Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977 t Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, Búðarstíg, Eyrarbakka. verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 1 október kl 14 Aðalheiður Jónsdóttir Elln Sigurðardóttir, Magnús Þórisson, Jón Sigurðsson, Kristján Sigurðsson Jóhannes Kristjánsson. Maðurinn minn og faðir okkar, RAGNAR BIRGIR BALDVINSSON, Rjúpufelli 35, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 3 október kl 1 5 00 Þeim, sem víldu minnast bans, er bent á Sjálfsbjörq Hátúni Þ12 Sigrfður Erla Ólafsdóttir, og böm. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og fósturfaðir, ÞÓRÐUR Andrésson, fyrrverandi oddviti, Gufudalssveit. er látinn Jarðarförin auglýst síðar Helga Veturliðadóttir, börn. tengdabörn, barnaböm og fósturbörn. Faðir minn og sonur okkar HAUKUR MAGNÚSSON, frá Haukadal, Rangárvöllum sem andaðist á Landspítalanum 20 þ m verður jarðsunginn að Skarði í Landsveit laugardaginn 1 okt kl 1 4 00 Helgi Hauksson, Jóna Hafliðadóttir, Magnús Runólfsson. t GUNNARVAGNSSON, framkvæmdastjóri, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 30 september kl 3 e.h. Sigríður Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnaböm. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vmsemd vegna andláts mannsins mins og föður okkar. HANS DANIELSEN Laugarásvegi 75. Anna María, Magnús, Ragnar og aðrir vandamenn t Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR frá Ásbjarnarstöðum Fyrir hönd ættingja og vina Haraldur Jónsson og Olga Eggertsdóttir. t Alúðar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför STEFÁNS ÓLAFSSONAR, frá Kalmanstungu Valgerður Einarsdóttir, Ólafur Stefénsson. Kalman Stefánsson, Bryndis Jónsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Roberto Ibarguen, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, LÁRUSAR ÓLAFS STEINGRÍMSSONAR, Hörgslandskoti, Síðu, Sérstaklega þökkum við starfsfólki Borgarspitalans fyrir frábæra hjúkr- un Sigurlaug Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Lárusson, Steingrímur Lárusson, Anna H. Árnadóttir, Magnús Lárusson, Svanhildur Gunnarsdóttir. og sonardætur. — Minning Gunnar Framhald af bls. 13 öðrum yfirmönnum útvarpsins hinum megin viö samningaborðið. Það kom brátt í ljóst, að Gunnar var mjög sanngjarn og góður samningamaður. Hann var fljótur að átta sig á hverju málefni og hlustaði með athygli á allan mál- flutning viðsemjenda sinna, en hélt samt fast og einarðlega á málum fyrir stofnun sína. Oft var deilt hart á þessum árum um kaup og kjör, en allar þær væring- ar voru gleymdar þegar upp var staðið og samningar höfðu verið undirritaðir. Nú að leiðarlokum þakka ég Gunnari Vagnssyni fyrir hönd félaga minna fyrir þann góða skilning og sáttfýsi, sem hann sýndi alltaf varðandi mál- efni leikarastéttarinnar. Ég réðst til starfa hjá Hljóð- varpinu fyrir röskum tveimur ár- um, eða nánar tiltekið þann 1. mars 1975. Ég mætti til vinnu snemma þennan fyrsta morgun, og eflaust hefur verið einhver kvíði i mér, eins og jafnen er þegar menn taka við nýju og vandasömu starfi. Gunnar beið þá brosandi og glaðvær fyrir utan dyrnar á þeirri skrifstofu, sem mér var ætluð, og bauð mig vel- kominn með hlýju og hjartanlégu handtaki. Þeirri stund og hlýleik- anum í handtaki hans mun ég aldrei gleyma. Nú er Gunnar Vagnsson horf- inn langt fyrir aldur fram, en að mínu mati var hann einn af bestu og dyggustu starfsmönnum, sem Ríkisútvarpið hafði á að skipa. Hann var fljótur að átta sig á úrlausnarefnum og vildi jafnan leysa hvers manns vanda. Hans er því sárt saknað af okkur sam- starfsmönnum hans hjá útvarp- inu. Eftirlifandi konu hans, frú Sig- ríði, börnum þeirra hjóna og öðr- um nánum aðstandendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunnars Vagnssonar. Klemenz Jónsson. Það kom yfir mig eins og reiðar- slag er ég heyrði um lát vinar míns og góðs félaga, Gunnars Vagnssonar. Raunar hafði hann verið veikur undanfarið, en virtist nú á góðum batavegi, og leit svo sannarlega út sem hann mundi yfirvinna sjúkdóminn að fullu. Hann var tekinn til starfa á ný, og nokkrum dögum áður vorum við saman á fundi, og þá var hann hress og glaður. Gunnar var fæddur að Horni í Arnarfirði í Vestur- ísafjarðarsýslu, og voru foreldrar hans Vagn Þorleifsson og Kristjana Sigríður Jóhannsdóttir, er þar bjuggu. Hann gekk i Gagn- fræðaskólann í Reykjavík árið 1936, eftir að hafa stundað náfn að Hrafnseyri 1934—35, og út- skrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands árið 1945. Gunnar gegndi mörgum og fjöl- breyttum ábyrgðarstörfum um ævina. bæði í atvinnu- og félags- málum, en síðast starfaði hann sem fjármálafulltrúi Ríkisút- varpsins, en það starf tók hann að sér eftir að hafa verið fulltrúi í iðnaðarmálaráðuneytinu. Enda þótt Gunnar væri mjög störfum hlaðinn, hafði hann alltaf tíma til þess að sinna ýmsum félagsmálum, en á þeim hafði hann brennandi áhuga, og það var á þeim vettvangi sem okkar leiðir lágu saman. Kunningsskapur okkar náði langt aftur í árin, þróaðist jafnt og þétt, og varð síðan að góðri vináttu. Það hófst með því að við sátum saman við bridgeborðið, fyrst sem and- stæðingar, en síðar sem sam- herjar um fjölda ára skeið. Arið 1968 var stofnaður Lions- klúbbur sem hlaut nafnið FREYR og þar lágu einnig saman leiðir okkar Gunnars. Lionsklúbbarnir hafa að markmiði að láta eitt og annað gott af sér leiða, þeir afla fjár til þess að styrkja þá sem misst hafa sjónina eða líða af sjóndepru ' og leitast við að aðstoða aðra þá sem eiga við sjúk- leika að stríða, á ýmsan máta, svo sem með kaupum á lækninga- tækjum eða annars konar hjálp. Viss verkefni önnur, sem ætluð voru til umbóta voru á dagskrá hjá Lionskl. Frey, og gerðist Gunnar þar félagi og vann ötul- lega að hugðarmáium klúbbsins. Hann gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum og fórst allt vel úr hendi, svo sem vita mátti, og tók þar við formannsstörfum haustið 1976, en lét af því starfi nú i septembermánuði eins og lög klúbbsins gera ráð fyrir. Þarna, sem annars staðar, kom ljóslega fram hans rólega yfirvegun á málefnum, svo og rökvísi og hæfi- leikarnir til þess að finna bestu lausn á hverju vandamáli, enda voru klúbbfélagar þess fullvissir að velferð félagsskaparins yrði vel borgið í hans höndum. Við klúbbfélagarnir munum sárlega sakna Gunnars, og við þökkum honum af alhug fyrir þau ágætu störf sem hann lagði að mörkum í þágu Freys, og minning hans sem við munum geyma, hvetur okkur til dáða í fram- tíðinni. Gunnar var félagi í spilaklúbbi sem Krummaklúbbur heitir, allt frá stofnun hans. Þar naut hann virðingar og vináttu allra fyrir sína hæglátu og um leið glaðlegu framkomu. Fri félögum hans þar flyt ég bestu kveðjur með þakk- læti fyrir óteljandi ánægju- stundir. Ég færi Sigríði, eiginkonu Gunnars, svo og börnunum og öðrum ástvinum innilegustu samúðarkveðjur, og bið þeim allr- ar blessunar i framtíðinni. Ölafur Þorsteinsson. Ég veit þeir vcrða margir, sem senda Gunnari Vagnssyni, fram- kvæmdastjóra, hinstu kveðju, nú þegar hann er til moldar borinn. Ég er einn þeirra, sem átti mjög náið og ánægjulegt samstarf við Gunnar nú síðasta áratuginn, en vinátta okkar á sér mun lengri sögu. Hér á árum áður, þegar íþrótta- forystan var skipuð mönnum, sem af eldmóði börðust fyrir hugsjón- um sinum, var Gunnar þar fram- arlega i flokki, þ.e. áður en foryst- an gerðirst eins konar „skrifstofu- forysta", sem leggur lítið i sölurn- ar sjálf, en krefst þeim mun meira af öðrum. Á þessum árum tengdumst við Gunnar nánum vináttuböndum, hann var vinurinn sem til vamms sagði, ekki með þjósti heldur góð- vild, og ráð hans reyndust ómet- anleg ungum manní, sem réðst í það fávís að segja iþróttafréttir. Um störf Gunnars Vagnssonar við útvapið mætti fara mörgum orðum, þött starfstími hans þar yrði skammur, já, alltof skammur. Gunnar hafði það vandasama starf á hendi að gæta fjármuna útvarpsins, við hlið útvarpsstjóra. Nú er sannleikurinn sá, að stjórn- völd hafa alla tið skorið mjög við nögl tekjumöguleika stofnunar- innar, og á ég þar við afnotagjöld- in, því aldrei hefur útvarpinu ver- ið úthlutað eyri úr ríkiskassanum. Eitt sinn veit ég að ríkissjóður lánaði peninga til byggingar út- varpsstöðvarinnar á Vatnsenda- hæð, en þeir aurar voru endur- greiddir á fáum árum. Þessi ihaldssemi stjórnvalda hefur meðal annars valdið því, að nú, næstum 50 árum eftir að út- varpið hóf göngu sína, heyrast sendingar þess ekki eða illa víða um land, og þá ekki sist í kjör- dæmi menntamálaráðherrans. Á þessa hluti er minnst hér, því eitt meginhlutverk Gunnars Vagnssonar var að koma ráða- mönnum í skilning um að á þessu þyrfti að ráða bót, og honum varð sem betur fer nokkuð ágengt, þó útvarpið megi enn teljast oln- bogabarn ráðamanna, þó allir vilji þeir njóta góðs af útvarps- rekstrinum, þegar þeim hentar. Annað mál var það sem Gunnar Vagnsson barðist fyrir og spara9i ekki fyrirhöfn, en það er bygging útvarpshússins nýja (og fyrsta), og vonir standa nú til að hægt verði að hefjast handa um smíði þess, en því miður entist Gunnari ekki aldur til þess að sjá þvi verki hrint af stað, en það var honum tilhlökkunarefni til síðasta ævi- dags. Gunnar var raungóður yfirmað- ur og vildi hvers manns vanda leysa. Auðvitað átti hann ekki alltaf hægt um vik, en hann gerði allt hvað hann gat. Og til merkis um það, hvern hug Gunnar bar til samstarfs- manna sinna, má nefna, að hann hafði lagt síðustu hönd á tillögu til stofnunar sjúkra- og styrktar- sjóðs starfsmanna Ríkisútvarps- ins, og lagt hana fyrir stjórnvöld. Ekki veit ég hvernig málin standa á þessari stundu, en sjóðsstofnun þessi mundi valda þáttaskilum i sögu stofnunarinnar. í tillögunni um reglugerð sjóðsins er ekki að- eins gert ráð fyrir því að starfs- menn eigi kost á óafturkræfum framlögum í sjúkdómstilfellum, heldur einnig til endurmenntun- ar og annarra hluta. Því má svo ekki gleyma, að Gunnar háði harða baráttu við þá menn, sem ákveða útvarpsfólki laun, ekki aðeins til þess að fá þessa menn til að skiija að hin ýmsu störf eru gróflega vanmetin til launa, heldur einnig til þess að reyna að leiðrétta misræmi i launaákvörðunum allsráðenda í launamálum, þegar mönnum hafa verið skömmtuð misjöfn laun fyr- ir nákvæmlega sömu störf. Af þessu má sjá, að Gunnar Vagnsson sat ekki auðum hönd- um í stóli sínum og starfsmenn útvarpsins eiga honum þakkir að gjalda. Ég þakka Gunnari Vagnssyni vináttu og samskipti og flyt konu hans og börnum innilegar samúð- arkveðjur frá sjálfum mér og fjöl- skyldu minni. Sigurður Sigurðsson. Starfsfólk Ríkisútvarpsins á Skúlagötu 4 kveður Gunnar Vagnsson með söknuði og þakk- látum huga. Um ellefu ára skeið vann það undir sama þaki og hann, og svo snögglega hefur hann nú verið kvaddur á brott, að fyrir fáeinum dögum hefði því þótt með ólíkindum, að hann yrði horfinn úr hópnum svo fyrirvara- laust. Fáir voru þeir dagar, sem hann var ekki á sínum stað, og samstarfsmenn hans urðu þess naumast varir, að hann tæki sér nokkurn tima orlof eða hvíld frá störfum. Glaður, ötull og víllaus gekk hann að störfum og virtist lengst af svo heilsuhraustur, að veikindi hvörfluðu sízt að sam- starfsmönnum hans, þegar hann átti í hlut. Þeim kom það því nokkuð á óvart, þegar hann kenn- di sér meins snemma sumars, en vonuðu af heilum hug, að úr myndi rætast. Allt virtist benda til þess, að þær vonir rættust. Hann var aftur seztur i stólinn sinn og farinn að greiða úr flækj- unni, kappsamur og hress í bragði. En svo var þá orðið áliðið dags, að ekki liðu nema tvær eða þrjár vikur, unz klippt var á lífs- þráð hans. Gunnar Vagnsson hóf störf hjá stofnuninni í kjölfar skipulags- breytinga, sem gerðar voru á starfsemi hennar og tóku gildi árið, sem sjónvarpið var stofnað og henni var skipt í þrjár deildir. Hann gerðist framkvæmdastjóri fjármáladeildar og staðgöngu- maður útvarpsstjóra í forföllum hans eða fjarveru. Það liggur i hlutarins eðli, að starfið er kröfu- hart, erilssamt og ábyrgðarmikið, og við það bætizt, að þann tíma, sem Gunnar gegndi því, þurfti hann að móta það og stofítunin i senn að hefja mikla uppbyggingu, verjast áföllum og glíma við mörg og torleyst vandamál. Þegar Gunnar réðst til starfa, var starfsfólkið honum ókunnugt, því að hann kom að nokkru leyti af öðrum vettvangi en það þekkti bezt, en við vissum öll, að hann var ágætlega menntaður á sínu sviði og bjó að langri og praktiskri reynslu í opinberri þjónustu og félagsmálum. En hann tók starfið þeim tökum og var þannig gerður, að hann öðlað- ist áreynslulítið hylli og traust samstarfsmanna sinna og varð því fljótt einn þeirra, sem sjálfsagt og nauðsynlegt þóttt að leita til í smáu og stóru, af því að við vissum lika, að hann leit alltaf á sig sem einn úr hópnum. Auk hinna „æðri fjármála" og framkvæmda, sem Gunnar var kjörinn til að sinna, fylgdu starfi hans sjálfkrafa meiri ög minni samskipti við starfsfólkíð, bæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.