Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1977 Bundestag: Stjórnvöldum heimilt ad einangra hrydju- verkamenn í fangelsi Bonn. 29. sepl. Reuter. NEÐRI deild v-þýzka þingsins — Bundestag, samþykkti í dag laga- frumvarp, þar sem stjórnvöldum Mjög harður árekstur á Akureyri AKUREYRI, 29. september. IVIjög harður árekstur varð á Hörgár- braut við suðurenda Glerárbrúar klukkan 18.20 i kvöld. Fólksbíll sem beygði inn á götuna úr Tryggvahraut lenti aftan á öðrum fólksbíl af miklu afli. Annar bíll- inn er mjög mikið skemmdur og hinn er talinn gjörónýtur. Öku- mennirnir voru einir í bílnum, slösuðust báðir og voru fluttir í sjúkrahús. Annar þeirra er all- þungt haldinn, en hinn meiddist minna. — Sv.P. er heimilað að einangra hryðju- verkamenn og borgaraskæruliða gersamlcga frá öllum samskipt- um við lögfræðinga eða ættingja sfna, þegar sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Fjórir þingmenn SPD — Jafnaðarmanna flokksins greiddu atkvæði gegn þ'essu laga- frumvarpi og sautján þingmenn jafnaðarmanna og Frjálsra demó- krata greiddu ekki atkvæði. Lagafrumvarpinu var flýtt meira en áætlað hafði verið vegna ránsins á Hanns Martin Sehleyer. Samkvæmt lögunum geta nú fangelsisyfirvöld bannað allar heimsóknir ofangreindra aðila til fanga, sömuleiðis bannað að fang- ar sjái blöð, þeir hafa heimild til að taka frá þeim útvarp og banna samskipti við aðra fanga, ef við- komandi er grunaður um að vera vinstrisinnaður borgaraskæruliði og gildir slíkt bann hverju sinni i 30 daga. Endurnýja má bannið eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Akureyri: Framtíðin með sýn- ingu í Möðruvöllum AKUREYRI, 29. september. — Kvenfélagið Framtíðin efnir til sýningar á málverkum og list- munum í eigu félagskvenna í Möðruvöllum, raungreinahúsi MA, um næstu helgi. Sýningin verður opin 1. og 2. október klukkan 14—22 báða dagana. Munir þeir, sem þarna eru til sýnis, eru mjög fjölbreytilegir og fagrir svo þar verður margt merkilegt að sjá, en einnig geta menn notið góöra veitinga og keypt sér kaffi og heitar vöfflur. Allur ágóði af sýníngunni og veit- ingasölunni rennur í elliheimilis- sjóð félagsins. — Sv.P. Myndir um myndhöggvara I LISTASAFNI íslands verða sýndar kvikmyndir um tvo mynd- höggvara; Constantine Brancusi (1876—1957) og Auguste Rodin (1840—1917) á laugardag og hefst sýningin klukkan 15. Framhald af bls. 30 haldið að væri ómöguleg. Caskey komst þá í gott færi, og átti hörku- skot að markinu, þannig að ekki átti að vera mögulegt að verja, en Sigurður gerði það samt! Eftir þetta var hræðilegt fyrir Sigurð að fá það mark á sig mínútu síðar, sem áður er lýst. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU U (.lASINC, \ SIMINN ER: 22480 En það var þetta mark sem færði Glentoran 2—0 sigur í þess- um leik og áframhaldandi keppnisrétt í Evrópubikarkeppni meistaraliða. Leikurinn í gærkvöldi var mjög prúðmannlega leikinn, en samt sem áður sá hollenzki dómarinn fjórum sinnum ástæðu til þess að bregða gula spjaldinu á loft. Voru það Valsmennírnír Hörður Hilmarsson og Magnús Bergs og Glentoranleikmennirnir Robson og Dickenson sem voru bókaðir. — Varnargarður Framhald af bls. 32. inn ætti að verja verksmiðjuna fyrir smágosi úr þpirri sprungu, sem jarðfræðingar telja líklegast, að gos kæmi úr, frá Jarðbaðshól- um í norðausur í átt að Leikhnúk og verður garðurinn gerður í um 200 metra fjarlægð frá Kísiliðj- unni. Um viðgerðirnar á skrifstofu- byggingunni sagði Þorsteinn, að auk þess sem nýtt þak yrði sett á húsið, þyrfti að brjóta niður veggi og setja nýja til styrktar, auk þess sem gera þyrfti við gólf hússins, þar sem sprungur mynduðust. Sagði Þorsteinn að þetta verk yrði hafið fljóflega. Um lagfæringar á þrónum sagði Þorsteinn, að þær væru miklum erfiðleikum bundnar, því skörð opnuðust aftur, þar sem reynt væri að fylla upp í. í þró eitt er nú hráefni til 3ja mánaða og í þró þrjú, sem skarð kom í í gær, er hráefni til um 2ja mánaða, en kapp er lagt á að fylla þá þró. Hins vegar hefur ekkert verið átt við lagfæringar á þró tvö. Ekki sagði Þorsteinn geta nefnt tölur í sambandi við tjónið á þrónum, en það ber Kísiliðjan sjálf, þar sem þrærnar eru ótryggðar. — 8.400 á kjörskrá Framhald af bls. 32. 50% kjörsókn í allsherjarat- kvæðagreiðslunni, skoðast sátta- tillagan samþykkt, en fari kjör- sókn yfir 50% verða minnst 50% þeirra, sem atkvæði greiða, að hafna sáttatillögunni til að hún skoðist felld. — Hleranir Framhald af bls. 32. við rannsókn á þvi, eftir að grunur vaknaði um hleranir, kom í ljós að það var fullt af fullkomnun hlerunarútbúnaði. Þessi atburður í Sameinuðu þjóðunum, er sendiherra Bandaríkjanna þar sýndi skjaldarmerkið, var raunar mótleikur Bandaríkjamanna í njósnamáli U-2 flugvélarinnar, sem skotin var niður yfir Svoét- ríkjunum og Sovétmenn gerðu mikið veður út af og fluttu mái- ið sérstaklega á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. — Skák Framhald af bls. 17 Re5 vegna 25. . ,b4) Kf8? (Þessi leikur bætir ekkert úr skák hjá svörtum. Reynandi var 25. ..b4) 26. Re5 — Re7, 27. Ue2 — Rc6, 28. Bcl (Svartur hefði svarað 28. Reg6- með Kg8) Bb8, 29. Be3 — Ba7, 30. Rf3 — Hd7, 31. Dd2 (Nú vofir 32. Bxh6 yfir) Rg8 32. Be4 — Dc7, 33. d5! — exd5, 34. Bxa7 — dxe4, 35. Dxd7 — Dxd7, 36. Hxd7 — Rxa7, 37. Re5 og svart- ur gafst upp. — Kínverjar Framhald af bls. 32. þúsund tonn. Kinverjar hafa fyrr á þessu ári keypt 3000 tonn af áli frá isal þannig að heildarsalan til þeirra á þessu ári nemur 11.000 tonnum. Kínverjar hafa áður gert stórpantanir á áli frá Isal. Árið 1975 keypti Kinverska alþýðulýð- veldið samtals 16.000 tonn. Var þá um að ræða tvær pantanir, hin fyrri var 10.000 tonn og hin seinni 6000 tonn. Nokkrum árum áður höfðu þeir keypt tæplega 3000 tonn þannig að í heild nema kaup Kínverja á íslenzku áli um 30.000 tonnum. — Kærði nauðgun Framhald af bls. 32. upplýsingum lögreglunnar ber konan nokkra áverka eftir árás- ina. Málið er í frumrannsókn og vildu talsmenn Rannsóknarlög- reglunnar ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Töluvert hefur verið um að kynferðisafbrot ýmiss konar hafi verið kærð á undanförnum vik- um. Til dæmis situr nú í gæzlu- varðhaldi maður nokkur vegna rannsóknar á máli af þessu tagi. — Flugræningj- arnir slepptu fímm gíslum . Framhald af bls. 1 í kvöld að ræningjarnir hefðu óskað eftir því að matvæli yrðu flutt um borð í vélina. Farþegarn- ir höfðu þá ekki bragðað vott né þurrt i meira en sólarhring. Meðal farþega sem fengu að fara frjálsir í morgun voru leik- kona að nafni Carole Wells Kara- bian, sem er vanfær, en maður hennar Walter varð eftir um borð, og Bandaríkjamaður, Krug- er að nafni, sem veiktist snögg- lega og indversk hjón með ungu barni sínu. — Kóleran til Tyrklands Framhald af bls. 1 ríkisstjórnin legði formlegt bann við því að tyrkneskir pílagrímar fengju leyfi til að fara til Mekka I næsta mánuði. Rikisstjórn lands- ins tók ekki afstöðu til þessa á fundi sinum í dag. I tilkynningu heilbrigðisyfir- valda var og tekið fram að reynt yrði að gera allar þær ráðstafanir sem mættu verða til að hefta út- breiðslu veikinnar, svo að ekki yrði farsótt úr. Vitað er og að alltnargir íbúar Ankara hafa tek- ið veiki er svipar til kóleru. -------. ♦ «------ — Vængir Framhald af bls. 2 stjóri í áætlunarflugi hér á landi og myndi Jóhann þvi ganga undir verklegt próf hér til að f á réttindi til áætlunarflugs. Hins vegar sagði Grétar, að flugvél Vængja gæti ekki hafið áætlunarflug, ef flugrekstrarstjóri félagsins mælti gegn því, þar sem það væri hann, sem bæri ábyrgðina gagnvart flugmálayfirvöldum. Flugrekstr- arstjóri verður að hljóta viður- kenningu flugmálayfirvalda og ganga undir próf til þess, ef þurfa þykir. „Þessir flugmenn eru ráðnir fyrir utan stéttarfélagið og það er vinnudeila í gangi, þannig að stéttarfélagið hleypir engum í þessi störf fyrr en vinnudeilan héfur veriö til lykta leidd. Og á meðan syo er ekki, mun ég ekki setja neitt í gang," sagði Öskar M. Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Vængja, I samtali við Mbl. i gær. Oskar sagði, að það eitt að hafa tilskilin próf væri ekki nóg til að hefja áætlunarflug á vegum Vængja, þar sem samkvæmt regl- um félagsins yrðu ménn að hafa kynnt sér rækilega allar þær leið- ir, sem félagið flýgur á. „Vængir krefjast þess að flugmenn félags- ins gjörþekki allar áætlunarleið- irnar," sagði Oskar, „og þær að- stæður, sem eru á þeim. Það er svo ég nefni einhver dæmi hreint öryggisatriði að flugmennirnir gjörþekki aðstæður í Siglufirði og á Suðureyri til að þeir geti flogið þangað. Fyrsta skrefið eftir að vinnu- deilan hefur verið leyst verður það að félagið skipi nýjan þjálfun- arflugmann, en án hans meðmæla mun ég ekki samþykkja að neinn flugmaður fljúgi vél Vængja í ■áætlunarflug. Fyrrverandi þjálf- unarflugmaður félagsins er hætt- ur hjá félaginu, þannig að það verður að fá mann í hans stað áður en hægt er að þjálfa nýja menn í áætiunarflugið; hvað sem öllum prófum líður.“ í greinargerð FÍA segir: „Vegna þeirrar stöðvunar sem verið hefur á rekstri flugfélagsins Vængir h.f síðan 27. ágúst sl. vill stjórn FÍA koma á framfæri eftir- farandi. Laugardaginn 27.8 brast á suð- austan ofsaveður og var ekki flog- ið hjá Vængjum h.f nema til há- degis. Næstu tvo daga voru þeir flugmenn sem áttu að fljúga veik- ir og hafa læknisvottorð þar um. Mánudaginn 29.8 ritar Vinnuveit- endasamband islands FÍA bréf fyrir hönd Vængja þar sem kjara- samningur félagsins við FÍA er lýstur fallinn úr gildi. Sama dag barst fjórum flugmönnum Vængja ábyrgðarbréf þar sem þeim var tilkynnt að þeir væru leystir frá störfum samdægurs." Þann 6. september sl. ritar FÍA Vinnuveitendasambandi islands bréf, þar sem þvi var mótmælt að samningur væri úr gildi fallinn. „Litlar viðræður hafa farið fram um lausn þessarar deilu, en stjórnarformaður Vængja h.f., Guðjón Styrkársson hrl. hefur haft samband við nokkra af við- komandi flugmönnum og boðið þeim vinnu á ný gegn því að segja sig úr stéttarfélagi flugmanna. Stjórn FÍA telur að þetta athæfi sé brot á kjarasamningi FÍA við Vængi h.f. Enn fremur er litið svo á, að þetta athæfi sé brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Stjórnarformaður Vængja h.f. mun nú telja að sér hafi tekizt að fá tvo flugmenn til starfa og til- kynnt í fjölmiðlum, að flug verði hafið hjá félaginu föstudaginn 30. september. Á þetta mun nú reyna. Stjórn FÍA hefur átt við- ræður við annan þessarra flug- manna, og telur að hann muni ekki ganga I berhögg við lög, regl- ur og samninga stéttarfélagsins.“ — Fyrsta Framhald af bls. 2 öllum afurðum frá Sandgerði ver- ið ekið til Keflavíkur eða Njarð- víkur og skipað út þar. Afgreiðsla skipsins gekk I alla staði mjög vel og tók ekki nema 3!4 tíma að lesta það. Héðan fór skipið um sjöleyt- ið í morgun áleiðis til Englands. Þessi skipskoma til Sandgerðis er þörf ábending til ráðamanna í hafnamálum, sem hafa að áliti heimamanna og flestra sem til þekkja vanmetið skilyrði í Sand- gerði til hafnargerðar. Ekki er útlit fyrir að aukning verði hér á bryggjuplássi fyrir komandi vetrarvertið, eins og vonir stóðu þó til í vor, því framkvæmdir við bryggjubyggingu, sem átti að byrja á, eru ekki hafnar enn. Von- ir standa þó til að þær hefjist innan tíðar, en varla ná þær að komast I gagnið fyrir vertíðina svo sjómenn verða trúlega að sætta sig við þrengslin og öng- þveitið eitthvaö ennþá. Ekki eru allir sáttir við að fá ávallt að njóta þeirra „forréttinda" eins og þessi landshluti fær, að hefja aldrei hafnarframkvæmdir fyrr en kom- inn er harða vetur. —Jón. — Pol Pot hitti Hua Framhald af bls. 1 ræðunni tók Pol Pot af öll tvi- mæli og þvi augljóst tengsl milli flokka Kína og Kambodiu. Pol Pot mun ræða við fleiri ráðamenn Kínverja meðal ann- ars Teng Hsiao Ping og Li Hsien Nien. — Klausturhólar Framhald af bls. 2 leikrit, æviminningar, saga lands og lýðs, ferða- og landfræðirit, blöð og timarit, þjóðsögur og sagnir, trúmálarit, verzlunar- og atvinnumál, konunglegar til- skipanir, Grænland og fornritaút- gáfur og fræðirit. Af einstökum bókum og verkum má einkum geta þessa: Mjög lítill skákbækl- ingur eftir Willard Fiske, Flórens 1901 og rit Willards Fiske: Das heutige islándische Schachspiel, Leipzig 1901. Tvö af verkum Hall- dórs Laxness, sem aldrei hafáver- ið endurprentuð og talið er að verði það ekki: Gerska ævintýrið, Rvík 1938, og i Austurvegi, Rvík 1933. Engilbörnin eftir Sigur- björn Sveinsson með teikningum Jóhs. S. Kjarvals, Rvik 1909. Þrjár bækur Kjarvals, Grjót, Enn Grjót og Einn þáttur. Mikið fá- gæti er Ævisaga Alberts Thor- valdsens, prentuð i Kaupmanna- höfn 1841. Alþingisstaðurinn forni eftir Sigurð málara, Kaup- mannahöfn 1878. Ferðabók W.H. Audens og L. MacNeice: Letters from Iceland, London 1937,1. útg. þessa merka rits. Árdegisblað listamanna, sem Jóh. Kjvarval gaf út 1925 og fjallar mikið um arkitektúr, sem listamaðurinn kallaði „hlaðlist". Bækurnar, verkin og handritin verða til sýnis í Klausturhólum föstudagin 30. þ. mán. frá kl. 9.00—22.00, en uppboóið sjálft fer fram í Tjarnarbúð laugardaginn 1. okt. kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.