Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
3
Greinilega full þörf
á herferð gegn
umferðarslysum
— segir aðstoðaryfirlæknir
slysadeildar Borgarspítalans
„ÞAÐ ER ljóst að fjöldi slas- komu hingað 125 slasaðir úr
aðra úr umferðarslysum i sept- umferðinni og í desember 84."
embermánuði nú verður meiri Haukur gaf Morgunblaðinu
en í sama mánuði í fyrra,“ sagði eftirfarandi tölur um fjölda
Haukur Árnason, aðstoðaryfir- slasaðra í umferðinni á þessu
læknir slysadeildar Borgarspít- ári og í fyrra.
alans, i samtali við Mbl. í gær. 1977 1976
Janúar 89 72
„í fyrra fengum við 150 slasaða febrúar 74 66
í septembermánuði, en talan nú marz 126 92
var komin í 145, þegar ótaldir apríl 115 99
eru þeir slösuðu síðustu daga maí 102 144
mánaðarins. Það er greinilega júní 133 181
full þörf á aðgerðum, eins og júli 177 153
gripið var til 1975, en í október ágúst 168 138
það ár slösuðust 193 í umferð- september 150
inni. Síðan var hafin mikil her- október 130
ferð af hálfu lögreglu og nóvember 128
fjölmiðla og í nóvember 1975 desember 138
Fyrstu litaút-
sendingar úr
sjónvarpssal
verða í kvöld
I KVÖLD verdur í fyrsta
skipti sent út í lit sjón-
varpsefni, sem tekiö er upp
í upptökusal sjónvarpsins.
Ber þennan áfanga upp á
II ára afmæli sjónvarps-
ins, en það tók til starfa 30.
september 1966.
Eins og fram hefur kom-
ið í fréttum, hefur verið
unnió að því að undan-
förnu að koma fyrir nýjum
tækjabúnaði í upptökusal
sjónvarpsins. Er búnaður
þessi miðaður við litaút-
sendingar og leysir hann af
hólmi 11 ára gamlan tækja-
búnað sjónvarpsins. Jafn-
framt hefur starfsfólk
sjónvarpsins verið þjálfað í
meðferð hinna nýju tækja.
Frá og með kvöldinu í
kvöld verður allt efni úr
upptökusal sent út i lit, og
eykst þar með nokkuð dag-
skrárefni það, sem sent er
út í lit, en s.l. tæp tvö ár
hefur um fjórðungur
dagskrárinnar verið í lit,
nær eingöngu erlent efni,
sem Sjónvarpinu hefur
borizt á myndsegulbönd-
um.
Þótt nokkurt skref sé
með þessu stigið í litvæó-
ingu Sjónvarpsins, er þó
enn eftir að endurnýja
sýningartæki þess fyrir lit-
filmur, og koma upp að-
stöðu til að framkalla lit-
filmur.
Á meðan svo er, verða
allar fréttafilmur bíómynd-
ir og margvíslegt annað
efni, sem Sjónvarpinu
berst á kvikmyndum sent
út sem svart-hvítt efni.
Standa vonir til þess, að úr
þessu verði bætt áður en
langt um líður.
AlKiLÝSINííASÍMINN EH: 2^22480 J JHorjjimMetnþ
Þú notarhendurnarekki
í uppþvottinn
bara
...svo það er eins gott að fara vel
með þær. Nýi Palmolive uppþvotta-
lögurinn varnar því að húðin
þorni oggerir hendurnar fallegrs
og mýkri í hverjum uppþvotti.
Taktu eftir hvernig þú notar hendurnar. Þú tjáir
með þeim tilfinningar þínar, sorg og gleði. Farðu
þess vegna vel með þær.
í nýja Palmolive uppþvottaleginum er protein,
sem verndar húðina og gerir hendurnar fallegri og
mýkri í hvert skipti, sem þú þværð upp.
Nýi Palmolive uppþvottalögurinn er mjög
drjúgur, aðeins nokkrir dropar og diskarnir verða
skínandi hreinir.
Nýi Palmolive uppþvottalögurinn með protein.