsjöfnuður var hagstæður fyrstu tvo árs- fjórðunga 1977 um 10.780 m.kr. Innkomin löng lán námu 20.770 m.kr., þar af eru opinber lán 14.835 m.kr. en af- borganir námu 4.195 m.kr. ----------------------1 Ljóst er að innflutn- 1 ingur fjármagns verður mun minni á seinni helm- ingi ársins 1977 en var á fyrri hluta árs. Áætlað er að innkomin löng lán nemi um 7.000 m.kr., en afborganir um 5.500 m.kr. Þó má ætla að fjár- magnsjöfnuður verði hag- stæður, en ekki nálægt þvi eins og á fyrri hluta ársins. Með tilliti til ár- stlðasveiflu, sem rlkir I þjónustu, má búast við að þjónustujöfnuður verði mun hagstæðari á seinni árshelmingi en hinum fyrri, jafnvel svo að þjón- ustujöfnuður fyrir árið I heild verði hagstæður. Skipainn- flutningur Skipainnflutningur verður væntanlega svip- aður á seinni helmingi ársins og á fyrri helmingi, jafnframt má búast við stórauknum innflutningi vegna jámblendiverk- smiðju. Þá má gera ráð fyrir að aukning annars innflutnings verði slst minni á tímabilinu júll- desember en hún var janúar-júnf. Jafnvel þótt áætlað sé með nokkurri bjartsýni, að aukning út- flutnings verði svipuð á seinni árshelmingi sem hinum fyrri, má ætla að viðskiptajöfnuður ársins í heild verði allt að þvi jafn óhagstæður og á fyrri hluta ársins út af fyrir sig. Þvl mun hins vegar mætt með hagstæðum fjár- magnsjofnuði, þ.e. nýjum lántökum umfram afborg- anir, svo að horfur eru á að greiðslujöfnuður ársins verði hagstæður um svip- að og á fyrri hluta ársins, þ.e. um 6.000 m.kr., og batni gjaldeyrisstaða bankanna um þá fjár- hæð." Haustfagnaður Fyrsta Útsýnarkvöld vetrarins verður haldið að Hótel Sögu sunnudagskvöld 2. október. -^•Kl. 19.00 Húsið opnað — Svaladrykkir og lystaukar. •^■Kl. 19.30 Fagnaðurinn hefst — Ljúffengur franskur veizlumatur. Gigot d'agneau Fermiére. Verð aðeins 2.250 — •^•Tízkusýning: Modelsamtökin sýna nýju haust- og vetrartízkuna. •fcMyndasýning nýjar myndir frá sólar- ströndum. -^■Ferðabingó. Spilað verður um þrjár sólarferðir með Útsýn til Spánar og Ítalíu. •jfc-Skemmtiatriði •^Dansað til kl 1 krifstofan Austut stræti 1 7, Muniðað panta borð snemma hjá yfirþjóni i sima 20221 Hjá Utsýn komast jafnan færri að en vilja Útsýnarkvöld eru skemmtanir i sérflokki Þar sem fjörið og stemmningin bregðast ekki Vorum aðfá mikið af nýjum vörum Tildæmis: Barnabuxur úr bláu og svörtu denimi og flaueli í mörgum litum. Drengja og telpnapeysur. Gúmmístígvél barna, græn með reimum. Herraskyrtur. Dömupeysur í miklu úrvali. Dömubuxur úr denimi og flaueli. í DAG ER SÍÐASTI DAGUR MATVÖRUTILBOÐSINS Opið til kl. 10 í kvökl, lokað á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.