Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977
Grani göslari
Komdu bara sjálfur inn eflir kaupinu þínu.
Tökum einn fatafellu-póker?
Ég fullvissa þig um a9 þaö er
enginn annar.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Fyrir koma stöður í vörn, sem
eru illleysanlegar. Jafnvel fyrir
mjög reynda spilara. Spilið i dag
sýnir eina slíka. Það er frá leik
Dana og Itala á Evrópumeistara-
mótinu í sumar. Danirnir
Werdelin og Möller sátu í norður
og suður en Belladonna og
Garozzo voru í vestur og austur.
Vestur gaf, allir á hættu.
Norður
S. A75
H. 982
T. D1043
L. G103
Austur
S. 9
H. D6543
T. G6
L. KD865
Suður
S. KG106432
H. K107
T. A5
L. 2
Vestur
S. D8
H. AG
T. K9872
L. A974
Mistök — kjaftæði er þetta — hér verða aldrei
nein mistök!
Tízkusori
og k jaftháttur
Velvakandi fékk nýlega bréf
frá manni sem kallar sig Aðdá-
anda norskra baráttumanna gegn
tízkusora og er hann þar að taka
undir orð bréfritara frá því sl.
sunnudag um val glæpamynda til
sýninga í sjónvarpi og i kvik-
myndahúsum hér á landi, en
maðurinn er andvigur sýningum
á slikum myndum.
Málefnið sem þarna er komið
inn á, er vissulega umræðuvert i
þessum dálki, en forráðamönnum
sjónvarps, leikhúsa og kvik-
myndahús a eru ekki vandaðar
kveðjurnar og orðbragðið slíkt að
ekki kemur til greina að birta
bréfið í heild. En hins vegar fylg-
ir sá böggull skammrifi, að jafn-
vel þó Velvakandi vildi málefnis-
ins vegna reyna að endursegja
bréfið með hófsamara orðfæri, þá
er það heldur ekkí unnt vegna
þess að bréfritari segir ekki nein
frekari deili á sér, en i þessum
dálki hefur verið margsinnis bent
á að bréf verði ekki birt nema
höfundar segi til sín en þeim er
hins vegar í lófa lagið að nota
dulnefni með einhverjum hætti
þegar bréf þeirra birtist. Er þetta
ítrekað hér enn einu sinni, en
jafnframt skal Aðdáanda norsku
bar/ttumannanna bent á að það
þarf ekki að vera ýkja langur
vegur milli tízkusora og kjafthátt-
ar.
% Haustfölvi
Að þessum orðum mæltum
er við hæfi að bregða sér á vit
ljóðrænunnar. Velvakanda hefur
borizt þessi hugleiðing eða stilæf-
ing — hvort heldur menn vilja
kalla það:
Við finnum til með þvl lífi, sem
deyr á haustin eða hverfur sjón-
um okkar. Blómin deyja. Grösin
sölna. Lauf fellur af trjám. Allt
verður eyðilegt og kuldalegt, er
líf og gróska sumarsins hverfur.
Ótölulegur fjöldi smærri dýra
fellur fyrir kulda haustsins: flug-
ur og fiðrildi, sem aukið hafa á
yndi okkar sumarlangt, hverfa nú
úr sögunni. Svefn dauðans hefur
sigrað þau.
Lömbin, sem fæddust í vor,
hafa unað sér I högum og á heið-
um í allt sumar, aukið við vöxt
sinn og unað lífinu. Dauðinn bið-
ur flestra þeirra í haust. Hið
skammvinna æviskeið þeirra er
liðið. Hinir fögru sumardagar eru
Sagnirnar voru:
Vestur Nordur Austur Suöui
1 T pass 1 II 3 S
pass 4 Sog alllir pass.
Vestur spilaði út trompáttu!
Suður tók slaginn á hendinni fór
strax í tígulinn. Hann tók á ásinn
og spilaði síðan lágum tígli. Vest-
ur tók á kónginn og var nú kom-
inn í erfiða aðstöðu.
Suður átti tvö niðurköst í tígla
blinds og var því greinilegt, að
vörnin varð að taka slagi sína
strax og áður en suður tæki sína
tíu slagi. Og hvað vissi vestur um
lauflitinn. Félagi hans hafði jú
sagt hjarta.
En eftir góða umhugsun spilaði
Belladonna lágu laufi. Austur
fékk á drottninguna og hann var
með á nótunum. Hann skipti í
hjarta. Suður reyndi kónginn en
vestur drap og spilaði gosanum.
Austur gerði nú smávægilega
villu. Hann lét I:gt i stað þess að
drepa gosann með drottningu og
spila síðan aftur hjarta og láta
vestur trompa með drottning-
unni. Suður fékk þannig niu
slagi.
Frábær vörn þó ekki tækist að
reka á hana smiðshöggið. En
ítalirnir hafa eflaust ekki verið
ánægðir með spilið því á hendur
eirra má vinna fimm lauf.
RETTU MER HOND ÞINA
Framhaldssaga efttr
GUNNAR HE LANDE R
Benedtkt Arnkelsson
þýddt
56
Mvelase var fbygginn og
f.vlgdist með hverri breytingu f
svip Arnar. Hann leit nokkrum
sinnum með kvfðasvip f þá átt,
sem seiðmaðurinn hafði farið.
— Þú ættir að verða kristinn,
Mvelase, þá þyrftir þú ekki að
trúa á neitt slfkt. Konur töfra-
læknisins höfðu nær þvf gengið
af dóttur þinni dauðri. Og það
má vel vera, að þær hafi þegar
troðið barnið hennar f hel.
Mvelase verð niðurlútur. Sfð-
an tautaði hann, án þess að líta
upp:
— Læknar hvftra manna eru
fyrir hvfta menn. Læknar
svartra manna eru fyrir svarta
menn.
— Þvf trúi cg ekki. Hvað eru
þcir eiginlcga margir, sem
töfralæknarnir hafa læknað?
Hvað sem þvf Ifður, þá leyfi ég
ekki, að þú komir með slfkt
fólk inn á búgarð kristniboðs-
ins. Ef þú vilt halda áfram að
búa hérna, þá verður þú að fara
eftir reglum okkar.
Örn rétti úr sér. Hann var
óánægður með sjálfan sig. Það
var ekki beint aðlaðandi að
reka kristniboð með þvf að hafa
í hótunum við fólk. En hvað
átti hann að gera?
Zúlústúlka kom að trénu.
Hún teymdi báða hestana.
— Heyrðu annars, Mvelase,
hélt örn áfram. — Komum við
okkur ekki saman um það á
sfðasta ráðsfundi búgarðsins,
að við skyldum byggja al-
mennileg hús, þar sem hægt
væri að standa uppréttur, hús
með reykháfi og gluggum? Þú
hefur ekki gert það enn þá.
Þykkar varir Mvelase skulfu.
— Umfundisi, ég ætla mér
að gera það. En hann Xaba
hérna við hliðina, hann byggði
slfkt hús, og þá kom imfene,
bavfan, og gægðist gegnum
gluggann hans. Andar forfeðr-
anna vilja ekki, að við röskum
fornum venjum.
Örn varpaði öndinni ma-ðu-
lega. — Við verðum að tala
nánar um þetta seinna. Komdu
upp til húss mfns einhvern dag-
inn.
Mvelase stóð upp og kvaddi
að hætti Zúlúmanna.
— Heyrðu, mælti Erik án
þess að opna augun, — rekið
þið kristniboðarnir áróður
fyrir því, að töfralæknar og
svipað fólk fái atkvæðisrétt al-
veg eins og hvítir menn?
— Ertu genginn af göflun-
um? Nei, alls ekki. En okkur
finnst, að þeir, sem hafa hlotið
sæmilega menntun, eigi að fá
atkvæðisrétt. Jæja, við verðum
vfst að leggja af stað.
Erik stóð upp og kastaði sfga-
rettustubbnum. Hann var nú
farinn að jafna sig, en virtist
enn lúinn.
— Fredrik, þú verður að
þýða allt það, sem þú sagðir við
svertingjana. En ekki núna. Ég
hef fengið nóg i bili. Þú manst
eftir atburðinum, sem ég sagði
þér frá f fyrradag, þegar svert-
ingjarnir misþyrmdu mér f
Brokpan?
— Já.
—• Ég lifði þetta að nýju,
þegar ég sá konuna liggja
þarna á jörðinni. Eg þoli ekkí
lengur að sjá slíkt. Ég hef feng-
ið andstyggð á svertingjunum.
Eg jafna mig aldrei aftur.
— Er það svo? Jæja, við höf-
um víst allir fengið snert af
þessu. Viltu heldur fara heim
og hvfla þig? Eða ertu það
hress, að við getum haldið
áfram?
— Auðvitað kem ég með þér.
Erik fýsti ekki að vera einn
heima með Evu, konu Arnar,
allan daginn. Það var erfitt að
tala við hana. Hún var víst orð-
in svolftið þunglynd f einsemd-
inni.
— Jæja, þá höldum við
áfram. Salakahle, Mvclase.
Örn veifaöi fólkinu á búgarð-
inum í kveðjuskyni og hvatti
hestinn. Hann var allt f einu
kominn aftur f gott skap.
— Heyrðu, ég hef líklega
ekki sagt þér frá þvf, þegar við
sigldum frá Strömstad atla leið-
ir suður til Haftenssund með
fokkunni einni saman? Þú
hefðir átt að vita, hvað hann
var hvass.