Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977 31 Steingrímur Jónatans son fulltrúi - Kveðja Útför Steingríms Jónatansson- ar, fulltrúa i Seðlabankanum, sem andaðist aðfararnótt 26. þ.m., fer fram í dag frá Dómkirkjunni. Steingrímur var fæddur 11. febrúar 1908 og var þvi á sjötug- asta aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru hin mikil- hæfu og þekktu hjón Helga Helgadóttir frá Miðfelli og Jónat- an Jónsson, gullsmiður, ættaður vestan af Mýrum. Hjá þeim ólst hann upp og hlaut í arf manndóm þeirra og mannkosti. Hann stundaði nám i Versl- unarskólanum og lauk þaðan prófi 1925. Enn fremur nam hann gullsmíði hjá föður sínum og lauk prófi í þeirri iðn 1927. Steingrímur Jónatansson varð starfsmaður Gjaldeyrisnefndar árið 1935 og hófst þá samstarf Orð ná skammt, enda eru þau aðeins bergmál frá hjartanu, eins konar leiftur úr fylgsnum sálar- innar, — eins og komist hefur verið að orði. Það er þvi vafasamt hvort rétt er að skrifa minningar um látna vini sína og starfsfélaga. minningar sem í raun eru ann- arra eign, fyrst og fremst. Þess skal þó freistað hér. Birgir Gestsson rafvirkjameist- ari i Hampiðjunni í Reykjavík andaðist í Landspítalanum 21. þ.m. eftir erfið veikindi, 45 ára að aldri. Andlát þessa vinar okkar og vinnufélaga í Hampiðjunni kom okkur ekki beint að óvörum, frek- ar en öðrum er fylgst höfðu með veikindum hans á undanförnum mánuðum, en þó var svo, að við lifðum lengi i þeirri von að hon- um auðnaðist að fá heilsuna á ný. Sú von brást. Kallið var komið. Birgir var fæddur 27. apríl 1932, sonur hjónanna Gests Guð- jónssonar, skipstjóra, og Rakelar Páisdóttur. Gestur er látinn, en Rakel dvelst nú á Hrafnistu hér i Reykjavík. Sína fyrstu lífsgöngu lærði Birgir á Siglufirði, þeim fagra og stórbrotna stað, sem á sinn hátt hóf sig inn í bernsku drengsins og líf mannsins, og bjó siðar í svip hans. Á Siglufirði átti hann góða daga í uppvextinum hjá umhyggjusömum foreldrum og í fjölmennum systkinahópi. Er velja átti lifsstarfið beindist áhugi hans að rafvirkjun, sem hann lærði síðan af kostgæfni og vann svo við á Siglufirði við góð- an orðstir, um margra ára skeið. Stofnaði hann þar eigið fyrírtæki og vegnaði vel. Síðar, þegar síldin hætti að veiðast, og varla sást lengur fólk á sildarplönum, varð atvinnuástand erfitt á Siglufirði. Leituðu þá margir þaðan til ann- arra staða eftir atvinnu, og svo fór að Birgir tók sig upp og fluttist til Reykjavikur, til þess að byrja upp á nýtt, ef svo má segja. Til Hampiðjunnar réðst hann í okkar, sem hélst lengi síðan, fyrst til ársloka 1942, er nefndin var lögð niður, og svo eftir að hann fluttist til Landsbankans og síðar Seðlabankans og þar til að ég hætti störfum vegna aldurs við árslok 1971. Þessa langa og nána samstarfs okkar minnist ég með sérstakri ánægju. Af hans hálfu einkennd- ist það af þeim kostum hans, sem bestir hafa reynst og reynast enn heillaríkastir í mannlegum sam- skiptum, samviskusemi og drengi- legri framkomu, bæði við sam- starfsmenn og aðra. Einmitt þetta er það mikilvæg- asta í fari manna yfirleitt og alveg sérstaklega þegar um er að ræða starf hjá stofnunum, sem starfa fyrir þjóðfélagið allt. Steingrímur nóvember 1969, og hófust þá kynni okkar. Ekki fór á milli mála, að þar var hæfileikamaður á ferð. Birgir var hávaxinn, beinn í baki, grannur vexti og léttur í spori. Hann hafði hátt enni, var vel eygður og svipprúður. Að eðlisfari örlaði fyrir feimni, en jafnframt því að hann sýndi öðr- um áhuga og tillitssemi þá bjó í honum sú tegund hlédrægni, sem léði viðmóti hans sérstæðan þokka. Oft var Birgir kátur og glettinn. Góðviljaður var hann, úrræðagóður og áhugasamur, enda var honurn treyst fyrir vandasömum verkefnum. Svo sem vitað er hafa í upp- byggingu íslcnsks iðnaðar skipst á skin og skúrir, og þar er gerð veiðarfæra ekki undan skilin. Óvænta örðugleika ber oft að höndum í atvinnurekstrinum og þá er gott að njóta mannkosta þeirra, sem hafa lag á að snúa atburðarásinni til betri vegar. Þegar svo þar að kom, að veik- indin höfðu tekið hann sinum tök- um, þá sýndi hann af sér karl- mennsku og sálarró, þó varla hafi honum blandast hugur um hvert stefndi. Við kveðjum þennan vin okkar með söknuði. Birgir var gæfumaður i einka- lifi, hann var kvæntur góðri konu, Jóhönnu Kristinsdóttur, og var hjónaband þeirra framúrskarandi farsælt og ástríkt. Eina dóttur eignuðust þau, Valborgu, sem nú er 19 ára, og les til stúdentsprófs. Greinilegt er, að Valborg er tengd foreldrum sinum sterkum kær- leiksböndum. í gamalli bók, sem aldrei verður þó of mikið lesin, er sagt frá konu nokkurri, ekkjunni frá Nain. sem átti um sárt að binda sökum ást- vinarmissis. Mannlega talað virt- ist líf hennar hrunið í rúst, frarn- tíðin erfið. En þá kom vendi- punkturinn i lífi konunnar, það sem þáttaskilum olii, og breytti öllu til betri vegar. Það var Jesús, sem veitti henni huggu'n, sá Jesús sem enn Iifir og veitir þreyttum sálarfrið og gefur hinum vonlausa nýja von. Og bókin segir enn fremur frá öðru tilviki, þar sem önnur syrgjandi kona átti í hlut, en fékk þá þennan fagnaðarboð- skap frá Jesú: Ég er upprisan og lifið; sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. Þær mæðgur Jóhanna og Val- borg, og Rakel móðir Birgis hafa misst mikið við fráfall hans, en þeim var áður mikið gefið og það er gæfa að hafa átt slíkan eigin- mann, föður og son sem hann. Þessi fátæklegu orð viljum við svo enda með innilegum samúðar- kveðjum til allra náinna aðstand- enda, með bæn um að góður Guð muni gefa þeim huggun í sorg þeirra. Samstarfsmenn í Hampiðjunni. var maður, sem gott og hollt er að minnast og mikið má þakka. Steingrímur kvæntist 21. febrú- ar 1942 Huldu systur minni, sem lifir mann sinn, eftir þrjátiu og fimm ára ástúðlega og farsæla sambúð, ásamt tveim börnum þeirra, Jakobi og Hildi. Hér hefir ekki verið rakin ætt eða æviferill Steingríms Jónatanssonar svo sem vert væri. Ég hefi aðeins getið þess helsta, sem ég hefi haft nánust kynni af. Þess vegna eru þessi minningar- orð bæði fá og fátækleg. Eg vildi aðeins minnast þessa mágs míns og vinar með þakklæti fyrir sam- starf okkar, vináttu hans og tryggð við mig og mína fjöl- skyldu. Hann er nú kvaddur með sökn- uði og þakklæti af eiginkonu og börnum, fjölskyldufólki, sam- starfsfólki og vinum. Þótt hann væri kvaddur héðan óvænt aþ okkur fannst, vitum við, að hann var viðbúinn og að hann ekur nú heilum vagni heim. Að endingu votta ég ástvinum hans innilega samúð. Einvarður Hallvarðsson. Steingrimi Jónatanssyni má lýsa svo, að hann var góður meðal- maður á vöxt og vallarsýn og á sig kominn manna bezt, var fríður maður sýnum og bjartur yfirlit- um með hreinan svip og höfðing- legt yfirbragð. Hann var unglegur ásýndum fram til hins síðasta, þótt lifað hafi fulla meðalævi, og virtist geta átt drjúgt ævikvöld framundan. Lundarfar og innræti voru í góðu samræmi við ytri ásýnd. Steingrímur sótti litt til hærri metorða, en var traustur borgari á sínum vettvangi og undi vel sínum hag. Undir hýru yfirbragði bar hann þó oft þungan hug yfir hag lands og þjóðar og ræddi oft þau efni, ómyrkur i máli um ábyrgð og siðgæði þegnanna og skilsmun gjörvileika og gæfu i opinberu lífi. Hneigð hans til ábyrgðar og áhyggjusemi bar þó engan skugga á eðlislega glaðværð og kímni- gáfu, sem hann miðlaði samferða- mönnum sínum af í rikum mæli. Steingrimur var þannig búinn hinum beztu kostum samkvæmis- mannsins og er ógleymanlegur sem slíkur, þótt hann stundaði þann lifsþátt í hófi sem allt annað. Minnisstætt er mér í þesSu sambandi, er samstarfskona mín eitt löngu liðið ár sagði frá fyrra samstarfsmanni, sem haldið hefði upp humornum í kaffitímum, séð nýstárlegan flöt á ymsum málum og unnið úr efnivið mannlífsins af hjartanlegri kímni. Sá maður var Steingrímur. Leiðir okkar lágu saman, er hann varð maðurinn hennar Huldu frænku, og kom þá í Ijós, að hann var sjálfur frændi, af ætt Mýramanna. Alla tið síðan hefur verið greiður gangur milli okkar, og hefur notið stakrar gestrisni og greiðvikni þeirra hjöna, en þau töldust til hinna yngri i sinni fjöl- skyldukynslóð, eins konar brú milli kynslóða. Á starfsvettvangi hefur og lengst af verið stutt milli- okkar Steingríms, og varð enn nánari fyrir ári, er ég fluttist til sörnu stofnunar. Settu hádegisgöngur hans við- felldinn svip á miðbæinn. Hefur hann ætíð örvandi orð á taktein- um. Man ég hann siðast doka við I sólskininu undir hamravegg Landsbankans og í annan stað á göngu um grænan Austurvöll. Nú í dag er hann kvaddur hinztu kveðju handan þess græna vallar og blómskrýdda gróðurs, sem haustlitirnir eru teknir að setja mark sitt á. Góða ferð frændi. Bjarni Bragijónsson I dag, er við fylgjum til grafar kærum vini og vinnufélaga, Stein- grimi Jónatanssyni, leita á hug- ann margar minningar. Fátækleg orð fá þeim ekki lýst. Við lýsum ekki æviferli þessa mæta drengs. Hann er rakinn af öðrum hér á undan. Af löngum kynnum minnumst við einstakrar samviskusemi hans og nákvæmni i starfi. Einnig minnumst við kímni hans og orð- heppni, sem var við brugðið. Ánægjulegustu stundir vinnunn- Framhald á bls. 20. Heimsækið sýningardeild okkar (nr. 4) á Iðnkynningunni í Laugardalshöll og skoðið boltann sem hangir í lausu lofti eða fáið ykkur ís í glasið. VERIÐ VELKOMIN. STJÖRNU rstalhf. STÁLVER hf, ÞRYMURhf, VOGUR hf, BLIKKOG STÁLhf, MÁLMTÆKNI sf Minning: Birgir Gestsson rafvirkjameistari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.